Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
Athugið: með fiöurpúöum.
Furuhornsófar
Minnum á okkar frábæru og ódýru húsgögn í
barnaherbergiö
flnBA laugardag W. »-W
U|JIU Sunnudag kl. 14-16
Komdu við um heigina
Húsgagnavnralun Reykjavíkurvegi 68,
Hafnarfírði, aími 54343.
íslenska hljómsveitin:
Operutónleikar
í Bústaðakirkju
Tónlist
Jón Þórarinsson
íslenska hljómsveitin
Ópenitónleikar í Bústaðakirkju 17.
janúar 1985
Stjórnandi Marc Tardue
Efnisskrá:
Erik Satie: Sókrates, sinfónískt
drama. Söngvarar: Sigrún Hjálm-
týsdóttir, Sigrún Valgeróur Gests-
dóttir, Margrét Pálmadóttir, Elísa-
bet F. Eiríksdóttir.
Kjartan Ólafsson: Púfubjarg
(frumflutningur). Söngvarar: Jón
Porsteinsson, Bruce Kramer.
Jean Francaix: Le diable boiteux,
gamanópera. Söngvarar: Jón
Þorsteinsson, Bruce Kramer.
Það er villandi í efnisskrá
þessara tónleika að kalla
„Sókrates" óperu. Með því er ein-
mitt stuðlað að því viðhorfi sem
annars staðar er varað við í efn-
isskránni með þessum orðum:
„Sá sem ekki getur kastað vænt-
ingum sínum og gengið þannig
rór til móts við gátu sannleikans
mun að líkindum ekki ná áttum í
tónmynd Saties af Sókratesi."
Torráðin eru orðin, en það er
verkið ekki ef aðeins er litið á
það sem ljóðræna (fremur en
sinfóníska eða dramatíska) túlk-
un textans. Sá sem býst við ein-
hverju sem líkist óperu hlýtur að
verða fyrir vonbrigðum. Og
óneitanlega er það nokkurt
undrunarefni að allur þessi texti
sem í bókmenntunum er lagður
Sókratesi og (karlkyns) vinum
hans í munn er hér fluttur af
fjórum sópransöngkonum. En
söngkonurnar stóðu sig með
mikilli prýði, og er sérstök
ástæða til að nefna í því sam-
bandi Sigrúnu Valgerði Gests-
dóttur sem fór með viðamesta
hlutverkið og gerði furðu mikið
úr langdregnum og tilbreytinga-
litlum tónbálki.
Titillinn á verki Kjartans
Ólafssonar mun vera sóttur í
Þjóðsögur Jóns Árnasonar (eða
Áfanga Jóns Helgasonar), því að
Þúfubjarg held ég að hvergi sé
nefnt í rímnabálki Stephans G.
Stephanssonar þeim sem hefur
orðið Kjartani yrkisefni.
Sá staður þar sem Kolbeinn
„kvaðst á við hann úr neðra" er
þar nefndur Draugasker. Litlu
skiptir það. Kjartan hefur valið
sér til viðfangs hluta úr tveimur
„rimum“ úr bálkinum sem
Stephan nefndi Kolbeinslag, sem
sé verulegan hluta af orðaskipt-
um þeirra Kolbeins og Kölska.
Hann stiklar furðu fimlega um
leirflög og rímklungur Kletta-
fjallaskáldsins og verk hans er
litríkt og stundum gamansamt
en minnir annars öðru hverju á
Jón Leifs eins og annars staðar
hefur verið bent á. Það verður
vissara að fylgjast með Kjartani
Ólafssyni í framtíðinni!
„Halti skrattinn" gæti kamm-
eróperan eftir Jean Francaix
heitið á íslensku. Hér er um
ósvikið skemmtiefni að ræða,
bráðsnjallt og fyndið. En hér og
í „Sókratesi" hefði textaþýðing á
islensku komið sér vel. Marg-
háttuð blæbrigði fóru forgörðum
fyrir þeim sem þetta skrifar
vegna ónógrar frönskukunnáttu
hans, og kynni því að vera líkt
farið um fleiri.
Jón Þorsteinsson er íslenskum
áheyrendum áður best kunnur
sem háalvarlegur óratóríusöngv-
ari. Hér sýndi hann á sér aðra
hlið. Hann er bráðskemmtilegur
karakterleikari og verður með-
ferð hans á hlutverki „halta
skrattans" lengi minnisstæð.
Bruce Kramer er bandarískur
bassasöngvari sem verulega
kveður að og lét sig ekki muna
um að syngja hlutverk „hans úr
neðra" á hreinni og hljómmikilli
íslensku. Öllum flutningnum
stýrði Marc Tardue, sem er orð-
inn óperuunnendum hér að góðu
kunnur, af nákvæmni og mynd-
arskap.
