Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 39 Ferðamálin 1984—1985: Ferðaþjónustan — vaxtarbroddur f atvinnulífi — eftir Heimi Hannesson Á fyrstu árum Ferðamálaráðs skapaðist, fyrir forgöngu þess, „munstur" að margvíslegri sam- eiginlegri landkynningarstarfsemi þessara og fleiri aðila erlendis, sem reynzt hefur mjög vel. Verður aldrei nægileg áherzla á þaö lögð, að vart er að finna betri samein- ingarflöt í sameiginlegri kynningu á erlendum vettvangi en einmitt þá þætti, sem í þessu munstri ber hæst, þ.e. óspillta náttúru lands- ins, sögu þess og menningu ásamt útflutningsvörum landsmanna, þar sem áherzla er lögð á gæði og Síðari grein vöruvöndun. Fá munstur, ef nokk- ur, eru líklegri til að setja þann gæðastimpil sem þarf á útflutn- ingsvörur okkar í ört vaxandi samkeppni. Því þarf að virkja alla þá íslensku starfsemi, sem þegar er fyrir á erlendum vettvangi, og koma nýrri af stað. Einmitt þetta atriði hlýtur að vera mikilvægt at- riði þegar nú er loksins að koma að róttækri endurskoðun og ný- skipan á útflutningsmálum okkar. Það þarf ekki að leita langt í framkvæmd og lagasetningu varð- andi útflutningsmál nágranna- þjóðanna til að sjá um þetta skýr dæmi. En varðandi ferðaþjónustuna sjálfa liggur í augum uppi, eftir þann árangur sem orðið hefur, að hvergi má láta deigan síga í mark- aðssókninni og aukinni landkynn- ingu. Eins og rökstutt hefur verið hér að framan eru hér miklu meiri hagsmunir í húfi en ferðaþjónust- unnar einnar, en hún er hluti af myndinni og því mega menn ekki gleyma. Starfsemi flugfélaganna Síðast en ekki sízt skal getið hinnar umfangsmiklu og sam- felldu landkynningar, sem bæði flúgfélögin, þ.e. Flugleiðir hf. og síðar Arnarflug, þó í minna mæli sé af eðlilegum ástæðum, hafa staðið sjálf að. Öll þessi starfsemi kemur til viðbótar þeirri sameig- inlegu markaðsstarfsemi, sem á var minnzt, og þó að þessi land- kynning, af hálfu félaga, sem eru að mestu leyti í eigu einkaaðila og beinist fyrst og fremst að því að selja flugsæti milli landa og ferða- þjónustu hérlendis, kemur þessi umfangsmikla starfsemi fjöl- mörgum öðrum aðilum í þjóðfé- laginu til góða, m.a. eru í þágu útflutnings okkar og skapar al- mennt jákvæðan skilning á högum lands og þjóðar. Vantar oft mikið upp á að mönnum séu þessi sann- indi ljós í opinberum umræðum þegar alþjóðaflug okkar ber á góma. Nokkrar megin- staðreyndir í lok þessarar greinar er rétt að geta nokkurra meginstaðreynda í tengslum við það sem að framan er sagt: 1. Atvinnugrein ferðamála hefur verið sívaxandi þáttur í íslensk- um þjóðarbúskap og hefur skil- að auknum gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins og skapað aukin atvinnutækifæri í vaxandi at- vinnugrein. 2. Ferðaþjónustan — atvinnu- grein ferðamála, er í raun vax- andi útflutningsgrein, sem hef- ur góða möguleika á því að verða einn af vaxtarbroddunum í íslensku atvinnulífi. 3. Á árinu 1984 má áætla að hafi starfað rúmlega 5% íslendinga beint eða óbeint að framkvæmd ferðamála og hliðargreinum hennar. Þáttur ferðamála í öfl- un gjaldeyristekna á sl. ári er umtalsverður eða um 8% af heildarverðmæti vöruútflutn- ings. Þar fyrir utan eru inn- lendar tekjur innan atvinnu- greinarinnar, sem eru veru- legar. 