Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 33 Hjónaminning: Sigþrúður Guð- jónsdóttir og Olafur H. Jónsson Ólafur H. Fæddur 25. janúar 1905 Dáinn 8. október 1973 Sigþrúöur Fsdd 15. desember 1908 Dáin 10. nóvember 1984 „Aldrei deyr, þótt allt um þrotni, endurminningin þess sem var.“ Þannig mælir hið mikla skáid. Þegar litið er til liðna tímans, þá tökum við oft upp myndir úr sjóði minninganna til þess að lýsa upp hugann frá liðnum sólskinsdögum, rifja upp hið liðna, minnast þess, þegar við vorum ung, svo og sam- ferðamenn okkar. Það er andleg heilsubót að fara við og við í þetta kvikmyndahús sálarlífsins. Þessar ljúfu og björtu myndir eigum við um þau mikilhæfu hjón, ólaf H. Jónsson, framkvæmda- stjóra, og konu hans, Sigþrúði Guðjónsdóttur, sem nú hafa bæði flutst burt frá okkur, en við trúum því, að í rás tímans sé það auðvit- að afar stutt, þar til vinir fá að fagna endurfundum aftur. Ólafur Helgi Jónsson fæddist 25. jan. 1905 í Reykjavík. Foreldr- ar hans voru hinn þjóðkunni merkismaður Jón ólafsson, skip- stjóri, síðar framkvæmdastjóri, alþingismaður og bankastjóri, frá Sumarliðabæ, og kona hans, Þóra Halldórsdóttir frá Miðhrauni í Miklaholtshreppi. Eru ættir þeirra foreldra ólafs þekktar öll- um. Jón ólafsson var einn af forvíg- ismönnum stórútgerðar hér á landi, einn af stofnendum fisk- veiðahlutafélagsins Alliance og framkvæmdastjóri þess um langt skeið, eða þar til hann var skipað- ur bankastjóri Útvegsbankans ár- ið 1930, þá tók Ólafur sonur hans við starfi föður síns og varð fram- kvæmdastjóri Alliance, enda var hann þá nýbúinn að ljúka lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands. Þegar ég kynntist Ólafi fyrst áttu foreldrar hans heima í Miðstræti. Mér er það minnis- stætt, hve það var fallegur systk- inahópur, börnin þeirra. Þau hjón- in Jón og frú Þóra voru bæði hlý og góð við okkur unglingana, sem þangað komu. Okkur ólafi varð strax vel til vina. Hann hafði á unga aldri mikinn áhuga á iþróttum, sér- staklega þó knattspyrnu. Sömu- leiðis varð hann snemma skáti og starfaði í þeim ágæta félagsskap af lífi og sál. ólafur keppti með knattspyrnu- félaginu Val og hélt alla tíð tryggð við það félag. Hann hafði ætíð mikinn áhuga á öllum íþróttum. Ólafur varð stúdent árið 1924 og lögfræðiprófi lauk hann frá Há- skóla íslands árið 1930. Hann var góður námsmaður og höfuðein- kenni hans var það, hve traustur og farsæll hann var við allt nám. Sama ár og hann lauk háskóla- námi varð hann eins og áður segir forstjóri Alliance og var það sam- fleytt í 37 ár, frá 1930-1967. Hann átti mikinn þátt í byggingu verksmiðjunnar á Djúpuvík á Ströndum, var stjórnarformaður félagsins og forstjóri frá 1937. Hann var í stjórn Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda og auk þess stjórnarmaður í 7 öðrum stórum atvinnusamtökum, sem snerta útgerð og atvinnurekstur útgerðar. Hann vann að mörgum öðrum málum, sem snertu at- hafnasvið þjóðarinnar, þótt ekki verði þau hér upp talin. Hann var ennfremur skipaður í nefnd til þess að endurskoða gildandi lög um atvinnu við siglingar á íslenzk- um skipum. Minning: Jón Trausti Þor- bergsson kennari Þann 4. desember sl. andaðit Jón Trausti Þorsteinsson, kennari við fþrótta- og lýðháskólann á Suður-Jótlandi, 73 ára