Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 27
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
27
fltofgtsi Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. _
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö.
Hljóðlát
atvinnubylting
Bramboltið við að koma á
fót nýrri atvinnustarf-
semi er oft svo mikið að
menn verja meiri kröftum til
að slá sér upp á opinberum
vettvangi en þar sem átaka
er þörf til að tilraunin takist.
Slíkur sláttur er ekki alltaf
að ófyrirsynju. Til hans er
stofnað til að fá opinbera
fyrirgreiðslu í því skyni að
minnka fjárhagslega
áhættu. Rætt er um gælu-
verkefni stjórnmálamanna í
þessu sambandi; verkefni
sem stjórnmálamenn taka
upp á sína arma og hrinda í
framkvæmd með skattfé al-
mennings eða lykilinn að er-
lendum lánastofnunum að
vopni.
I Morgunblaðinu í gær var
skýrt frá því að gerð forrita
og hönnun tölvukerfa væri
orðin vænlegur og hraðvax-
andi atvinnuvegur á íslandi.
Var talið að þróun hugbún-
aðar eða forritagerð væri
stunduð í milli 30 og 40 fyrir-
tækjum og að milli 300 og
400 manns hafi einn eða ann-
an starfa hjá þessum fyrir-
tækjum. Þegar til þess er lit-
ið að til dæmis hjá járnblen-
diverksmiðjunni á Grund-
artanga starfa 180 manns og
það rifjað upp hve mikið hef-
ur þurft til að skapa þeim
fjölda störf er ekki unnt að
segja annað en íslensk hugb-
únaðargerð sé til marks um
hljóðláta atvinnubyltingu á
íslandi.
Halda menn að þessi at-
vinnubylting hefði orðið hér
á landi, ef leita hefði þurft
til stjórnmálamanna um fyr-
irgreiðslu til hennar? Morg-
unblaðið efast ekki um svar-
ið: Opinber miðstýring á
þróun hugbúnaðar á íslandi
hefði drepið þessa atvinnu-
starfsemi í dróma.
Til þess að íslendingar
verði samkeppnisfærir á
upplýsingaöld er mikilvægt
að tölvumenning og allt sem
henni fylgir nái að festast í
sessi hér innan lands. Það
vekur óneitanlega vonir um
að svo verði að lesa frásagn-
irnar un* gróskuna í hinum
nýju hugbúnaðar-fyrirtækj-
um. í einu þeirra er 19 ára
nýstúdent, Vilhjálmur Þor-
steinsson, í forystu. Hann og
félagar hans hafa nú ákveðið
að keppa á alþjóðamarkaði
um að skrifa þýðanda, eins
og það heitir, fyrir forritun-
armálið Ada, sem hannað
var að tilstuðlan bandaríska
varnarmálaráðuneytisins.
Verður fróðlegt að fylgjast
með því, hvernig þeim félög-
um vegnar í alþjóðlegri sam-
keppni á þessu sviði.
Þróun hugbúnaðar og
smíði rafeindatækja á vel við
á íslandi. Vegna þess hve hér
er yfirleitt um auðfluttan
varning að ræða ætti fjar-
lægðin frá stóru .mörkuðun-
um fyrir austan haf og vest-
an ekki að spilla samkeppn-
isaðstöðu fyrirtækja hér á
landi svo nokkru nemi.
í þeirri samkeppni sem
háð er á þessu sviði er það
hugvitið sem ræður úrslit-
um. Hin hljóðláta atvinnu-
bylting í þróun hugbúnaðar
og á sviði tölvutækni krefst
þess fyrst og fremst af
opinberri hálfu, að það sjái
til þess að íslenska skólak-
erfið verði ekki ósamkeppn-
isfært við keppinautana sem
í raun er að finna í öllum
hinum lýðfrjálsa heimi,
jafnt við Atlantshaf og Kyr-
rahaf. Miðstýringarlönd
sósíalismans, alræðislöndin,
hafa ekki náð að þróa með
sér neina tölvumenningu
sem er samkeppnisfær á
alþjóðavettvangi. í þessu
efni eins og svo mörgum öð-
rum þar sem reynir á hugvit
og frumkvæði einstaklings-
ins eru alræðisríki sósíal-
ismans afætur og nærast
best á því sem fulltrúar
þeirra geta stolið frá öðrum.
