Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 52
SDUMFEST lÁNSTRAUST wguitfrlafrife b Fvrr f óing Fyrr en þig grunar! Tímapantanir í síma 11630 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Sambandið selur skuldabréf á inn- lendum markaði KAUPÞING HF. auglýsti í Morgunblaðinu í gær, að í dag myndi fyrirtækið fá til solu skuldabréf með „fyrsta flokks ávöxtun" og að útgefandi bréfanna væri „eitt stærata og traustasta" fyrirtæki landsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðins mun hér vera um Samband íslenzkra samvinnufélaga að ræða, sem með þessu mun ætla að grynnka á erlendum skuidum og breyta þeim í innlendar skuldir. í boði mun vera ávöxtun sem er 11 % urafram verðtryggingu. Hér er um að ræða fyrsta skuldabréfaútboð fyrirtækis á innlendum markaði. 011 bréfin eru til 5 ára, svokölluð kúponbréf, og er aðalkostur þeirra fyrir kaup- andann, að þau eru talin mjög auðseljanleg, kaupendur geta ráð- ið því hve lengi þeir fjárfesta í bréfunum. Stigahæstu alþjóðlegu meistaramir: Margeir í 4. sæti MARGEIR Pétursson er nú fjórði stigahæsti alþjóðlegi meistarinn í heiminum, samkvæmt nýjum Elo- stigaútreikningi Alþjóðaskáksam- bandsins, FIDE. Stigahæsti alþjóð- legi skákmeistarinn er Kevin Spraggett frá Kanada með 2560 stig. Næstir koma Joel Benjamin og Nick DeFirmian frá Bandaríkjunum. í 4.-5. sæti eru Margeir Pétursson og Giorgiev frá Búlgaríu með 2540. Þess má geta að með árangri sínum á svæðamótinu í Gausdal hefur Margeir bætt við sig um 10 Elo- stigum. Tíu stigahæstu íslenzku skák- mennirnir eru: 1. Margeir Pétursson 2535 Jón Páll „sterkasti maður heims“ JÓN PÁLL Sigmarsson sigraði í gærdag í keppninni um titilinn „sterkasti maður heims". Keppni þessi hefur farið fram síðustu tvo daga í Mora í Svíþjóð. Jón hlaut 57 stig af 60 mögulegum. Hann sigraði í þremur greinum af átta. Varð í öðru sæti í fjórum greinum og hafnaði í þriðja sæti í einni grein. Jón varð fyrir lítils háttar meiðslum í gærdag, en lét það ekki aftra sér frá því að vinna sigur. „Hann vildi fátt segja um keppnina í gær annað en að hann væri yfir sig þreyttur og feginn að henni væri lokið. Sjá nánar á íþróttasíðu. 2. Jóhann Hjartarson 2530 3. Helgi Ólafsson 2515 4. Jón L. Árnason 2495 5. -6. Friðrik ólafsson 2485 5.-6. Guðm. Sigurjónss. 2485 7. Ingi R. Jóhannsson 2410 8. -9. Ingvar Ásmundsson 2400 8.-9. Karl Þorsteins 2400 10. Pálmi Pétursson 2370 Margeir Pétursson er í 47. sæti yfir stigahæstu skákmenn heims. Morgunblaðið/Ol.K.M. Feðgar á flugi JÓHANNES Snorrason fyrrverandi yfirflugstjóri Flugleiða sést hér ásamt syni sínum Jóhannesi Erni er þeir voru að leggja upp í flugferð norður yfir Kaldadal í gær. „Við fengum ákaflega fallegt veður," sagði Jóhannes. „Við flugum yfir Húsafell og lentum við Augastaði í Hálsasveit. Jóhannes Örn var flugmaður í ferðinni, en ég flýg oft með sonum mínum, sem báðir eru að læra flug. Þeir eru að safna tímum og ég reyni að kenna þeim eitt- hvað. Annars er ég búinn að endurnýja kennararéttindi mín og hef hugsað mér að fara að kenna, svona til að rifja upp gamlar endur- minningar. Flugið á mikil tök í manni og mér finnst einhvern veginn að ég sé friðlaus ef ég kemst ekki upp í loftið öðru hverju,“ sagði Jó- hannes að lokum. Of háir vextir voru tekn- ir af lífeyrissjóðslánum VEXTIR af lífeyrissjóðslánum voru í nokkrum tilfellum ofreiknaðir á síð- asta ári og verður mismunurinn endurgreiddur. Pétur H. Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða, sagði að formlega séð væru það stjórnir sjóðanna, sem tækju ákvörðun um vaxtaprósentu. „Sumar stjórnir hafa falið bönk- unum þessa ákvarðanatöku," sagði Pétur. „Bankarnir, sem sáu um þessa útreikninga, fóru eftir vaxtatilkynningu Seðlabankans og hækkuðu vextina í sumar á þeim lánum sem þeir höfðu í innheimtu. Þeir túlkuðu tilkynningu Seðla- bankans þannig, að allir vextir hækkuðu upp í 10% á ákveðnu tímabili og það var hærra en stjórnir sjóðanna höfðu samþykkt. Margar stjórnir höfðu samþykkt hækkun upp í 7%, en tölvukerfi bankanna hafði sjálfkrafa fært þá ofar. Þetta á við um þá sjóði, sem hafa sína innheimtu hjá bönkun- um og höfðu ekki tilkynnt þeim um vaxtaákvörðun sína.“ Pétur sagði, að tímabilið, þegar vextir voru of háir, hafi verið stutt og hann hefði ekki trú á að upp- hæðirnar sem um ræddi væru há- ar. „Flestir lífeyrissjóðir i Sam- bandi almennra lífeyrissjóða láta Reiknistofu bankanna um sína út- reikninga, en nokkrir stærri sjóðir reikna vextir sjálfir. Mér þykir líklegt að fólki, sem greitt hefur of háa vexti, verði send ávísun," sagði Pétur. „Það er alltaf mjög miður þegar svona hlutir verða og undarlegt að sjóðirnir skuli ekki fara yfir útreikningana sjálfir." Fall sterlingspundsins: Hefur eyðilagt rekstrar- grundvöll frystitogaranna „FALL sterlingspundsins hefur eyði- lagt rekstrargrundvöll frystitogara, þar sem megnið af framleiðslu þeirra fer á markað í Bretlandi og því verður varla breytt svo nokkru nemi. Hins vegar erum við að reyna í auknum mæli fyrir okkur með framleiðslu á Bandaríkjamarkað og vonumst til að það lagi stöðuna eitthvað," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf. á Akureyri, sem gerir út frystitogarann Akureyrina, í sam- tali við Morgunblaðið. Þorsteinn sagði, að síðan í maí 1983 hefði pundið hækkað um 7% gagnvart íslenzku krónunni og fiskverð í Bretlandi um 8%, þann- ig að tekjuaukning þeirra, sem Fiski landað í gær úr frystitogaranum Siglfirðingi. flyttu út á brezka markaðinn væri um 15% frá þessum tíma í íslenzk- um krónum. Frá því í júní 1983 hefði fiskverð hér á landi hækkaö um tæp 40% og dollarinn um rúm- lega 50%, en í Bandaríkjunum hefði orðið lítils háttar fiskverðs- lækkun. Þá væri olían eftir, en hún hækkaði bara í takt við fjölda og stærð bensínstöðva. Þvi væri grundvöllur nánast allrar fisk- vinnslu á Evrópumarkað brostinn. Þorsteinn sagði, að aflaverð- mæti Akureyrinnar á síðasta ári hefði numið um 120 milljónum króna brúttó. Með því hefði tekizt að standa við allar fjárhagslegar skuldbindingar, en það hefði með- al annars byggzt á vaxtabreyting- um og lánalengingu opinberra sjóða. Það væri hins vegar ekkert nema gálgafrestur. Það byggðist meðal annars á mati fiakiskipa, sem væri hreint rugl og stæðist ekki við neinn raunveruleika. Mat þeirra ætti að fara eftir heims- markaðsverði en ekki skuldastöðu útvegsins svo hægt væri að halda áfram að lána út á þau. Matið væri langtum hærra en markaðs- verð á skipum erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.