Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
Forstjóri og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar:
Tölur um umfram-
orku stórlega villandi
Hér fer á eftir umsögn forstjóra
og aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar
varðandi greinargerð Finnboga
Jónssonar um umframorkugetu
Landsvirkjunar og framkvæmda-
áætlun 1985.
í greinargerð Finnboga Jónssonar
eru eftirfarandi fullyrðingar settar
fram sem gagnrýni á þá stefnu sem
fylgt hefur verið nú á síðustu árum í
fjárfestingum í orkuvinnslumann-
virkjun Landsvirkjunar.
1. Ekki sé þörf á að reikna með
neinni teljandi öryggisorku, en
Landsvirkjun reikni nú með 250
GWh/ár í þessu skyni í áætlana-
gerð sinni.
2. Orkugeta hjá Landsvirkjun sé á
árunum 1983—1985 um 700—750
GWh/ár meiri. en markaður
Landsvirkjunar á þessu tímabili.
3. Ofannefnd umframorkugeta hafi
kostað 4,0—4,5 milljarða króna á
núverandi verðlagi sem unnt
hefði verið að spara ef rétt hefði
verið staðið að orkuöflun.
4. Orkuverð til almenningsveitna sé
nú allt að 50% hærra, vegna
offjárfestingar.
5. Skera megi framkvæmdaáætlun
Landsvirkjunar niður í 800 millj-
ónir króna á árinu 1985 eða um
600 milljónir frá áætlun.
1. Öryggisorka
Forgangsorkugeta Landsvirkjun-
ar er ákvörðuð út frá flóknum út-
reikningum sem byggðir eru á for-
sendum sem eru mismikilli óvissu
háðir. Með nokkurri einföldun má
segja að forgangsorkugetan sé
ákvörðuð með það í huga að jafnan
sé hægt að anna eftirspurn for-
gangsorkukaupenda, með þeirri
undantekningu að í þurrustu árum
geti komið til lítilsháttar orku-
skorts. Helstu forsendur, sem inn í
ofangreinda útreikninga á
forgangsorkugetunni ganga, eru
mæidar rennslisraðir á ákveðnum
stöðum í ánum. Ot frá þessum
rennslisröðum er áætlað vatn til
ráðstöfunar á virkjunarstöðunum
sjálfum, en þá verður einnig að taka
með í reikninginn mat á hugsanleg-
um leka og vatnsþörf til ísskolunar
ef hún er fyrir hendi. Inn i þessa
reikninga gengur til viðbótar stærð
miðlana, innrennsli þeirra o.fl. Út-
reikningarnir eru gerðir í tölvu þar
sem líkt er eftir rekstri virkjana-
kerfisins eftir ákveðinni forskrift
þar sem ofangreindar forsendur eru
mataðar inn ásamt upplýsingum um
aflgetu virkjana, verð á orkuvinnslu
með olíustöðvum og verði á orku-
skorti.
í orkuskortinum sem varð á árun-
um 1979—1982 komu upp verulegar
efasemdir um það að ofangreindar
grunnforsendur sem byggt væri á
við útreikninga á orkugetunni, væru
nægilega traustar. Hér við bættist
að veðurfræðingar bentu á að það
tímabil sem reglubundnar rennsl-
ismælingar spanna, væri e.t.v. mun
hlýrra en búast mætti við á næstu
áratugum. Þá var einnig vitað að
mælingar á rennsli eru háðar óvissu
bæði hvað varðar mæiitækni og mat
á rennsli á þeim tímabilum sem
rennslismælingar hafa truflast, og
lék grunur á að e.t.v. væri einnig um
nokkuð ofmat á rennslinu að ræða
af mælitæknilegum ástæðum. Þessu
til viðbótar kom svo óvissa í mati á
ýmsum öðrum þáttum sem inn í
orkuvinnsluútreikningana ganga og
að ofan eru raktir. Með þetta í huga
þótti sýnt að þær rennslisraðir, sem
til grundvallar orkuvinnsluútreikn-
ingum liggja, væru full bjartsýnar.
