Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 25 Hryðjuverkasamtök en ekki ríkisstjórn — stjórna fran, segir sonur íranskeisara New York, 24. jan. AP. REZA I’ahlavi, sonur hins látna fr- anskeisara, kveðst álíta, að land sitt sé nú tilbúið til þess að taka upp þingbundið konungdæmi. Sjálfur segist hann vera í sífelldri hættu vegna hryðjuverkamanna, sem sitji um líf sitt. Erfingi írönsku krúnunnar, sem dvelst í Bandaríkjunum, skýrði frá þessu í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Þar sagði hann ennfremur, að Íranir hefðu sýnt stuöning sinn við breytingar í landinu fyrir tveimur árum, er „yfir 2 milljónir manna fóru í mótmælagöngur á götum Teheran á afmælisdegi stjórnarskrárinnar. Ég held, að þetta sýni, að viss þróun hafi þegar skapazt," sagði Pahlavi ennfremur, „og að við höldum áfram að stefna í þessa átt.“ Sjónvarpsviðtalið fór fram á leynilegum stað. „Ég veit, að ég er skotmark nr. 1 hjá hryðjuverka- manni nr. 1,“ sagði Pahlavi. „Ég veit, að þeir eru á eftir mér.“ Pahlavi hélt því fram, að íran væri stjórnað af hryðjuverkasam- tökum en ekki ríkisstjórn og hefðu þessi samtök gert svohljóðandi samning við Ayatollah Khomeini: „Við munum halda þér við völd, en í staðinn gefur þú okkur tækifæri til þess að koma á fót alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum." Regan vill finna Kirkpatr- ick starf utan Hvíta hússins Washington, 24. janúar. AP. RONALD Reagan forseti er fús ad fá Jeane Kirkpatrick embætti á sviði utanríkismála, utan Hvíta hússins, að því er embættismaður stjórnar- innar sagði, en Kirkpatrick er um þessar mundir að hætta sem sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Embættismaðurinn kvað forset- ann mundu eiga fund með henni i dag. Væri ekki vitað, hvaða emb- ætti forsetinn hefði í huga að bjóða henni. Reagan og Kirkpatrick hittust í síðasta mánuði til að ræða þessi mál og kom saman um að hittast aftur eftir að forsetinn hefði verið settur inn í embætti. Embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kvað íhaldssama repúblikana hafa von- ast til þess að Reagan fengi henni starf á borð við embætti ráðgjafa í þjóðaröryggismálum, utanríkis- ráðherra eða varnarmálaráð- herra, en forsetinn bað þá sem gegna þessum embættum að sitja áfram á öðru kjörtímabili sínu. Reagan kvað enga verðuga stöðu handa Kirkpatrick á lausu í Hvíta húsinu. Sotheby’s í London: Armbandsúr Andrésar andar á 12 þús. pund London, 24. janúar. AP. í gær var armbandsúr Andrésar andar selt í London fyrir 12.100 pund (tæplega 540 þús. ísl. kr.), aö sögn starfsmanna hjá Sotheby’s— uppboðsfyrirtækinu. Urið er úr gulli, sett 200 ör- smáum demöntum, og á því er mynd af Andrési. A bakhlið þess er greypt dagsetning 50 ára af- mælisins 1984. Það var Walt Disney-fyrirtækið sem lét gera úrið hjá Garrard, konunglegum skartgripasmið í London. „Seljandi úrsins var ónafn- greindur og kaupandinn ónefnd- ur breskur safnari," sagði Fiona Ford, talsmaður Sotheby’s. „Það var aðeins til eitt eintak, og kaupandinn einfaldlega féll fyrir freistingunni eða langaði til að gefa einhverjum síðbúna jólagjöf." Áströlsku flug- félögin öruggust ÁSTRALlA hefur á að skipa örugg- sögn greinarhöfundar. ustu flugfélögunum, að því er fram kemur í dag í grein í breska vikurit- inu Flight International. í öðru sæti er Skandinavía, Jap- an í þriðja sæti og Bandaríkin í fjórða, segir tímaritið, sem kann- að hefur þetta mál í mörg ár. Flugfélög í Bretlandi, Frakk- landi og Vestur-Þýskalandi eru jöfn í fimmta sæti, en á botninum eru Colombia, Tyrkland, Egypta- land, Indónesía og Sovétríkin, að „í yfir 30 ár hefur Ástralia óumdeilanlega verið í fararbroddi í heiminum að því er flugörygg- ismál varðar," segir höfundur greinarinnar, Mike Ramsden, sem er sérfræðingur í rannsóknum á þessu sviði. í greininni kemur enn fremur fram, að árið 1984 hafi verið hið besta frá því í árdaga flugsins, þar sem þá varð ekkert meiri háttar flugslys. nátíð í Laugardaginn 26. janúar fyrir 16 ára og eldri og sunnudaginn 27. janúar^Q fyrir yngri hópa milli kl. 3 og 6. ^ Besta og stærsta Duran Duran-hátíð sem haldin hefur verið á íslandi. Dagskráin er stórglæsileg 1. Duran Duran-tískusýning: Duranista-flokkurinn sýnir fatnað frá poto'v' 2. Duran Duran-hársýning: Frá Hársporti Díönu. Velvaldi-flokkurinn sýnir með stæl og töktum. 3. Duran Duran-videohljómleikar í gegnum t=3 stereo frá SJAPis 6. Allir fá bláar nærbuxur, a la Simon le Bon. 7. Ævisögur, slúðursögur, ástarsögur, afrekasög- ur og kímnisögur sagðar milli hinna ýmsu atriða og einstakra laga. 8. Duran Duran-drykkur kynntur við innganginn. 9. 15. hver gestur fær Duran Duran-glaðning að hætti hússins. 10. Lukkumiðar og afraksturinn verður stórkost- legur. Opiö 4. Danssýningar: a) Nokkrar yngismeyjar sýna dansinn „The wild boys“. b) Fimm íslands- meistarar dansa við Duran Duran-lög. 5. Spurningakeppnin „Hvað veist þú um Duran Duran?“ Vegleg Duran-verðlaun. Tryggðu þér miða í tíma. Miðasala í dag á Matstofunni (L-116) og í kvöld. Ath. Húsið opnað kl. 21.00. í tilefni af Duran-hátíðinni í Traffic mun vera með „spes“ Duran Duran-borgara. laugardag 21.00—03.00. Miðaverð 250,- Opið sunnudag 15.00—18.00. Miðaverð 150,-. (PDQaO1!? HJA HIRTI Öll tónlist sem spiluð er fæst í uLjj) KARNABÆ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.