Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 aftur keppa innanhúss áöur en góöur árangur fer aö skila sér. Budd sagöist vona aö hún gæti tekiö þátt í 10.000 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, en langtímamarkmiö hennar er aö vera maraþonhlaupari. GMH3 Benedikt Einarsson knatt- spyrnumaður ísafjarðar • Svipmynd úr Orkubankanum. Erlendur slær á létta atrengi í starfi leiöbeinandans. Morgunblaöiö/Bjarni. ÁRSHÁTÍÐ Knattapyrnuráðs ísafjaröar var haldin um síöustu áramót. Þar var Benedikt Ein- arsson kjörinn knattspyrnu- maöur ársins á ísafirði. Árshátíö KRÍ var fastur liöur í starfseminni á árum áöur en lagöist niður fyrir allmörgum ár- um. Nú hefur þessi siöur verið tekinn upp aftur fyrir atbeina nýkjörinnar stjórnar. KRÍ rekur nú félagsheimili viö Mánagötu og hefur þaö í för meö sér breytta aöstööu knattspyrnuráösins til hins betra; hús þetta sem áöur var Hótel Mánakaffi hefur hlotiö nafniö KRÍ-húsið. Árshátíö KRÍ var haldin í þessu nýja húsi. Þar var útnefndur knattspyrnumaöur ársins á isa- firöi 1984, hlaut þann titil Bene- dikt Einarsson, sem lék meö meistaraflokki ÍBÍ síöasta sumar. Knattspyrnuráö ísafjarðar út- nefndi Friörik Bjarnason (Didda málara) guöföður ísfirskrar knattspyrnu og Hansínu Einars- dóttur guðmóöur. Voru þeim Hansínu og Friörik þöakkuö góö störf á liönum árum í þágu knattspyrnunnar á ísafiröi. Þá veitti knattspyrnuráðiö mörgum fyrirtækjum og rækjusjómönnum viöurkenningu fyrir góöan stuön- ing. Meistaraflokkur ÍBl, sem leikur í 2. deild á næsta keppnistíma- bili, veröur aö mestu skipaöur sömu leikmönnum og voru í lið- inu á síöasta keppnistímabili, nema hvaö Guðmundur Magn- ússon hefur gengiö til liðs viö KR-inga. ísfiröingar hafa svo endurheimt þá bræöur Jón og Örnólf Oddssyni. Þjálfari meist- araflokks veröur eins og í fyrra Budd snýr HIN 18 ára Zola Budd frá Suður- Afríku, sem geröist á síöasta ári breskur ríkisborgari og kappti fyrir Bretland á Ólympíuleikunum í Los Angeles, sagöi á fundi meö fréttamönnum aö hún vœri hætt aö hugsa um atvikiö á Ólympíu- leikunum, er hún rakst á hlaupa- konuna Mary Decker í 3000 metra hlaupinu. Þaö væri liöin tíö, hún horföi nú fram á við. „Atvikiö milli mín og Mary Deck- er, hefur veriö tekiö út úr huga minum, nú lít óg aöeins á Mary Decker sem hlaupara og keppi- naut. Mun nú stefna á aö ná ár- angri í framtíöinni, allt sem hefur skeið er liöin tíö,“ sagöi Zola Budd. Um tíma eftir Ólympíuleikana sneri Zola Budd til S-Afríku og var ekki vitaö hvort hún mundi sjást á hlaupabrautunum aftur, en síöan ákvaö hún aö snúa aftur til Bret- lands og hefja keppni aö nýju. Hún kom til Bretlands aö nýju í síöustu viku og keppir á sínu fyrsta móti eftir Ólympíuleikana í 1500 metra hlaupi á innanhússmóti í Cosford á föstudag. Eftir fyrstu æfinguna inni, sagöi hún, aö hún myndi keppa berfætt eins og hún er vön. Budd hefur aldrei keppt innanhúss fyrr. „Þaö var eins og annar fótur- inn væri lengri en hinn,“ sagöi Budd eftir fyrstu æfingu sína inn- anhúss. Síöasta keppni hennar í Bret- landi var í júlí, er hún setti heims- met í 2000 metra hlaupi. Hún sagöist ekki reyna aö setja met í 1500 metrunum á mótinu í Cos- ford, — ég verö fyrst aö venjast aö Stórsvigsmót Ármanns í Bláfjöllum STÓRSVIGSMÓT Ármanns verö- ur haldiö á sunnudag í