4. Ferðaþjónusta er forsenda nú- verandi samgöngukerfis lands- manna, hvort sem litið er til flugsamgangna við útlönd eða fjölmargra þátta í samgöngu- kerfinu innanlands. Koma er- lendra ferðamanna til landsins árið um kring er forsenda þeirrar tíðni í alþjóðaflugi til landins og frá, er tekist hefur að halda uppi. 5. Vegna þeirrar fjárfestingar sem þegar er orðin í ferðamál- um okkar, m.a. mjög aukið hót- elrými hringinn í kringum landið, er hægt að auka umsvif og tekjumyndun í atvinnugrein ferðamála án verulegrar við- bótarfjárfestingar. Minna má á, að mikilvægir þættir ferða- mála felast í ýmiskonar þjón- ustu, þar sem lítillar fjárfest- ingar er þörf. 6. Skilja ber þá staðreynd, að und- antekningarlítið kemur fjár- festing í ferðamálum öllum landsmönnum til góða, þó með mismunandi hætti sé, og t.d. fjárfesting í hótelum og sam- komustöðum hringinn í kring- um landið á stærri og smærri stöðum bætir alla félagslega aðstöðu á viðkomandi stöðum og auðgar mannlífið. Ef til vill er þessi síðasti liður mikilvægari en margir ætla og því miður ein af þeim staðreyndum, sem of fáir tengja gildi ferðamála fyrir íslenskt þjóðfélag. Aukin nýting slíkrar fjárfestingar stuðl- ar bæði að auknum tekjum fyrir viðkomandi byggðarlag og þjóðar- Heimir Hannesson „Það er sannfæring mín, aö takist aö vinna feröaþjónustunni enn aukinn sess í íslenzku atvinnuiífi og gera ferðamálin aö virkara afli í þjóÖfélaginu og vit- und þjóðarinnar, mun- um við búa í betra þjóö- félagi en viö gerum í dag búið í heild. Þessari staðreynd gleyma til dæmis stjórnvöld of oft þegar ákveðin eru lánskjör til slíkra framkvæmda, tollastefna er mótuð og söluskattur ákveðinn og fleiri tengd atriði. Vaxtarbroddur og fjárfesting Eins og rakið var í þessu yfirliti má leiða að því sterk rök, að at- vinnugrein ferðamála geti verið einn lífvænlegasti vaxtarbroddur- inn í íslensku atvinnulífi á næstu árum og áratugum. Hafi hvort tveggja í senn góða möguleika á því að afla þjóðarbúinu aukinna gjaldeyristekna og skapa aukna starfsmöguleika fyrir nýja og upp- vaxandi kynslóð. Það má ennfrem- ur leiða að því skýr rök, að meðal annars vegna þess að veruleg fjár- festing hefur verið í atvinnugrein- inni á undanförnum árum, m.a. með stórauknu hótelrými, ekki síst víða út um landsbyggðina, þarf tiltölulega litla viðbótarfjár- festingu til að gera atvinnugrein- inni kleift að auka umfang sitt verulega. Það er ástæða til að minna á, að það er ekki eingöngu hlutverk Ferðamálaráðs íslands að stuðla að ferðalögum erlendra manna til íslands heldur er það einnig hlut- verk ráðsins að stuðla að og hvetja til ferðalaga íslendinga um eigið land og standa fyrir bættri að- stöðu sem víðast um landið til að auðvelda slík ferðalög, sem með hverju árinu eru að verða æ mik- ilvægari þáttur í lífi hvers einasta landsmanns, sem bæði stafar af auknum frístundum, bættum sam- göngum og auknum áhuga manna á því að kynnast eigin landi. Meiri tímamót en margir ætla Velsældarþjóðir Vesturlanda eiga erfitt með að sætta sig við óbreyttan eða minnkandi hagvöxt, minni þjóðarkökur og versnandi lífsafkomu. Sama gildir um ís- lendinga — hér gengur erfiðlega að fá menn til að taka það alvar- lega, að menn eyði meiru en aflað er. Og misvel gengur bæði hjá landsfeðrum og þjóðinni að eygja nýja möguleika, sem skapa at- vinnu og gjaldeyristekjur. Svo virðist sem nokkurrar hugarfars- breytingar sé þörf — og endur- mats á möguleikum okkar og getu. A.m.k. er það löngu orðið tíma- bært, að menn freisti þess að líta lengri veg fram á við og lært af reynslu þeirra þjóða, sem vel get- ur gagnað okkur í slíkri framtíð- arsýn. Því er á þetta minnst að ef til vill standa íslendingar á meiri tímamótum á ýmsum sviðum en margir gera sér grein fyrir. Vera má, að fullsnemmt sé að rita eftir- mæli ársins 1984, en margt bendir þó til þess, að þau eftirmæli muni tengjast nokkrum breytingum í efnahagslífi okkar og þar með þjóðfélagsháttum. Það verður hins vegar undir okkur sjálfum komið, hvernig við bregðumst við þeim nýju viðhorfum sem við blasa og væntanlega munu skýrast nánar eftir því sem tímar líða. Hin nýju viðhorf snerta mjög atvinnugrein ferðamála og það er bæði undir stjórnvöldum