Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 37
Minning. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 37 Kristín Bjarna- dóttir, Akureyri Fædd 17. janúar 1909 Dáin 8. nóvember 1984 Söknuður og þakklæti var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði að húsmóðirin Kristín Bjarnadóttir, Þingvallastræti 18, Akureyri væri látin. Hún lést þ. 8. nóvember sl. í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, eftir erfitt sjúkdómsstríð. Kristín fæddist á Seyðisfirði, dóttir hjónanna Sólveigar Ein- arsdóttur og Bjarna Jónssonar bankastjóra. Kristín giftist árið 1933 Sigurði 0. Björnssyni prentsmiðjueiganda og bókaútgef- anda, miklum sómamanni sem lát- inn er fyrir nokkrum árum. Þau hjónin áttu miklu barna- láni að fagna. Börnin urðu sjö og einnig ólu þau upp barnabarn sitt, Sólveigu. Börnin eru: Geir, Bjarni, Sól- veig, Ingibjörg, Ragnar, Oddur og Þór. Öll eru þau vel menntuð og mætir þjóðfélagsþegnar. Já, hlutverk húsmóðurinnar með þennan barnahóp var stórt, en það leysti hún af einstakri trúmennsku og eljusemi. Ég nefni hana húsmóður, það sem ég áiít það vandasamasta og mest krefjandi starf allra tíma. Kristín var falleg kona. Hún var vel gefin, hafði yndi af tónlist, mikill mannvinur, trygg, góður stjórnandi og ávallt tilbúin að leysa hvers manns vanda. Heimil- ið var orðlagt fyrir myndarskap og mikinn gestagang. Þeir eru margir munnbitarnir sem skóla- fólk á Akureyri hefur borðað í Þingvallastrætinu. Ég var svo heppin að vera ein af þessum skólakrökkum. Ég var skólasystir Ingibjargar. Fermingarvorið mitt fyrir 30 árum fluttist fjölskylda mín til Keflavíkur. Þá var það, að Kristín spurði mig hvort ég vildi vera hjá sér í vist um sumarið. Ég tók því og hef ávallt síðan borið mikið traust til og virðingu fyrir þessari konu. Mér var tekið sem einni úr fjölskyldunni. Fyrst var ég vinnu- kona í Þingvallastrætinu en eftir miðjan júní fluttist fjölskyldan í sumarbústað sinn, Selland í Fnjóskadal. Þar var mikill gesta- gangur og allir alltaf velkomnir. Minnistætt er mér þegar Ferða- skrifstofa Akureyrar stóð fyrir ferðum upp á Vaðlaheiði til að ferðalangar gætu skoðað sólsetur á Jónsmessunótt. Langferðabíl- arnir óku svo með fólkið í Selland, þar sem öllum var gefið kaffi. Ógleymanlegar voru kvöldvök- urnar við arineldinn í Sellandi, þar sem var sungið, farið í leiki o.fl. Þessu stjórnaði frú Kristín eins og henni einni var lagið. Um leið og ég kveð Kristínu hinstu kveðju og óska henni guðsblessunar vil ég senda börnum hennar og öllum öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Ég kveð Kristínu með þakklæti fyrir það veganesti sem ég fór með frá henni. Blessuð sé minning hennar. Eydís B. Eyjólfsdóttir Minning: Ömar Sverrisson Fæddur 25. nóvember 1955 Dáinn 20. janúar 1985 Sunnudaginn 20. janúar bárust mér þau harmatíðindi að bróðir minn hefði látist er hann var í heimsókn suður með sjó. Hver hefði getað trúað að 29 ára gamall kveddi hann lífið. Við ólumst upp og áttum sameiginlegar gleði- stundir, sorgarstundir, vonir og trú. Þessar fáu línur sem ég skrifa, eru fátækleg spor í þá átt að þakka bróður fyrir samveru og hjálpsemi í því lifanda lífi er við saman áttum þar til kallið kom. Bróðir minn giftist Aðalbjörgu Ólafsdóttur árið 1978, en þá voru þau búin að vera lofuð hvort öðru í langan tíma og unnu hvort öðru vel. Þau eignuðust tvö bðrn, óla og Söru, og minnist ég hvað ómar var hreykinn af börnunum og tal- aði hann oft um þau og sá ég þá ljóma er skein úr augum hans. Okkur langar að kveðja bróður og vin með þessum orðum: Þú kristur bróðir allra ert, alla styður fótmál hvert, í sorg og gleði, hljóð og klökk, við hefjum til þín bæn og þökk. Guð styrki ykkur og blessi Alla, óli og Sara. Jonni, Kæja og synir. Eg rita þessar línur í minningu um góðan dreng. ómar Sverrisson fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1955, sonur Sigurlínar Magnús- dóttur og Sverris Svavarssonar. Hann ólst upp hjá móður sinni og fóstra, Rósinkrans Kristjánssyni. Þau bjuggu börnum sínum heimili ríkt af hlýju og hjartagæsku. Einhugur og styrkur var sem ljós, er Ómar var annars vegar, alltaf viðbúinn, alltaf tilbúinn, ef eitthvað var að þá var hann kom- inn til hjálpar. Omar ræktaði lífið og hann eins og fleiri uppskar erf- iði, svita og þunga eins