Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
47
VELVAKANDI
SVARAR I SÍMA
10100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Hefur oft sannað hæfni sína
Sigurður H. Jóhannsson skrifar:
Ágæti Velvakandi.
Ég ætlaði sannarlega ekki að
skrifa um val „íþróttamanns árs-
ins“. íþróttafréttir hér eru það
einhliða, að mér finnst svona
kosning „íþróttafréttamanna"
ekki mikils virði. En mér finnst
rök Sigtryggs Sigtryggssonar í
Mbl. 20 þ.m. svo sniðug, að ég get
ekki stillt mig um að senda línu.
Hann segir að sínu vali hafi það
ráðið, að Á.S. hafi verið atvinnu-
knattspyrnumaður í Þýskalandi í
1 ár, og verið valinn 2. besti
knattspyrnumaður ársins í Þýska-
landi. Einnig hafi hann verið val-
inn 13. besti knattspyrnumaður
heims af lesendum knattspyrnu-
blaðsins World Soccet. Þá sé hann
góður Islendingur, kaupi plötur og
íslensk blöð, og tali góða íslensku.
(Uppfyllir Bjarni Friðriksson ekki
þessi skilyrði?) Einnig nefnir
hann að taka verði tillit til þess,
að Á.S. keppi í fjölmennari
íþróttagrein en Bjarni.
Nú getur verið að fleiri æfi
knattspyrnu í heiminum en júdó,
þó er ég ekki alveg viss um það,
svo útbreidd er júdóíþróttin. En
satt er það, að hér á landi eru þeir
mikið neiri. En það er einmitt
nokkuð, sem gerir Bjarna erfitt
fyrir, hve fáa hann hefur til þess
að æfa sig við. Hann hefur heldur
engan löglegan keppnisvöll til að
æfa sig á hér á landi, sem er mjög
slæmt. Bjarni vinnur hér fullan
vinnudag, oft langan. Hann þarf
að kosta miklu til þess að taka
þátt í mótum erlendis. Þó hefur
hann unnið til fjölda verðlauna á
alþjóðamótum, gull, silfur og
brons. Og hvernig stóð hann sig á
Ólympíuleikunum í Moskvu? Ég
held að enginn íþróttamaður geti
kynnt land sitt betur en að vinna
til verðlauna á Ólympíuleikum.
Það hefur aðeins tvisvar gerst í
sögunni, að Ólympíuverðlaun hafi
fallið íslandi í skaut. Hvar er
þetta ísland, sem á svo mikla
íþróttamenn, að þeir vinna verð-
laun á Ólympíuleikum?, spyrja
sumir.
Að öllu athuguðu vel ég Bjarna.
P.s. Síðan hefur Bjarni enn
Korri skrifar:
í blöðunum hefur oft verið talað
um að birta þurfi nöfn síbrota-
manna, svo að fólk geti varast þá.
í þessu er þó mjög takmörkuð
vörn, því raunverulegir glæpa-
menn munu alltaf getað skapað
sér tækifæri til að vinna illvirki
sín, svo lengi sem þeir eru látnir
ganga lausir. Eina örugga ráðið er
auðvitað að taka þá úr umferð, þá
fyrst getur fólk verið öruggt fyrir
þeim.
Hinn almenni borgari hlýtur að
eiga rétt á slíkri vörn gegn stór-
glæpamönnum.
Á meöan hugarfarsbreyting á
sér ekki stað hjá slíkum mönnum,
er hætt við, að þeir haldi iðju sinni
áfram, svo lengi sem þeir eru látn-
ir ganga lausir, og hvað sem líður
öllum sýndardómum, sem ekki
koma til framkvæmda fyrr en ár-
um síðar, oftast nær.
Einhverjir hættulegustu af-
brotamennirnir eru þeir sem
flytja eiturlyf til landsins og koma
æskufólki til að neyta þeirra. Allt
of vægt er tekið á þessum
mönnum, því svo virðist sem alltaf
sé þeim sleppt lausum eftir hverja
handtöku. Dómur án frelsissvipt-
ingar gagnar ekki, því þessir menn
ganga bara á lagið og halda áfram
þessari illu iðju. Eiturlyfjasala er
flestum glæpum verri, jafnvel
verri en hreint mannsmorð, því
fórnarlambanna bíður langvinnur
dauði á líkama og sál, því ekki
verður aftur snúið ef í hlut eiga
sannað hæfni sína, með því að
vinna silfurverðlaun á stórmóti í
Japan, sjálfu föðurlandi júdó-
íþróttarinnar.
hin sterkari eiturlyf eins og morf-
ín eða heróín. Svo háðir verða
menn neyslu þeirra, ef þeir hafa á
annað borð ánetjast þeim, að þeir
eru tilneyddir að afla sér fjár með
þjófnaði, ránum og morðum, til að
geta komist yfir þau. Án þeirra
geta þeir í raun ekki verið. Þetta
er vítahringur, herfjötur, sem þeir
losna ekki úr, fyrr en dauðinn
bindur enda á aumt líf þeirra.
Illt er til þess að vita, að fjöl-
margt íslenskt æskufólk skuli láta
ginnast til að neyta eyturlyfja, að
vísu einkum hinna vægari til að
byrja með, svo sem kanabisefna.