og forráðamönnum atvinnugreinarinnar komið, hvernig og með hvaða hætti hin tiltölulega unga atvinnugrein muni falla inn í þjóðarmunstrið á næstu árum, til dæmis frá síðustu áramótum til ársins 2000. Það er sannfæring mín, að tak- ist að vinna ferðaþjónustunni enn aukinn sess í islensku atvinnulífi og gera ferðamálin að virkara afli í þjóðfélaginu og vitund þjóðar- innar, munum við búa í betra þjóðfélagi en við gerum í dag með þróun atvinnugreinar, sem bæði á sér þjóðlegar og alþjóðlegar ræt- ur, tryggir samgönguöryggi okkar og auðgar líf þjóðarinnar með fjölbreyttum og lífrænum störfum innan atvinnugreinar, sem hvort tveggja er í senn víðfeðm, en getur um leið fallið eðlilega að æski- legum vaxtahraða þjóðfélagsins. Þar eru fá verkefni jafn aðkall- andi og víst er, að atvinnugreinin í einu eða öðru formi snertir líf hvers einasta tslendings í landinu næstum því á hverjum degi ársins. í janúar 1985, Heimir Hannesson. Heimir Ilannncsson er hérads- dómslögmaður og fjrrrverandi for- maöur Ferðamálaráös íslands. Hafís fyrir innan miðlínu „HAFÍSJAÐARINN er dálítið fyrir innan miðlínu íslands og Græn- lands,“ sagði Þór Jakobsson, veður- fræðingur, þegar hann var inntur fregna af hafísmálum. Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug að ísröndinni á þriðjudag. Þór sagði, að ísröndin væri um 60 sjómílur vest-norð-vestur af Straumnesi og í um 75 sjómílna fjarlægð frá Vestfjörðum. „Þetta er í meðallagi," sagði Þór. „ísinn hefur verið að aukast jafnt og þétt fram eftir vetri, eins og alltaf er. Það er aldrei hægt að segja til með vissu um það hversu nálægt landi hafísinn á eftir að fara, því vind- áttir ráða mestu um það.“ Þ E T TLEIKI 10/10 SAMFROSTA ÍS 7-9/1O ÞETTUR ÍS 4 -6/lO GISINN ÍS I-3/1O MJÖG GISINN IS °0°0° < l/lO ISDREIFAR |*V/ /S / MYNDUN borgarisjaki 200 SJOMILNA EFNAHAGSLÖGSAGA Á kortinu sést ísröndin, en hún er nú fyrir innan miðlínu milli íslands og Grænlands. ískort 23. janúar. MMflKJ ■irasnwi ttTh! ÍÚF liOÍH AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Perth 8. febr. Laxfoss 19. feb. Bakkafoss 28. feb. City of Perth 11. mar. NEWYORK City of Perth 6. feb. Laxfoss 15. feb. Bakkafoss 26. feb. City of Perth 8. mar. HALIFAX Bakkafoss 31. jan. Ðakkafoss 4. mar. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrartoss 27. jan. Álafoss 3. feb. Eyrarfoss 10. feb. Álafoss 17. feb. FELIXSTOWE Eyrarfoss 28. jan. Álafoss 4. feb. Eyrarfoss 11. feb. Alafoss 18. feb. ANTWERPEN Eyrarfoss 29.jan. Alafoss 5. feb. Eyrarfoss 12. feb. Álafoss 19. feb. ROTTERDAM Eyrarfoss 30. jan. Álafoss 6. feb.. Eyrarfoss 13. feb. Alafoss 20. jan. HAMBORG Eyrarfoss 31. jan. Alafoss 7. feb. Eyrarfoss 14. feb. Álafoss 21. feb. GARSTON Fjallfoss 5. feb. LISSABON Vessel 27. feb. LEIXOES Vessel 28. feb. BILBAO Vessel 1. mar. NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Reykjafoss 25. jan. Skógafoss 1. feb. Reykjafoss 8. feb. Skógafoss 16. feb. KRIST1ANSAND Reykjafoss 28. jan. Skógafoss 4. feb. Reykjafoss 11. feb. Skógafoss 18. feb. MOSS Reykjafoss 29. jan. Reykjatoss 12. teb. HORSENS Skógafoss 7. feb. Skógafoss 21. feb. GAUTABORG Reykjafoss 30. jan Skógafoss 6. feb. Reykjafoss 13. feb. Skógafoss 20. teb. KAUPMANNAHÖFN Reykjafoss 31. jan. Skógafoss 8. feb. Reykjafoss 14. feb. Skógafoss 22. feb. HELSINGJAÐORG Reykjafoss 1. feb. Skógafoss 8. feb. Reykjafoss 15. feb. Skógafoss 22. feb. HELSINKi Skeiösfoss 28. jan. GDYNIA Skeiösfoss 31. jan. ÞÖRSHÖFN Reykjafoss 4. feb. Skógafoss 11. feb. NORRKÖPING Skeiösfoss 28. ian. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka fra REYKJAVIK alla manudaga fra ISAFIRDI alla þnðjudaga fra AKUREYRl alla fimmtudaga EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.