Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 Verslunarfélag Austurlands: Ætla í beina sam- keppni vid SÍS Vcrslunarfélag Austurlands, í Fellabæ á Egilsstödum, hefur í hyggju að stofna nýtt hlutafélag til að efla starfsemi sína. Að sögn Sigurðar Grétarssonar framkvæmdastjóra félagsins verða hlutabréfin boðin út á almennum markaði og verður heildarverðmæti þeirra 7 milljónir króna. /Etlunin er að ganga þannig frá hlutabréfunum að þau verði frádráttarbær til skatts fyrir einstakl- inga. Stofnfundur hlutafélagsins verður haldinn Tóstudaginn 1. febrúar nk. á Egilsstöðum, en framhaldsaðalfundur verður haldinn síðar í Reykjavík. „Verslunarfélag Austurlands var stofnað 1960 um rekstur á slátur- og frystihúsi í samkeppni við kaup- félögin og þetta verslunarfélag var meðal annars einn af stofnendum Verslunarsambands íslands. Þetta verslunarsamband, og við meðal annars, var eitt af stofnendum Hafskips, áttum 10% hlut þar í gegnum Verslunarsambandið," sagði Sigurður. „Nú síðan lognaðist þetta Verslunarsamband útaf, verslunarfélögin týndu tölunni, en Verslunarfélag Austurlands er eitt af fáum sem eftir eru, og sennilega það eina sem ennþá heitir verslun- arfélag. Aukinn fjármagnskostnað- ur á síðari árum hefur valdið erfið- leikum í rekstri, en með stofnun hlutafélags fæst fjármagn til að efla rekstur félagsins." Verslunarfélagið rekur verslun i Fellabæ á 300 fermetra gólffleti ásamt kjötvinnslu og lager. Það rekur slátur- og frystihús og dag- vöruverslun á Egilsstöðum, það er að segja verslar með það sem fólk þarf til daglegra nota í lítilli hverf- isverslun, en aðalverslunin er í Fellabæ með fatnað, búsáhöld og leikföng auk matvöru. Hjá félaginu vinna 16 mans að öllu jöfnu en 30 bætast við í sláturtíðinni. Með hlutafélagsstofnuninni er stefnt að þvi að halda sláturleyf- um. „Þeim sláturleyfum sem enn eru til utan Sláturfélags Suður- lands og Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, þessara stóru blokka og þá sérstaklega Samband ís- lenskra samvinnufélaga, því þeir eru að verða einokunaraðilar á markaðnum. Það eru ekki nema fimm eða sex aðilar sem hafa slát- urleyfi fyrir utan þessa stóru aðila. Við erum að reyna að tryggja það að ieyfið verði hér áfram og skapa þannig samkeppni." Enn fremur sagði Sigurður: „Við höfum alltaf reynt að greiða fullt verð til bænda á hverju sem gengur og reynt að standa okkur gagnvart þeim. Við munum reyna að gera enn betur þegar við erum búnir að stofna hlutafélagið og erum komn- ir i fullan gang." Sverrir Hermannsson iðnaöarráðherra: Byggðalína skilar nánast engum arði „ÞAÐ LIGGUR ALVEG Ijóst fyrir, að við höfum varið 2,7 milljörðum króna í byggingu Byggðalínu og hún gefur okkur engan arð að kalla má. Að vísu eykur hún margfaldlega öryggi orkudreifingar í landinu og það er óbeinn hagnaður. Byggðalína fer ekki að skila arði fyrr en kísilmálmverksmiðjan á Reyðarfirði hefur risið. Eg mun því gera mjög harða atrennu að því, að bygging verksmiðj- unnar verði hafin í vor. Samstarfsflokkurinn er mér eindregið sammála um það,“ sagði iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Þetta var auðvitað fjárfesting sem hefði komið fyrr eða síðar og börn okkar munu prísa okkur fyrir, en tímasetning á henni var auðvit- að vitlaus eins og á flestu, sem við gerum. Það virðist kækur hjá okkur að velja aldrei rétta tima- setningu á framkvæmdir okkar. Að gera réttan hlut á réttum tíma virðist vera hrein undantekning. Ég frestaði byggingu Suðurlínu um eitt ár. Þegar ég kom að þeim mál- um, var að vísu búið að heimila byggingu