Því var það, að með skýrslu sem
kokm út á vegum Landsvirkjunar í
apríl 1982 og bar heitið „Greinar-
gerð um framkvæmdaþörf og
rekstraröryggi í hinu samtengda
landskerfi 1982—1988“ var innleidd
sú öryggisráðstöfun að 250 GWh/ár
af útreiknaðri forgangsorkugetu
væri ekki ráðstafað til orkuafhend-
ingar nema í undantekningartilfell-
um. Þessi greinargerð kom til um-
fjöllunar hjá stjórn Landsvirkjunar
á fundi þann 8. apríl 1982. í fram-
haldi af fundi þessum var þáverandi
iðnaðarráðherra send ofangreind
skýrsla og þar með staðfest sú
stefna stjórnarinnar að reikna með
áðurnefndri öryggisorku við áætl-
anagerð og tímasetningu næstu
virkjunarframkvæmda.
Öryggisorkan 250 GWh/ár var
ákveðin m.a. með hliðsjón af því að
hún væri u.þ.b. 5% af forgangsorku-
getu iandskerfisins og var það á sín-
um tíma talin hæfileg öryggiskrafa.
í áður tilvitnaðri skýrslu var krafan
sett fram í því formi að litið yrði á
60% af umsamdri afgangsorku sem
forgangsorku, og í því formi gengur
hún inn í útreikninga Landsvirkjun-
ar á forgangsorkugetunni.
Samhliða því að umrædd öryggis-
orka var innleidd í áætlanagerð
Landsvirkjunar var að frumkvæði
Landsvirkjunar unnið að því að
koma á fót starfshópi sérfræðinga
frá þeim stofnunum sem eðlilegast
er að glími við vandamál af þessu
tagi til þess að athuga hvort örygg-
iskrafa þessi væri eðlileg við þær
aðstæður sem ríkja við raforkuöflun
á fslandi. Starfshópurinn sem er
skipaður sérfræðingum frá Lands-
virkjun, Orkustofnun og Rafmagns-
veitum ríkisins tók til starfa síöla
árs 1982 og er enn að störfum.
Starfjhópurinn hefur ekki lokið
störfum vegna þess að athugun
þessi hefur reynst mun viðameiri en
í upphafi var áætlað. Ekki er enn
ljóst hvenær starfshópurinn muni
skila endanlegu áliti því mikið starf
er eftir, en þær rannsóknir sem þeg-
ar hafa verið gerðar benda til þess
að krafan um 250 GWh/ár öryggis-
orku sé hófleg eins og nánar er út-
skýrt í meðfylgjandi skýrslu verk-
fræði- og þróunardeildar. Af
ofanskráðu leiðir, að ekki er hægt að
fullyrða nú á þessu stigi rannsókna
að það orkumagn sem ráðstafað hef-
ur verið til öryggis, sé annaðhvort
alltof mikið eða þess sé alls ekki
þörf að neinu leyti.
2. Umframorkugeta
í áður tilvitnaðri skýrslu frá því í
apríl 1982 var talið að gildandi
orkuspá (frá árinu 1981) væri
treystandi m.a. vegna þess að hún
hefði verið mikið leiðrétt frá því að
hún kom fyrst út árið 1977.
Með orkuspána að leiðarljósi
mátti ganga út frá að kæmi Blöndu-
virkjun ekki í gagnið fyrr en
1987—1988 væri þörf á Kvíslaveitu
þar sem orkugeta Hrauneyjafoss-
virkjunar ásamt Sultartangastíflu
nægði ekki til að brúa bilið fram að
gangsetningu Blönduvirkjunar eins
og sýnt er í töflu 1.
