Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
Nýja Kaledónía:
Neyðarástandið
verði framlengt
París, 24. janúar. AP.
NEÐRI deild franska þingsins sam-
þykkti í morgun lagafrumvarp um að
framlengja neyðarástand það, er lýst
var yfir á Nýju-Kaledóníu á Kyrra-
Atlants-
hafs-
flugið
hækkar
Lundúnir. 23. janúar. AP.
BRESKU flugfélögin Virgin At-
lantic og People Express, sem
hafa boðið Atlantshafsflug á
niðursettu verði, hafa sótt um
leyfi til samgönguráðuneytisins
breska um að hækka fargjöld
um allt að 25 prósent vegna þess
hve verðgildi pundsins hefur
rýrnað að undanfórnu í saman-
burði við bandaríkjadollar.
Tveir helstu keppinautar
fyrrgreindra flugfélaga, Brit-
ish Airways og British Cale-
donian, hafa einnig sótt um
leyfi til verðhækkanna, allt að
10 prósent umfram fargjöldin á
síðasta ári. Eftir hækkun fer
ódýrasta fargjaldið hjá Virgin,
aðra leiðina til New York frá
Lundúnum, úr 129 pundum (144
dollurum) upp í 139 pund (155
dollara). Um helgar nemur
hækkunin 20 pundum. Tölurn-
ar eru mjög keimlíkar hjá
People Express. Hin flugfélög-
in tvö eru dýrari, sams konar
ferðalag með British Airways
fer úr 329 pundum (366 dollur-
um) í 362 pund (403 dollara).
Sérstakt fargjald sem einnig er
boðið upp á, „economy“-far-
gjald, verður hins vegar
óbreytt, það gildir aðra leiðina
og kostar sem áður 233 pund
(259 dollara).
hafi. Átti efri deild þingsins að taka
frumvarpið til meðferðar síðdegis í
dag.
Neðri deildin samþykkti frum-
varpið með 288 atkvæðum gegn
144 og greiddu jafnaðarmenn einir
atkvæði með frumvarpinu. Bæði
kommúnistar og gaullistar
greiddu atkvæði gegn því, en þing-
menn Miðflokkabandalagsins sátu
hjá.
Edgard Pisani, landstjóri á
Nýju-Kaledóníu, lýsti yfir neyðar-
ástandi þar 12. janúar sl. Hefur
hann síðan reynt að koma á sam-
komulagi milli þeirra, sem vilja
sjálfstæði nýlendunnar og þeirra,
sem vilja, að hún sé áfram frönsk.
Tilskipunin um neyðarástand
hafði aðeins gildi í 12 daga og til
þess að framlengja það þurfti sér-
stök lög franska þjóðþingsins.
Samkvæmt frumvarpinu, sem nú
er fyrir þinginu, verður neyðar-
ástandið framlengt til 30. júní nk.
Akœra kunngerð á hendur Ver
Bernando Fernandez ríkissaksóknari á Filippseyjum tilkynnir að yfirmaður herafla landsins, Fabian C.
Ver, og 25 menn aðrir í her landsins hafi verið ákærðir fyrir morðið á Benigno Aquino leiðtoga
stjórnarandstöðunnar á flugvellinum í Manila í ágúst 1983.
í gær fyrirskipaði dómarinn, sem fer með málið, að Ver og hinir mennirnir 25 skyldu handteknir, en
þeir voru síðan látnir lausir gegn tryggingu.
Réttarhöldin í Póllandi:
Barsmíöar aðal orsök
dauða Jerzys Popieluszkos
Var barinn 13 sinnum samkvæmt vitnisburði lækna
Torun, 24. jnnúar. AP.
RÉTTARHÖLDUM í máli pólska
prestsins Jerzy Popieluszko var
haldið áfram í dag og sögðu læknar,
sem fengnir höfðu verið til þess að
gefa sérfræðilegt álit sitt, að prest-
urinn hefði verið barinn hvað eftir
annað í höfuðið og sennilega hefði
hann kafnað í eigin blóði, áður en
honum var varpað út í fljótið Vislu.
Stórfé til frið-
arrannsókna
Wanfainfpon, 24. janúar. AP.
TALSMENN McArthur-stofnunar-
innar í Chicago tilkynntu í dag, að
stofnunin myndi gefa 25 milljón
dollara á næstu árum til rannsókna
sem beindust að því hvernig koma
mætti á friði í heiminum.
nÞað hefur allt of miklum fjár-
munum verið varið til vopnarann-
sókna og framleiðslu í gegn um
árin og það er kominn tími til að
gengið sé fram fyrir skjöldu í hina
áttina. Þetta fé á að renna til
bandarískra hugsuða í þeirri von
að þeir geti nýtt það til rannsókna
og hugmynda um hvernig hægt
væri að tryggja heimsfrið," sagði í
fréttatilkynningu frá stofnuninni.
