Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
Minning:
Ólafur Zakarías-
son Geirastöðum
Fæddur 24. mars 1901
Dáinn 15. janúar 1985
Hann er horfinn af þessum heimi
til annarrar tilveru.
Ef hel í fangi
minn hollvin ber
þá sakna ég einhvers
af sjálfum mér. (S F H )
Það verður sjaldan héraðsbrest-
ur þótt einstaklingur í alþýðu-
stétt, karl eða kona, hverfi af sjón-
arsviði jarðneska lífsins, en við
sem eftir stöndum finnum fyrir
tómleikanum, en þetta er gangur
lífsins.
Mér er þakklæti efst í huga er
ég kveð vin minn og frænda eftir
svo langan og farsælan starfsdag.
Ólafur var fæddur að Einfæt-
ingsgili í Krossárdal við Bitru-
fjörð í Strandasýslu. Foreldrar
hans vor hjónin Guðrún Guð-
mundsdóttir frá Borgum Jónsson-
ar og Zakarías Einarsson Þórðar-
sonar frá Snartartungu (Snartar-
tunguætt) og Guðrúnar Bjarna-
dóttur og vorum við því bræðra-
synir að skyldleika.
Hann fermdist í Garpsdals-
kirkju 1915 (af séra Sveini síðar í
Árnesi). Þar var fermt löngu fyrr
heldur en á Óspakseyri hjá séra
Jóni Brandssyni. Það lá svo mikið
á fermingunni til að geta látið
Ólaf passa féð um sauðburðinn,
því þetta vor flutti öll fjölskyldan
að Bæ í Króksfirði, þar í 1 ár, svo
að Fjarðarhorni í Gufudalssveit á
Barðaströnd.
Því var það að Ólafur varð
snemma að sinna búsmala og
vinna alla vinnu við frumstæð
búskaparskilyrði, eins og víða var
á þeim árum. í Fjarðarhorni var
erfitt til aðdrátta fyrir 14—15
manna heimili, verslunin aðallega
norður á Arngerðareyri, yfir veg-
lausa heiði að fara, þessar ferðir
sagði Ólafur mér að hefðu verið
sér oft erfiðar í misjöfnu færi og
ótryggri vetrarveðráttu.
Ánnar verslunarstaður fyrir
Gufudalssveit var Flatey á Breiða-
firði.
Vorið 1921 flytur þessi stóra
fjölskylda að Gili í Bolungarvík,
voru þá systkini ólafs farin að
létta undir við bústörfin, enda
þótt allur þungi starfsins utan-
húss hvíldi á Ólafi, bæði með
heyskap og búfjárhirðingu, því
faðir hans var allur í viðskiptalíf-
inu.
Veturinn 1926—27 var Ólafur
vetrarmaður við búfjárhirðingu
hjá séra Árna i Görðum á Álfta-
nesi, þar líkaði honum vel. Séra
Árni gat þess við Stefán Jónsson,
móðurbróðir minn á Eyvindar-
stöðum, að leitun væri að slíkum
hirðumanni.
Eftir að foreldrar Ólafs hættu
búskap keypti Ólafur hús á
Grundunum í Bolungarvík og hélt
þar heimili nokkur ár með móður
sinni. Alltaf átti hann nokkrar
kindur og hest sér til gagns og
ánægju, stundaði þá alla vinnu
sem gafst en einna mest hjá
Bjarna Eiríkssyni kaupmanni.
Vorið 1935 í maí veikist hann
uppúr langvarandi vosbúð í beina-
vinnu á Brimbrjótnum í Bolung-
arvík, fékk Ólafur þá svæsna liða-
gigt, sem var nærri búin að ríða
honum að fullu, hann lá lengi
heima hjá sér stórþjáður. AUtaf
minnist ég þess við þá glímu í end-
aðan maí að við Sigurmundur
læknir vöktum yfir honum heila
nótt þar sem tvísýnt var með líf
eða dauða, þá var hitinn kominn
yfir 41 stig. Ég þerraði öðru hvoru
svita af enni hans en Sigurmund-
ur gekk um gólf, talaði viö sjálfan
sig að venju og tvítók hverja setn-
igu: „Hver þeirra hefur það, dauð-
inn eða lífið? Úrslitastundin er í
nótt, en ef Ólafur sigrar þarf hann
ekki að óttast þessa veiki framar."
Enda fór það svo að hann sigraði
og fékk góða heilsu, sem leiddi til
búskapar og síðar hjúskapar í far-
sælu heimilislífi.
