Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON OttoN. Jón Stefán Jóhann Hannibal Haraldur Emil Gylfi Þ. Benedikt Kjartan Jón Baldvin Þorláksson Baldvinsson Stefánsson Valdimarsson Guðmundsson Jónsson Gíslason Gröndal Jóhannsson Hannibalsson — hluta úr 1916—1938 1938—1952 1952—1954 1954—1956 1956—1968 1968-1974 1974—1980 1980—1984 1984—? ári 1916 Átök í Alþýðuflokki: Fangbrögð um formennsku „Löng reynsla í innri átökum... sem ávallt hefur leitt til sundrungar,“ sagði Benedikt Gröndal Fylgi AlþýAuflokksins, sem verður sjötugur á næsta ári (stofnaður 1916), hefur ekki verið stöðugt um dagana, síður en svo. Þvert á móti sveiflast það upp og niður af meiri tilþrifum en aðrir flokkar geta státað af. Kjörfylgi Alþýðuflokksins var 9,1% 1974, svo dæmi sé tekið, en 22% 1978. Fyrir hálfri öld og einu ári betur (1934) var kjörfylgi flokksins 21,7%, sem gaf tíu þingmenn. í síðustu kosningum (1983) var það ll,7%og dugði aðeins til sex þingmanna. Ágreiningur — málefna- legur og persónulegur Innanflokksátök hafa verið helzta vandamál Alþýðuflokksins, bæði málefnaleg og persónuleg. Hugum að fyrri tegundinni: • 1) Fyrstu meiri háttar átök inn- an Alþýðuflokksins leiddu til klofnings hans og stofnunar Kommúnistaflokks Islands árið 1930. Þar tapaði flokkurinn að vísu nokkurri liðssveit, en losnaði jafnframt við óróalið, sem horfði til Sovétríkjanna sem fyrirmynd- ar um þjóðfélagsgerð hér á landi, og átti naumast heima í lýðræðis- jafnaðarflokki. • 2) Önnur stórátök urðu í flokknum 1937—38 þegar „Héðinn Valdimarsson barðist fyrir að sameina Alþýðuflokkinn og Kommúnistaflokkinn", eins og Emil Jónsson komst að orði í grein um Alþýðuflokkinn 50 ára (Af- mælisrit 12. marz 1966). Þá var stofnaður Sameiningarflokkur al- þýðu, Sósíalistaflokkurinn, sem var arftaki Kommúnistaflokksins. • 3) Þriðju meiri háttar átökin áttu sér stað um miðjan sjötta áratuginn þegar Hannibal Valdi- marsson gengur til liðs við for- ystumenn Sósíalistaflokksins um stofnun Alþýðubandalagsins. Það er eftirtektarvert að Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lags, talar á líðandi stund um nauðsyn „vinstra samstarfs" á keimlíkan hátt og forverar hans, sem stóðu að fyrrgreindu strand- höggi hjá Alþýðuflokki, þó nú sé jafnframt horft til Bandalags jafnaðarmanna og ekki sízt Sam- taka um kvennalista. Grár marzmorgunn — kjörinn í hafí Það hafa orðið tið formanna- skipti i Alþýðuflokknum sl. tíu ár eða svo. Þau eru tilefni þess að hér er rifjað upp hvern veg Stefán Jó- hann Stefánsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, annar í röð for- manna Alþýðuflokks, lýsir for- mannskjöri sínu árið 1938 f grein i tilefni af 50 ára afmæli flokksins 1966. „Ég mun aldrei gleyma þeim gráa marzmorgni, er skip okkar kom að landi í Reykjavík (innskot: frá Kaupmannahöfn). Jón Guð- mundsson, tollþjónn, góður flokksmaður og kunningi, kom um borð til tollgæzlu. Hann sagði mér frá ófregið og fyrstur manna, að ég hefði daginn eftir andlát Jóns Baldvinssonar verið kjörinn for- maður Alþýðuflokksins af mið- stjórn hans. Mér brá mjög við þessa fregn. Mig greip bæði geigur og kvíði. Mig hafði aldrei órað fyrir því, að það ætti fyrir mér að liggja, að verða formaður Alþýðu- flokksins við slíkar aðstæður. Ég veit ekki til, að nokkur formaður stjórnmálaflokks hér á landi hafi verið valinn með neitt svipuðum hætti, fjarvistum úti á reginhafi, og átt jafn ömurlega aðkomu í flokki sínum — flakandi í sárum." „Flakandi í sárum“ sagði Stefán Jóhann um flokk sinn er hann var kjörinn formaður. Sú lýsing hefur oftar átt við, ekki sízt í kring um formannskjör. Brottrekstur úr Dagsbrún — samblástur gegn Stefáni Jóhanni Fyrsti formaður Alþýðuflokks og forseti Alþýðusambands Is- lands var Otto N. Þorláksson, kjörinn vorið 1916. Hann gegndi formennsku fáa mánuði. ^ Að hausti sama árs tekur Jón Baldvinsson við formennsku flokksins og hefur hana á hendi til 1938. Innanflokksátök, sem leiddu til stofnunar Kommúnistaflokks Islands, skóku flokkinn i for- mannstíð hans. í framhaldi af þeim var Jón Baldvinsson rekinn úr Dagsbrún 13. febrúar 1938, að undirlagi kommúnista. „Þetta er ömurlegasti þátturinn sem gerzt hefur í íslenzkri alþýðuhreyfingu," sagði Stefán Jóhann Stefánsson síðar í ritsmíð um þennan tíma. Hann mælti þar eflaust fyrir munn margra sem áttu samleið með hinum brottrekna heiðurs- manni á fyrstu áratugum ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar. Stefán Jóhann Stefánsson tekur við formennsku í Alþýðuflokknum 1938, sem fyrr segir, og gegnir henni til 1952. Hann fór heldur ekki varhluta af samblástri frá vinstri, sem leiddi loks til for- mannsskipta. Emil Jónsson, sem síðar varð formaður flokksins, segir svo í ævisögu sinni „Frá Washington til Moskvu“ (bls. 160-161): „Fyrir flokksþingið 1952 hófu nokkrir miðstjórnarmenn sam- blástur gegn Stefáni... að veru-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.