Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 6 ÚTVARP/SJÓNVARP Þú veist það! Það er nánast hægt að kalla miðvikudagsþættina frá BBC um Meginland í mótun skemmti- þætti. Þó tekst þeim „bíbísí"- mönnum nú oftast að blanda sam- an í hæfilegum hlutföllum fræðsluefni og skemmtilegum inn- skotum frá ýmsum nýstitækjum eins og tölvum og haganlega gerð- um líkönum. Og ekki er hægt að ásaka tjallann um að sigla undir fölsku flaggi eins og suma ná- granna vora er kalla sprang um þágrýtishólma „sjónvarpsleikrit". Þeir hjá BBC kalla hlutina í sínum réttu nöfnum þannig kynna þeir þættina um Meginland í mótun með eftirfarandi orðum: Þættir þessir fjalla um jarðsögu vestur- hluta Bandaríkjanna í víðasta skilningi. Um tenglsin milli steina gróðurs og dýra. En úr þessum þáttum er farið yfir mun víðara svið en að framan greinir þannig var nú í þriðja og síðasta þætti vikið að jarðskjálftabeltinu mikla í Kaliforníu út frá landrekskenn- ingunni. Tími jarðfrœð- inganna Það voru býsna hrikalegar stað- reyndir er blöstu í þessum þriðja þætti við leikmanninum. Jarð- fræðingar hugsa greinilega í ár- þúsundum fremur en árum eins og vér leikmenn gerum gjarnan. Þannig sýndu tölvurnar okkur, er Kaliforníuríki tók á rás í átt til hins ísilagða Alaska. Að sjálf- sögðu átti þetta tilhopp fjölmenn- asta ríkis Bandaríkjanna sér stað á „jarðfræðitíma“. Var næsta fróðlegt að horfa á klukku jarð- fræðinganna tifa í horni tölvu- myndarinnar á meðan á ferðalag- inu stóð. Slík var raunar tímahröðunin að það var nánast eins og að horfa á gamla Chaplínmynd er ríkið gullna tók á rás út á Kyrrahafið. Geta dauðlegir menn annars spáð fyrir um slíka atburði? Eða telja vísindamenn að þeir geti með hjálp tölvunnar nánast spáð fyrir um framtíð alheimsins? Ekki skorti í það minnsta jarðfræð- ingana í BBC þættinum sjálfs- traust. Það var nánast eins og sjálfsagður hlutur í þeirra augum að Kalifomíuríki synti norður til Alaska. Tími guðfrœðingsins Ungi presturinn frá Söðulsholti Hreinn S. Hákonarson tók annan pól í hæðina í morgunbæn á hin- um óguðlega tíma 7.05 í gærmorg- un. Þar var ekki boðaður stóri- sannleikur eða sagt fyrir um óorðna atburði. Hinn ungi prestur valdi í bænastundina sérlega list- rænan kafla úr Jobsbók er meðal annars telur þessar línur: Hvar varst þú, þegar ég grundvallaði jörðina?/ Seg fram, ef þú hefir þekkingu til./ Hver ákvað mál hennar — þú veist það!/ Eða hver þandi mælivaðinn yfir hana?/ Á hvað var stólpum hennar hleypt niður?/ eða hver lagði hornstein hennar? Eigi er guðfræðin ómerk- ari vísindagrein en jarðfræðin, samt beygir hinn ungi guðfræð- ingur sig í duftið, frammi fyrir undri sköpunarverksins á sama tíma og fulltrúar raunvísindanna, setja sig í næstum ofurmannlegar stellingar. Ég hefði haldið að öll menntun og þekkingarleit sveigði menn frá stórasannleik að lotn- ingafullri tilbeiðslu gagnvart sköpunarverkinu. Guðfræðingur- inn í Söðulsholti virðist hafa skilið hið sanna eðli menntunarinnar og mættum við fá meira að heyra frá slíkum mönnum í heimi sjálf- umglaðra tölvuriddara. Ólafur M. Jóhannesson Pósthólfið F.v. Ellen Kristjánsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, Valdis Gunnarsdóttir og Sigrún Kristjánsdóttir. ■■ Þáttur Valdísar 00 Gunnarsdóttur, — Pósthólfið, verður á dagskrá rásar 2 í dag kl. 14. Valdís fær fjór- ar ungar konur í heim- sókn og ætla þær að stjórna tónlistarvali frá kl. 15—16. Eiginmenn eða sambýlismenn þeirra eru vel þekktir, því það eru strákarnir í Mezzoforte. Að sögn Valdísar hafði hún áhuga á að breyta út af vananum og fá að kynnast Mezzoforte og velgengni þeirra frá ann- arri hlið. „Ég er viss um að velgengni strákanna er ekki síður konum þeirra að þakka, því þær hafa stutt þá með ráðum og dáð,“ sagði Valdís. Á myndinni má sjá þær Mezzoforte-konur ásamt Valdisi. Frá vinstri talið er það Ellen Kristjáns- dóttir, sem býr með Ey- þóri Gunnarssyni, hljóm- borðsleikara, Helga Jó- hannsdóttir, sambýlis- kona Friðriks Karlssonar, gitarleikara, Erna Þórar- insdóttir, sem gift er Gunnlaugi Briem, tromm- ara, Valdís, og loks Sigrún Kristjánsdóttir, sambýl- iskona Jóhanns Ásmunds- sonar, sem leikur á bassa. | Friðrik og Helga munu I vera barnlaus, en hin pör- in eiga hvert eina dóttur. | Kvennaveldið eykst því í ! kringum Mezzoforte. Tónlistarkross- gáta rásar 2 Gene Tierney, Dana Andrews, Clifton Webb og Vincent Price í hlutverkum sínum. LÁRA bandarísk spennu- mynd frá 1944 ■■ Föstudags- 55 myndin er — bandarísk frá