Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 Árshátíö átthagafélagsins Höföa Átthagafélagiö Höföi í Reykjavík sem er félag Grenvíkinga og Höföhverfinga hér syöra heldur árshátíö sína í veitingahúsinu Ártúni laugardaginn 26. janúar sem hefst meö boröhaldi klukkan 20.00. Gestir að norðan verða Þorsteinn Jóhannesson, sparisjóösstjóri og bóndi á Bárðartjörn og frú og Nigríður Schiöth frá Lómatjörn. Átthagafélagiö var stofnaö 1949. Skoðanakönnun á Akranesi: Mikil fylgisaukning Alþýðuflokksins og Samtaka um kvennalista 75,5% Akurnesinga hiynnt aðild íslands að NATO FJÓRIR NEMENDUR Fjölbrautaskólans á Akranesi framkvæmdu í desember sl. könnun á viðhorfum Akurnesinga til stjórnmála. Fjórtán spurningar voru lagðar fyrir 140 bsjarbúa og segir í frétt í Skagablaöinu, að niöurstöður hafi veriö á þá leið, að Samtök um kvennalista myndu áttfalda fylgi sitt á Akranesi, ef kosið væri, Alþýöuflokkurinn fengi 50% meira fylgi en hann fékk í síðustu alþingiskosningum á Akranesi, Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 18,9%, Framsókn- arflokkurinn vki fylgið úr 12 í 13,1% en fylgi Alþýðubandalagsins minnkaði í 8,7% en fylgi þess við síðustu alþingiskosningar var 9,4 %á Akranesi. Akureyri: „Vona að bæjarfulltrúar skynji hug fólks til málsinsa — segir Felix Jósafatsson, einn forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar gegn hækkunar fasteignagjalda Akureyri, 23. janúar. FÁTT er nú meira rætt manna á meðal hér í bæ en mótmælalistar þeir sem bæjarstjórn Akureyrar fékk afhenta í gær, vegna hækkunar fasteignagjalda I bænum. Flestir þeir sem rætt var við voru á einu máli um að þarna væri hreyft þörfu máli, sem þeir vonuðust til að bæjarstjórn mundi taka gaum- gæfilegrar athugunar og leiðréttingar. Helst bar á óánægju fólks sem rætt var við vegna þess að því hafði ekki verið gefið tækifæri til þess að taka þátt í mótmælunum. Meðal annarra spurninga var spurt um aðild fslands að Atlants- hafsbandalaginu og voru 75,5% hlynnt aðildinni að NATO. í Skagablaðinu segir, að ein spurning i könnuninni hafi verið um álit_fólks á tekjuskiptingu í landinu. Alls töldu 53,4% skipting- una vera óréttláta og aðeins 2% réttláta. Fremur réttláta töldu 11,5%, en fremur rangláta 33,1%. Varðandi fylgi stjórnmálaflokk- anna meðal Akurnesinga segir Skagablaðið, að niðurstöður hafi verið þessar: Alþýðuflokkurinn fengi 20,4% at- kvæða, ef kosið yrði nú, en hafði 14,2% í síðustu kosningum. Fram- sóknarflokkur fengi 13,1%, hafði 12%, Bandalag jafnaðarmanna fengi sama hlutfall og í síðustu kosningum, 5,8%, Sjálfstæðisflokk- urinn fengi 38,1% í stað 57%, Al- þýðubandalagið fengi 8,7% í stað 9,4% og Samtök um kvennalista fengju 12,4%, en fengu síðast 1,6%. Þá fengi Flokkur mannsins 0,7% atkvæða, en hann bauð ekki fram síðast. Nemendur Fjölbrautaskólans, sem könnunina unnu, eru: Sigríður Hlöðversdóttir, Laufey Ingibjarts- dóttir, Björn Malmquist og Sigurð- ur A. Sigurðsson. „Það er rétt að við höfum orðið varir við óánægju margra með það að hafa ekki fengið tækifæri til þess að rita nöfn sín á lista okkar. Það á þær skýringar að við settum okkur í upphafi það markmið að skila þessum listum til bæjar- stjórnar á fundinum í gær. Undir- í DAG hefjast sýningar á myndinni Eldvakinn (Firestarter) í Laugarás- bíói. Myndin er gerð eftir sam- nefndri metsölubók eftir Stephen King, en hann samdi m.a. The Shin- ing, Carrie, Christine, The Dead Zone og fleiri bækur. í myndinni er sagt frá 9 ára gamalli stúlku, Charlie McGee, og föður hennar, en þau eru að reyna að komast undan nokkrum vís- indamönnum sem reyna allt til þess að