Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1986 rj& Sífellt unnið að því að draga úr olíukostnaði — segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LIU „AÐ SJÁLFSÖGÐU ber okkur ad gera allt, sem við getum til að spara eldsneyti og það gera menn svo sannarlega svo ofboðslega dýrt sem það er. Menn lögðu í kostnað vegna svartolíunotkunar og eru nú að breyta skrúfubúnaði í sparnað- arskyni,“ sagði Kristján Kagn arsson, framkvæmdastjóri LIÚ, aðspurður um möguleika útgerð- arinnar á orkusparnaði. „Auðvitað er útgerðin sífellt að vinna að því að draga úr olíu- kostnaði. Fyrsta skrefið var að fara út í kostnaðarsamar breyt- ingar þegar skipt var yfir á svartolíubrennslu. Allur ávinn- ingur af þeirri breytingu er rok- inn út í veður og vind vegna stöðugrar hækkunar á svartolíu umfram gasolíu og skip hafa flest farið yfir á gasolíubrennslu aftur. Það er líka búið að gera þessi olíukaup frá Rússum svo óhagstæð með samningi um það, að greiða aukalega fyrir svart- olíuna 24 dollara á lestina. Hins vegar er unnið að orkusparandi aðgerðum í hverju því skipi, sem kemur til einhverra meiriháttar breytinga. Þá er breytt skrúfu- búnaði og gír til þess að ná fram meiri hagkvæmni, sem ljóst er að gefur betri nýtingu á olíu. Hins vegar eru þetta mjög dýrar breytingar og oft spurning hvort þær borgi sig, sérstaklega með tilliti til aldurs skipa og búnað- ar,“ sagði Kristján Ragnarsson. Ásþóri RE breytt í frystiskip?: Erum að huga að Japansmarkaði — segir Jón Ingvarsson í ísbirninum Hafþór Már Hauksson Víötæk leit að 18 ára pilti VÍÐTÆK leit stendur yfir á Suðvest- urlandi að 18 ára gömíum pilti, Haf- þóri Má Haukssyni, sem fór að heiman frá sér í Reykjavík um há- degisbilið síðastliðinn sunnudag og hefur ekkert spurst til hans síðan. Hafþór Már er um 175 sm að hæð og er með ljóst hrokkið hár. Þegar hann fór að heiman frá sér var hann klæddur í svartar leð- urbuxur, svartan mittissíðan leð- urjakka og hvíta skyrtu. Hann fór að heiman frá sér i bifreiðinni X—5571, sem er Willys-jeepster jeppi, árgerð 1967, blágrá að lit með svörtum toppi. Þeir sem kunna að hafa orðið Hafþórs varir frá því á sunnudag eru vinsamleg- ast beðnir um að láta lögregluna í Reykjavík vita. „ÞAð er alveg hægt að taka undir það, sem Þorsteinn Már Baldvinsson segir um afkomu frystitogara. Allur grundvöllur frystitogaraútgerðar með Bret- landsmarkað í huga, er brost- inn. Hins vegar höfum við ekki enn ákveðið hvað við gerum. Við erum að hugsa um fram- leiðslu á Japansmarkað og það horfir dálítið öðruvísi við,“ sagði Jón Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri ísbjarnarins, í samtali við Morgunblaðið. ísbjörninn gerir meðal ann- ars út skuttogarann Ásþór RE og er nú verið að huga að því að breyta honum í frystitogara. Jón Ingvarsson sagði, aðallega væri verið að hugsa um að frysta karfa, grálúðu og jafnvel rækju um borð í Ásþóri, yrði honum breytt. Því breytti stað- an á Bretlandsmarkaði engu um hugsanlega frystingu um borð í skipinu, Hitt væri svo annað mál, að öll framleiðsla, hvort sem hún væri um borð eða í frystihúsunum, væri von- laus fyrir Bretland vegna lé- legrar stöðu pundsins gagnvart dollar. Sigurður Þorkelsson ÍS 200 í slipp í Njarðvík. MorgunbltóiS/Heimir Stígeeon Nýtt skip til ísafjarðar SKOR sf. á ísafirði er um þessar mundir að taka við skipinu Sigurði l>orkelssyni ÍS 200, sem endurbyggt hefur verið hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Skipið er úr eik, byggt í Danmörku 1957, en hefur á síðustu árum borið nöfnin Ásmundur og Símon Gíslason. Helgi Geirmundsson, einn hinna nýju eigenda skipsins, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að skipið hefði nú verið yfir- byggt úr áli og væri sérstaklega búið til togveiða. Það væri um 64 lestir að stærð og ætlunin væri að nota það á rækju og til veiða á þeim bolfiski, sem félli því í skaut við úthlutun aflakvóta. Skipið hefði fyrir nokkrum árum verið mikið umtalað vegna smyglmáls og hefði meðal ann- ars komið til tals, að það yrði gert upptækt. Síðan þá hefði skipið skipt um nafn og heitið Símon Gíslason, skráð í lögsagn- arumdæmi Keflavíkur. Skipa- smíðastöð Njarðvíkur hefði tekið að sér að yfirbyggja skipið