hennar, en engir pen- ingar voru til. Það var nú eins og annað hjá þeim, sem fyrirsjá höfðu með þessum málum, þá varðaði ekkert um það hvort peningar væru til. Ég gat ekki frestað henni leng- ur, því það var búið að kaupa svo mikið efni, að vextirnir af því voru hreinar drápsklifjar svo það varð að ljúka henni,“ sagði Sverrir Her- mannsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tölvurnar á Hótel Sögu. Við þær standa aðstoðarhótelstjórinn Jónas Hvannberg og menn frá Marel hf. og norska fyrirtækinu Scanvest Ring, sem selur tölvurnar og hugbúnað. Þrjú stærstu hótelin í Reykjavík: Taka í notkun tölvubúnað til bókunar, pöntunar og móttöku ÞRJÍJ HÓTEL í Reykjavík, Hótel Loftleiðir, Hótel Esja og Hótel Saga, eru nú að taka í notkun nýtt og full- komið tölvukerfi, sem mun annast pantanir, bókanir, reikningsfærslur og fleira. Valgerður Bjarnadóttir fram- kvæmdastjóri hóteldeildar Flug- leiða sagði, að 2—3 ár væru liðin síðan fyrst var farið að huga að því að setja upp slíkan búnað á hótelum fyrirtækisins. „Þessi búnaður auðveldar mjög alla vinnu í sambandi við pantanir, bókanir og móttöku gesta", sagði Valgerður. „Þegar gestur pantar herbergi á einhverju hótelanna veitir hann allar nauðsynlegar upplýsingar og þær eru færðar inn í tölvu. Þá þarf gesturinn ekki að gera annað en nefna nafn sitt við komuna og við getum þegar af- greitt hann, án þess að tími fari í að finna pöntunina og láta hann fylla út eyðublöð. Um leið og tölv- an hefur fengið skipun um að gest- urinn sé kominn á hótelið færir hún sjálfkrafa inn kostnað hans við dvölina á hverjum degi, þ.e. gistikostnað. í vor bætum við síð- an við símstöð, sem gerir okkur kleift að skrá kostnað við símtöl gestsins beint inn á hótelreikning hans. Þegar gesturinn tilkynnir brottför er reikningurinn fullunn- inn í tölvunni. Kerfið getur einnig tekið við pöntunum í tvö ár fram í tímann." Tölvubúnaður sem þessi er í flestum stærri hótelum erlendis, að sögn Valgerðar. „Þetta kerfi verður tengt við móðurtölvu okkar og það verða fimm tölvuskermar í hvoru hóteli. Hótelin samnýtast betur en áður, því nú þarf ekki annað en að líta á tölvuskerm í öðru hótelinu til að sjá hvort hitt er fullbókað. Þetta er auðvitað dýrt fyrirtæki, en hagræðingin er líka augljós," sagði Valgerður. Hugbúnaður tölvukerfisins er hannaður af norska fyrirtækinu Scanvest Ring a/s en umboðsaðili hér á landi er Marel hf. Ástæða Staðarbakki: þess að Marel hf. er umboðsaðili er sú, að Scanvest hefur haft sam- starf við fyrirtækið áður og komið tölvuvogum þeirra á markað í Skandinavíu. Sigurður Jónasson forstöðumaður kerfisdeildar Mar- el hf. sagði, að tölvukerfi þessi hentuðu jafnt smæstu sem stærstu fyrirtækjum. Hann sagði, að þeir möguleikar, sem kerfið byði upp á hefðu gert hótelum er- lendis kleift að greiða stofnkostn- að niður á örskömmum tíma. Fundað um byggða- og landbúnaðarmál SUAarbakka, 24. janúar. ÞANN 22. þessa mánaöar var al- mennur fundur haldinn um byggða- og landbúnaðarmál í félagsheimilinu Víðihlíð. Var til hans boðað af Sjálf- stæðisfélagi Vestur-Húnavatnssýslu. Fundarstjóri var formaður félagsins, Ólafur Óskarsson. Frummælendur voru þeir Egill Bjarnason ráðunuatur og þingmennirnir Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráð Jónsson. Egill rakti stöðu landbúnaðarins á síðustu árum, bæði hvað snerti búfjáreign og sölu á landbúnaðar- vörum. Þingmennirnir lýstu stöðu atvinnuvegarins og gildi hans fyrir þjóðfélagið og þær leiðir, sem helzt mættu verða honum til styrktar. Meðal annars skýrði Eyjólfur frá starfsemi laxeldisstöðvarinnar