Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
15
Lísa í Úlfalandi
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Regnboginn: Úifadraumar — The
Company of Wolves ★★★'/2
Bresk. Árgerd 1984. Handrit:
Angela Carter, Neil Jordan. Leik-
stjóri: Neil Jordan. Aöalhlutverk:
Sarah Patterson, Angela Lansbury,
David Warner, Tusse Silberg.
Ensk kvikmyndagerð er sann-
arlega ekki á heiljarþröm þegar
með skömmu millibili koma
fram tvær jafn heillandi og
óvenjulegar biómyndir og the
Hit og The Company of Wolves,
— reyndar báðar frá sama fyrir-
tæki, Palace Pictures. Þessar
tvær myndir eru hvor á sínum
enda í stafrófi kvikmyndagerð-
ar: The Hit heimspekilegur þrill-
er, The Company of Wolves
blanda kynferðislegs súrreal-
isma, Grimmsævintýri og gotn-
eskrar hryllingsmyndar af skóla
Hammer-félagsins sáluga.
Rosalee, ung stúlka á kyn-
þroskaaldri, lokar sig af frá for-
eldrum og fjandsamlegri systur
og leitar á vit draumaheims;
þessi langi og litríki draumur er
sviðsettur sem miðaldaævintýri
(nema þegar Terence Stamp ek-
ur inn sem freistari á hvítum
Rolls Royce) og í lokin sameinast
það hversdagsleika vökunnar.
Draumur Rosalee er „úlfa-
draumur"; höfundar flétta sam-
an með einkar snjöllum hætti
Lísu í Undralandi (systirin
fjandsamlega, sem Rosalee kem-
ur reyndar mjög snarlega fyrir
kattarnef snemma í draumnum,
heitir einmitt Lísa), ævintýrinu
Sarah Patterson sýnir úrvalsleik í Stephen Rea víkur fyrir varúlfin-
hlutverki Rosalee. um í sér.
um Rauðhettu og þjóðsögunni
alkunnu um varúlfa, — menn
sem á viðkvæmum augnablikum,
einkum kynferðislegum, breyt-
ast í villidýr. Draumur Rosalee,
fallegur og skelfilegur til skipt-
ist, snýst um vakandi kenndir og
kynferðislega óra unglingsins.
Dæmigerð amma, leikin af Ang-
elu Lansbury, varar hana linnu-
laust við karlmönnum og spinn-
ur hroðalegar dæmisögur um
ungar konur í klóm varúlfanna
sem búa innra með þeim (ein-
kum ef þeir eru sambrýndir eða
hórgetnir af gröðum prestum!).
En Rosalee yrkir líka sín eigin
ævintýri í draumnum og upplifir
loks stefnumót við varúlfinn í
sjálfri sér. Amman brotnar hins
vegar eins og postulínsbrúða
fyrir hendi „veiðimannsins", —
kavalers af úlfakyni.
The Company of Wolves er
sannkallað augna- og eyrna-
konfekt. Kvikmyndun, sviðs-
mynd og hljóðrás eru fyrsta
flokks, og líkamlegar ummynd-
anir manna í dýr ekki aðeins
fullkomnar, heldur líka frumleg-
ar, — varúlfurinn brýst út úr
mannslíkamanum eins og ungi
úr skurn, bókstaflega sem „innri
maður".
Þetta er önnur kvikmynd
írska leikstjórans Neil Jordan.
Fyrsta mynd hans, Angel, hefur
ekki verið sýnd hér í bíó en fæst
á sumum myndbandaleigum;
hún er gjörólík The Company of
Wolves, enda gerist hún í ofbeld-
ishringiðu írsks samtíma. Það
má mikið vera ef Neil Jordan er
ekki upprennandi stórnafn í al-
þjóðlegri kvikmyndagerð. The
Company of Wolves er auðvitað
„rugl“ eins og mennirnir á
bekknum fyrir aftan mig tönnl-
uðust á, — þ.e. fyrir þá sem ekki
dreymir. Hinir héld ég vilji helst
ekki vakna af Úlfadraumum.
Lok deilunnar um upprekstur á Auðkúluheiði:
Samkomulag um
bann í fjögur ár
Landsvirkjun greiðir 3.500 kr. á hvert hross
NÝLEGA tókust samningar á milli Landsvirkjunar og stjórnar upprekstrarfé-
lags Auðkúluheiðar um bann við lausagöngu hrossa á Auðkúluheiði næstu
fjögur sumur gegn því að Landsvirkjun greiddi bændum 2,3 milljónir kr. Það
er sú upphæð sem Landsvirkjun hefði að öðrum kosti þurft að leggja í
kostnað við að girða uppgræðslu á h<
við samninga um Blönduvirkjun.
Helgi Bjarnason, deildarverk-
fræðingur hjá Landsvirkjun, sagði
í samtali við blm. Mbl. að með
samningnum sparaði Landsvirkj-
un sér stofnkostnað og viðhald
55—60 km. langra girðinga í kring
um þá 2.400 ha. uppgræðslu sem
Landsvirkjun væri með á heiðinni
í samræmi við samninga við
bændum um Blönduvirkjun. Sam-
komulagið fælist í því að bændur
fengju þessa upphæð til að standa
undir þeim aukakostnaði sem því
er samfara að reka hrossin ekki á
afrétt. Undanfarin ár hafa 650
hross verið rekin á Auðkúluheiði
og nemur greiðsla Landsvirkjunar
því rúmum 3.500 krónur á hvert
hross.
Síðastliðið vor bauð Landsvirkj-
un hreppsnefndum sveitarfélag-
anna þriggja sem eiga upprekstur
á Auðkúluheiði samning svipaðan
þessum en þá náðist ekki sam-
staða um málið og nokkrir bændur
í Svínavatnshreppi ráku hross sín
á heiðina þrátt fyrir bann land-
búnaðarráðuneytisins. Auk pen-
inni sem framkvæmd er i samræmi
ingagreiðslunnar mun Landsvirkj- -
un sjá um að girða hólf nyrst á
heiðinni fyrir hross þeirra manna
sem ekki eiga kost á beitarlandi
fyrir hross sín utan afréttarins.
Að sögn Helga hafa einnig stað-
ið yfir samskonar viðræður við
stjórn upprekstrarfélags Eyvinda-
staðaheiðar en samningar hafa
ekki tekist. Má því búast við að
Landsvirkjun þurfi að girða upp-
græðslu sína á heiðinni en það er
sögn Helga miklu minna fyrirtæki
en hefði orðið á Auðkúluheiðinni. í
framhaldi af deilunum um upp-
rekstur á þessar tvær heiðar síð-
asta sumar, krafðist Landgræðsla
ríkisins þess að ítala yrði gerð
fyrir heiðarnar. Hefur verið unnið
að þeim málum í haust og vetur og
að sögn Sveins Runólfssonar,
landgræðslustjóra, er búist við
niðurstöðum fyrir vorið. Bjóst
Sveinn þó við að beitinni á Auð-
kúluheiði yrði ekki skipt niður á
einstakar jarðir að sinni vegna
þess samkomulags sem nú hefði
verið gert.
Áskriftarsiminn er 83033
26. janúar - 3. febrúar
Þú getur gert hörkugóð kaup á Álafoss-útsölunni. Þar
færðu fallegar vörur á einstöku verði:
Fatnað, band, værðarvoðir, gólfteppi, dúka, mottur,
áklæði og gardínur.
Opið alla virka daga frá kl. 13.00 til 19.00, á laugar-
dögum og sunnudögum frá kl. 10.00 til 18.00.
Mosfellssveit
OSA