Morgunbiaðið lætur þá ósk
og von í ljós, að atvinnubylt-
ingin í íslenskri tölvumenn-
ingu megi sem lengst vera
hljóðlát, að þeir sem við
hana starfa fái að njóta arðs
af vinnu sinni og geti án þess
að ganga með betlistaf í
hendi fram fyrir fulltrúa
hins pólitíska fyrirgreiðslu-
kerfis vaxið og dafnað. Að-
eins með þeim hætti er unnt
að tryggja góða hlutdeild
okkar íslendinga í þessum
þætti upplýsingabyltingar-
innar. Vonandi fá einstakl-
ingar einnig að njóta sín í
öðrum þáttum þeirrar bylt-
ingar, þeim sjálfum og þjóð-
inni allri til gagns og hags-
bóta.
Sóldýrð V esturlanda
— eftir Kristján
Albertsson
I
Svo virðist sem enn séu til menn
sem finnst að ekki megi minna
gera hinu mikla Rússaveldi til
þægðar en að reynt sé að gera ís-
land að dálítið nöldursömum og
leiðinlegum aðila að bandalagi
vestrænna þjóða, til verndar frelsi
og friði.
Yfir því er kvartað að til standi
að efla til muna ratsjáreftirlit
með sífelldu sveimi rússneskra
herflugvéla við strendur íslands.
Þetta á að þykja hin mesta
ósvinna, enda hafi engar óskir um
slíkt komið fram af rússneskri
hálfu.
Þá á að hafa komið í ljós fyrir
atbeina útlends leyndarskjala-
þjófs eða þjófsnautar og þá sam-
kvæmt heimild sem í hávegum er
höfð af félagsvísindadeild Háskóla
íslands, að Bandaríkjamenn geti
hugsað sér að flytja kjarnorku-
vopn til íslands á ófriðartímum,
en þá auðvitað með samþykki ís-
lenzkra stjórnvalda.
Það er á engra færi að reyna að
sjá fyrir til hvaða aðfara risaveldi
heims gætu þótzt nauðbeygð, ef til
átaka kæmi upp á líf og dauða um
framtíð alls mannkyns. En illa
sæti á oss íslendingum að tor-
tryggja Bandaríkjamenn öðrum
fremur, orðheldni þeirra og alla
tillitssemi við aðrar þjóðir, smáar
og stórar. Þeir hafa reynzt góðir
grannar um alla velvild og stór-
tæka hjálpsemi, og svo hafa þeir
reynst ótal öðrum þjóðum.
Ekki skal dregið í efa að þrátt
fyrir níðingshátt rauðra valds-
manna, fyrr og síðar, hafi komm-
únisminn upphaflega verið hug-
sjón um mannúðlegra og farsælla
þjóðskipulag. En hvernig hefur
þjóðfélag þeirra reynst? Menn
halda áfram að flýja úr fangelsis-
þjóðfélögum kommúnista og jafn-
vel þótt þeir megi eiga von á skoti
í bakið. Allur heimurinn veit að
hvergi líður fólki betur, bæði and-
lega sem efnalega, en í lýðræðis-
ríkjum hins vestræna heims.
Skáldið Steinn Steinarr átti til
að bregða fyrir sig mjög hrein-
skilnu máli þegar hann ekki gat
orða bundizt. Hann orti í heimboði
hjá Rússum og þegar honum þótti
dvölin þar orðin full löng:
Ráfa ég enn og ráfa ég enn
hjá rauðum erkifjanda.
