Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Skáldið Höfundi þessa pistils rennur nú eiginlega blóðið til skyld- unnar, að fjalla um skáldið Örn Arnarson á aldarafmæli þess, en í fyrrakveld var endurflutt afmæl- isdagskrá Helga Más Barðasonar frá 29. desember 1984. í þessari minningardagskrá skyggndist Helgi Már á bak við skáldanafnið Örn Arnarson og inní heim kenn- arans Magnúsar Stefánssonar. Þar biasti við ákaflega dularfull persóna, er að mínu mati ætti að heilla verðandi baccalaureata í ís- lenskudeild Háskóla íslands. Ekki er ég nú samt viss um að nokkur slíkur leggi út í prófritgerðarsmíð um þetta dularfulla austfirska skáld því eins og Helgi Már orðaði það var Magnús Stefánsson „Si- fellt á flótta undan frægðinni". Kvartar Helgi undan því að nán- ást sé ómögulegt að komast að manninum Magnúsi Stefánssyni. Heimur skáldsins Samt fannst mér Helgi hafa þó nokkuð uppúr krafsinu, en hann leitaði allvíða fanga, meðal annars í bréf er Magnús sendi Halli Hallssyni tannlækni og svo til lýs- inga Stefáns Júlíussonar rithöf- undar, er segir frá því er hann strákur mætti skáldinu út í Hafn- arfjarðarhrauni. Skáldið var þar oft á ferð að skoða steina og smá- gróður. Stundum var það skraf- hreyfið en oftar en ekki reikaði það framhjá eins og í leiðslu. Skáidið var raunar mikill náttúru- dýrkandi og undi sér vel innan um kuðunga fjöruborðsins, en samt átti það til að stökkva inní heim hversdagslífsins. Þannig segir Stefán frá því að eitt sinn hafi Magnús Stefánsson kennari birst formálalaust á kosningaskrifstofu Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Tók hann þar öll völd og stjórnaði af skörungsskap kosningabarátt- unni. Svo sást hann ekki meir á þaim vettvangi. Þessi saga minnir mig á frásögn er ég las eitt sinn af Óskari O’Flahertie Wilde, írska skáldinu er stóð fyrir svipaðri uppákomu á öðrum vettvangi. Heimur skáld- skaparins. Og þannig var skáldið er bjó í litla hótelherberginu í Hafnar- firði. Það lifði að mestu í friði frá brambolti heimsins, inná óravíð- um lendum skáldskaparins. En þar stóð það ekki eitt og yfirgefið. Þá unni þjóðin skáldunum og ég get nefnt sem dæmi vin minn aldamótamann sem nú er látinn er kunni kvæði Arnar bókstaflega utanbókar. Nú rekst maður æ sjaldnar á nemendur í bók- menntaáföngum er unna ljóðlist. Hvað er til ráða? í skáldskap er hægt að segja ýmislegt sem ekki verður annars sagt með góðu móti. Þar fá ýmsar leyndar tilfinningar og þrár útrás. En nú er liðin sú tíð að menn sátu við ratljós í baðstofu og þuldu rímur sér til hugarhægð- ar. Samt er tími skáldskaparins ekki liðinn, því enn erum vér mennskar verur, hlaðnar tilfinn- ingum, löngunum og óræðum vilja. En í stað þess að fletta ljóða- kveri glápum vér á Skonrokk í leit að heimi skáldskaparins. Þar gægjumst vér að vísu inná lendur hans en Þögnin er yfirþyrmandi því það vantar textann. Er ekki hér verk að vinna fyrir skáldin? Það er nógu slæmt að gelda til- finningalíf heillar kynslóðar með tölvumáli, þótt hún verði ekki einnig svipt lífsmagni skáldskap- arins. Nema vér stefnum í átt til Nýlensku undir forystu Stóra- bróður. ólafur M. Jóhannesson Jeff Bridges og Valerine Perrine í hlutverkum sínum. Ökuþórinn - bandarísk mynd um kappakstur ■■■■ Fyrri bíómynd- 91 oo in í kvöld er ^ A — bandarísk frá árinu 1973 og nefnist öku- þórinn (The Last Americ- an Hero). Myndin fjallar um bændafjölskyldu í Suður- ríkjum Bandaríkjanna. Heimilisfaðirinn hefur árum saman stundað bruggun á kornviskíi og leynilega sölu á því. í upp- hafi myndarinnar er hann hnepptur í varðhald, ekki í fyrsta sinn. Annar sona hans, sem hefur mikinn áhuga á bilum, ákveður að sjá fjölskyldunni farborða þar eð faðir hans er far- inn í steininn. Hann afræður að fara út í knappakstur enda tel- ur hann það auðveldustu leiðina til að afla fjár. Myndin greinir frá frama sonarins á kappaksturs- brautum þar vestra á meðan Karl faðir hans situr í grjótinu. Leikstjóri er Lamont Johnson en með aðalhlut- verk fara Jeff Bridges, Valerie Perrine, Gerald- ine Fitzgerald og Ned Beatty. Hér og nú ■HB Fréttaþáttur- 1 \ 00 inn Hér og nú A4*— er að venju á dagskrá útvarps í dag kl. 14. Umsjónarmenn að þessu sinni eru frétta- mennirnir Helgi Péturs- son, Atli Rúnar Hall- dórsson og Gunnar E. Kvaran. Að þessu sinni verður fjallað um skelfiskveið- arnar á Bíldudal sem mik- ið hafa verið til umfjöll- unar að