Ég kynntist Ólafi fyrst sem
dreng í farskóla í Snartartungu
hann var prúður og samviskan
sjálf við námið, en léttur og kátur
í leikjum, en umfram allt friðsam-
ur og kappfullur í leik. Þessum
léttleika í lífi og starfi hélt hann
alla tíð, hann erfði þetta einstaka
geðslag frá móður sinni, sem var
einstök þrifnaðarkona með sitt
gleðibros og velvilja til allra þrátt
fyrir ómegð og erfiða aðbúð í sínu
lífi, en fæðuskortur var aldrei á
heimilinu.
Eftir að hann flytur til Bolung-
arvíkur slitnar samband okkar í
18 ár.
Eftir að Ólafur fer að búa í Bol-
ungarvík kynnist ég honum og
hans högum betur því vorið 1933
flyt ég undirritaður með fjöl-
skyldu mína að Hanhóli, sem er
næsti bær við Gil. Við höfðum
rnikla samvinnu bæði með smölun
og slátrun á haustin. í Bolungar-
vík var ekkert sláturshús en við
fengum lánað fiskihús hjá Bjarna
Eiríkssyni kaupmanni sem var
mikill bændavinur og greiddi fyrir
okkur með ágætum. Þarna slátr-
uðum við í samvinnu og aldrei var
Fædd 26. desember 1901
Dáin 17. janúar 1985
Vinkona mín Viktoría Krist-
jánsdóttir lést í Landspitalanum
fimmtudaginn 17. janúar sl. eftir
iangvarandi veikindi. Þar sjáum
við á bak konu, sem margir eiga
margt að þakka, þvi henni féll bet-
ur að vera veitandi en þiggjandi í
lífinu. Hennar stóra, hlýja hjarta
hafði alltaf nóg rúm og alltaf
hafði hún tíma til að sinna öllum
vinum og vandamönnum, sem til
hennar leituðu.
Viktoría var fædd og uppalin á
Hellissandi í hópi fjórtán systk-
ina, en fjögur þeirra eru á lífi,
þrjár systur og einn bróðir. For-
Fædd 18. júlí 1895
Dáin 9. nóvember 1984
Látin er í Winnipeg Guðrun
Johnson fædd Jóhannsdóttir
Magnússonar. Foreldrar hennar
voru Jóhann Magnússon, smiður
og útvegsbóndi í Hænuvík við
Patreksförð, og kona hans, ólöf
Össursdóttir frá Látrum. Guðrun
fluttist til Ameríku með foreldr-
um sínum árið 1910.
Það sem einkenndi Guðrunu
sérstaklega var áhugi hennar á
andlegum málum. Hún var trygg-
lynd og kærleiksrík og sígefandi
þó efni væri stundum af skornum
skammti. Henni þótti vænt um
Hjálpræðisherinn, þar sem hann
var ein helsta líknarstofnun í
heimkynnum hennar, og mælti svo
fyrir að minningargjafir um hana
skyldu renna til hans. Guðrun
fékk að gjöf frá skapara sínum
þýða og hljómfagra rödd sem mun
seint gleymast þeim sem kynntust
henni. Röddin ein gaf viðstöddum
til kynna að kærleikurinn hefði
tekið sér bústað í sál hennar.
Þegar móðir mín, Jóhanna Pét-
ursdóttir, dó fyrir aldur fram að-
eins þrítug, frá fimm ára gömlum
dreng, tók Guðrun sér ferð á hend-
sett út á kjötið og skoðaði Bjarni
þó náið áður en vigtað var, þá voru
færri afætur á þessum lið heldur
en nú eru í dag.
En alltaf blundaði í Ólafi bónd-
inn eins og svo mörgum frændum
okkar. Og syðri dalurinn heillaði
hann með sínu stóra vatni og star-
arengi. Vatnið var að vetri til í
norðurljósadýrð hrein paradis
fyrir skautaunnendur, enda naut
Ölafur oft þeirrar góðu íþróttar að
þeytast um gjána með æskufólki
úr Víkinni og draumadísum dals-
ins. Skauta og skíðaferðir hér áður
voru hans mesta yndi.
eldrar hennar voru Sigríður Sír-
usdóttir og Kristján Gilsson, en
þau hjón tóku þrjú fósturbörn til
viðbótar sínum fjórtán. Á fimmt-
ánda ári fór Viktoría fyrst að
heiman til að vinna fyrir sér. Það
var lífsnauðsyn, því heimilið var
mannmargt og efnin ekki mikil.