Fæ ég ekki að sjá þig senn
sóldýrð Vesturlanda?
II
Meðan Mitterrand, forseti, var
enn aðeins foringi franskra jafn-
aðarmanna fór hann í kynnisför
til Rússland3 og hafði þá tal af
einræðisherranum Leónid Bresn-
ef. Mitterrand sagði síðar frá
þessu í einni af bókum sínum.
Bresnef hóf samtalið á hástemmd-
um fullyrðingum um friðarvilja
Rússa.
„Ekkert viljum við annað en
frið,“ sagði Bresnef. „Ég er hreint
ekki viss um að svo sé,“ svaraði
Mitterrand.
Hér er komið að kjarna málsins,
þegar hugleiða skal hvernig á
standi um horfur á friði eða stríði
í heiminum.
Vér treystum ekki Rússum. Vér
getum ekki borið traust til Rússa.
Og hvers vegna ekki?
Þessu má svara á margan hátt.
En hér skal látið nægja að vitna í
grein, sem birtist nýlega í blaðinu
Aktuelt, virtasta og vandaðasta
málgagni danskra jafnaðar-
manna. Greinin birtist þýdd og
endursögð í Alþýðublaðinu 29.
nóvember sl. Þar segir:
„Hernaðaruppeldið hefst þegar
á fimmta aldursári barna í Sovét-
ríkjunum. Þá fá börnin kennslu
um að nauðsyn krefjist þess að hið
sósíalíska föðurland sé varið gegn
hinum kapítalíska fjandmanni. í
leikskólunum fá börnin fyrstu
kennslu í stríðslistinni. Þeim er
kenndur munurinn á skamm-
byssu, hríðskotabyssu, eldflaug-
um, skriðdrekum og gasgrímum.
Þeim er fengin 16 síðna mynda-
bók með litmyndum af hergögn-
um. f lok myndaseríunnar er her-
gagnasýning á Rauða torginu í
Moskvu, þar sem bílar hlaðnir
kjarnaflaugum eru í forgrunni.
Undir myndinni stendur „Meðal-
drægu kjarnavopnin eru undir-
staða þess að sovéski herinn sé
áhrifamikiir.
Fyrir börn á aldrinum 6—9 ára
eru framleidd dagatöl sem kallast
„í dag er hátíðardagur". Það eru
ekki bara 1. maí og 7. nóvember
sem eru hátíðardagar, nei, all-
flestir dagar ársins eru tileinkaðir
einhverri hátíð. 23. febrúar er t.d.
dagur sovéska hersins, 24. febrúar
dagur hernaðarljómans, 10. apríl
Kristján Albertsson
„Yfirgnæfandi meiri-
hluti þings og þjóöar ber
nú gæfu til þess aö
skilja til fulls að úrsögn
úr Atlantshafsbandalagi
og frábeiöni bandarískr-
ar herverndar væri óös
manns æöi, þegar litiö
er á hnattstööu íslands
og aörar aðstæður. Vel
væri ef þjóð vor gæti
borið gæfu til að efla
samstöðu ekki aðeins
um meginstefnu í utan-
ríkismálum heldur líka
um alla meöferö þeirra
mála.“
er dagur loftvarnasveitanna, 28.
maí dagur landamæravarðanna,
31. júlí dagur sjóhersins, 21. ágúst
lofthersins, 11. september skrið-
drekasveitanna og svona mætti
lengi telja.
A 10 ára aldri byrjar hin raun-
verulega stríðsþjálfun. Hún gerist
hjá „Frumherjunum", sem er
fjöldahreyfing barna og eru með-
limir um 25 milljónir talsins.
Frumherjarnir eru látnir læra
bókina „100 spurningar og 100
svör um hervarnir". Bókin er mik-
ið myndskreytt og er höfuðáhersl-
an lögð á fórnfúst starf her-
mannsins og byggður upp áhugi á
fyrirmyndarhermanni, sem er til-
búinn að fórna sér fyrir þjóð sína.