Umframgeta til ráðstöfunar
Eins og sjá má af töflu 1 þótti
sýnt árið 1982 að full þörf væri á
framkvæmdum við orkuaukandi að-
gerðir á Þjórsársvæðinu. Hér við
bættist að iðnaðarráðuneytið gerði
þá fastlega ráð fyrir að járnblendi-
verksmiðjan myndi verða stækkuð
um einn ofn á árunum 1983—1985
og 7. maí 1982 var frumvarp um kís-
ilmálmverksmiðju samþykkt þar
sem reiknað var með því að verk-
smiðjan tæki til starfa árið 1985.
Framkvæmdir við Sultartangastíflu
voru þegar ráðgerðar á árinu 1981
með það fyrir augum að stíflan yrði
tekin í notkun í árslok 1983 og sam-
þykkti þáverandi iðnaðarráðherra
þá áætlun með bréfi dagsettu 8. jan.
1982 á þeirri forsendu að hér væri
um öryggisráðstöfun að ræða.
Hér hefur verið rakið hvernig
málin lágu fyrir þegar ákvarðanir
um framkvæmdir við Kvíslaveitu
voru teknar. Nú þegar litið er til
baka eru eftirfarandi staðreyndir
ljósar, skv. tölfu 2.
Tafla 2
Landskerfið, forgangsorka
Um töflu 2 er þetta að segja.
Orkugeta landskerfisins er hér
reiknuð eins og hún verður best
metin með þeim breytingum sem á
henni hafa orðið síðan lokið var við
Hrauneyjafossvirkjun vorið 1982.
Það sem bæst hefur við orkuöflun-
ina síðan þá eru: Sultartangastífla
(1983), sem áætlast bæta um 130
GWh/ár við orkugetuna, og Kvísla-
veita 1.—4. áfangi, en fjórða áfang-
anum er áætlað að Ijúka á næsta
ári. Kvíslaveita 1—4 áætlast mun
bæta um 230 GWh/ár við orkuget-
una. Að endingu skal þess getið
varðandi þetta að orkugeta Kröflu
hefur verið breytileg og hefur aukist
úr u.þ.b. 15 MW í ársbyrjun 1982 í
um 30 MW nú og áætlast aflaaukn-
ingin samsvara u.þ.b. 100 GWh/ár.
Orkuskorturinn á árunum
1979—1982 sýndi það að Hrauneyja-
fossvirkjun var a.m.k. ekki fyrr á
ferðinni en nauðsyn krafði og má
jafnvel um það deila hvort sú virkj-
un hefði ekki átt að vera komin í
gagnið ári fyrr en raun varð á.
Tafla 2 sýnir að umframorkugeta
sé um 230—460 GWh/ár á tímabil-
inu 1983—1985, ef tekið er með í
reikninginn, að taka frá þá öryggis-
orku sem innleidd hefur verið í
áætlanagerð Landsvirkjunar. Ef
einnig er tekið tillit til þess að
orkuframboðið er einungis um
130—230 GWh/ár umfram þær
orkuspár sem lagðar voru til
grundvallar framkvæmdaáætlunum
eins og sýnt er í töflu 2 verður því
ekki með neinni sanngirni haldið
fram að framkvæmdir við orkuöfl-
unina hafi verið óhæfilega hraðar
miðað við markaðsforsendur.
Niðurstaðan varðandi þen.nan
þátt er því sú að það sé stórlega
villandi aö halda því fram að Lands-
virkjun sitji nú uppi með 700—750
GWh/ár af umframorku sem sé
óþörf og hægt hefði verið að komast
með öllu hjá. Slíkur málflutningur
byggist á því að gefa sér í fyrsta lagi
að engrar öryggisorku (250
GWst/ár) sé þörf, í öðru lagi að
áætlanir Landsvirkjunar eigi ekki
að miðast við gildandi orkuspár
heldur raunverulega notkun sem
ekki er þekkt þegar framkvæmda-
áætlanir eru gerðar og í þriðja lagi
að orkugeta og orkueftirspurn geti
jafnan staðist nákvæmlega frá ári
til árs. öllum, sem fást við áætlana-
gerð um virkjanaframkvæmdir, er
ljóst, hvílík firra hér er á ferðinni.