Bláfjöllum og hefst kl. 14.00. Þetta er fyrsta mót vetrarins. Keppt veröur í stórsvigi í flokki 15—16 ára pilta og stúlkna. Mótiö er liöur í Reykjavíkurmótinu og veröur svo bikar veittur fyrir best- an árangur í öllum mótunum. Nægur snjór er nú í Bláfjöllum og hafa keppendur getaö æft mjög vel aö undanförnu. Þess má geta aö bæöi Ármenn- ingar og KR-ingar hafa veriö meö keppnislið sín í æfingabúöum í Austurríki í tvær vikur. • Zola Budd eftir hlaupið fræga í Los Angeles í sumar. • ísfiröingurinn Ómar Torfason, sem undanfariö hefur leikið meö Víkingi, afhendir hér Benedikt Einarssyni hinn veglega bikar sem fylgir sæmdarheitinu Knattspyrnumaöur ársins á ísafiröi. • Friörik Bjarnason (Diddi málari) og Hansína Einarsdóttir voru heiöruö sérstaklega. Gísli Magnússon. jsafjarðar er Jakob Þorsteins- Formaöur Knattspyrnuráös son. Firmakeppni IR i innanhússknattspyrnu veröur haldin í íþróttahúsi Breiöholtsskóla dagana 2.-3. febrúar og 9.—10. febrúar. Þátttökutilkynningar og nánari uppl. í símum 74248 Hlynur, og 76186 Már, frá kl. 13—22, til föstudagsins 25. janúar. Nýr banki opnar í Reykjavík: idlega og lík- amlega reísn — segir Erlendur bankastjóri Orkubankans um heilsuræktina OPNADUR hefur veriö nýr banki í Reykjavík, Orkubankinn, og er aösetur hans viö Vatnsstíg neö- anverðan. Er hér ekki um pen- ingastofnun aö ræöa í orðsins fyllstu merkingu því útlánin eru ekki beinharöir peningar á vöxt- um og verðbótum, heldur njóta menn heilsubótar af innleggi sínu á bankann, eins og bankastjór- inn, Erlendur Valdimarsson, oróaöi það. Orkubankinn er líkamsræktar- stöö. Erlendur er eigandi stöövar- innar og aöalstjórnandi og leiö- beinandi. Þar er öllum opiö hús frá því klukkan 10.30 á morgnana til 10 á kvöldin alla daga nema laug- ardaga, þá er opiö fram eftir degi. Lokað er á sunnudögum. „Hér gefst mönnum tækifæri til aö þjálfa líkama sinn upp og tæki eru hér til þess aö þjálfa einstaka vööva og vöðvahópa. Þá er aö- staöa til leikfimiæfinga. Hér er áherzla lögö á heilsurækt, en menn geta stundaö stífa kraftþjálf- un ef þeir kjósa svo. Ég er sannfærður um aö öllum almenningi liöi mun betur og væri afkastameiri til allrar vinnu ef menn stunduöu heilsurækt. eink- um og sér í lagi fólk sem situr viö vinnu sína daginn inn og daginn út. Nauösynlegt er að koma blóöinu á hreyfingu ööru hverju og stæla ör- lítiö vöövana, þaö hefur manninum verið eölilegt og nauösynlegt frá upphafi þótt kröfur nútímaþjóöfé- lagsins séu aöeins á annan veg. Heilsu- og líkamsrækt fyrirbygg- ir ýmsa hrörnunarsjúkdóma og efla andlega- og líkamlega reisn," sagöi Erlendur um leiö og hreysti- legar húsmæöur sveigöu sig og beygöu í leikfimiæfingum milli þess sem þær reyndu á vöövana í þjálf- unartækjum ýmiss konar, sem Orkubankinn hefur yfir að ráöa. Auk þessa geta viöskiptavinir notiö sólbaöa í Orkubankanum og á döfinni er aö setja þar upp gufu- baö. Erlendur, sem er fyrrum ís- landsmethafi í kringlukasti og iþróttamaöur ársins áriö 1970, er aöalleiðbeinandi hjá Orkubankan- um, en hann hefur ráöiö sér til aö- stoöar sérfræöing í heilsurækt aö nafni Jón Sverrisson. Aö sögn Er- lends býöur bankinn starfsmanna- félögum, sem vilja notfæra sér þjónustu bankans, upp á sérstök kjör, eins og þaö heitir á banka- máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.