Sérhver Frumherji hefur sitt
eigið einkunnaspjald þar sem
hernaðarhæfni hans er skráð og
hvort hann sé nægilega jákvæður
gagnvart hernum. Sé hann það
ekki getur það komið í veg fyrir
framhaldsmenntun barnsins.
Þetta hefur verið gagnrýnt í
dagblaðinu Kosomolskaja Pravda.
I sumarbúðum Frumherjanna
er börnunum skipt upp í lið og þau
látin herja hvert á annað eftir öll-
um kokkabókum herstjórnarlist-
arinnar.
Börnunum er kennt að bera
virðingu fyrir einkennisbúningum
og auðmýkt gagnvart valdskipan-
inni í Sovétríkjunum. Þau læra að
hlýða skipunum yfirmanna sinna
umyrðalaust. Zakharov, aðalritari
fyrir Komsomol og Kursk-svæðið,
hefur sagt: „Það er nauðsynlegt að
setja upp skotæfingavelli við
sérhvern skóla, svo hægt sé að
undirbúa æskuna undir her-
mennskuna."
Árið 1981 var gerð skoðana-
könnun meðal barnanna og 58%
af þeim sem spurð voru voru
ánægð með herþjónustuna. Yfir-
völd voru mjög óhress með þá
niðurstöðu. Hershöfðinginn Ogar-
kov sagði: „Afstaða barnanna til
hersins vekur manni ótta. Þau
halda að friður, hversu dýrkeypt-
ur sem hann er, sé af hinu góða.
Það er því nauðsynlegt að útskýra
fyrir þjóðinni að heimsvaldastefn-
an ógnar friðinum." Með öðrum
orðum, það þarf að herða áróður-
inn gagnvart börnunum, til að
drepa niður friðarviljann."
Það væri til einskis að reyna að
telja neinum trú um að meiri
heilaþvottur barna og unglinga
fari fram í nokkru öðru ríki heims.
Hvernig skyldi annars Norð-
mönnum hafa fallið eldflauga-
skotæfing rússneskra kafbáta yfir
þveran Norður-Noreg og inn til
Finnlands? Og hvernig mun Sví-
um líka stöðugar heimsóknir
ókunnra kafbáta inn í sænska
landhelgi?
III
Yfirgnæfandi meirihluti þings
og þjóðar ber nú gæfu til þess að
skilja til fulls að úrsögn úr Atl-
antshafsbandalagi og frábeiðni
bandarískrar herverndar væri óðs
manns æði, þegar litið er á hnatt-
stöðu íslands og aðrar aðstæður.
Vel væri ef þjóð vor gæti borið
gæfu til að efla samstöðu ekki að-
eins um meginstefnu í utanríkis-
málum heldur líka um alla með-
ferð þeirra mála. Mjög er hætt við
tilviljanakenndu og misráðnu vali
utanríkisráðherra meðan sá hátt-
ur er á hafður að skipta um mann
í þá stöðu við hver stjórnarskipti.
Ekki mun af veita að vort unga
lýðveldi reyni að fara viturlega að
ráði sínu og freisti þess að eignast
sem flesta reynda og farsæla
menn í stöðu utanríkisráðherra.
Mikil reynsla er ómetanleg
hverjum íslenzkum utanríkisráð-
herra og raunar hverjum slíkum
leiðtoga, hverrar þjóðar sem er.
Þess eru mörg dæmi að ríki hafi
haft sama utanríkisráðherra til
langframa og á hverju sem hefur
oltið. Bech var utanríkisráðherra í
Luxemborg í 25 ár. Á þeim tímum
þegar Frakkar skiptu um ríkis-
stjórn á tíu mánaða fresti sat Ar-
istide Briant óhagganlegur í sæti
utanríkisráðherra Frakklands
hátt á annan áratug.
