Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 26
26 Punktar frá bæjarstjórn Akureyrar Akarejri, 24. jaaóar. Nýjar götur fá nöfn Bygginganefnd hefur ákveðið nöfn á þrjár nýjar götur í bæn- um. Gata í nýja iðnaðarhverf- inu vestan Hlíðarbrautar heitir Réttarhvammur og gata sem liggur að lóðum aðveitustöðvar Landsvirkjunar og Vatnsveitu Akureyrar heitir nú Rangár- vellir. Þá hefur götunni vestur úr Þórunnarstræti sunnan Byggðavegar verið gefið nafnið Klettastígur. Oddfellowar fálóð Skipulagsnefnd hefur sam- þykkt fyrir sitt leyti að veita Oddfellowreglunni á Akureyri 3500 fermetra lóð vestan Þór- unnarstrætis gegnt lögreglu- stoðinni. Hefur skipulagsstjóra verið falið að leita eftir nánari hugmyndum umsækjanda um byggingaráform og staðsetn- ingu lóðar á svæðinu. Svanbjörn ráðinn rafveitustjóri Svanbjörn Sigurðsson, tæknifræðingur, hefur verið ráðinn rafveitustjóri Rafveitu Akureyrar frá 1. janúar sl. Svanbjörn hefur gegnt starfi rafveitustjóra frá því að Knút- ur Otterstedt lét af því starfi á sl. ári og réðst til Landsvirkj- unar. Nýr strætó Strætisvagnastjórn hefur staðfest pöntun á nýjum stræt- isvagni af Benz-gerð og er áætlaður afhendingartími í júní 1985. Ráðinn hjúkrunar- forstjóri Dvalarheimilastjórn hefur samþykkt að ráða Önnu Guð- rúnu Jónsdóttur, hjúkrunar- fræðing, Norðurbyggð 11, sem hjúkrunarforstjóra við dval- arheimilin. Anna Guðrún var eini umsækjandinn um stöð- una. GBerg. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 Skólastjóri Hjallaskóla, Stella Guðmundsdóttir, í hópi inægðra nemenda, sem væntanlega eru margs fróðari um umferðina eftir gærdaginn. Stelpurnar horfa fullar aðdáunar i stóru strikana velta fyrir sér vegamerk- ingum i veggmyndinni. (Ljósmyndir Mbl./ Bjarni.) Krakkarnir gerðu stórt likan af ninasta umhverfí skólans og hér er kennar- inn að útskýra leiðina heim. Strikarnir voru f ikðfúm samræðum um umferðarmerkin og kannski líka í bflaleik í leiðinni. Gagn og gaman á umferðardegi barnanna Það var mikið um að vera í Hjalla- skóla í Kópavogi þegar Morgunblaðs- fólk kom þangað í heimsókn í gær og afar litskrúðugt um að litast. Verið var að halda sérstakan umferðadag og óhætt að segja, að allur skólinn hafi verið undirlagður af viðfangsefninu. Eftir hádegið voru í skólanum þrír hópar sex, sjö og níu ára barna, u.þ.b. 40 í hverjum hóp, ásamt kenn- urum og öll tengdust viðfangsefnin umferðinni með einhverjum hætti. Einn hópurinn hafði með höndum verkefnið „leiðin í skólann", annar hafði umferðarmerkin á sinni könnu og sá þriðji tók fyrir umferð og slysahættu. En nemendur í skólan- um eru tæplega 200 og höfðu því enn fleiri verið að verki um morgunin. Alls staðar voru litlir hópar barna að klippa, teikna, mála, búa til leikrit og getraunir og margt fleira. Og það var greinilegt, að þau kunnu að meta þessa tilbreytingu í skólastarfinu. „Við skiptum skólanum svona upp einu sinni til tvisvar í mánuði og tökum fyrir ýmis umfjöllunarefni, sem börnin vinna saman að,“ sagði skólastjórinn, Stella Guðmunds- dóttir. „Það er stundum verið að tala um ofbeldi í skólum og ég held að það auki samkennd barnanna og stuðli að vináttu að láta þau vinna svona saman. f haust tókum við til dæmis haustið sem umfjöllunarefni og þá var meðal annars fjallað um far- fugla, hauststörf og tónlist, sem með einhverjum hætti tengist haustinu. Fyrir jólin var það að- ventan, þau fóru í kirkju og bjuggu til aðventukransa og í febrúar ætl- um við að vera með grímugerð og fleira. Þá læra þau að búa til grímur og svo verður klykkt út með því að slá köttinn úr tunnunni." Umferðardagurinn í Hjallaskóla var haldinn í samvinnu við Umferð- arráð og Guðmundur Þorsteinsson, Akureyri: Tónleikar Minningarsjóðs Þorgerðar Eiríksdóttur Akureyri, 24. janúar. TÓNLISTARSKÓLINN á Akureyri efnir til tónleika í Borgarbíói nk. laug- ardag, 26. janúar, og hefjast þeir klukkan 17. Eru tónleikarnir haldnir til styrktar Minningarsjóði Þorgerðar Kiríksdóttur, sem var einn af efni- legustu nemendum skólans og lést ár- ið 1972. Fram til þessa hefur sjóðurinn styrkt 15 nemendur skólans til fram- haldsnáms í tónlist. Á tónleikunum á laugardag verð- ur boðið upp á fjölbreytta efnisskrá og eru flytjendur allir úr hópi nem- enda og kennara skólans. Tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn sem renna til minn- ingarsjóðsins. GBerg námsstjóri í umferðarfræðslu, var mættur á staðinn til þess að líta á árangurinn. „Þetta er eitt þéttbýlasta hverfi borgarinnar og því ekki vanþörf á að börnin séu frædd um umferðina," sagði Guðmundur. „Sum verkefnin, sem tekin eru fyrir hérna núna, eru þó það umfangsmikil, að þeim þyrfti að sinna á miklu breiðari grundvelli. En svona framtak getur þó aldrei verið nema til bóta og svo má einnig segja sem svo, að ef börnin læra að hlýða umferðareglunum, Veitist þeim auðveldara að hlýða öðrum reglum líka.“ Bíóhöllin sýnir myndina 1984 BÍÓHÖLLIN hefur hafíð sýningar á myndinni 1984 sem gerð er eftir sögu George Orwell. Framleiðandinn Simon Perry sagði m.a. að í heimi nítján hundruð áttatíu og fjögur væru allir undir stöðugu eftirliti sjón- varpsskerma og senditæki væru allsstaðar til að pumpa út áróðri og skrá hverja hreyfingu. 1984 er síðasta myndin sem Richard Burton lék í, en aðal- hlutverk eru í höndum John Hurt, Richard Burton, Suzanna Hamilton og Bob Flag. EINSTÖK VERÐLÆKKUN A BÓKUM! Nú stendur fyrír dyrum að loka Markaðs- húsinu og af því tilefni efnum vlð til einstakrar rýmingarsölu á bókum, sem stendur yfír fram til mánaðamóta. Við bjóðum allt að helmings verðlækkun á alls konar bókum, auk þess sem við veitum sérstakan magnafslátt til viðbótar. Magnafslátturinn er 10% þegar verslað er yfir2000.- kr. og 15% þegar verslað er fyrir meira en 4000.- kr. Líttu inn meðan úrvalið BOKHLAÐAN MARKAÐSHOSIÐ Laugavegi 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.