3. Offjárfesting
Landsvirkjunar
Hér að framan er sýnt fram á að
ekki er hægt að ásaka Landsvirkjun
fyrir að koma of snemma með
Hrauneyjafossvirkjun inn í orkuöfl-
unarkerfið. Frekari fjárfestingar
Landsvirkjunar í orkuöflun síðan þá
eru sem hér segir: í fyrsta lagi Sult-
artangastífla, sem þjónar tvíþætt-
um tilgangi, þ.e. bæði að auka
orkuöflun og koma í veg fyrir að
ísskrið gæti stöðvað innrensli til
Búrfellsvirkjunar. Kom stíflan í
rekstur haustið 1983. 1 öðru lagi
Kvíslaveita 1,—4. áfangi, en fjórða
áfanga í þeim framkvæmdum mun
ljúka í sumar samkvæmt verksamn-
ingum sem þegar eru í gangi. Að
öðru leyti hefur orkuöflun í lands-
kerfinu verið aukin með því að bora
nýjar holur við Kröflu og auka
orkugetu virkjunarinnar þar eins og
áður er sagt. Ef reiknað er með því
að Hrauneyjafossvirkjun hafi komið
á réttum tíma getur svokölluð um-
framfjárfesting í orkuöflun aðeins
átt við þær orkuöflunaraðgerðir
sem lagt var í eftir að sú virkjun
komst í gagnið.
Landsvirkjun hefur ekkert haft
með framkvæmdir við Kröflu að
gera og er umfjöllun um þær sleppt.
Sultartangastífla og Kvíslaveita
1.—4. áfangi áætlast kosta á núgild-
andi verðlagi sem hér segir:
Sultartangastífla U 1000 m.kr.
Kvíslaveitur með 4.
áfanga fullbúnum__________860 m.kr.
1860 m.kr.
1 iRannsöknarkostnaður við Sultartanga-
virkjun ekki meðtalinn.
Eins og sést af þessum tölum er
hér um að ræða mun lægri tölur en
haldið er fram af þeim sem nú gagn-
rýna offjárfestingu Landsvirkjunar
og telja hana vera um 4,0—4,5 millj-
arða kr. Ofangreindar tölur eða um
1,9 milljarðar króna geta þó með
engu móti talist óeðlileg fjárfesting
eins og rækilega er sýnt fram á í
framangreindri umfjöllun um um-
framorkugetuna. Þessar fram-
kvæmdir eru mjög ódýrar ef reiknað
er á orkueiningu eða mun ódýrari en
í Blönduvirkjun, sem þó hefur verið
talin hagkvæm jafnvel þótt það taki
um 6—7 ár að fullnýta hana á hinn
almenna markað. Til þess að brúa
bilið milli Hrauneyjafossvirkjunar
og Blönduvirkjunar var enginn
virkjunarkostnaður betri en sá sem
valinn var, þ.e. að fara í stíflugerð-
ina og Kvíslaveituna.
Nú þegar litið er til baka er hægt
að halda því fram að orkueftir-
spurnin hafi reynst minni en
orkuspár sögðu til um, að því við-
bættu að enn ríkir óvissa um frekari
uppbyggingu stóriðjunnar, en sú
vitneskja var ekki fyrir hendi þegar
framkvæmdaáætlanir um Sultar-
tangastíflu og Kvíslaveitu voru
gerðar. Ef eftir sem áður þykir eðli-
legt að Landsvirkjun hefði átt að
geta spáð betur um markaðinn en
orkuspárnefnd og stjórnvöld með
sínar stóriðjuáætlanir verður
Landsvirkjun samt ekki sökuð um
að hafa sýnt óaðgæslu við ákvörðun
um Sultartangastíflu, því sú fram-
kvæmd var samþykkt á sínum tíma
sem tímabær ráðstöfun til aukins
rekstraröryggis Búrfellsvirkjunar
eins og áður er getið.
