Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
17
legu leyti vegna hinnar andkomm-
únísku stefnu hans. Þeir hófu
sterkan áróður fyrir því að nýr
formaður yrði kosinn fyrir flokk-
inn á flokksþinginu ... Hannibal
var síðan kosinn formaður á
flokksþinginu, en síðar fékk hann
sig einnig ráðinn ritstjóra Alþýðu-
blaðsins, þó að til þess þyrfti hann
að víkja til hliðar Stefáni Péturs-
syni, sem verið hafði um skeið
einn duglegasti og bezt menntaði
ritstjóri blaðsins. Þetta atferli
samblástursmanna á flokksþing-
inu varð til þess að margir af
þeim, sem lengi höfðu átt sæti í
flokksstjórninni, neituðu að taka
þar sæti og þar á meðal var ég.“
Flokksstofnun sem
ekki varð af
Eysteinn Jónsson, fyrrv. for-
maður Framsóknarflokks, getur
þess í öðru bindi ævisögu sinnar,
sem Vilhjálmur Hjálmarsson hef-
ur skráð (bls. 158—159), að Her-
mann Jónasson, þá formaður
Framsóknarflokks, hafi seint á
fimmta áratugnum haft áhuga á
því „að fá stofnaðan nýjan jafnað-
armannaflokk, sem aðhylltist m.a.
úrræði samvinnuskipulagsins".
Hann ýjar jafnframt að því að
Hermann hafi óformlega rætt við
tiltekna jafnaðarmenn um þennan
möguleika, þ.á m. Hannibal Valdi-
marsson.
Af þessari flokksstofnun varð
ekki; eða varð hann máske til með
Alþýðubandalaginu 1956, þegar
Hannibal hættir sem formaður
Alþýðuflokksins og verður for-
maður Alþýðubandalagsins?
Rættist e.t.v. „hugsjón" Hermanns
með myndun ríkisstjórnar, sem til
varð í kjölfar „hræðslubandalags"
krata og framsóknarmanna í
þingkosningum þetta ár?
„Til að firra vandræðum
— honum treystu allir“
Hannibal situr skamman tíma á
formannsstól Alþýðuflokksins,
þ.e. 1952—1954, en bætir um betur
með því að verða formaður í Al-
þýðubandalagi og síðar Samtökum
frjálslyndra og vinstri manna.
Vandfundinn er sá, erlendis sem
hérlendis, sem gegnt hefur for-
mennsku í þrenns konar stjórn-
málasamtökum.
Haraldur Guðmundsson er kos-
inn formaður Alþýðuflokksins
1954. Hann gaf kost á sér til
bráðabirgða, segir Emil Jónsson í
áður tilvitnaðri heimild, „til að
firra vandræðum" og var „auðvit-
að kosinn, því honum treystu all-
ir“. Haraldur gegnir formennsku í
tvö ár, eða til 1956, en þá tekur
Emil Jónsson við, og hefur á hendi
til 1968.
Árið 1956 mynda Alþýðuflokkur
og Framsóknarflokkur kosninga-
bandalag, svokallað „hræðslu-
bandalag". í kjölfar þeirra kosn-
inga myndar Hermann Jónasson
„vinstri stjórn", sem tórði í tvö ár,
en þá tekur við minnihlutastjórn
Alþýðuflokksins, en tilvera ríkis-
stjórna er utan umfjöllunar að
sinni.
Emil Jónsson er ótvírætt í hópi
mikilhæfustu forystumanna Al-
þýðuflokksins, fyrr og síðar.
Tími stöðugleikans
Sama verður að segja um eftir-
mann hans, Gylfa Þ. Gíslason,
formann flokksins 1968—1974,
sem var ráðherra samfleytt í
fimmtán ár. Emil Jónsson og ekki
síður Gylfi Þ. Gislason settu svip
sinn á viðreisnartímann 1959—
1971, samstjórn Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks. Þá var horfið frá
höftum til frjálsræðis í íslenzkum
þjóðarbúskap, þá ríkti æskilegur
stöðugleiki í efnahagslífi okkar,
verðbólga var hverfandi og síg-
andi lukka, sem er bezt, í lífs-
kjörum landsmanna. Það hefur
ekki verið betur haldið um stjórn-
völ þjóðarskútunnar en á tímum
viðreisnarstjórnarinnar, sem laut
forsæti Ólafs Thors, Bjarna Bene-
diktssonar og Jóhanns Hafstein.
Gylfi Þ. Gíslason er gagnmerk-
ur stjórnmálamaður, sem sætti
engu að síður andróðri, ekki að-
eins stjórnarandstæðinga á við-
reisnarárum, heldur og innan síns
eigin flokks. Hann gaf ekki kost á
sér til endurkjörs sem formaður
Alþýðuflokksins 1974.
„Löng reynsla af
innri átökum“
Emil Jónsson segir m.a. í endur-
minningum sínum, að æskilegt og
sterkt sé fyrir pólitískan flokk „að
sami maður sé þar í forystu sam-
fleytt um nokkuð langan tíma, ef
hann á annað borð er hæfur til
starfans. Stefna flokksins og starf
verður þá fastmótaðra og ákveðn-
ara heldur en ef skipt er um for-
ustu með stuttu millibili".
Framvindan hefur verið þveröf-
ug í Alþýðuflokknum síðustu tíu
árin eða svo. Á þessum tíma hafa
þrír menn gegnt formennsku:
• Benedikt Gröndal 1974—1980
• Kjartan Jóhannsson 1980—1984
• Jón Baldvin Hannibals-
son 1984—?