geta notfært sér þá hæfi- skriftasöfnunin hófst ekki fyrr en síðastliðinn laugardag og þvi vannst hreinlega ekki tími til að láta lista ganga um allan bæinn. Við hugleiddum það um tíma í dag að hefja undirskriftasöfnun á ný en féllum svo frá því þar sem við teljum okkur vita að bæjarfulltrú- leika stúlkunnar að geta kveikt eld með því að nota hugarorku. Með aðalhlutverk fara David Keith, sem þekktastur er fyrir leik sinn í myndinni „An Officer and a Gentleman", og Drew Barrymore, en hún lék litlu stúlkuna í E.T. Með önnur hlutverk fara George C. Scott, Martin Sheen, Art Carn- ey og Louise Fletcher. Leikstjóri er Mark Lester (Class of 1984) og framleiðandi er Dino de Laurentis. ar séu í það miklum tengslum við bæjarlífið að þeir skynji þann hug sem fólk almennt ber til þessa máls,“ sagði Felix Jósafatsson, lögreglumaður, sem er einn af for- svarsmönnum undirskriftasöfn- unarinnar. „Mér kemur svo sannarlega ekki á óvart að bæjarbúar skuli mót- mæla þessum álögum. Það gerðum við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn, þegar meirihlutinn samþykkti þær,“ sagði Gunnar Ragnars bæj- arfulltrúi. „Það skýtur skökku við, þegar við erum í harðri baráttu við að reyna að halda í við fólks- flótta af svæðinu, að þá skuli bæj- arfélagið leggja á hæstu fast- eignaskatta á landinu. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Ég vona að þessi barátta bæjarbúa leiði til þess að skattheimtusjónarmið meirihlutans í bæjarstjórninni mildist eitthvað, þannig að dregið verði úr skattheimtu, og þess í stað reynt að virkja mátt einstakl- ingsins til lausnar þeim vanda sem við eigum við að glíma, frem- ur en að hin opinbera forsjá verði allsráðandi og síauknir skattar lagðir á bæjarbúa," sagði Gunnar einnig. Jón Sigurðarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, kvaðst skilja vel að bæjarbúar væru ósáttir við hækkun fasteigna- gjaldanna, en taldi að líta yrði á heildargjaldabyrði bæjarbúa í ein- um pakka og hún lægi ekki fyrir fyrr en lokinni gerð fjárhagsáætl- unar. Hann var þá spurður hvort hann væri með þessu að segja að útsvarsálagning yrði lækkúð frá því sem var í fyrra. „Ég ætla ekki á þessari stundu að hafa nein orð um það, en vil þó segja að ég tel vart tilefni til heildarhækkunar skattheimtu á bæjarbúa, á þessum tímum." — GBerg. Eskifjörður: Þorrablót um helgina EskinrAi, 24. janúar. ESKFIRÐINGAR halda sitt ár- lega þorrablót á laugardaginn, 26. janúar. Að vanda verður fjöl- menni á blótinu og margt til skemmtunar. Nýliðið ár verður krufið til mergjar og er ekki að efa að af nógu er að taka. Eins og venjulega hefur margt manna unnið að undirbúningi blótsins undanfarnar vikur. Blótsgoði að þessu sinni verður Bogi Nilsson sýslumaður S-Múlasýslu. Honum til fulltingis er kona hans, Elsa Petersen. Ævar „Vistaskipti“ í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýn- ingar bandarísku gamanmyndina „Vistaskipti“,sem framleidd er af Aaron Russo, leikstjórn annaðist John Landis, handrit er eftir Tim- othy Harris og Herschel Weingro, tónlist eftir Elmer Bernstein. Með aðalhlutverk fara Dan Aykroyd, Eddie Murphy, Denholm Elliot og Ralph Bellamy. Efni myndarinnar er í stuttu máli að tveir efnaðir bræður veðja um það hvort erfðir manna geti verið örlagavaldar í lífi þeirra. Til þess að fá úr þessu skorið, breyta þeir aðstæðum tveggja manna. Þann sem hefur allt af öllu, svipta þeir lífsgæðum, en hinn fátæki fær allt af öllu. „Framtíðin að vera með lýs- ingu yfir dimmustu mánuðinaa — segir Hans Gústavsson, garðyrkjubóndi, sem lengt hefur ræktunartímann með gervilýsingu LANGIR og dimmir