Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 7 Auglýsing kærð til V erðlagsstofnunar SJÓMANNABLAÐIÐ Víkingur hef- ur kært til Verðlagsstofnunar for- ráðamenn Frjáls framtaks, sem er útgefandi Sjávarfrétta, fyrir auglýs- ingu þar sem staðhæft er að Sjávar- fréttir sé fjórum sinnum útbreiddara en nokkuð annað blað á sviði sjávar- útvegs. Telja forráðamenn Sjómanna- blaðsins Víkings auglýsinguna vera brot á ákvæðum 27. gr. laga nr. 56/1978 um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Þeir teija fullyrð- inguna ranga og vísa til fjölmiðia- könnunar Hagvangs frá 1982. Þess er krafist aö forráðamenn Frjáls framtaks verði sóttir tii saka vegna auglýsingarinnar. Tekinn með stoina ávísun í banka SK J ALATÖSKU með verulegum verðmætum í, verðbréfum, ávísana- heftum, geymslukvittunum á banka- bækur og árituðum ávísunum, var stolið úr bifreið á Laugavegi í fyrra- kvöld. Rannsóknarlögregla ríkisins var kvödd á vettvang til að rannsaka máliö. f gærmorgun fannst svo task- an í húsasundi skammt frá og öll verðmætin utan ávísunar að upphæð 27 þúsund krónur. Síðdegis í gær var svo 15 ára gamall piitur handtekinn í Verzl- unarbanka ísiands og var hann þá að reyna að selja ávísunina. Hann var tekinn til yfirheyrslu og kveðst hafa verið fenginn til að selja ávís- unina. Þrír drengir eru grunaðir um að hafa stolið töskunni úr bif- reiðinni. „Ernst hagaði sér hneykslanlega" Danir sárir yfir framkomu sænska skákmannsins Frá fundi útvarpsráðs á Akureyri í gær. Morgunbladið/GBerg. Útvarpsráð fundar á Akureyri: Lýst yfir stuðningi við stað- bundið útvarp á Akureyri UTVARPSRÁÐ hélt sinn fyrsta fund á Akureyri í gær og voru mál- efni útibús Ríkisútvarpsins á Akur- eyri þar sérstaklega til umræðu. Samþykkt var ályktun þar sem lýst var yfir stuðningi við staðbundið útvarp á Akureyri og hvatt til að undirbúningi verði hraðað. Markús Örn Antonsson, út- varpsstjóri, sagöi í samtali við blaðamann Mbl. að starfsfólk Rikisútvarpsins á Akureyri hefði unnið að þessu máli og miðað við að útsendingar gætu hafist 1. mars næstkomandi. Sagði Markús Örn að helst væri rætt um tvær leiðir. Staðbundið útvarp fyrir Akureyri og næsta nágrenni, eða útsendingar um dreifikerfi rásar 2 um stóran hluta Norðurlands eystra. „DÆMIÐ gekk ekki upp hjá mér í síðustu umferð svæðamótsins. Ég varð að sætta mig við jafntefli gegn Jóhanni Hjartarsyni, þó ég hefði heldur þægilegri stöðu í endataflinu. Helstu keppinautar mínir sigruðu; Margeir Pétursson hætti öllu í mikilli sóknarskák gegn Westerinen og sigr- aði og Simen Agdestein vann Ernst, sem því miður sýndi skákinni alls engan áhuga. Hann notaði aðeins hálftíma á 40 fyrstu leikina og hrað- aði sér út í bifreið, sem beið hans, eftir að hafa gefist upp. Ernst sýndi óíþróttamannslega framkomu, sem í raun ætti að refsa fyrir,“ skrifar Bent Larsen í Ekstrabladet um síðustu um- ferð svæðamótins í Gausdal. í dönskum blöðum er lýst von- brigðum, að Danir skuli ekki eiga fulltrúa á millisvæðamót, en sem kunnugt er urðu þeir Margeir Pét- ursson og Simen Agdestein frá Noregi jafnir og efstir. Bent Larsen hafnaði í þriðja sæti. Þung orð hafa fallið í dönskum blöðum í garð sænska skákmannsins Thomas Ernst fyrir framkomu hans í síð- ustu umferðinni þegar hann tapaði fyrir Agdestein. „Thomas Ernst hegðaöi sér hneykslanlega í skák- inni við Agdestein," skrifar Svend Ekki áttfalt atkvæðafylgi í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær þar sem fjallað var um skoðana- könnun sem fram fór á Akranesi kom fram villa. Þar segir, og er Skagablaðið borið fyrir fréttinni, að fylgi Kvennalista hafi áttfald- ast. Hér er um misskilning að ræða, því Kvennalisti hefur ekki boðið fram á Akranesi. Hins vegar kom fram í svörum þeirra sem spurðir voru að nokkrir aðfluttir Akurnesingar höfðu kosið Kvennalista í öðrum kjördæmum og þegar þeir voru spurðir, hvað þeir hefðu kosið síðast og hvað myndu þeir kjósa næst, ef Kvennalisti yrði í framboði, kom í ljós að þeir ásamt fleiri Akurnes- ingum kváðust geta hugsað sér að greiða Kvennalista atkvæði. Því er hér ekki um áttföldun fylgis að ræða, miðað við síðustu alþingis- kosningar, þar sem ekkert fram- boð var frá Kvennalista á Akra- nesi. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu ranghermi. Novrup í Politiken. „Ernst kvaðst hafa glatað viija til sigurs og pant- aði leigubíl hálftíma áður en um- hugsunartimi skákmanna var lið- inn. Hann tefldi nánast hraðskák í mikilvægri skák á svæðamóti. Þeg- ar hann gafst upp að loknum 56 leikjum hafði hann notað 46 mínút- ur. Þá var enn ástæða til að tefla til jafnteflis, en leigubíllinn beið og Ernst hvarf á braut. Óíþrótta- mannsleg framkoma í hæsta máta og undir engum kringumstæðum má láta þetta óátaiiö. Niðurstaðan var dönskum skák- mönnum mikið áfall. Vonir stóðu tii að annar Dananna kæmist áfram — sérstaklega Bent Larsen. Margir munu telja að þarna hafi Larsen horfið úr röð fremstu skákmanna heims, en við Danir vitum betur; Larsen nær sér ávallt á strik eftir áföll,“ skrifaði Svend Novrup. Athugasemd frá Indriða Pálssyni, forstjóra Skeljungs: Ekki aðeins lækkun álagningar heldur líka staða innkaupajöfnunarreiknings — sem þarf að laga MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd og upplýs- ingar frá Indriða Pálssyni, forstjóra olíufélagsins Skeljungs: „Fyrirsögn Morgunblaðsins á viðtali við mig síðastliðinn föstu- dag, þar sem sagt er að olíufélögin vilji fá leiðréttingu á óraunhæfri lækkun álagningar, segir ekki nóg. Ég hefði að sjálfsögðu óskað eftir því, að þar hefði verið bætt við ... og neikvæðri stöðu innkaupajöfn- unarreiknings. t því er fólgin aðal- upphæðin. í öðru lagi voru prósentur eftir mér hafðar réttar, en áttu aðeins við um gasolíu. Ég tel rétt að gefa líka upp á sama hátt prósentur á svartolíu, en þær eru eftirfarandi: Hlutdeild magnálagningar í svart- olíuverði í dag er 3,81%. Á sama hátt er hlutdeildin í heildardreif- ingarkostnaði 5,75%. Ef farið væri eftir beiðni okkar yrði hlutdeild magnálagningar 5,17% og hlut- deild heildardreifingarkostnaðar 6,93%. Þegar ég tala hér um hlutdeild magnálagningar og dreifingarkostnaðar, er verðjöfn- unargjald ekki inni i því. í þriðja lagi er mikið talað um bensínstöðvar og bensínhallir. { því sambandi vildi ég koma á framfæri, að frá 1960 til ársloka 1983 meira en fimmfaldaðist bíla- eign landsmanna. Frá 1970 meira en tvöfaldaðist hún. Því er eðlilegt að afkastageta við bensínaf- greiðslu aukist á sama tíma. Á timanum frá 1960 hefur bensín- stöðvum oliufélaganna í heild stórlega fækkað. í þvi sambandi vil ég nefna, að í þorpunum á Snæfellsnesi er hvergi nema ein bensinafgreiðsla. Á öllum Vest- fjörðum er aðeins bensínaf- greiðsla í hverju kauptúni eða kaupstað. Viða á Norðurlandi, til dæmis Siglufirði og Ólafsfirði, er ein bensínafgreiðsla. Á Suður- landi og suðvesturhorninu er ein bensinafgreiðsla i Grindavík, ein i Sandgerði, ein í Þoriákshöfn, ein á Stokkseyri og ein á Eyrarbakka. En að sjáifsögðu hefur afkasta- geta bensínstöðvanna aukizt vegna endurnýjunar. Hvað snertir það félag, sem ég starfa fyrir, get ég látið þess getið, að í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur höfum við ekki byggt nýja bensínstöð síðan 1974, en erum að vísu að byggja eina núna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.