Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 Pólskur knattspymu þjálfari fer til Eyja .. — hefur yfirumsjón meö yngri flokkum Týs Knattspyrnufélagið Týr í Vest- mannaeyjum er þessa dagana að ganga trá ráðningu pólsks knattspyrnuþjálfara til félagsins. Pólverjinn heitir Grzegorz Bielat- owicz og er hann númer eitt á svokölluðum „transfer“-lista pólska knattspyrnusambandsins yfir þá þjálfara sem heimilt er að starfa erlendis. Grzegorz mun hafa yfirumsjón meö þjálfun allra yngri flokka Týs í sumar og jafnframt leiðbeina ungl- ingaþjálfurum félagsins meö nám- skeiðahaldi. Ráöningatími hans er frá 15. apríl til 15. september. Grzegorz er reyndur og vel menntaöur þjálfari, 45 ára gamall. Hann er fyrrum leik- maöur sem síðan sneri sér aö unglingaþjálfun og lauk prófi frá þjálfaraskóla pólska knattspyrnu- sambandsins. Hann var aðstoöar- yfirþjálfari pólska landsliösins á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980 auk þess sem hann hefur starfaö hjá ýmsum félögum í Póllandi, bæöi sem unglingaþjálfari og þjálf- ari deildarliöa. Grzegorz hafnaöi boöi um þjálf- un í nokkrum arabalöndum, vildi frekar fara til íslands, eftir aö hafa ráðfært sig viö landa sinn Andrzej Strejlau, sem þjálfaöi liö Fram fyrir nokkrum árum. Með ráöningu Pólverjans ætlar Týr aö gera átak í þjálfunarmálum yngri flokka sinna. Gert er ráö fyrir því í samningn- um aö veröi gagnkvæm ánægja meö samstarfiö í sumar veröi Grzegorz áfram í Eyjum næsta ár og þá þjálfi hann jafnvel fleiri liö. — hkj. 16 milljarðar í endurbætur á Wembley-leikvangi: Byggja á yfir leikvanginn! Frá Bob Honn.a.y, frétt.manni MorgunblaMn* f Englandi. WEMBLEY-leikvangurinn í London var nýlega seldur. Það var stórt fyrirtaekí sem rekur m.a. fjölda hótela og veitinga- húsa, sem keypti leikvanginn. Stjórnarformaður fyrirtækisins er 52 ára Indverji, Abdul Shjamdi. Stjórnarformaöurinn hefur engan áhuga á knattspyrnu — og uröu knattspyrnuunnendur því lafhræddir er þeir fréttu þaö. En þaö stóð ekki lengl yfir, Ind- verjinn lýsti því yfir þegar kaupin voru um garö gengin aö á Wembley yröi knattspyrna leíkin áfram meðan hann réói. „Viö er- um reiðubúnir aö eyða 350 millj- ónum sterlingspunda til lagfær- inga á leikvanginum," sagöi Shjamdi í blaðaviðtölum. Eitt af því fyrsta sem gera á er aö fjarlægja trébekki þá sem eru á stórum hluta áhorfendasvæöis- ins og setja plaststóla í staöinn. Þá lýsti Shjamdi þvf yfir að fyrirtækiö hygöist „gera nokkuö sem heimurinn hefur aldrei séö fyrr. Viö ætlum að yfirbyggja leikvanginn — setja þak yfir hann allan. Viö erum ákveónir í aö gera allt sem hægt er til aö Wembley veröi besti íþróttaleik- vangur í heiminum.