Skólaganga kom ekki til greina, þó
hugur hefði staðið til. Arið 1919
kom Viktoría austur á Norðfjörð í
vist til Ástu og Jónasar Andrés-
sonar. Þar kynntist hún frænda
mínum Björgvini Magnússyni frá
Tröllanesi og gengu þau í hjóna-
band 8. nóvember 1925. Björgvin
gerði út á Norðfirði ásamt bræðr-
um sínum og föður, Magnúsi Há-
varðssyni.
Björgvin og Viktoría fluttu til
ur frá Winnipeg til Islands, aðeins
til þess að sækja mig og koma mér
í fóstur. Þetta sýndi að sterk
systrabönd höfðu myndast milli
móður minnar og Guðrunar, en
þær ólust upp saman í Hænuvík í
tólf ár. Mér finnst líklegt að það
hafi verið þó nokkur andleg sam-
Guðrun Johnson
Winnipeg kvödd
Víktoria Kristjáns-
dóttir — Minning
Nokkru eftir að ég flyt á Hanhól
fer Ólafur að búa á Gili í félagi við
einhleypan mann frá Hóli, svo
hirtu þeir búféð að vetri til, sinn
veturinn hvor, en hinn var í vinnu
og þénaði. Einn þessara vetra hélt
Ólafur til á mínu heimili á Han-
hóli, það var skemmtilegur vetur
og þá var mikið spilað.
Svo er það 1942 að Óiafur stígur
það gæfuspor að giftast heima-
sætunni á Geirastöðum, Ingveldi
K. Þórarinssdóttur. Og þau búa á
Gili til 1965 að þau kaupa Geira-
staði og flytja þangað og hafa búið
þar síðan í farsælu hjónabandi og
góðri afkomu, eignast fjögur
mannvænleg börn sem öll eru
löngu gift og búsett í Boiungarvík,
nema Margrét sem er yngst, bú-
fræðingur að mennt og stundar nú
búskap með móður sinni, því
hennar maður er vélsmiður Arn-
þór Jónsson. Þau eiga einn son,
Hjört. Elst er Guðrún(áður síma-
mær) gift Jóni Hálfdánssyni frá
Hóli og eiga þau fjögur börn. Svo
Hreinn línumaður, giftur Jónu
Sigurðardóttur, þau eiga 3 dætur.
Þá Sigurður Z. trésmiður, giftur
Þóru Hansdóttur frá Miðhúsum
við Djúp, þau eiga tvo drengi.
Börn þeirra hjóna eru öll mynd-
ar- og dugnaðarfólk og barnabörn
vel efnileg.
Hvað er gæfa í þessu lífi ef ekki
að eiga hrausta og góða afkom-
endur, sem nenna að vinna sér og
þjóð sinni gagn með trúmennsku
og ábyrgðartilfinningu?
Eftir að Ólafur flytur að Geira-
stöðum kem ég þar venjulega
tvisvar til þrisvar á ári, alltaf á
Akureyrar 1941. Þar var Viktoría
matsölu í mörg ár af miklum
stilling milli móður minnar og
Guðrunar. Kunningsskapur afa
míns, Péturs Björnssonar, og Guð-
runar Snæbjarnardóttir frá Látr-
um, og gott álit sem hún naut í
sveitinni fyrir dugnað og trúrækni
leiddi til þess að móður minni var
komið í fóstur til Guðrunar Snæ-
bjarnardóttur og dóttur hennar,
Ólafar Össursdóttur.
Árið 1932 giftist Guðrun Páli
Jónssyni, málarameistara. Hann
lést árið 1974. Eftirlifandi börn
þeirra eru: Jóhann, rafvirki, og
Marlyne, kennari, gift Frederick
Bartlett. Þau eiga einn son, Frede-
rick. Eftirlifandi systkini Guðrun-
ar eru: Edna, gift Roy Haugen,
lækni; Þóra, gift Einari Arnasyni,
iðnrekanda; Fanney, var gift Inga
Stefansson, bankafulltrúa í
Winnipeg (látin), og fósturbróðir,
Pétur Magnússon í Reykjavík,
giftur Guðmundu Dagbjartsdótt-
ur.
Að leiðarlokum þökkum við
Guðrunu samfylgdina. Hún var
trú hugsjónum sínum. Vertu trú
allt til dauða og ég mun veita yður
Iífsins kórónu, sagði meistarinn.
Ég trúi því að við uppskerum eins
og við sáum, og þess vegna mun
Guðrun hljóta lífsins kórónu.
Augu hennar hafa nú lokist upp
og hún fengið að sjá þá dýrð og
fegurð sem augu okkar mannanna
fá ekki skynjað í þessum jarð-
neska heimi. Við óskum henni
fararheilla til áframhaldandi og
æðri starfa.