Nógu gengur erfiðlega að
stjórna íslandi og nóg er um
ósamþykki um nálega hvað sem er
þótt reynt verði að stjórna utan-
ríkismálum fslands af þeirri
ábyrgð, stillingu og festu, sem
skylt er.
Ég hefi heyrt Geir Hallgríms-
son tala um utanríkismál íslands,
bæði á innlendum vettvangi sem á
erlendum ráðstefnum, og sann-
færzt um, að eins og nú er komið
sé hann öllum öðrum fremur rétt-
ur maður á réttum stað sem utan-
ríkisráðherra íslands.
Ég er að vona að við næstu
stjórnarskipti verði sá háttur upp
tekinn og hafður til fyrirmyndar
að láta þjóðlega nauðsyn sitja í
fyrirrúmi, en miklu síður þröng
flokksleg sjónarmið og persónu-
legt valdabrölt. Utanríkismál ís-
lands verða nú með ári hverju
bæði viðkvæmari og flóknari en
áður var, og ekki síst fyrir aðild
vora að Sameinuðu þjóðunum,
Atlantshafsbandalagi, Evrópuráði
og Norðurlandaráði. Vér verðum
að vona að sem oftast verði séð um
að mikilhæfur maður eigi kost á
að öðlast langa reynslu og mikinn
þroska í hinni vandasömu og
virðulegu stöðu utanríkisráðherra
fslands.
En vér verðum umfram allt og
statt og stöðugt að vona að sóldýrð
Vesturlanda haldist og blómgist,
því hún er þrátt fyrir böl og bresti
hin mesta dýrð sem orðið hefur á
vorri jörð.
Kristján Albertsson, hinn þjóð-
kunni rithöfundur, hefur lengi
starfað á vegum íslenska ríkisins
erlendis, einkum hjá Sameinuðu
þjóðunum og í París.
Forsætisráðherra um Helguvíkurframkvæmdir:
umsvif stórveldanna á Norður-
Atlantshafi. Hann sagðist þó telja
að radarstöðvar á Norður- og
Norðvesturlandi breytti þar engu
Allar ákveðnar af fyrr-
verandi utanríkisráðherra
„HELGUVÍKURMÁLIÐ hefur ekki verið á boröi þessarar ríkisstjórnar og
það sem vid höfum fjailað um það mál, utanríkisráðherra og ég, skilst mér að
þar sé aðeins um að ræða framkvæmdir samkvæmt þeim áætlunum sem
ákveðnar voru ( tíð Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi utanríkisráðherra,“
sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, er hann var spurður álits
á þeim yfirlýsingum Haraldar Ólafssonar þingmanns Framsóknarflokksins,
að eitt aðalmálefnið, sem núverandi ríkisstjórn fengist við, væri utanrikismál
og þar virtist sem verið væri að stórauka mikilvægi íslands í hernaði.
Haraldur segir utanríkismálin veigamest og gerir hvað mest úr þeirri
ákvörðun íslendinga að heimila framkvæmdir í Helguvík á vegum
varnarliðsins.
Haraldur ólafsson lýsti því yfir
í viðtali við blm. Mbl. í gær, að
nokkrir málaflokkar gætu valdið
stjórnarslitum á næstunni að
hans mati. Þeir væru utanríkis-
mál, efnahags- og kjaramál, hús-
næðismál og útvarpslagafrum-
varpið. Forsætisráðherra var
spurður, hvort hann væri sama
sinnis og Haraldur. Hann svaraði
því til að vitanlega gæti alltaf
komið til deilna hjá samstarfsað-
ilum sem ynnu saman í ríkis-
stjórn, en hann kannaðist ekki við
þau mál sem Haraldur boðaði sem
stjórnarslitamál. Ef ágreiningur
væri um einhver mál þá væru það
fyrst og fremst efnahagsmál.