undanförnu. Þá verður fylgst með setn- ingu Árs æskunnar sem fór fram í Austurbæjar- bíói sl. miðvikudag. Loks verða fengnir nokkrir menn til skrafs um stöðu stjórnmála en Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí á mánu- dag. Kínversk mynd: Ástarsaga frá Shanghai ■■■■ Síðari myndin í 00 35 kvöld er kín- ~~ versk frá árinu 1982 og nefnist Ástarsaga frá Shanghai. Myndin fjallar um ást- arævintýri ungs og mynd- arlegs verkamanns í skipasmíðastöð. Hann fæst við ritstörf í frí- stundum sínum og því fá vinnufélagar hans hann til að skrifa fyrir sig eld- heit og hnitmiðuð ástar- bréf. Dag einn sér ungi maðurinn eina af stúlkun- um sem hann hefur skrif- að og verður óðara ást- fanginn af henni. Systur unga mannsins gengur hins vegar ekki eins vel í ástamálunum og skapast af því ýmis vand- ræði. Mynd þessi sýnir vel mismunandi hugmyndir og skoðanir meðal kín- versks æskulýðs í Shanghai á okkar dögum. Leikstjóri er Ding Yinnan, en með aöalhlut- verk fara Gou Kaimin, Wu Yuhna, Xu Jinjin og Ziao Xiong. Þýðandi er Ragnar Baldursson. Ungi maðurinn og systir hans UTVARP LAUGARDAGUR 26. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorð — Guðmundur Ingi Leifsson talar. 8.15 Veðurfrengir 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Oskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir.) Óskalög sjúklinga frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla. Sigurður Helgason sfjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.40 íþróttaþáttur. Umsjón: Hermann Gunn- arsson. 14.00 Hér og nú. Fréttaþáttur I vikulokin. 15.15 Listapopp. — Gunnar Salvarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál. Asgeir Blöndal Magnússon flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvlk. 17.10 A óperusviðinu. Óperan og áhrif hennar á aðrar greinar tónlistar. 2. þáttur. Umsjón. Leifur Þórar- insson. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Ur vöndu að ráða. Hlustendur leita til útvarpsins með vandamál. 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón Sveinsson. Gunnar Slefáns- son les þýðingu Freysteins Gunnarssonar (20). 20.20 Harmonikuþáttur. Umsjón: Sigurður Alfonsson. 20.50 „Þorra við bjóðum á þennan fund." Valborg Bentsdóttir rifjar upp ýmislegt efni sem flutt var á þorrablótum sem hóf- ust fyrir 40 árum. Þorrablóts- menn tala saman og Þorri kemur. 21.30 Kvöldtónleikar. Þættir úr sfgildum tónverk- um. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. SJÓNVARP 16.30 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 18.15 Enska knattspyrnan 19.00 Skonrokk Endursýndur þáttur frá 4. þessa mánaðar. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin Annar þáttur Breskur gamanmyndaflokk- ur I þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Ökuþórinn (The Last American Hero) Bandarisk biómynd frá LAUGARDAGUR 26. janúar 1973. Leikstjóri Lamont Johnson. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Valerie Perrine, Geraldine Fitzgerald, Ned Beatty. Heimilisfaðir i Suðurrlkjunum er hnepptur I fangelsi fyrir brugg og leynivlnsölu og verður þá sonur hans að sjá fjölskyldunni farborða. Hann afræður að leggja stund á kappakstur og nær góöum árangri á þvl sviði. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.35 Astarsaga frá Shanghai Klnversk biómynd frá 1982. Leikstjóri Ding Yinnan. Aöalhlutverk: Guo Kaimin, Wu Yuhua, Xu Jinjin og Xiao Xiong. Myndin er um ungt fólk I Kina á okkar dögum, ást- armál þess og framtíðar- drauma. Aðalsöguhetjan er þó ungur verkamaður I skipasmlöastöð sem fæst við ritstörf I tómstundum. Þess vegna fá vinnufélag- arnir hann stundum til aö skrifa fyrir sig ástarbréf. Dag nokkurn sér ungi maöurinn eina stúlkuna, sem hann hef- ur skrifaö. og veröur sjálfur ástfanginn af henni. Þýðandi Ragnar Baldursson. 00.20 Dagskrárlok 22.35 Þriðji heimurinn. Þáttur I umsjá Jóns Orms Halldórssonar. 23.15 Óperettutónlist. 24.00 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl 03.00. LAUGARDAGUR 26. janúar 14.00—16.00 Léttur laugar- dagur Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. 16.00—18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barða- 24.00—24.45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 24.45—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. Rásirnar samtengdar að lok- inni dagskrá rásar 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.