Pétur Magnússon
haustin til að mæla jarðarbætur,
svo seinnipart vetrar til að hitta
fólkið og sjá búpeninginn, því öll
umgengni við búféð var alltaf
hreinasta snilld hjá ólafi alla tíð,
kappfóður og þrifnaður í heystæð-
um og skepnuhúsum ágæt, enda
mun hans góða kona, sem er sann-
ur dýravinur, ekki hafa latt bónda
sinn í neinu á því sviði. Eins tók ég
fljótlega eftir í búskaparsögu
Ólafs umhirðu á túnum hans, hún
var til fyrirmyndar.
Þegar hann kom að Geirastöð-
um var það tún mishitt með
sprettu en Ólafur hafði alltaf
þann gamla, góða Ólafsdalssið að
bera allan búfjáráburð sem til var
á túnið fyrir göngur, en það brást
aldrei grasspretta hjá Ólafi, hann
varði túnin líka frá vorbeit. Enda
voru venjulega tvö stór hey til
fyrir utan nægilegan forða í hlöðu
og votheysgeymslum.
Meðan orfið og hrífan voru aðal-
heyskapartækin minnist ég þess
að Ólafur gekk oft fast að verki
um sláttinn eins og svo margir
stéttarbræður okkar urðu að gera.
Bóndanum hefur aldrei hæft að
styðja sig við amboðin og bíða eft-
ir daglaunum að kveldi.
ólafur var ekki einn að verki í
búskapnum, hin styrka hönd hans
ágætu eiginkonu var honum sá
ráðgjafi og skjól sem traust eig-
inkona getur verið.
Við hjónin flytjum Ingveldi á
Geirastöðum, börnum hennar og
tengdabörnum innilegar samúð-
arkveðjur.
Hjörtur Sturlaugsson
dugnaði og skörungsskap, en
Björgvin var á togurum Bæjarút-
gerðar Akureyrar. Ég veit, að
margir minnast hennar með
þakklæti frá matsöluárunum, því
allt urðu þetta vinir hennar, sem
hún lét sér annt um alla tíð siðan.
Móðir mín og Viktoría urðu
óaðskiljanlegar vinkonur fljótlega
eftir að Viktoría fluttist austur og
sú vinátta hélst óbreytt til hinstu
stundar. Ég og fjölskylda mín nut-
um þessa vinskapar í ríkum mæli
og má segja, að Viktoria hafi verið
mér alla tíð sem önnur móðir, ekki
síst eftir að ég stofnaði mitt eigið
heimili á Akureyri, en þá naut
sonur minn þess að eiga þar
„ömmu Vittý". Viktoría var um
árabil formaður kvenfélagsins
Nönnu í Neskaupstað, samtímis
sat móðir mín þar líka í stjórn. í
bernskuminningum mínum sé ég
þær fyrir mér vinkonurnar á kafi í
félagsstörfum m.a. við undirbún-
ing funda, dansleikja, kaffisam-
sæta og hlutavelta.
Hjá Viktoríu og Björgvini eign-
uðust mörg börn heimili um lengri
eða skemmri tíma og var það
stundum ekki sársaukalaust að
láta þau frá sér aftur, en systur-
dóttur Viktoríu, Guðrúnu Áka-
dóttur, nú búsett í Stykkishólmi,
ólu þau upp frá 6 ára aldri sem
sína eigin dóttur. Guðrún er gift
Áskeli Gunnarssyni og eiga þau
fimm mannvænleg börn, sem
Viktoría var mjög stolt og hrifin
af. Þau hafa verið hennar stoð í
ellinni ásamt systrum Viktoríu,
sem á lífi eru. Jófríður, systir
Viktoríu, sem fluttist austur til
systur sinnar fjórtán ára gömul og
giftist síðar Sveinþóri bróður
Björgvins, hefur þó verið henni
allra nátengdust og hjálparhella
hennar síðustu árin.
Eftir tæplega 20 ára búsetu á
Akureyri fluttu Viktoría og
Björgvin til Reykjavíkur, en þar
andaðist Björgvin árið 1963. Vikt-
oría vann i Gefjun, Austurstræti,
við fatabreytingar á meðan heils-
an leyfði.
Þegar ég sé á eftir þessari elsku-
legu vinkonu minni, þá eru mér
þakkir efst í huga fyrir allt það,
sem hún var mér og fjölskyldu
minni. Hennar skarð er vandfyllt,
en þó verðum við að sætta okkur
við, að maður kemur í manns stað.
Ég og fjölskyldan sendum öllum
hennar vandamönnum innilegustu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Viktoríu
Kristjánsdóttur.
Þóra Kristín