Hann sagði síðan: „Ég held að
önnur mál, eins og til dæmis út-
Steingrímur Hermannsson
varpsmál séu ekki flokkspólitísk
mál. Hjá okkur eru menn óbundn-
ir af þeim málum, en aftur á móti
er að mínu mati langmikilvægast
að ná tökum á efnahagsþróuninni
og leiða landið út úr þeirri stöðu
sem það er að ganga í gegnum. Ég
veit ekki annað en að báðir stjórn-
arflokkarnir standi heilshugar að
því, en ef það væri ekki þá gæti
það leitt til stjórnarslita."
Forsætisráðherra var spurður
nánar um yfirlýsingar Haraldar
um utanríkisstefnuna. Hann svar-
aði því til, að Haraldur væri frjáls
að sínum skoðunum og að því mið-
ur yrði þvi ekki á móti mælt, að
ísland yrði stöðugt mikilvægara í
hernaðarkerfi heimsins en það
væri ekk i fyrir okkar tilstuðlan
heldur fyrir hluti sem við réðum
ekki við, sérstaklega stóraukin
um.
Nánar aðspurður um fram-
kvæmdir í Helguvík sagði forsæt-
isráðherra, að allar þær fram-
kvæmdir sem þar væru nú fyrir-
hugaðar hefðu verið ákveðnar af
fyrrverandi utanríkisráðherra og
að framkvæmdin hefði verið sett
upp i fjóra eða fimm áfanga. „Mér
er ekki kunnugt um að frá þeim
áætlunum hafi verið vikið af þess-
ari ríkisstjórn," sagði forsætis-
ráðherra. Varðandi utanríkis-
stefnuna almennt sagði hann: „Ég
held að utanríkisstefnan núna sé
mjög eftir þeim línum sem hún
hefur verið hjá undanförnum rík-
isstjórnum. Það hefur verið fallist
á og talið nauðsynlegt að leyfa
ýmis konar endurnýjun búnaðar á
Keflavíkurflugvelli, til dæmis
ákvað þáverandi utanríkisráð-
herra fyrir einum þremur árum að
fara í endurnýjun á flugskýlum og
framkvæmdir í Helguvík, en upp-
haf þess máls var að það reyndist
nauðsynlegt að endurnýja tank-
ana fyrir ofan Keflavíkurkaup-
stað. Eg held því að það sé mis-
skilningur, og ég kannst ekki við
það, að núverandi ríkisstjórn sé að
fjalla um eitt eða neitt sem þar er
til viðbótar, nema hugsanlega út-
stöðvar radarkerfisins á Vest-
fjörðum og Norðvesturlandi."
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir THOMAS L. FRIEDMAN
Frá Knesset, Shamir t.v., Peres, forsætisráðherra, í miðjunni og Ezer Weissman, ráðherra án ráðuneytis.
*
Israel:
Ný viðhorf í Líbanonsmálum
að baki brottflutnings hersins
AÐ ÍSRAELAR skuli vera byrjaðir að flytja herlið sitt heim á leið frá
suðurhluta Líbanon á eigin spýtur og án samráðs og samninga við Líbani
eða aðra, bendir til að stjórnvöld í Tel Aviv hafi kúvent í stefnu sinni
gagnvart nágrannanum í norðri. Tvenn viðhorf hafa ráðið ríkjum, „Pal-
estínuviðhorfið“ annars vegar og „shita-viðhorfið“ hins vegar. Útlistum
þetta nánar:
„PaIestínuvidhorfiö“
riffjöður þessa viðhorfs er
Yitzhak Shamir utanrík-
isráðherra og leiðtogi
Likudbandalagsins. Þeir sem að-
hyllast þetta viðhorf eru þess
fullvissir, að alveg eins og áður
sé ísraelska ríkinu mest hætta
búin af völdum skæruliða pal-
estínumanna og engin breyting
verði á því. Þess vegna hafa ís-
raelar lengst af krafist þess af
Líbönum í samningaþófi þjóð-
anna um brottflutning ísraels-
hers frá suðurhluta landsins, að
fjölþjóðlegt lið Sameinuðu þjóð-
anna sjái um gæslu á svæðinu.