Sérfræðingarnir sögðust ekki
vilja fullyrða, hvort séra Popiel-
uszko hefði verið dáinn „eða að
dauða kontinn", er honum var
kastað í uppistöðulónið kefluðum
með hendur bundnar fyrir aftan
bak. En þeir bættu því við, að þær
barsmíðar, sem presturinn hafði
hlotið, hefðu verið það aivarlegar,
að dauði hans hefði verið „þá þeg-
ar óhjákvæmilegur", áður en hon-
um var varpað í vatnið.
Með þvi að draga í efa þá tima-
setningu, er presturinn á að hafa
dáið og með því að halda því
fram, að höggin, er hann hlaut,
hafi sennilega verið aðalorsökin
fyrir dauða hans, kunna lækn-
arnir að hafa kippt grundvellin-
um undan málsvörn Grzegorz
Piotrowski höfuðsmanns, sem er
einn þeirra þriggja manna, er
ákærðir eru fyrir að hafa myrt
séra Popieluszko 19. október sl.
Piotrowski hefur viðurkennt að
hafa tekið þátt i ráninu og
barsmíðunum á séra Popieluszko,
en segizt vera saklaus af ákær-
unni um morð. Hélt hann því
fram, að það hefðu verið undir-
menn sínir tveir, sem bundu og
kefluðu séra Popieluszko.
Frú Maria Byrdy prófessor,
sem stjórnaði krufningunni á líki
prestsins, fullyrti fyrir rétti í
dag, að séra Popieluszko hefði
verið barinn 13 sinnum. Hann
myndi hafa dáið hvort sem var, ef
hann hefði verið skilinn eftir
bundinn og meðvitundarlaus við
vegarbrún og ekki verið varpað í
fljótið.
ML
Brasilía:
Blindur fékk öku-
leyfi til aldamóta
Vill samt ekki vinna sem bflstjóri!
Rio De Janeiro, 24. janúar. AP.
RENILDO Guedes, 25 ára gamall Brasilíumaður fékk ökuleyfi fyrir
skömmu og væri það ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Renildo
er blindur. Það var dagblaðið Tribuna De Bahia sem setti umsókn
Renildos á svið til þess að afiijúpa galla í ökuleyfisveitingum í landinu, en
umferðarmenning þykir vera þar á lágu plani.
Blaðamenn blaðsins sögðu i
mikilli frétt sem þeir slógu upp,
að þeir hefðu einungis afhent
skrifstofumanni nafn Renildos
og 60 dollara og skírteinið hafi
verið tilbúið svo til samstundis.
Segir í blaðinu að skrifstofumað-
urinn sé einn af mörgum þús-
undum sem þiggja laun fyrir það
eitt að flýta fyrir annars þung-
lamalegu pappírsflóði í kerfinu.
Tilraunin benti hins vegar til
þess að þó það væri lofsvert að
beita sér fyrir því að létta á
skrifræðinu, þá mætti það ekki
fara út í tóma vitleysu eins og
dæmið sannaði. Hinn blindi
Renildo hefur nú ökuskírteini
sem er í gildi til ársins 1999.
Renildo sagðist sjálfur hafa
tekið þátt í tilraun blaðamann-
anna til þess að vekja athygli á
ýmsum erfiðleikum sem fatlaðir
eiga við að glíma í Brasilíu, „og
líka til að fá atvinnutilboð, mað-
ur fær svoleiðis helst ef maður
kemst í sviðsljósið. Ég vil þó ekki
fá stöðu sem bílstjóri!" sagði
Renildo glottandi.
Jóhannes Páll páfi II á siglingu á Adríahafi.
Ferð páfa til S-Ameríku:
Með „frelsunarboð-
skapu í farangrinum
Láfagaröi, 24. janúar. AP.
JÓHANNES Páll páfi II, sem leggur
af stað í 12 daga ferð til Suður-
Ameríku á laugardag, mun hafa í
farangri sínum það sem Páfagarður
nefnir „frelsunarboðskap1* til handa
íbúum fátækrahverfanna í Caracas,
indjánum Amason-skóganna og
skæruliðum í Andes-fjöllum.
Þetta verður 25. utanlandsferð
Jóhannesar Páls páfa, síðan hann
tók við páfadómi 1978 og sjötta
ferð hans til Rómönsku-Ameríku,
þar sem kaþólska kirkjan hefur
verið í fararbroddi f baráttunni
fyrir pólitísku, efnahagslegu og
félagslegu réttlæti.
Jóhannes Páll páfi fer til Ven-
ezúela, Ecuador og Perú, en þar
eru íbúarnir kaþólskir að yfir-
gnæfandi meirihluta.
Þá gerir páfi stuttan stans í
Trinidad og Tobago í Vestur-
Indíum á leið sinni heim til Rómar
6. febrúar.