í Lóni í Kelduhverfi. Fundinn sátu um 60 manns og urðu umræður líf- legar að loknum framsöguræðum. Það kom fram í ræðum manna að skuldir hefðu aukizt mjög á síðasta ári og efnahagsörðugleikar væru hjá fjölda bænda. Menn virtust sammála um, að á meðan hömlur á framleiðslu væru nauðsynlegar, væri æskilegra að svæðakvótar væru teknir upp og bændur yrðu að krefjast þess, að innleggsvörur þeirra yrðu greiddar því sem næst að fullu við afhendingu. Þó ekki sé bjart framundan hvað efnahaginn snertir var þó ekki að heyra neinn uppgjafartón í mönnum. — Benedikt Tóbaksvarnanefnd segist ánægð með viðbrögð almennings „MIKIL ánægja er með þau viðbrögð sem nefndarmenn hafa merkt hjá almenningi vegna laga um tóbaksvarnir, sem gengu í gildi 1. janúar sl.,“ sagði Árni Johnsen, formaður tóbaksvarnanefndar á blaðamannafundi nefndarinnar. „í þeirri umræðu sem verið hefur, gætir þess miskilnings að með lögunum sé veriö að banna fólki að reykja, en það er ekki rétt. Þeir sem vilja reykja geta haldið því áfram ef þeir vilja. Það er einungis farið fram á að reykingarmenn sýni tillitssemi og reyki á afmörkuðum stöðum og taki þannig tillit til þeirra sem ekki reykja.“ Hörður Bergmann frá vinnueft- irliti ríkisins, benti á að lögin um tóbaksvarnir, næðu einungis til lítils hluta af vinnustöðum í land- inu. í dreifibréfi, sem sent hefur verið til eftirlitsmanna vinnueft- irlitsins, eru drög að reglum um bann við reykingum á öðrum vinnustöðum kynntar og þeir beðnir um að kanna hver við- brögðin verði við þeim. Viðurlög við broti á þessum reglum, verði þær samþykktar, geta leitt til lok- unar á viðkomandi vinnustað. Könnun sem gerð var 1983 sýndi að 70% þjóðarinnar reykti ekki, þannig að með setningu laganna má líta svo á að „Þögli meirihlut- inn“, hafi fengið langþráð tæki til að bera hönd yfir höfuð sér. Ekki síst hvað börn og unglinga varðar. Nú á næstu dögum verður farið að dreifa um landið tugþúsundum merkja og límmiða um bann við reykingum og bann við sölu á tób- aki til barna yngri en 16 ára. „Heilsugæslukerfið mun sjá um dreifingu miðanna og heilbrigðis- fulltrúar á hverjum stað eiga að sjá um uppsetningu þeirra." sagði Ingimar Sigurðsson, formaður frumvarpsnefndar að lögum um tóbaksnefnd. Eftir að Landlæknir, Guðjón Tóbaksvarnanefnd: Árni Johnscn, alþingismaður og formaður nefndarinnar, Þorvarður Ornólfsson, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu og formaður frumvarpsnefndar, Þórhallur Halldórsson, framkvæmdastjóri Hollustuverndar ríkisins, Guðjón Magnússon, landlæknir, og Hörður Bergmann, Vinnueftirliti ríkisins. Magnússon, hafði skýrt út tekst- ann á varnaðarmiðum sem setja skal á sígarettupakka 1.6.1985, þar sem meðal annars kom fram að maður sem reykir 1 pakka á dag, skerðir lífslíkurnar um 7 mínútur við hverja sígarettu. Benti hann á að setning laganna hefði vakið mikla athygli erlendis, en að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem við værum í farar- broddi hvað heilsugæslu varðar. Nægði þar að nefna baráttuna við berkla á sínum tíma og varnir gegn rauðum hundum hjá konum. Þau mál sönnuðu að við þyrftum ekki alltaf að bíða eftir því að aðr- ir framkvæmdu þetta á undan okkur. Einnig kom fram á fundinum að sennilega væri það einsdæmi að falast væri eftir lögum héðan til þess að miða við samsvarandi lagasetningu erlendis. Aðalstarf nefndarinnar og fjár- munir á næstu árum munu fara í aðgerðir til að draga úr tóbaks- neyslu, en til þeirra mála fær nefndin 2 prómill af tóbakssölu hvers árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.