Þetta voru forsendurnar fyrir
innrás ísraela í Líbanon árið
1982, þeir ætluðu að eigin sögn
að ganga endanlega frá þeim
skæruliðahópum sem höfðu búið
um sig í suðurhluta Líbanon og í
Bekaa-dal. Hópum sem stunduðu
þá iðju í ríkum mæli að skjótast
yfir iandamærin til hryðjuverka.
Þeir sem aðhyllast þetta við-
horf eru þeirrar skoðunar að
ísraelsher eigi ekki að hverfa frá
stöðvum sínum 40 kílómetra
norður af landamærum land-
anna. Þeir sem standa fyrir
þessu viðhorfi eru hinir sömu og
stóðu fyrir innrásinni 1982 og
því er eðlilegt að þeir hinir sömu
vilji ekki hverfa burt af líb-
anskri grund nema að þeir sjái
fram á greinilegan ávinning af
innrásinni.
„Shita-vidhorfið“
„Shita-viðhorfinu" sem við
köllum svo hefur vaxið ásmegin í
ísraelskum stjórnmálum að und-
anförnu, svo mjög, að er kom til
atkvæðagreiðslu í stjórninni í
síðustu viku, bar það sigurorð af
„Palestínuviðhorfinu". Þeir sem
hlynntir eru „shita-viðhorfinu“
skoða Líbanonvandamálið frá
allt öðru sjónarhorni. Þeir líta
svo á, að ekki beri lengur að líta
á Líbanon sem kristið samfélag,
þar sem allur þorri íbúa suður-
hluta landsins eru shitar, sem er
afbrigði af múhameðstrú. í röð-
um shita eru til ótrúlegir
ofstækis- og öfgamenn sem líta á
Ayatollha Khomeini erkiklerk í
íran sem spámann sinn og leið-
toga. „Shita-viðhorfsmenn"
verða að velta fyrir sér hvers
konar samfélag gæti orðið þarna
með tímanum ef vandamálin
ieysast ekki, „Lítið Iran“, sem
einsetur sér að eyða öllum gyð-
ingum, eða friðsamlegt þorpa-
og bændasamfélag sem á ekki að
vera hið minnsta mál að búa
með í friði og spekt. Þetta við-
horf hefur ekki síst vaxið þar
sem shitarnir í Suður-Líbanon
voru á ýmsan hátt ekki andsnún-
ir israelska innrásarliðinu í
fyrstu, það losaði þá við skærul-
iða Palestínumanna sem shitun-
um þóttu hvimleiðir og yfirgen-
gilegir. En eftir því sem á hers-
etu ísraela hefur liðið, hafa íbú-
ar Suður-Líbanon orðið æ
óþolinmóðari, því í þeirra augum
hafa Israelar einungis komið í
stað skæruliðanna og íbúarnir
eru eins og vænta mátti and-
snúnir hvers kyns hersetu.
Sá sem er í öndvegi „shita-
viðhorfsins" er Shimon Peres
forsætisráðherra og hægri hönd
hans í málinu er Ytzak Rabin
varnarmálaráðherra. Þeir segja:
„ísraelar og shitarnir í suður-
hluta Líbanon verða að læra að
lifa sem nágrannar í sátt og
samlyndi. Það eru engir hags-
munir í veginum og því verðum
við að sýna lit með því að kalla
herliðið heim.“
Herinn í Suður-Líbanon
Annað sem hefur verið
skeggrætt í ísrael er það hvernig
hernum hefur verið beitt í Líb-
anon og hvaða afleiðingar beit-
ingin hefur haft. Úr því að inn-
rásin var gerð, neyðast ísraelar
til að velta þessu fyrir sér og
læra af því. Begin, sem var for-
sætisráðherra er innrásin var
gerð, taldi að beita bæri hernum
miskunnarlaust gegn skærulið-
um Palestínumanna þótt það
þýddi innrás í ríki, sem og varð.