Þá stendur eftir að ráðist var í
Kvíslaveitu og er nú ljóst að þar
hefði mátt hægja á ferðinni ef nú-
verandi markaðsaðstæður hefðu
verið fyrirséðar. Eins og fram kem-
ur, þar sem rætt er um umfram-
orkugetuna hér að framan, hafa
orkuspárnar 1981, ’82 og ’83 sífellt
farið lækkandi, en svo lítið að varla
var talið marktækt. Þessi þróun
gerði þó það að verkum ásamt
óvissu um frekari stóriðjuuppbygg-
ingu að talið var hægt að fresta
Kvíslaveituframkvæmdunum þann-
ig að lúkningu 4. áfanga seinkaði um
eitt ár. Á sama tíma eða á árunum
1983 og 1984 var gangsetningu
Blönduvirkjunar einnig seinkað um
eitt ár eða til haustsins 1988. Af því
sem að ofan greinir má glögglega
sjá að reynt hefur verið af fremsta
megni að haga framkvæmdum eftir
markaðsaðstæðum eins og best var
vitað um þær hverju sinni. Þess skal
að lokum getið að framkvæmdir við
3. áfanga Kvíslaveitu voru í gangi
árið 1983 og 1984, en ákvörðun um
að í þessa framkvæmd skyldi ráðist
var tekin árið 1982. Sömuleiðis var
ákvörðunin um 4. áfanga tekin á ár-
inu 1983 eða á svipuðum tíma og
endurreiknuð orkuspá lá fyrir sem
byggð var á reynslutölum til og með
ársins 1982. Nú virðist sem enn
þurfi að breyta orkuspá og það mjög
verulega og verður nánar vikið að
því síðar.
Niðurstaðan af því sem að ofan
greinir er því sú að það sé gjörsam-
lega út í hött að ásaka Landsvirkjun
fyrir 4,0—4,5 milljarða offjárfest-
ingu. Með því að gera þær kröfur til
Landsvirkjunar að hún hefði átt að
geta spáð um markaðinn betur en
orkuspárnefnd og taka ekkert mark
á fyrirliggjandi áætlunum um stór-
iðju, er hægt að halda því fram að
fresta hefði mátt framkvæmdum
við Kvíslaveitu. Þótt hér sé um all-
mikla fjárhæð að ræða eða 860
milljónir króna er hún samt einung-
is einn fimmti af þeirri upphæð sem
Landsvirkjun er ásökuð um að hafa
fjárfest umfram þörf. Þegar tekið er
tillit til þess að fjárfestingin í
Kvíslaveitu er ekki óþörf heldur
fyrr á ferðinni en nauðsyn bar til,
eins og nú virðist vera, nemur auka-
kostnaðurinn vegna þessarar flýt-
ingar um 200—250 milljónum kr.
eftir því með hvaða vöxtum og flýt-
ingartíma er reiknað.
4. Hækkun raforkuverðs hjá
almenningi vegna offjár-
festingar
Að framan hefur verið sýnt að því
verður ekki haldið fram með neinni
sanngirni að Landsvirkjun hafi
fjárfest hraðar í orkuöflunar-
mannvirkjum en eðlilegt gat talist
miðað við ríkjandi vitneskju um
markaðsaðstæður þegar fram-
kvæmdaákvarðanir voru teknar.
Þótt nú blási við eftir á séð, að
eitthvað hefði mátt fara hægar í
sakirnar f orkuöfluninni, munu þær
aðgerðir, sem í hefur verið ráðist,
fullnýtast þegar fram í sækir þó að
það verði á lengri tíma en áður var
áætlað.