árinu 1944 og nefnist Lára (Laura), Mynd þessi, sem er í svart-hvítu, er að sögn þýðandans, Jóhönnu Þrá- insdóttur, mjög spennandi og allt annars eðlis en nútíma sakamálamyndir. Söguþráður myndar- innar er í stórum dráttum þessi: Ung kona finnst myrt og samkvæmt venju er lögreglunni falið að rannsaka málið. Böndin berast fljótlega að nokkr- um nánum vinum hinnar látnu, en spurningin er hver þeirra sé sekur. Leikstjóri er Otto Preminger en með aðal- hlutverk fara Gene Tiern- ey, Dana Andrews, Clift- on Webb, Judith Ander- son og Vincent Price. Þáttur fluttur fram Hér birtist tónlistar- i krossgáta rásar 2 númer 18. Þáttur Jóns Gröndal er á sunnudag, 27. janúar, kl. 15 og gefst hlustendum rásar 2 þá kostur á að ráða kross- gátuna og svara um leið i einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn. Lausnir sendist til: Ríkis- útvarpsins, rás 2, Hvassa- leiti 60, 108 Reykjavík. Merkt Tónlistarkrossgátan. Sú breyting hefur orðið á að þáttur Sverris Páls Erlends- sonar Úr blöndukútnum I (RÚVAK) sem verið hefur á dagskránni á laugardagseft- I irmiðdögum, hefur nú verið | fluttur fram á föstudaga og verður eftirleiðis á dag- I skránni kl. 22.35. L UTVARP J FÖSTUDAGUR 25. janúar 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Hafdís Hann- esdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Tritlarnir á Titringstjalli" eft- ir Irina Korschunow. Kristln Steinsdóttir les þýðingu slna (5). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mer eru fornu minnin kær". Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn. (RÚVAK) 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 .Asta málari" eftir Gylfa Gröndal. Þóranna Gröndal les (2). 14.30 A léttu nótunum. Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar. a. Konsert I Es-dúr fyrir tvö horn og strengjasveit eftir Georg Philipp Telemann. Zdenék og Bedrich Tylsar leika með kammersveitinni I Prag. Zdenék Kosler stj. b. Pianókonsert nr. 1 I G-dúr eftir Giovanni Benedetto Platti. Felicja Blumental leik- ur með Sinfónluhljómsveit- inni I Salzburg: Theodore Guschlbauer stj. 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir I hverfinu 6. Softla sér um búðina Kanadlskur myndaflokkur l þrettán þáttum. um atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýð- andi Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. c. Kvartett I F-dúr fyrir fag- ott, fiölu, víólu og selló op. 19 nr. 6 eftir Carl Stamitz. László Hara leikur með fé- lögum I Tátrai-kvartettinum. 17.10 Slödegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 19.50 „Orð elta fugla". Nlna Björk Arnadóttir les úr nýrri Ijóðabók Arna Larssonar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra 25. janúar Umsjónarmaöur Ólafur Sig- urösson. 21.10 Grlnmyndasafniö Leiksýningin Skopmyndasyrpa frá árum þöglu myndanna. 21.25 Hláturinn legir llfiö Elleffi þáttur. Breskur myndaflokkur I þrettán þáttum um gaman- semi og gamanleikara I fjöl- miðlum fyrr og slðar. Þýö- andi Guðni Kolbeinsson. 21.55 Lára (Laura) Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Frá safnamönnum. b. Af Arna Grlmssyni. Bene- dikt Sigurðsson tekur saman og flytur þátt af sakamanni. (Annar þáttur). c. Þættir af Guðmundi Hjör- leifssyni á Starmýri. Helga Einarsdóttir les frásögn eftir Guömund Eyjólfsson frá Þvottá. Umsjón Helga Ag- ústsdóttir. 21.30 Hljómbotn. Tónlistarþátt- ur i umsjón Páls Hannesson- ar og Vals Pálsonar. Bandarlsk blómynd frá 1944, s/h. Leikstjóri Otto Preminger. Aöalhlutverk: Gene Tierney, Dana Andrews, Cliffon Webb, Judith Anderson og Vincent Price. Ung kona finnst myrt og lögreglan hefur rannsókn málsins. Beinist grunurinn fljótlega að nokkrum nánum vinum hinnar látnu. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 23.20 Fréttir I dagskrárlok 22.15 Veðurtregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Úr blöndukútnum. Sverrir Páll Erlendsson. (RUVAK) 23.15 A sveitalinunni. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (RÚVAK) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RAS 2 til kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 25. janúar 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Siguröur Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfiö Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ölafsson. Hlé 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. (Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP FÖSTUDAGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.