“ Shjamdi er 52 ára gamall — vellauöugur kaupsýslumaöur. Eins og áöur sagöi hefur hann ekki áhuga á knattspyrnu, en sonur hans er aftur á móti mikill knattspyrnuunnandí og heldur upp á Liverpool. Þaö eru engir smáaurar sem Shjamdi hyggst leggja í aö endurbæta Wembley-leikvang, 350 milljónir punda eru andvirði rúmra 16 milljarða (slenskra króna. • Snorri Rútsson Snorri með Einherja! SNORRI Rútsson knattspyrnu- maður úr Vestmannaeyjum mun að öllum líkindum þjólfa 3. deildarlið Einherja á Vopna- firði næsta keppnistímabil og leika þá einnig meö liðinu. Einherji féll niður úr 2. deild í fyrrasumar. • Ove Aunli, sem gekk síöustu 10 km fyrir Noreg í gær, ásamt eigin- konu sinni, Berit, en hún er einnig í skiðagöngulandsliði Norðmanna. Hið vinsæla herrakvöld fulltrúaráðs Vík- ings verður haldið föstudaginn 1. febrúar nk. í sal múrarameistara, Skipholti 70, og hefst kl. 19.45. Jafnframt verður haldið upp á 30 ára afmæli fulltrúaráðsins og verður því vandað sérstaklega til hófsins. Aðgöngumiöar eru seldir hjá deildum félagsins, Securitas, Síðumúla 23, sími 687600, og Austur- borg, Stórholti 16, sími 23380. Víkingar, fjölmennið og takió með ykkur gesti. Tap Svía frekar en sigur Noregs NORÐMENN sigruöu í gær í 4x10 km göngu á heimsmeistaramót- inu í norrænum greinum skíða- íþrótta í Seefeld í Austurríki, en mótsins í gær verður vafalaust minnst í framtíöinni sem þess sem Svíar töpuðu — ekki þess sem Norömenn unnu. gekk síðasta hlutann fyrir Noreg — og hann kom í veg fyrir ítalskan sigur og þar af leiöandi mjög óvænt úrslit. Giuseppe Ploner gekk síöustu 10 km fyrir italíu og Aunli vann hann auöveldlega. Hann kom 6,5 sek. á undan italanum i mark. Tími Noregs var 1:52,21 klst. ít- alir uröu í ööru sæti á 1:52,27 klst. og Svíar þriöju á 1:52,40 klst. Gunde Svan gekk tíu km hraöast allra og „stal“ bronzinu af Finnum. Hann fór fram úr Kari Harkonen er nokkrir km voru eftir og vann upp hálfa mínútu á leiö sinni. Er mótiö var hálfnaö voru Svíar meö hvorki meira né minna en 28,9 sekúndna forskot. En allt get- ur gerst í skíöagöngu eins og í öör- um íþróttum. Fyrrum heimsmeist- ari í skíðagöngu, Thomas Eriks- son, sem gekk þriöja hlutann fyrir Svía, datt tvívegis meö stuttu milli- bili og missti viö þaö dýrmætar sekúndur af forskotinu. Og eftir óhöppin tvö gekk honum illa aö ná sér á strik — þannig aö er Gunde Svan fór af staö, en hann gekk síöustu 10 km fyrir Svíþjóö, voru Svíarnir orðnir 49,4 sek. á eftir ít- ölum, sem mjög óvænt höföu tekið forystuna. Eftir 20 km voru Norömenn um hálfri mínútu á eftir Svíum, en italir voru þá í ööru sæti. Ove Aunli Ómar Torfason: Gengið frá fé- lagaskiptum í dag „ÞETTA er alveg ákveöiö. Eg „Ég held aö þessí breyting reikna með að ganga frá félaga- muni hafa góö áhrif á mig. Þegar skiptunum á morgun,“ sagði maöur breytir til leggur maður Ómar Torfaspn knattspyrnu- meira á sig og ég vona aö þaö maður er blm. Mbl. spjallaði við veröi til góös. En þaö er mikiö af hann í gær. , miöjumönnum hjá Fram þannig Við sögðum frá því í að ég verö að sanna mig á nýjan gær að hann léki að öllum lík- ieik hjá nýju félagi. Ég verö aö indum með Fram næsta sumar halda vel á spöðunum,“ sagöi og það er nú frágengið. Omar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.