að aldri. í ársriti skólans og í málgögnum umrædds landsvæöis var hann minnst og er vel viðeigandi að endursegja hér fáein atriði úr minningagreinum að honum látn- um. f Flenzborg Avis segir m.a.: „Ungur kom Jón frá fslandi í leik- fimiskólann í Ollerup. Dvölin þar mótaði hann til áhrifa ævilangt. Síðar stundaði hann nám við íþróttaháskóla ríkisins og fékk þá strax að námi loknu starf sem kennari við lýðháskólana í Rysl- inge og var þar til 1954 er hann sótti um starf og fékk það við hinn nýstofnaða íþrótta- og lýðháskóla í Sönderborg. Hér var hann svo kennari uns hann kom á eftirlaun árið 1977. Jón Trausti var mjög góður kennari, áhugasamur og ötull og samlagaðist auðveldlega ung- mennum skólans. Utan skóla- starfsins sinnti hann mörgum hlutverkum um áraraðir í þágu íþróttafélaga og var um skeið formaður landssambandsféiag- anna á því sviði og stóð þá fyrir landsmótum með frábærri frammistöðu, er skóp honum álit og eftirtekt langt út fyrir raðir nemenda skólans. Á svæði Suður- Jótlands var hann árlegur gestur með hóp fimleikamanna og vann hugi og hjörtu ungmenna hvar sem hann kom og fór sem leiötogi hópanna og margir minnast hans enn frá þeim heimsóknum, því að frammistaða hans var með ágæt- um. Eftir að Jón komst á eftirlaun fór hann víða til erindaflutnings og þá einkum til skóla og félaga þar sem hann ræddi um hetjurnar í fornsögum íslendinga og at- burðarás söguaidarinnar af frá- bærri snilld svo að allir hlustuðu. Hann kom alltaf til dyranna eins og hann hafði mótast í upphafi i heimabyggð sinni. Það var ánægja að vera í félagsskap með honum. Ólafur var sæmdur íslenzku fálkaorðunni árið 1953. Á Ólaf hlóðust ábyrgðarstörf strax og hann hafði lokið háskóla- prófi, og vann hann þessi ábyrgð- arstörf samfleytt í 37 ár. Hann var vinnusamur, traustur og fast- mótaður í öllum störfum sínum. Þetta var eðlilegt, þetta var ættar- arfur hans frá góðum og traustum foreldrum. Frá æskuheimiii sínu og for- eldrahúsum mótaðist trúarlíf Ólafs og þjóðlegar lífsvenjur. Hann varðveitti alla tíð lotningu fyrir trúarlífinu. Trúarsiðir og helgihald voru honum helgir dóm- ar. Hann sagði mér, að frá foreldr- um sínum hefði hann lært og kunnað að meta bezt fábrotið daglegt líf, eftir íslenzkum venj- um, að fara vel með alla hluti og rækja vel hvern dag. Hann var alla tíð snyrtimenni. Það má með sanni segja, að ólafur hafi verið kjölfestumaður og stór í broti andlega séð. Ólafur andaðist fyrir aldur fram 8. okt. 1973. í heimilisiífi sínu var Ólafur mikill gæfumaður. Hann kvæntist 22. sept. 1931 Sigþrúði Guðjóns- dóttur, sem var vel gerð á allan hátt, og glæsileg kona. Hún var Minning hans skal varðveitt með heiðri. í ársriti skólans er út kom fáum dögum eftir fráfall Jóns, segir m.a.: Jón Þorsteinsson bar alla tíð auðkenni uppruna síns frá heima- byggðinni á Islandi. Hann var sögufróður. Lifsgleðin og glað- værðin voru sterkur þáttur í fari hans, er gjarnan fengu fyllingu þegar hann stjórnaði þjóðdönsum og kallaði til Ketty konu sinnar: „Spilaðu kerling" en hún sat við hljóðfærið við þau tækifæri. Þá var leikið af lífi og sál. Síðustu æviárin hlaut Ketty að annast hann sem farlama sjúkling. Það gerði hún með umhyggju og alúð. Með þakklæti minnumst við Jóns Þorsteinssonar, sem lék á svo