Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 Jón Páll Sigmarsson sterkasti maður heims JÓN Páll Sigmarsson vann í gœrdag titilinn sterkasti maður heims. Jón bar aigurorö af sjö öörum keppendum i tveggja daga einvígi sem fram fór milli þessara kraftajötna í Mora í Sví- þjóö. Eins og viö skýröum frá í gær sigraöi Jón í þremur keppn- um af fjórum fyrri dag keppninn- ar, en í gærdag varó hann í ööru sæti í þremur greinum en fjóröa sæti í einni grein. Jón átti viö meiösl aö stríöa í gær, en þau öftruöu honum þó ekki frá því aö ganga meö sigur af hólmi. „Ég vil ekkert iáta hafa eftir mér varðandi keppnina annað en þaö að ég er feginn aö þessu er lokiö, og að ég er oröinn örþreyttur. Ég tók á öllu sem ég átti til,“ sagöi Jón Páll Sigmarsson, er Mbl. haföi samband viö hann í gærkvöldi símleiöis. „Þannig er mál meö vexti aö ég er bundinn þagnareiö varöandi síöari dag keppninnar. Viö þurfum aö undirrita samning viö þær fjórar sjonvarpsstöðvar sem tóku keppnina upp og hétum því aö segja ekkert frá úrslitum. Keppnin veröur sýnd í sjónvarpi erlendis og þar munu úrslitin koma í Ijós," sagöi Jón Páll Sigmarsson. Þaö var því úr vöndu aö ráða, en eftir krókaleiöum tókst Morg- unblaöinu aö fá mjög áreiöanlegar heimildir varðandi keppnina. Þaö fékkst staöfest aö Jón Páll heföi sigraö eftir haröa keppni viö Hol- lendinginn Voldes og Bretann Capes. Jón Páll fékk 57 stig af 60 mögulegum í keppninni. Voldes varö annar og Capes þriöji. Allir eru þessir menn þekktir aö því aö vera heljarmenni aö buröum. Fyrsta keppnisgreinin í gær var sleöadráttur. Keppendur máttu ýta eöa draga 400 kg sleöa, og áttu þeir aö fara meö hann 80 metra vegalengd. Jón fór vel af staö meö sleöann en varö fyrir því óhappi aö togna í baki og það háöi honum. Næst var keppt í bekkpressu. Keppendur lyftu stórum trjástofn- um og þurftu um leiö aö gæta þess aö halda fullu jafnvægi meö tréö. Þetta reyndist þeim mjög erfitt. Jón hafnaöi í þriöja sæti og nú fann hann fyrir verkjum í brjóst- vöövum. Þá var komiö aö því aö hlaöa 80 kg þungum ísmolum á vörubíl. Þar Knattspyrnu- maður í 14 mán- aða fangelsi Argentínskur knattspyrnu- maöur sem leikur í Grikklandi var dæmdur í 14 mánaóa fangelsi fyrir aö hafa notaö falskt vega- bróf. Argentínumaöurinn, sem heitir Juan Ramon Rocha og er 28 ára, leikur með Panathinaikos, sem er í 1. deild á Grikklandi og er nú í öðru sæti deildarinnar. Argentínu- maöurinn er ákæröur fyrir aö hafa ekki notaö sitt rétta nafn er hann lék meö liðinu 1979—1981. Þá notaöi hann nafniö Juan Pu- blis. Argentínumaöurinn, sem leik- ur enn meö Panathinaikos undir sínu rétta nafni, sagöi fyrir rétti aö hann heföi aðeins gert þaö sem honum heföi veriö sagt aö gera, og haldið aö ekkert væri rangt viö þaö. Þetta mál uppgötvaöist er veriö var aö kanna hversu margir útlendingar léku með 1. deildar liö- unum þar í landi. Þar mega aöeins tveir útlendingar spila með hverju liði. • Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál. Sterkasti maöur heims æfir sig í því aö velta bfl. Þessi mynd er tekin skömmu áöur en Jón fór til Svíþjóóar í keppnina sem hann vann meö glæsibrag (gærdag. • Jón Páll hefur um margra ára skeió æft af miklu kappi og unniö mörg góð afrek á sviöi fþrótta. Hann hefur veriö (fremstu röö sem kraftlyftingamaöur og hlotió íslandsmeistaratitii í vaxtarrækt. Nú hefur hann bætt rós í hnappagatið og hlotiö titilinn „Sterkastí maóur heims“. tókst Jóni allvel upp þrátt fyrir meiösl sin og náöi ööru sæti, en keppnin í þessari grein var gífur- lega hörö og spennandi. Nú voru þeir Valdes og Capes farnir aö draga á Jón og ekki munaöi miklu á stigum. Síöast var keppt í sjómanni. Jón Páll haföi lýst því yfir hér heima áöur en hann fór út aö hann væri slakur i sjómanni, heföi einhvern veginn ekki lag á aö beita höndun- um rétt. En engu aö síöur var þaö Jón Páll sem kom, sá og sigraöi í síöustu keppninni. Fyrsti mótherji hans var Bandarikjamaöur, orö- lagöur kappi í sjómanni. Eftir snarpa en haröa viðureign lagöi Jón hann. Þá mætti Jón Capes frá Bretlandi, lengi vel mátti ekki á milli sjá hvor myndi hafa þaö, en Jón reyndist haröari og sigraöi eft- ír mikil átök. Þar meö haföi Jón tryggt sér heimsmeistaratitilinn og þar sem hann var meiddur og fyrsta sætiö og heimsmeistaratitill í höfn hætti Jón keppni. Jón sagöi í spjalli viö Mbl. ( fyrrakvöld. „Ég ætla aö taka þessa karla, ég er orðinn þreyttur á því aö vera í ööru sæti.“ Hann hefur svo sannarlega staöiö viö þessi orö sín. Þá vildi Jón koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra fjöl- mörgu sem studdu hann til farar- innar. — ÞR. Drekk lýsi á nóttunni „VIÐ HÖFUM fengið kjam- góöan mát hárna, anda veitir ekki af,“ sagöi Jón Páll þeg- ar hann var spuröur út (mat- aræöi kraftajötnanna í keppninni. „Viö boróum mikið og ræöum líka okkar á milli um hvaö sá hollt og auki kraft. fslenska lýsió hefur veriö tíl umræðu og menn mæla með því." Tekur þú lýsi? „Já, þaö geri ég. Ég vakna upp á nóttunni og drekk þaö af stút á tóman belginn. Mér finnst þaö smyrja vel alla liöi og gefa mér mlkinn kraft,“ sagöi Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.