og Iífið gefur hinum vinnandi manni. En þegar birta tók og ljósið skein, þá var hann kallaður burt. Það kem- ur upp spurning þegar maður fréttir að góður vinur sé allur. Hvað gerðist? Hann svo ungur, jú, hjartað hætti að slá. Við eigum oft erfitt með að skilja hvað stutt er milli lífs og dauða. En það er ekki spurningin hvar og hvenær, því þegar kallið kemur þá er ekki spurt, af hverju? Þessi spurning brann á vörum mér, er ég frétti að vinur minn ómar Sverrisson hefði fengið hjartaslag og látist þar sem hann var í heimsókn hjá vinum sínum í Keflavík. Við vottum eiginkonu, börnum, foreldrum og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Stefán, María og synir. Ingibjörg Þórðar- dóttir — Minning I upphafi voru Guð og maðurinn vinir. Þeir gengu saman og ræddu saman. Þeir gerðu miklar áætlan- ir saman um hvernig lífið skyldi ræktað. Jarðarfarar- skreytingar Blóm, kransar, krossar. Græna höndin Gróðrastöö viö Hagkaup, sími 82895. Fædd 8. nóvember 1918 Dáin 17. janúar 1985 í dag fer fram útför tengdamóð- ur minnar, Kristjönu Þórðardótt- ur, er lést í Landakotsspítala að- faranótt 17. janúar. Hún hafði háð erfiða baráttu við sjúkdóm sinn síðustu 9 mánuði, en samt kom andlát hennar okkur öllum mjög á óvart, því dugnaðurinn hjá henni var svo mikill þegar hún kom heim á milli meðferða. Það var henni síst að skapi að beina at- hygli að sjálfri sér eða veikindum sínum, en talaði oft um hve góða hjúkrun og umönnun hún fékk á Landakotsspítala. Efst f huga mínum er þakklæti til hennar, því hún var mér ekki aðeins dásamleg tengdamóðir, heldur og góð vin- kona og var gott að leita til henn- ar ef vandamál steðjuðu að, því hún var svo skilningsrík. Nú þegar leiðir okkar skilur óska ég tengdamóður minni og Heiðveigu mágkonu hennar góðr- ar ferðar til nýrra heimkynna. Anna Hauksdóttir Gerða Kristjáns- dóttir - Minning Fædd 7. september 1900 Dáin 20. janúar 1985 Friður sé með þér, faðmi þig vefji frelsisrík draumfögur nótt. Englar Guðs yfir þér vaki, er sól hnígur skýi að baki, vaggi þér, vaggi þér rótt. Þetta voru kveðjuorð Gerðu ömmu til Sveins afa þegar hún missti lífsförunautinn fyrir rúmu ári. Orðsnilld í bundnu máli var eiginleiki sem þessi fáorða kona átti í ríkum mæli. Kveðskapnum hélt hún fyrir sjálfa sig og bar hann ekki á torg frekar en tilfinn- ingar sínar, en það var þó helst í gegnum vísurnar sem tilfinn- ingarnar brutust fram. Gerða amma sinnti ýmsum störfum á langri ævi. Sem ung stúlka var hún í vist og dvaldist eitt ár í Danmörku við húshjálp og barnfóstrustörf áður en hún gifti sig. Síðan vann hún fullan starfs- dag á ljósmyndastofunni með Sveini afa á Eskifirði en tók auk þess að sér börn skyldmenna sem áttu um sárt að binda og 61 þau upp með eigin dóttur af kærleiks- ríku hjarta. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur var heimili þeirra ævinlega opið skyldfólki og vinum sem þangað leituðu enda bæði nóg húsrúm og hjartarúm. Þá áttum við barnabörnin alltaf öruggt at- hvarf og vísa aðstoð hjá ömmu og afa og síðan börnin okkar á meðan þrek og heilsa entust. Síðustu árin sagði hún oft að börnin væru líf sitt og yndi. Þess nutum við þá og það þökkum við nú, er sól hnígur skýi að baki. Eygló, Björk, Sveinn og fjölskyldur. t Frændi okkar, GESTUR JÓNSSON, Villingaholti, veröur jarðsunginn frá Villingaholtskirkju laugardaginn 26. janúar kl. 2 e.h. Systkinabörn og aörir aöstandendur. t Hjartanlega þökkum viö öllum þeim sem heiöruöu minningu eigin- manns mins og föður okkar, JÓHANNESAR V. JENSEN, fró Lambanesi og sýndu okkur vinarþel og hlýhug. Helga Lárusdóttir, Lórus Jóhannesson, UnnarÞór Jóhannesson. t Þökkum samúöarkveöjur og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns mins og fööur okkar, ZÓPHONÍ AS AR JÓNSSONAR, Garöarsbraut 75, Húsavfk. Birna Hernitsdóttir, Matthildur Zóphonfasdóttir, Bryndfs Zóphonfasdóttir, Sofffa Zóphonfasdóttir, Elfn Rós Zóphonfasdóttir, Ester Zóphonfasdóttir, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdafööur, stjúpfööur, afa og langafa okkar, KARLS GUÐMUNDSSONAR, aóstoöarverkstjóra, Hjaróarhaga 44, Reykjavík. Markúsfna S. Markúsdóttir, Guömundur R. Karlsson, Guöbjörg M. Hannesdóttir, Ólafur R. Karlsson, Frfóa V. Magnúsdóttir, Sigrföur Guömundsdóttir, börn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.