I greinargerð þeirri sem hér er til
umræðu er því slegið föstu „að al-
menningur greiði nú allt að 50%
meira fyrir orkuna en ef rétt hefði
verið staðið að orkuöfluninni". Þá er
orkuverðshækkunin til almennings
reiknuð þannig út að teknir eru
verðbólguvextir af hinni svokölluðu
offjárfestingu upp á 4,0—4,5 millj-
arða og allri þeirri vaxtabyrði skellt
einungis á þann hluta hins almenna
markaðs sem Landsvirkjun hafði á
árinu 1983. Þarna er reiknað með
mun hærri vöxtum en eðlilegt er að
beita, þar sem ekki er tekið tillit til
þess ávinnings sem af því hlýst að
skulda í verðbólgu. Þess er heldur
ekki getið að vaxtabyrðin á selda
kWh fer minnkandi í samræmi við
aukna orkueftirspurn á hinum al-
menna markaði. Þetta er mikil
blekking því vitaskuld verður að
meta áhrif aukakostnaðarins á al-
menna markaðinn litið til lengri
tíma.
Áður hefur verið sýnt fram á að
hin svokallaða offjárfesting Lands-
virkjunar getur ekki átt við aðrar
framkvæmdir en 1.—4. áfanga
Kvíslaveitu, og þær framkvæmdir
hafi ekki kostað nema einn fimmta
af þeirri svokölluðu offjárfestingu
sem Landsvirkjun er sökuð um. Þá
er sýnt fram á að kostnaður við að
vera með Kvíslaveitu of fljótt á
ferðinni er á bilinu 200—250 millj-
ónir sem er minni en einn fimm-
tándi hluti af umræddum 4,0—4,5
milljörðum.
Af ofangreindu sést glögglega að
lítið er orðið eftir af þeirri staðhæf-
ingu að almenningur greiði nú 50%
hærra verð fyrir orku frá Lands-
virkjun vegna offjárfestingar. Þá er
þess að geta að Kvíslaveita er enn á
byggingarstigi og mun ekki koma i
rekstrarreikning Landsvirkjunar
fyrr en 4. áfanga verður lokið. Enn
sem komið er eru áhrifin af þeirri
fjárfestingu því ekki komin inn í nú-
verandi orkuverð frá Landsvirkjun.
Lokaniðurstaða varðandi þetta er
þá sú, að almenningsveiturnar búi
ennþá ekki við hærra orkuverð en
hefði þurft að vera ef ekki hefði ver-
ið ráðist í Kvíslaveitu. Fullyrðing
um að það sé 50% hærra nú vegna
offjárfestingar er byggð á röngum
Jbrsendum og er einkar ámælisverð
þegar tekið er tillit til þess að hún
er sett fram af aðila sem betur hefði
mátt vita.
5. Framkvæmdaáætlun
Landsvirkjunar fyrir
árið 1985
Fyrstu drög að framkvæmdaáætl-
un fyrir árið 1985 voru gerð sl.
sumar og í október sl. var fram-
kvæmdaáætlun fyrir árið 1985 send
iðnaðarráðherra. Þar var gert ráð
fyrir að Blönduvirkjun kæmi í
rekstur haustið 1988 og þörf væri á
5. áfanga Kvíslaveitu sem lokið yrði
Almanaksár
Tafla 1 1983 ’84 ’85 ’86 ’87 ’88
Geta landskerfis, GWh/ár, 4000 4130 4130 4130 4160 4130
með Hrauneyjafossi og Sultar- tangastíflu, Krafla 20 MW Orkuspá fyrir landskerfið 3650 3780 3910 4030 4160 4280
Geta umfram spá 350 350 220 100 +30 +150
öryggisorka 250 250 250 250 250 250
100 100 +30 +150 +280 +400
Almanaksár
1983 1984 1985
Orkuspá 1981 Orkuspá 1982 Orkuspá 1983 GWh/ár GWh/ár GWh/ár 3642 3620 3772 3765 3724 3901 3904 3860
Raunveruleg notkun Orkugeta með Kvíslaveitu og Kröflu að GWh/ár 3526 3536*1 36102*
frádreginni öryggisorku GWh/ár 3860 3980 4070
Orkugeta umfram þörf Orkugeta umfram meðaltal GWh/ár 230 440 460
orkuspáa ’81—’83 GWh/ár 130 230 190
U Nákvæm tala liggur ekki enn fyrir.
Samkvæmt nýjum bráðabirgöaframreikningi orkuspár.