En sagt er að einnig hin sterkari
(morfín, heróín) séu nú farin að
halda hér innreið sína, og séu
nokkrir einstaklingar orðnir þeim
háðir. Sagt er að þeir sem eitt sinn
verða þeim háðir losni aldrei aft-
ur.
Hér er illt í efni. Eitthvað verð-
ur til bragðs að taka. Á meðan
ekki finnast önnur haldgóð ráð
verða yfirvöld, sem eiga að vera
verndarar fólksins í landinu, að
taka hér upp mun harðari stefnu,
en hingað til. Taka verður upp
strangt eftirlit og tafarlausa frels-
issviptingu allra þeirra, sem upp-
vísir verða að innflutningi fíkni-
efna.
Hitt er svo annað mál, að ekki
skyldi fara illa eða harkalega með
neina fanga, hver sem afbrot
þeirra eru. Það skyldi ekki vera
refsivist, heldur geymsla eða betr-
unarvist, til þess gerð að forða al-
menningi frá illum verkum þeirra.
Um varnir
gegn glæpum
fyrir hvíld og mat.
Höfundur þáttarins lét hann
setjast niður og fá sér brauð.
Hann lyktaði af því, beit í sneið-
arnar og henti þeim síðan út í loft-
ið. Þetta kom fyrir í tvígang.
Hefur barnatíminn ekki heyrt
um hungraðan heim og sveltandi
börn? Hefur stjórnandi barnatím-
ans ekki kynnst mæðrum sem eiga
í erfiðleikum með að koma mat
ofan í börn? Ekki batnar hagur
þeirra við fræðslumynd þessa. Og
þó við íslendingar getum gengið
ofan á brauðinu og kastað hálfétn-
um eplum um torg borgarinnar,
ber að virða matinn og öflun hans.
Við skulum þakka guði fyrir að
sitja við allsnægtaborð á íslandi í
dag.
Ráð við svita
1651—4667 hringdi:
Um daginn var fyrirspurn um
það í Velvakanda hvað hægt væri
að gera ef fólk svitnaði of mikið.
Mér hefur reynst mjög vel að
taka inn ölgersduft eða annað al-
hliða B-vítamín, en við það minnk-
ar svitinn mikið. Hvernig væri að
ráðleggja fólki þetta sem á við
slíkt vandamál að etja?
Eins og að
hætta í miðri bók
Kona hringdi:
Ég vonast til þess að nýráðinn
útvarpsstjóri, Markús örn Ant-
onsson, leyfi okkur að sjá aftur
Dallas og hafnar verði sýningar á
Dynasty-þáttunum.
Það er óréttlátt við sjónvarps-
áhorfendur að hætta að sýna Dall-
as allt í einu, það er eins og að
hætta í miðri bók, sem enginn ger-
ir ótilneyddur ef bókin er spenn-
andi. Vonandi tekur nýi útvarps-
stjórinn tillit til þessa.
Hvar eru stuttu
og laggóðu bréfin?
Kinar Jónsson hringdi:
Ég verð að segja að ég er nokkuð
óánægður með það hvað fátt er
um stutt og greinargóð bréf í
Velvakanda núna, eins og t.d. bréf
húsmóður hafa verið í gegnum tíð-
ina. Fólk skrifar allt of langar
greinar í einu þannig að hafi mað-
ur ekki áhuga á efninu er varla
annað lesefni í dálkum Velvak-
anda.
Þá langar mig til að vekja máls
á einu og það er, hvernig skyldi
standa á því að enn skuli ekki hafa
verið svipt hulunni af þeim 200 til
300 sovésku njósnurum sem hér á
íslandi eiga að vera?
Góð þjónusta við
gamla fólkið
4599—5984 hringdi:
Ég hlustaði sem oftar á þáttinn
Á virkum degi sl. mánudagsmorg-
un. Þar voru mál aldraðra til um-
fjöllunar og gátu hlustendur
hringt og borið fram fyrirspurnir.
Meðal þeirra sem hringdu var
maður sem kvartaði undan matn-
um sem gamla fólkinu á elliheim-
inu Grund væri færður, hann væri
allt of feitur og óhollur.
Þannig er að ég hef átt aðstand-
endur á þessu elliheimili og fleir-
um og hvarvetna hef ég dáðst að
natni matreiðslufólksins við
gamla fólkið. Allir fá mat við sitt
hæfi, fljótandi fyrir þá sem erfitt
eiga með að tyggja o.s.frv.
Ég held að það sé ekki hægt að
hugsa sér betri umönnun í ellinni,
og a.m.k. óttast ég síður en svo
elliárin ef ég kem til með að dvelja
á slíkum stofnunum sjálf.
16.640
PAX-sófinn er bólstraöur í sérstak-
lega meöhöndluö efni sem hrinda
frá sér óhreinindum og hægt er aö
spretta af honum öllu verinu og
setja þaö í hreinsun þegar þörf kref-
ur.
PAX kostar aöeins kr.
16.640,-
útborgun kr. 5.000,-,
rest á 6 mánuöum
PAX sofarmr renna ut eins og „heitar
lummur"
PAX er fallegur og þægilegur sófi á
daginn meö tveim sætapullum og á
nóttunni er hann 160 cm breitt rúm
og 200 cm langt.
5-ag7þadbobgar_sig
Opiö
laugardag
til kl. 4
BÚSGAGNAHÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 oq 81410