vetur hafa verið aðalvandamálið við ræktun í gróður- húsum hér á landi. Rafmagnslýsing hefur þó verið notuð um alllangt skeið við uppeldi á tómötum, gúrkum og papriku. Binda menn nú vonir við að með notkun lýsingar við ræktun geti skapast alveg nýir möguleikar í íslenskri ylrækt. A síðustu árum hefur áhugi garðyrkjubænda fyrir raf- magnslýsingu, eða gervilýsingu eins og það er kallað, aukist mikið og nokkrir þeirra komið sér upp aðstöðu til lýsingar. Hefur ræktunin gengiö vel hjá ekki boðið upp á blóm yfir þrjá þeim en mikill stofnkostnaður og hátt rafmagnsverð gert það að verkum að menn hafa ekki séð grundvöll til verulegra átaka í þessum efnum. Hans Gústavsson, garðyrkjubóndi í Hveragerði, er einn þeirra sem hefur komið upp aðstöðu til iýsingar. Hann er með Ijósin í 300 fermetra gróðurhúsi þar sem hann framleiðir blóm. Hann hefur einnig náð samning- um við rafveituna í Hveragerði um afslátt af rafmagnsverði til lýsingarinnar og fengið lán hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir hluta stofnkostnaðarins. Hann hefur þar með brotið ísinn fyrir aðra í þessum efnum. „Ástæða þess að ég fór út í þetta er einkum sú að við getum dimmustu mánuðina og afar fá- breytt úrval í tvo aðra mánuði. Eina leiðin til að leysa þetta er að koma upp gervilýsingu í húsun- um. Ég náði samningum við raf- veituna um að fá rafmagnið á 1,03 kr. kílówattstundina í 13 klst. yfir nóttina í stað 5,10 kr. sem er hinn opinberi taxti raf- veitunnar," sagði Hans þegar rætt var við hann um þessi mál. „Þetta gerir mér kleift að vera með góða vöru að minnsta kosti tveimur mánuðum lengur á hverju ári, á tíma sem hingað til hefur þurft að flytja blómin inn. Það hlýtur að verða framtíðin að vera með lýsingu í gróðurhúsun- um yfir dimmustu mánuðina og nýta þann markað sem þá er fyrir innlenda framleiðslu. Stofnkostn- aðurinn við lýsingarútbúnað 1 þetta hús var 530 þúsund krónur og fékk ég helming þeirrar upp- hæðar lánaðan hjá Stofnlána- deild landbúnaðarins til 8 ára. Ég er ekki í vafa um að þetta borgar sig fjárhagslega þó þessir 13 tím- ar séu of stuttur tími og orku- verðið enn margfalt hærra en í nágrannalöndunum. Til dæmis get ég nefnt að norskir garð- yrkjubændur þurfa að greiða 11—16 aura íslenska fyrir kíló- wattstundina," sagði Hans. Hann sagði að mikill áhugi væri hjá garðyrkjubændum á þessum málum og væri Samband garðyrkjubænda að vinna að þeim. Við Garðyrkjuskóla ríkis- ins hafa farið fram umfangsmikl- ar tilraunir með gervilýsingu í samvinnu við Rannsóknastofnun landbúnaðarins, fyrst við lýsingu chrysantemum og framleiðslu græðlinga en síðustu þrjú árin við lýsingu tómatplantna með breytilegum ræktunaraðferðum. Grétar J. Unnsteinsson, skóla- stjóri skólans, sagði í samtali við Mbl. að fram að þessu hefði geng- ið illa aö fá nógu góða tómata í janúar og febrúar en með breytt- um ræktunaraðferðum væru lík- ur á mjög góðri uppskeru í vetur. Grétar sagði að möguleikar virt- ust vera á framleiðslu mikils magns af góðum tómötum á hag- kvæman hátt en spurningin væri með söluna, hvort varan seldist á því verði sem nauðsynlegt væri að fá fyrir hana. „Það er mikilvægt fyrir garð- yrkjubændur að góð lánafyrir- greiðsla fáist til uppbyggingar lýsingarbúnaðar og að lækkun fá- ist á rafmagnsverði til lýsingar. Á það má meðal annars benda í þessu sambandi að garðyrkju- bændur geta nýtt næturrafmagn til lýsingar og mögulegt er að vera með roftfma þegar nauðsyn krefur. Þá kemur ekki að sök þó einn og einn dagur detti út,“ sagði Grétar einnig. Eldvakinn í Laugarásbíói

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.