En Begin og fylgismenn hans að
málum áttu eftir að misreikna
sig hrapallega og það er kannski
ekki síður en innrásin sjálf
ástæða fyrir því þrátefli sem
verið hefur í suðurhluta Líbanon
síðan innrásin var gerð og ein-
kum og sér í lagi í seinni tíð.
Ráðamenn þá töldu nefnilega að
ýmsir hópar hliðhollir ísraelum,
einkum kristnir falangistar
og/eða suður-líbanski herinn
sem var undir stjórn Haddads
heitinn majors, jafnvel stjórn-
arher Líbanon, gætu haldið uppi
þeirri öryggisgæslu sem Israelar
krefðust á svæðum þeim sem
þeir tóku af Palestínuskæru-
liðum. Reyndin varð önnur,
flestir hópar í Líbanon urðu yfir
sig uppteknir af borgarastríðinu
sem geysar enn og ísraels-
hernum varð að breyta í alls
herjar lögreglulið sem hefur að-
setur um alla Suður-Líbanon.
Þessi skakki f)óll sem tekinn
var í hæðina hefur orðið til þess
að þjálfun hersins hefur raskast
•og fjárhagsbyrðin vegna aðgerð-
anna í Líbanon hefur orðið svo
miklu meiri en gert var ráð fyrir
í fyrstu, að menn veigra sér við
að reikna það út. Þá hefur Isra-
elsher ávallt verið þannig upp
byggður, að sjálfur herinn er að-
eins skipaður tiltölulega fá-
mennum kjarna, en síðan er
geysifjölmennt varalið sem er
dagsdaglega óbreyttir borgarar,
en eru þjálfaðir ötullega með
reglulegu millibili. Með því að
kalla herinn heim, er unnt að
færa ástandið til eðlilegs vegar.
Fjárhagslega hefði það geysileg
áhrif í baráttunni við efna-
hagskreppuna í landinu, að fá
aukið vinnuafl á sama tíma og
kostnaður við hernaðarbröltið
myndi minnka stórum.
Ný áætlun
Með þessu ætla ísraelar einnig
að breyta eðli varna sinna gagn-
vart Sýrlendingum, sem virt
hafa vopnahlé við ísrael á yfir-
borðinu, en styðja leynt og ljóst
við bakið á öfgahópum í röðum
Palestínumanna og shita sem
vilja gera fsraelum skráveifur.
Núverandi víglína stillir fsrael-
um og Sýrlendingum upp augliti
til auglitis í Bekaa-dal og héruð-
unum þar í kring. Rabin varn-
armálaráðherra útskýrir þetta
þannig: „Vegna þessa ástand
höfum við átt erfitt með að
skella skuldinni á Sýrlendinga
þegar á okkur hefur verið ráðist
og mótaðgerðir hafa verið erfið-
ar í framkvæmd. Þegar við fær-
um herinn suður á bóginn, setj-
um við hann í aðstöðu til árása á
hvaða öfl sem kunna að reyna að
hreiðra um sig í Suður-Líbanon.
Sókn er besta vörnin og Sýrlend-
ingar fá nú tækifæri til að sanna
að þeir bera ekki ábyrgð á starf-
semi hryðjuverkahópanna. Nú
ríður á að Sýrlendingar meti
hina breyttu stöðu rétt og mik-
ilvægt að þeir misreikni sig ekki,
því við munum svara fyrir
okkur, þeim sem eiga þau svör
skilið. Og þá getur ófriðurinn
magnast örar en þeir myndu
óska sér.“
Thomas L Fridman er
fréttaskýrandi hjá N.Y.
Times.