Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 fclk í fréttum „Indy“- hattar vinsælir Kvikmyndahúsagestir um gervöll Bandaríkin, Vestur- Evrópu og víðar þekkja orðið Indi- ana Jones úr kvikmyndunum „Raiders of The Lost Arc“ og „Indiana Jones and The Temple of Doom“. Nú er að komast í tísku að bera hatt á höfði sem er í alla staði nákvæmlega eins og „Indy“ notar í ævintýramyndunum frá- bæru. Það er heimsfrægt hatta- fyrirtæki sem hefur hafið fjölda- framleiðsluna, Mayser i Múnchen. Er útbreiðslan alitaf að aukast... Tom Selleck óttast að falla af frægðarstóli Tom Selleck, aðalkyntákn karlkynsins í kvikmyndunum þessa stundina, á sér draug í leyn- um, hræðilegar áhyggjur sem ásækja hann hvenær sem færi gefst, einkum og sér í lagi þegar hann er aðgerðarlaus, þess vegna reynir hann að vera sívinnandi. Selleck leikur í kvikmyndinni Lassiter sem sýnd var fyrir skömmu í Regnboganum, en er betur þekktur ytra fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndunum „Magnum", og óttast ekkert meira, en að hann vakni einn góðan veðurdag og upp- götvi að hann sé ekki lengur fræg- ur og öllum sé nokk sama um hann . . . „FREE-STYLE"- DISKÓDANSKEPPNI sæti varð Ingvar Jónsson og i þriðja sæti Birna Karen Björns- dóttir. í hópakeppninni var það hóp- urinn „Fjórar í takt“ sem vann og meðlimir þess hóps eru Birna Hafstein, Eygló Björk Kjartans- dóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Karen Þóra Sigurkarlsdóttir. f öðru sæti urðu Jórunn Sólveig Ólafsdóttir, Sigríður Margrét Ólafsdóttir, Davíð Ólafsson og Vignir Már Sævarsson, en í þriðja sæti hafnaði flokkur sem kallaði sig Svart/hvítt og það voru Elma Lísa Sigurðardóttir og Gyða Jónsdóttir sem þar dönsuðu. Dómnefndina skipuðu Rúrik V. Vatnarsson fslandsmeistari í diskódansi, Sigurður Guðjonssen frá Djassdansskóla Báru, Katrín Ólafsdóttir frá Djassnýjung, Kristín Svavarsdóttir frá Djassballettskóla Kristínar og Ásta Sigurðardóttir frá Dansstúdíói Sóleyjar. Nick Rhodes, einn af meðlimum Duran Duran, gekk í hjónaband síðla hausts, margri ungmeyjunni til sárrar gremju og vonbrigða. Hann gekk að eiga ameríska stúlku, Julie Ann Friedman, sem er erfingi mikilla auðæfa og er eftirsótt ljósmynda- fyrirsæta. Furðu gegnir hve hljótt hefur farið um giftinguna hér á landi miðað við vinsældir Duran Duran, en hér getur að líta herleg- heitin. Engu var til sparað eins og að líkum lætur. Ungfrúin klæddist múnderingu sem tók heilar tvær vikur að fullgera og Nick kjólfötum, bleikum að lit í stíl við kampa- vínið sem veislugestir drukku fram á morgun á Savoy-hótelinu í Lundúnum. Nick og Julie kynntust í samkvæmi sem Julie var boðflenna í. Féll Nick þegar í stafi yfir löngum fótleggjum hennar og gálgahúmor. En hún lét smæð hans ekkert á sig fá og heillaðist algerlega af hinu mikla andlega atgervi piltsins. Það eina sem angraði Julie voru snyrtivörurnar og málningardótið sem Nick puntar sig með. En eftir að hún fékk að vera með í ráðum um litaval á varalit hans, segist hún vera sátt við hitt. Bleikt brúðkaup Ágóðinn rann í Eþíópíu- söfnunina Síðastliðið sunudagskvöld fór fram úrslitakeppni í fé- lagsmiðstöðinni Þróttheimum í „free-style“-diskódansi sem krakkar á aldrinum 10 til 12 ára tóku þátt í. Að sögn Björgvins Jóhannessonar aðstoðarfor- stöðumanns Þróttheima rann allur ágóði keppninnar til Eþíópíusöfnunarinnar og söfn- uðust alls 56.006 krónur. Nálægt 160 manns tóku þátt í forkeppn- unum, en í úrslit komust 9 hópar og níu einstaklingar. Með sigur af hólmi í einstaklingskeppninni fór Sara Stefánsdóttir, í öðru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.