fyrir síðustu eigendur, en síðan yfir- tekið það. Kaupverð skipsins er áætlað 13 til 15 milljónir króna og eig- endur auk Helga eru Þórður Júlíusson og Gunnar Geir- mundsson. „Flestir stærstu sjóðirn- ir tóku ekki of háa vexti“ — segir Hrafn Magnússon, formaður SAL „STJÓRNIR sumra lífeyrissjóða höfðu ekki tekið neina ákvörðun um það hversu háir vextir skyldu vera, heidur látið vexti fylgja hæstu leyfilegum vöxtum á hverjum tíma. í þessum tilfellum fær fólk ekki endurgreitt þó að það hafi greitt allt að 10% vexti,“ sagði Hrafn Magnússon hjá Sambandi almennra lífeyrissjóða, þegar hann var inntur fregna af ofreiknun vaxta á lífeyrissjóðslánum. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær urðu þau mistök við útreikning vaxta á lifeyrissjóðs- lánum sl. sumar, að í nokkrum til- fellum voru teknir 10% vextir af lánum þó að stjórn lífeyrissjóðsins hefði aðeins samþykkt 7% vexti. „Fyrirkomulag á þessu er með ýmsum hætti," sagði Hrafn. „Mér skilst að lögfræðingadeild Lands- bankans og e.t.v. fleiri banka hafi skrifað greinargerð til lífeyris- sjóða þess efnis, að leyfilegt væri að taka hæstu lögleyfða vexti af Jón Páll Sigmarsson setti á dögunum heimsmet í að lyfta 125 kg bjargi I Mora I Svíþjóð. Hér birtast myndir frá þessu afreki Jóns Páls, sem hlaut viðurnefnið „Sterkasti maður heims“. „Mikill heiður að fá að vera með“ KRAFTAJÖTUNINN Jón Páll Sigmarsson, sterkasti maður heims, kom heim til íslands í gærkvöld. Blaðamaður Mbl. náði tali af kappanum eftir að hann kom heim. „Ég get nú ekki sagt neitt um úrslit keppninnar en ég er ánægður og feginn að vera kom- inn heim. Eg er bundinn þagnar- eiði varðandi úrslit keppninnar, þar sem sjónvarpsstöðvar hafa einkarétt á að selja myndirnar og þátt um þetta mót, það eru jú fáir sem mundu vilja kaupa þátt um einhverja keppni ef úrslit væru öllum kunn,“ sagði Jón Páll. — Hvað viltu nú segja um þessa keppni? „Nú, það er mjög mikill heiður fyrir mig að fá að vera með í þessari miklu keppr.i, í öðrum löndum þarf að keppa um það sérstaklega, hver fær að fara á þetta mót. Mér fannst það fjar- lægur draumur að fá að keppa á þessu móti, er ég tók þátt í keppni sem ber nafnið sterkasti maður Evrópu, fyrir nokkrum árum. Keppni þessi reyndi mikið á þolkraft og úthald en minna á handgrip og styrk. í keppni þess- ari er aldrei keppt í sömu grein- unum ár eftir ár, svo að menn geta ekki æft sig sérstaklega fyrir þetta mót. Við fengum að vita mánuði fyrir mótið í hvaða greinum yrði keppt." Jón vildi svo að lokum koma á framfæri þakklæti til allra sem studdu hann til fararinnar. Svo er bara að vona að ís- lenska sjónvarpið sjái sér fært að kaupa sýningarrétt á þessari mynd um keppnina. skuldabréfum, sem gefin voru út fyrir 11. ágúst. Um tíma voru því teknir um 10% vextir, en það fer eftir ákvörðun lífeyrissjóðsstjórn- anna. Ef stjórnirnar hafa ekki gert athugasemd við þessa vaxta- ákvörðun, þá hafa verið teknir 10% vextir. í þeim tilfellum á fólk ekki rétt á endurgreiðslu. Það gæti einnig verið að aðrir sjóðir fallist á þessa skýringu bankans og þá á fólk ekki heldur rétt á endurgreiðslu." Vextir eru nú samræmdir og sagði Hrafn að ekki hefðu verið teknir of háir vextir nema í nokkr- ar vikur. „Ég veit ekki hversu marga sjóði er um að ræða, en stærstu sjóðirnir sjá sjálfir um innheimtu sinna lána. Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins inn- heimtir í gegnum Tryggingastofn- un ríkisins, Lífeyrissjóður versl- unarmanna sér sjálfur um inn- heimtu, Lífeyrissjóður sjómanna er hjá Tryggingastofnuninni og Lífeyrissjóður SÍS innheimtir í gegnum Samvinnubankann. Þessi mistök ættu því varla að hafa átt sér stað hjá þeim. Mér er kunnugt um að Lífeyrissjóður Vestmann- eyinga hafi þegar endurgreitt sín- um skuldunautum,“ sagði Hrafn að lokum. Siglufjörður: Góður afli línubáta Siglunrði, 25. janúar. LÍNUBÁTAR hafa aflað vel að und- anfornu. Þeir hafa verið með þetta 5—7 tonn, eða um 150 kfló á lóð. Línuna hafa þeir lagt á svoköll- uðum Töngum út af Siglufirði. Þetta eru þekkt mið. Er miðað við yztu brún Hríseyjar og Ólafsfjarð- armúla að austanverðu og Málmey og Þórðarhöfða að vestanverðu. m.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.