marga strengi lífs og starfs meðal okkar. Alltaf Islendingur. Til viðbótar þessum strjálu tilvitnunum er vel viðeigandi að láta nokkur orð fylgja frá fomum góðvini og göml- um félaga. Jón Trausti fæddist á Dalvík, og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Hann var af traustu bergi brotinn, fjölmennrar ættar í þeirri sveit. Þekktastir eldri ættmenna voru móðurbræður Jóns, þeir Þorsteinn Jónsson, fyrrum stöðvarstjóri, og Sigurður P. Jónsson, kaupmaður á Dalvík. Bræður Jóns eru: Steingrímur, kennari á Dalvík, og Marinó, sölu- stjóri á Akureyri. Átján ára að aldri fór Jón til náms í Laugaskóla í Reykjadal og tvítugur réðst hann til Danmerk- ur, svo sem að framan segir, til náms í Ollerup á Fjóni. Til starfa á Islandi kom hann ekki aftur, en sem íslendingur í Danmörku var hann ágætur sendiherra til ævi- loka. Má í því sambandi geta þess, að meðal þeirra 2.000 Dana, sem ég hef útvegað vistir hjá bændum hér fædd 15. des. 1908, dóttir hjón- anna Maríu Guðmundsdóttur og Guðjóns Gamalíelssonar á Bergsstöðum í Reykjavík. Þau hjón voru virtir og mikilsmetnir Reykvíkingar á sinni tíð og bjuggu öll búskaparár sín á Bergsstöðum. Maria var falleg og höfðingleg kona, dóttir Guðmundar bónda á Bergsstöðum og konu hans, Guð- rúnar Magnúsdóttur, en Guðjón Gamalíelsson var sonur Gamalíels Oddssonar, bónda á Indriðastöð- um í Skorradal, og Þuríðar Jör- undsdóttur. Guðjón tók próf í múraraiðn í Kaupmannahöfn aldamótaárið 1900. Hann varð síðan múrara- meistari í Reykjavík. Hann var yf- irsmiður við margar stórbygg- ingar í Reykjavík í fjölda mörg ár, og trúnaðarmaöur ríkisstjórnar- innar við opinberar framkvæmdir og forustumaður í þeim málum. Börn þeirra hjóna auk Sigþrúð- ar voru Guðmundur húsameistari, sem er látinn, og dr. Oddur, ha- gfræðingur og sendiherra, sem nú er einn þeirra systkina á lífi. Ást- úð á milli þeirra systkina var ein- stök alla tið. Sigþrúður ólst upp í föðurhús- um. Hún gekk í Kvennaskólann í á landi, var Jón, á árunum 1947—1960 útvörður okkar austan hafs við val ungmenna — í sam- ráði við skólastjóra annarra lýð- háskóla Danaveldis — sem á þessu skeiði komu til (slands til starfa í sveitum landsins. Milli 700—800 ungmenni í umræddum hópi komu fyrir tilstilli Jóns, allt fyrirmynd- arfólk. Fyrir þau störf hans, og svo konu hans við sömu verkefni, krafðist hann aldrei greiðslu þótt útgjöld væru veruleg bæði til pósts og síma. Eftir fráfall Jóns Trausta hefur Stéttarsamband bænda nú heiðr- að minningu hans með gjöf til líknarmála sem þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf á þessu og fleiri sviðum. Heiðursmaður er að velli hnig- inn. Hann var sómi ættlands síns. Gísli Kristjánsson Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYKLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Reykjavík og lauk þaðan prófi 1926. Næstu tvö árin á eftir var hún erlendis við tónlistarnám og pianóleik í Kiel í Þýzkalandi og lauk þaðan prófi í þeim fræðum. Þegar heim kom hóf hún störf hjá Eimskipafélagi Islands. Mér er það minnisstætt, þegar ég sá Sigþrúði í fyrsta sinn á heimili foreldra hennar. Við skólastrákarnir vorum þar oft með bróður hennar, Guðmundi, sem var bekkjarbróðir okkar. Sig- þrúður, sem við kölluðum Dúu, var ljómandi falleg stúlka, fríð, vel