Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANOAR 1985
Vilhjálmur með sjónaukann að líta yfir eyjar.
Horft inn um eyjar
Stykkishólmi, 14. janúar.
EINS OG KUNNUGT er, þá er byggð í eyjum í nágrenni Stykkishólms að
fjara út, og algerlega að vetrum til.
Þeir sem höfðu vetursetu þar
seinast voru bræðurnir Jón og
Vilhjálmur Hjaltalín í Brokey og
þeirra skyldulið, en þótt vetrar-
dvöl sé þar ekki lengur, þá búa
þeir enn á sumrin og nýta gögn
eyjanna og er þar bæði um egg,
dún og slíkar afurðir að ræða. Þá
er búskapur rekinn þarna, kindur
í vetrardvöl. Synir Vilhjálms hafa
svo þarna þangskurð og eru þær
afurðir seldar þangvinnslunni á
Reykhólum.
Bátakostur er góður og á hrað-
bát er ekki lengi verið að bregða
sér á milli. Vilhjálmur verður 80
ára á þessu ári, en Jón 90 ára. Þeir
búa nú í Stykkishólmi þar sem
þeir hafa keypt sér hús. Þeir fylgj-
ast vel með hreyfingum í eyjum.
Af Bókhlöðuhöfðanum í Stykk-
ishólmi er góð útsýn yfir eyjar og
að ekki sé talað um ef sjónaukinn
er góður og þá er hægara að fylgj-
ast með, enda sjá þeir um að bú-
peningi líði sem allra best. Sjálf-
virkur sími kom í Brokey 1967 og
eru það ein mestu þægindi.
En eyjarnar og lífið þar mega
muna sinn fífil fegri.
— Árni.
íslenska Óperan
tilkynnir
Prufusöng (audition) fyrir Leöurblökuna fimmtu-
daginn 31. janúar kl. 17.
Nánari upplýsingar veitir Kristín í síma 27033.
Blaóburðaifólk
óskast!
Vesturbær
Hagamelur frá
14—40
Úthverfi
Hverafold
Austurbær
Bragagata
Pingholtsstræti
Sóleyjargata
Miðbær 1
„Sjónvarpið á
að auka útboð
á verkefnum“
„Nú eru miklir breytingatímar og það verður heillandi að fást við allt það
nýja, sem framundan er,“ sagði nýkjörinn formaður útvarpsráðs, Inga Jóna
Þorðardóttir, í samtali við blm. Mbl. á dögunum.
Inga Jóna hefur setið í út-
varpsráði í rúmt ár og tók sem
kunnugt er við störfum formanns
útvarpsráðs af Markúsi Erni Ant-
onssyni, er hann var skipaður út-
varpsstjóri nú um áramótin.
„Nýju útvarpslögin eru auðvitað
með því sem hæst ber framundan.
Að mínu viti ættu þau lög ekki að
vera nein ógnun við tilveru Ríkis-
útvarpsins, heldur þvert á móti
því til framdráttar," sagði Inga
Jóna.
„En aukin samkeppni mun að
sjálfsögðu hafa ýmsar breytingar
í för með sér. Til dæmis verður að
endurskoða innkaupastefnu sjón-
varpsins því við erum ekki lengur
eini íslenski kaupandinn, þegar
farið er á kaupstefnur erlendis,
heldur erum við farin að keppa
þar við landa okkar.
Á sama hátt mun samkeppni
um vinnuaflið aukast, eins og þeg-
ar hefur gerst. Hins vegar má ekki
gleymast, að Ríkisútvarpið —
hljóðvarp og sjónvarp — hefur
ákveðið forskot hvað varðar þekk-
ingu, reynslu og aðbúnað.
Töluvert hefur verið rætt um at-
gervisflótta frá stofnuninni og að
sá flótti verði raunverulegt vanda-
mál með tilkomu keppinauta á
markaðinum. Ef það reynist rétt,
þá er það alvarlegt mál, sem
Ríkisútvarpinu verður nauðsyn-
legt að geta brugðist við. Til þess
er hins vegar ekkert svigrúm í dag
og þegar aflétt hefur verið einka-
rétti á útvarpsrekstri, verður
stofnunin um leið að hafa meiri
tök á að ákveða kjör sinna
starfsmanna. Það segir sig sjálft,
að ef ekki verður hægt að bjóða
sambærileg kjör við það sem ger-
ist annars staðar, þá mun það
bitna á starfseminni. Það hlýtur
að vera útvarpinu keppikefli að
hafa sem hæfustu starfsliði á að
skipa og það gengur ekki, að
starfsmenn ríkisfjölmiðlanna séu
miklu lakar settir en starfsbræður
þeirra á hinum fjölmiðlunum.