Ólíkindi og ofbeldi
Kvíkmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Tónabíó:
Rauð dógun ★★
(Red Dawn)
Rauð dögun er mynd mikilla
ólíkinda og ofbeldis. Hún hefst
undir sögukennslu í mennta-
skóla í Colorado, í hjarta Banda-
ríkjanna. Skyndilega hefst helj-
armikill darraðardans, framandi
fallhlífarhermönnum rignir yfir
héraðið, kennarinn hyggst kom-
ast að hvað um er að vera en er
þá umsvifalaust skotinn til bana
og skyndilega breytist friðsæll
smábærinn í blóðidrifinn vigvöll.
Rússarnir eru komnir til að
leggja undir sig Bandaríkin.
Hér með er tónninn gefinn,
rautt blóðið streymir í þessari
framtíðarstríðsfantasíu. Nokkr-
ir krakkar komast undan til
fjalla og hefja skæruhernað á
hendur Rússunum, sem njóta að-
stoðar hermanna frá Kúbu og
Nicaragua.
Aumur væri Rauði herinn ef
geta hans væri eitthvað í líkingu
við það sem sýnt er í þessari
furðulegu hasarmynd. Krakk-
arnir hreinlega leika sér að því
að murka í hrönnum líftóruna úr
þessum veifiskötum, þó þúsund
séu á móti einum. Afraksturinn
er hressileg afþreyingarmynd
sem tæpast er nokkra vitglóru
að finna í. Tíminn líður vissu-
lega hratt undir henni en hins
vegar er efnið óttaleg rökleysa,
hálfkæringsleg föðurlandsást
blönduð daufri löngun komma-
haturs og stríðsádeilu.
Vitað er að Milius er stríðs-
elskandi maður og hefur hann
sjálfsagt haft talsverða ánægju
af gerð þessarar myndar, og oft
smitar það frá sér. Rauð dögun
er nefnilega ein af þessum
skelfilegu myndum sem æsa upp
villidýrið í friðelskandi borgur-
um. Maður stendur sjálfan sig að
því í marggang að hnykla brýrn-
ar, kreppa hnefana og óska
„vondu körlunum“ alls hins
versta! Þetta eru ekki geðsleg
áhrif — en áhrif samt.
Tæknilega er Rauð dögun vel
úr garði gerð og myndatakan oft
með ágætum í hinu fagra fylki
Colorado. Leikur hinna óþekktu
aðalleikara er ósköp hversdags-
legur en aukahlutverkin eru
hinsvegar flest skipuð gamal-
kunnum skapgerðarleikurum.
Milius á langt í land að láta
rætast úr þeim vonum sem við
hann voru bundnar eftir athygl-
isverðan feril í upphafi. Til þess
þarf hann einfaldlega að gera
betri myndir.
Með suðrænum blæ
— góður draumur sem varð að veruleika
Hljóm-
plotur
Árni Johnsen
Hljómplata Hauks Heiðars
Ingólfssonar og félaga, Með suð-
rænum blæ, er sérlega vinaleg
og þægileg plata, létt og leikandi
eins og lagavalið býður upp á.
Haukur leikur á píanó eins og
hann er þekktur fyrir hin síðari
ár sem undirleikari Ómars
Ragnarssonar, en auk hans eru í
hljómsveitinni þeir Árni Schev-
ing, Rúnar Georgsson, Alfreð
Alfreðsson, Vilhjálmur Guð-
jónsson, Björgvin Halldórsson,
sem syngur einnig nokkur lög,
Jón Kjell Seljeseth og Ásgeir
Óskarsson að ógleymdum Ómari
Ragnarssyni sem syngur á plöt-
unni nokkur lög.
Það segir á plötuumslagi í
limiui íi’iðnr
«(Ki rtJAtrtí*
pistli sem Jónas Jónasson ritar
að það hafi lengi verið draumur
Hauks Heiðars að spila inn á
plötu og því hafi verið ýtt úr vör
og aflað fullfermis suðrænna
laga sem kitla hvers manns
gleðitaugar. Haukur Heiðar spil-
aði á sínum tíma á Hótel KEÁ á
Akureyri, síðan nam hann lækn-
isfræði og sinnir því starfi af
sinni alkunnu alúð, en hann hef-
ur ekki gleymt að gæla við tón-
listargyðjuna og afraksturinn af
þeim þætti lífs hans er á þessari
sérlega hugljúfu plötu þar sem
tónlistin brosir við manni eins
og Hauki Heiðari er sjálfum lag-
ið í lífsins melódí. Andi læknis-
ins svífur á þessari plötu, því
hún er örugglega indælis medi-
sín fyrir sálarlíf nútímamanns-
ins, sem fer vart fetið án þess að
spana áfram.
Augun þín blá, Brasil, Ástin er
söm við sig, La Golondrina, Ást
Ítalíanó, Ella og Lalli, Sway,
Ástarbréf, Green Eyes, Spönsku
augun, Arrivederci Róma og
Sucu sucu, allt eru þetta kunn
lög sem laða fram fótafimi dans-
arans í ýmsum útgáfum.
Með suðrænum blæ er ein af
þessum plötum sem verður
heimilisvinur, óþvinguð, laga-
syrpa sem gott er að leita til,
góður draumur sem varð að enn
betri veruleika.