vaxin og það var beinlínis einhver töfraljómi yfir öllu látbragði hennar og hreyfingum. Hárið var Ijóst og liðað eins og dýrðarkrans um höfuð hennar, hendur hennar fallegar, vel lagaðar og grannar. Þar við bættist, að hún var svip- hrein og fyrirmannleg í allri framkomu, svo að segja mátti, að hún væri í einu orði „meistara- stykki forsjónarinnar". Auðvitað vorum við allir strákarnir stór- hrifnir af henni. Sigþrúður Guðjónsdóttir féll svo vel inn í hlutverk sitt við gift- inguna, að það er beinlínis unaðs- legt fyrir okkur, bekkjarbræður Ólafs, að minnast þess. Hamingja og ástúð ríkti hjá þeim hjónum í allri sambúð og veraldarumsvifum frá fyrsta degi og til þess síðasta. Þau bjuggu fyrst á Bergstaða- stræti 67, en 1942 byggðu þau hús- ið á Flókagötu 33, og bjuggu þar æ síðan við mikla rausn og glæsileik. Strax og Sigþrúður var gift Ólafi, varð hún alveg eins og bekkjarsystir okkar, svo vel skildi hún vináttutengslin á milli okkar bekkjarsystkinanna og félagsskap. Heimilið var glæsilegt, smekkvísi, gestrisni og alúð áberandi. Þarna var ætíð opið heimili fyrir ættfólk þeirra hjóna og fyrir okkur bekkj- arsystkinin. Sigþrúður var mikilhæf hús- móðir og ástrík móðir. Dúa var jafnlynd og góðlynd, samvinnu- þýð, og vildi öllum vel, enda lagði hún gott til flestra mála. Ljós- geislar frá henni voru styrkur og stoð mannsins hennar og gleði- gjafi fyrir samstarfskonur henn- ar, sem minntust hennar svo inni- lega við fráfall hennar. Sigþrúður vann lengi að félags- málum og líknarmálum. Það voru hennar áhugamál. Hún starfaði mikið í kvenfélaginu Hringnum, og var í stjórn félagsins frá 1955—1970, varaformaður lengi, formaður frá 1961—1970. Hún opnaði i nafni félagsins Barna- spitala Hringsins árið 1965 og af- henti hann islenzka ríkinu. Hún var kjörin heiðursfélagi Hringsins 1974, enda var félagið hennar mikla áhugamál alla tið. Sömu- leiðis var hún í stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík 1965—1980. Hún var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar 17. júní 1973. Þau hjón Sigþrúður og ólafur eignuðust fjóra syni, en þeir eru: Jón hæstaréttarlögmaður, kvænt- ur ólöfu Birnu Björnsdóttur, pró- fasts á Auðkúlu; Guðjón aðalbók- ari hjá Olíuverzlun íslands, kvæntur Áslaugu Sigurgrímsdótt- ur frá Holti; Gunnar örn fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða, kvæntur Soffiu Pétursdóttur ólafssonar, og ólaf- ur Helgi, viðskiptafræðingur, fjár- málastjóri Orkubús Vestfjarða, kvæntur Margréti Þorleifsdóttur Thorlacius. Sigþrúður Guðjónsdóttir andað- ist þann 10. nóv. sl. Það er skarð fyrir skildi við burtför þeirra hjóna. Ólafur var lífið og sálin i félagsskap okkar bekkjarsystkinanna og einnig i þvi að varðveita vináttuböndin, þótt árin liðu. Sigþrúður, kona hans, var í sannleika Ijósið hans i þessu sem öðru. En þótt við allir félag- arnir frá 1924 söknum þeirra sárt, þá verða þau ávallt áfram i huga og hjörtum okkar, dýrmæt eign í ljósi órjúfandi tryggðar og vin- áttu, og í krafti þeirra mörgu og björtu minninga um þau, sem aldrei geta dáið. Sonum og tengdadætrum og ástvinahópi þeirra og ættfólki á báða bóga votta ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þeirra. Jón Thorarensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.