En þegar spurt er um fjárhags-
lega afkomu Ríkisútvarpsins með
aukinni samkeppni held ég að við
þurfum ekki að óttast.
Reynslan af tilkomu rásar 2
hefur sýnt, að sú starfsemi stend-
ur rekstrarlega undir sér og á
sama tíma aukast tekjur auglýs-
inga á rás 1. Það virðist því vera
langt í það að auglýsingamarkað-
urinn mettist og það myndi ef til
vill bitna fyrr á öðrum tegundum
fjölmiðlunar.
En það er grundvallaratriði, að
þeir sem fara út í frjálsan út-
varpsrekstur, fái að fjármagna
hann með auglýsingum, svo að
Inga Jóna Þórðardóttir
þeir þurfi ekki að vera háðir fjár-
sterkum aðilum," sagði Inga Jóna.
Því næst var talinu vikið að
dagskrá ríkisfjölmiðlanna.
„í vetur tókst að lengja dag-
skrána með aukningu barnaefnis
og slíku verður að halda áfram,"
sagði hún. „Það er t.d. spurning
hvort það er ekki úr takti við tím-
ann, að vera með lokað sjónvarp
einu sinni í viku. Ekki eru mörg ár
síðan aflétt var sumarlokun sjón-
varpsins og næsta skref hlýtur að
vera að aflétta fimmtudagslokun.
Það þarf líka að leggja meiri
áherslu á hlut barna- og unglinga-
efnis í þessum fjölmiðlum. Bæði
vegna þess að það hefur verið of
lítið og einnig vegna myndband-
anna, sem flæða yfir allt. Börn eru
svo þýðingarmiklir neytendur,
opin fyrir öllu og það verður að
gæta þess að bjóða þeim upp á
gott efni.
Hjá sjónvarpinu verður að
vinna að því að auka hlut inn-
lendrar dagskrár. Að sumu leyti
er aðstöðuleysi þar hindrun, en
sjónvarpið á líka að fara aðrar
leiðir í þáttagerð og auka útboð á
verkefnum. Um leið og haldið
Reykjavík:
Heimili fyrir fjölfötluð börn
(T
Allt
á sínum staö
skjalaskáp
Borgarskipulag Reykjavfkur hefur
auglýst breytingu á aöalskipulagi
Reykjavíkur. Hér er um aö ræöa
svæöi sem liggur að Kringlumýrar-
braut en afmarkast af Laugarnes-
vegi, Kirkjuteigi og Hofteigi.
„Þetta er lítill blettur sem varð
útundan í skipulagi við Kringlu-
mýrarbraut," sagði Þorvaldur S.
Þorvaldsson, forstöðumaður Borg-
arskipulagsins. „Bletturinn er
grænn á aðalskipulagi, en nú eru
hugmyndir um að byggja þarna
lítið einbýlishús, sem heimili fyrir
fjölfötluð börn."
Skoðanakönnun NT:
Alþýðuflokkur og
Kvennalistinn í sókn
SAMKVÆMT skoöanakönnun sem dagblaöið NT birti í gær myndu Alþýðu-
flokkur og Kvennalistinn bæta við sig fylgi ef kosið væri í dag en aðrir
stjórnmálaflokkar tapa fylgi.
Alþýðuflokkurinn fengi 15,8% at-
kvæða en fékk í síðustu alþingis-
kosningum 11,7%. Framsóknar-
flokkur fengi 18,2% (19,0%),
Sjálfstæðisflokkur 36,4% (39,2%),
Alþýðubandalag 15,0% (17,3%),
Bandalag jafnaðarmanna 6,7%
(7,3%) og Kvennalistinn 7,9%
(5,5%). Skoðanakönnunin var gerð í
fyrrakvöld og var hringt í 600
manns um land allt. Jöfn skipting
var á milli Reykjavíkursvæðisins og
landsbyggðarinnar og á milli kynja.
Spurt var: Hvað myndir þú kjósa, ef
kosið væri í dag? og ef fólk treysti
sér ekki til að svara ákveðið var fólk
spurt hvað það teldi líklegast að það
myndi kjósa.