Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
Hátíðar- og skemmtidag-
skrá í tilefni æskuárs
Framkvæmdanefnd alþjóðaárs
æskunnar efnir til hátíöar og
skemmtidagskrár í tilefni æskuárs, í
Austurbæjarbíói, laugardaginn 26.
janúar n.k. kl. 14:00. Ollum er heim-
ill ókeypis aðgangur
Hornaflokkur Kópavogs leikur í
anddyri undir stjórn Björns Guð-
jónssonar frá kl. 13:30—14:00.
Dagskráin hefst síðan með ávarpi
menntamálaráðherra, Ragnhildar
Helgadóttir, Hamrahlíðarkórinn
syngur undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur, Níels Árni Lund,
formaður framkvæmdanefndar,
flytur ávarp. Freyr Njarðarson,
rithöfundur les upp úr bók sinni
„Ekkert mál“ en ávarp æskunnar
flytur Guðrún Kristmannsdóttir,
frá Selfossi. ómar Ragnarsson
skemmtir og hljómsveitin Grafík
leikur nokkur lög.
Prófpredik-
un í kapellu
Háskólans
Guðmundur Guðmundsson guð-
fræðistúdent mun í dag klukkan
17 flytja prófpredikun sína í kap-
ellu Háskóla Islands. Athöfnin er
öllum opin.
Framkvæmdanefndin hvetur
allt æskufólk sem og aðra sem
áhuga hafa á málefnum æskunnar
að koma.
(Úr fréttatilkynningu.)
Ráðstefna
varðandi
málefni
flogaveikra
RÁÐSTEFNA varðandi málefni
flogaveikra verður haldin á morg-
un í Slysavarnahúsinu, Granda-
garði, klukkan 14. Meðal þeirra
sem taka til máls eru Pétur Lúð-
víksson barnalæknir og Guðjón
Magnússon landlæknir.
Að loknum erindaflutningi
verða pallborðsumræður og þar
verður fyrirspurnum ráðstefnu-
gesta svarað.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
' stóum Moggans!
Um borð í Matthildi frá Ólafsvík. Aflabrögð hafa verið léleg í Ólafsvík, en að
sögn fréttaritara Mbl. á Eskiflrði er mikil flskgengd fyrir austan.
Eskifjörður:
Mikil fisk-
gengd og
rígaþorskur
EskinrAi, 24. janúar.
VERTÍÐIN fer vel af stað
hér og virðist svo sem meiri
fískgengd sé en venjulegt er
á þessum árstíma. Sæljónið
er byrjað með net og hefur
afíað mjög vei og eru þeir á
Sæljóninu búnir að landa yfir
90 tonnum. Að jafnaði hefur
Sæljónið aflaö um 10 tonn í
róðri. Einnig vekur það at-
hygli hve fiskurinn er stór,
mest rígaþorskur og mikið af
honum 20—30 kfló.
Sem dæmi lönduðu þeir á Sæ-
ljóninu 28 tonnum í gær og voru
það 2100 fiskar. Meðalþyngd fisks-
ins var því 13,2 kíló.
Línuafli hefur einnig verið góð-
ur. Vöttur er búinn að landa 60
tonnum í janúar. Þá virðist fiskur
einnig hafa gengið inn í fjörðinn
og hafa smábátar róið allan mán-
uðinn og fiskað vel, allt að 300 kíló
á bjóð, sem er óvenjulegt hér á
þessum árstíma. Togararnir hófu
veiðar strax eftir áramótin og eru
nú í sinni þriðju veiðiferð og hafa
landað 190 lestum hvor.
— Ævar.
//
Kjörbúð Lóuhólum 2-6 sími 74100
Vinsslir
þorrabakkar
Viö bjóöum þorrabakka meö 17 matar-
tegundum.
Stór ca. 1 kg. Verö kr. 198,-
Lítill ca. V2 kg. Verö kr. 108,-
Njótiö þorrans vel.
Jk. JÍk.^k.^k.
9
ísaksturskeppni
fyrir almenning
„ÞETTA er tilvalið tækifæri fyrir
fólk, sem vill á öruggan hátt reyna
eigin aksturshæflleika. Það eina
sem þarf til að geta keppt, er, að
viðkomandi bfll hafl verið skoðað-
ur af Bifreiðaeftirlitinu á sl. ári, sé
á nagladekkjum og í góðu ásig-
komulagi," sagði Steingrímur
Ingason framkvæmdastjóri Bif-
reiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur,
um ísaksturskeppni fyrir almenn-
ing, sem haldin verður á Leirtjörn
við Hafravatn á laugardaginn kl.
14.00.
„Þetta er firmakeppni, þátt-
tökugjaldið er 2000 krónur og
meiningin er að þátttakendur fái
fyrirtæki í lið með sér til að
borga gjaldið, en hver sem er
getur keppt,“ sagði Steingrímur.
Það er engin hætta á að skemma
bílana. Aðeins einn bíll ekur
hringlaga ísilagða brautina
hverju sinni. Fá keppendur fyrst
einn æfingahring, en síðan er
tekinn tími á þeim i þeim næsta.
Þeir fljótustu komast í úrslit og
þar fá keppendur tvö tækifæri
til að ná besta tima og sigra.
Keppt verður í þremur flokkum,
í einum verða bílar með fram-
eða afturdrifi, öðrum fjórhjóla-
drifsbílar og þeim þriðja rallbíl-
ar. Nokkur bílaumboðanna
hyggjast senda bíla, enda um
keppni fyrir venjulega bíla að
ræða. Þeir sem hafa áhuga geta
haft samband við BÍKR í síma
12504 eða mætt á Leirtjörn
klukkutíma fyrir keppni á laug-
ardag, skráð sig eða bara komið
til að sjá tilþrifin.
G.R.