Benedikt Gröndal segir svo í
forsíðuramma Alþýðublaðs viku
fyrir flokksþing 1980:
„Alþýðuflokkurinn hefur langa
reynslu af innri átökum í forustu-
liði, sem ávallt hefur leitt til
sundrungar. Hefur þetta valdið
flokknum óbætanlegu tjóni og
haldið fylgi hans og starfi niðri.
Hvernig sem kosning formanns
færi nú mundi hún draga á eftir
sér slóða sundurþykkis og vand-
ræða og veikja flokkinn... Til
þess að forðast flokkadrætti,
sundrungu og deilur hefi ég ákveð-
ið að gefa ekki kost á mér til
endurkjörs sem formaður Alþýðu-
flokksins."
Kjartan Jóhannsson var því ein-
róma kjörinn formaður flokksins
1980. En Adam var ekki lengi í
Paradís. Jón Baldvin Hannibals-
son, sonur Hannibals Valdimars-
sonar, bauð sig fram gegn honum
á flokksþingi sl. nóvembermánuð
— og hafði betur sem kunnugt er.
Öll er sú saga of nærtæk í minni
lesenda til að tíunda frekar hér.
En hnútukast er tæplega aflagt í
Alþýðuflokki.
Hvort sveiflan verður upp eða
niður næstu misseri hjá sjötugum
flokknum skal ósagt látið. Jóni
Baldvin Hannibalssyni, sem skip-
aði efsta sæti framboðslista Al-
þýðuflokksins í höfuðborginni
1983 — var sum sé í brúnni —,
sigldi í land með mun færri at-
kvæði en Benedikt Gröndal, þá-
verandi formaður flokksins, sem
skipaði sama brúarsætið 1979.
Hlutfallslegt frávik: mínus 7%.
Þetta segir að vísu smátt um þá
framtíð, sem okkur gengur flest-
um illa að sjá fyrir, en agnarögn
þó.
Formannaátök í Alþýðuflokkn-
um hafa löngum dregið dilk á eftir
sér. Misjafnlega langan tíma sitja
formennirnir á friðarstóli. Saga
Alþýðuflokksins er sérstök fyrir
þá sök, hve hart er barizt á toppn-
um og hve tíðar úrslitaorusturnar
eru.
Stjórnarmenn Félags
rétthafa myndbanda:
Kærðir fyrir
að hafa klám-
myndir á
boðstólum
TVEIR eigendur myndbanda-
leiga í Reykjavík hafa kært
stjórnarmenn í samtökum rétt-
hafa myndbanda fyrir að hafa
selt þeim klámmyndir til útieigu.
Kærendur eru Þóroddur Stef-
ánsson hjá myndbandaleigu Sjón-
varpsbúðarinnar og Kristján Órn
Elíasson í Nýju videoleigunni.
Klámmyndirnar, sem þeir kæra
rétthafana fyrir að hafa á boðstól-
um, eru Gleðihúsið, í Ijóns-
merkinu, í tvíburamerkinu og
Sjómaður á rúmstokknum.
f kærunni segja þeir, að fólk
hafi komið að máli við þá eftir að
hafa tekið ofangreind myndbönd á
leigu og lýst vanþóknun sinni og
talið það fyrir neðan allt velsæmi
að hafa slíkt á boðstólum. Þeir
telja að klámmyndirnar hafi ekki
verið skoðaðar af kvikmyndaeft-
irlitinu. Rannsóknarlögregla
ríkisins hefur málið til rannsókn-
ar.
Sýktu seiðunum
í Höfnum fargað
EIGENDUR Sjóeldis hf. í Höfnum
hafa hent öllum seiðum úr því eld-
iskeri í stöðinni sem nýrnaveiki kom
upp í á dögunum.
Jón G. Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri stöðvarinnar, sagði.
í samtali við blm. Mbl. að vatninu
hefði verið tappað af kerinu og
fiskurinn síðan fluttur að Keldum
þar sem honum verður eytt af
starfsmönnum Tilraunastöðvar-
innar. f kerinu voru þrjú þúsund
seiði. Eins og fram hefur komið
hafa eigendur stöðvarinnar ákveð-
ið að eyða öllum þeim 25 þúsund
seiðum sem eftir eru þó að nýrna-
veiki hafi ekki orðið vart annars
staðar í stöðinni. Sagði Jón að
ekki væri ákveðið hvenær það yrði
gert.
ÚTSALA
15-50%
afsláttur
á teppum &
teppabútum
(VvL4xCc$iíu%c
Grensásvegi 11 - Simi 83500
Góð kauj )
Medisterpylsa nýlöguö kr. 130,01 kg. 0
Paprikupylsa aðeins kr. kg 130,91 I. 0
Óöalspylsa kr. kg. 130,01 0
Kjötbúöingur kr. kg. 130,01 0
Kindakæfa kr. kg. 155,01 0
Kindabjúgu kr. kg. 153,01 0
Kindahakk kr. kg. 127,01 ol
10 kg. nautahakk kr. kg. 175,0i o I
Hangiálegg kr. kg. 498,0i ol
Malakoff álegg kr. kg. 250,0 ol
Spægipylsa í sneiðum kr. 320,0 kg- 0
Spægipylsa í bitum kr. kg 290,0 LOl
Skinka álegg kr. kg. 590,0 o I
London lamb álegg kr. kc 550,0 LOI
Bacon sneiðar kr. kg. 135,0 Ol
Bacon stykki kr. kg. 125,0 O
1 Þessi verð eru la undir heildsöluvi ngt írði.
Gerid gód kaup .
itaa