Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANtJAR 1985 Minning: Lilja Árnadóttir — Hvolsvelli Fædd 21. mars 1914 Dáin 17. janúar 1985 Kveðja að leiðarlokum Þegar ég var lítil telpa í Miðkoti í Fljótshlíð var ég svo heppin að eiga stóra stystur, sem ég fékk að kúra hjá á nóttunni. Ég kom með koddann minn og spurði: „Er hér nokkurt pláss?“ Svarið var ævin- lega jákvætt. Það er svo notalegt — að leggja sig þar sem manni er óhætt að sofna. Svo liðu árin, hún giftist honum Guðjóni Jónssyni frá Torfastöðum í sömu sveit. Þá öfundði ég hann Guðjón að fá að sofa hjá henni. En þau voru heppin að fá að búa sam- an í 45 ár snurðulaust og koma upp fjórum mannvænlegum börn- um. Ég veit að litla telpan hennar elsku Lilju minnar og mamma og pabbi taka á móti henni yfir landamærin. Það er víst það eina sem maður veit i þessu jarðlífi. Fyrst við einu sinni fæddumst, þá verðum við að deyja. Það eru til ógrynni af ljóðum sem styðja þessa vissu, og eitt er á þessa leið: Hver er sem veit, nær daggir drjúpa, hvar dafnar fræ, sem ná skal hæst. Hver er sem veit nær knéin krjúpa við kirkjuskör hvað Guði er næst. E.B. Ég kveð Lilju mína og bið Al- bjóðan Guð að styrkja Guðjón, börn hennar, barnabörn, systkini og vini sem eftir lifa og sakna hennar svo sárt. Gunna systir. Þegar ég frétti að amma væri dáin brá mér mikið. Hún var allt- af svo góð við mig og okkur barna- börnin sín. Hún vildi alltaf vera að gefa og ekki er hægt að festa tölu á öllum sokkunum og vettlingun- um, sem hún prjónaði á okkur. Hún átti alltaf eitthvað í poka- horninu þegar wið heimsóttum hana. Við hlökkuðum svo mikið til þegar við áttum að fara í heim- sókn til ömmu og afa á Hvolsvelli. Amma var svo skemmtileg og hugsaði svo vel um okkur og til okkar og henni fannst aldrei neitt sem hún gaf okkur nógu gott, þó svo að það væri dýrgripur 1 okkar augum. Svo bjó hún til svo góðan mat og ekki var maður fyrr stað- inn upp frá borðum, en hún var farin að hugsa um hvaða góðgæti hún gæti borið fram næst. Gott var að leita til ömmu, ef að mann vantaði einhverja vitneskju t.d. í kristinfræði eða ljóðum, slíkum spurningum gat hún svarað á stundinni. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve hún var góð og hve mikið ég sakna hennar. Eitt er víst að ég gleymi henni ekki meðan ég lifi. Guð geymi ömmu mína Kristbjörg Lilja Austur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð er jarðarför í dag. Þar er borin til moldar Lilja Árna- dóttir, húsmóðir í Hvolsvelli. Á vordögum árið 1942 bárust þau tíðindi hingað út í Hvolsvöll að tvær fjölskyldur innan úr Fljótshlíð hefðu hug á að flytja í plássið auk þess bókhaldari sunn- an úr Reykjavík, — og að þessar þrjár fjölskyldur ætluðu að byggja sér hús. Þetta voru ekki svo lftil tíðindi þar sem aðeins þrjú íbúð- arhús voru þá á staðnum og mynd- uðu ofurlitla þyrpingu vestan við Kaupfélagsbúðina gömlu svo og sýslumannsbústaðurinn austan við byggðina. í þessum hópi væntanlegra frumbýlinga á lítt byggðum stað voru ung og myndarleg hjón, — Lilja Árnadóttir frá Miðkoti og Guðjón Jónsson frá Torfastöðum. Guðjón Jónsson var þá mjólkur- bílstjóri í Fljótshlíðinni með heimili sitt að Háamúla. Guðjón var þekktur sem ábyggi- legur og góður ökumaður, fljótur í ferðum þótt bílar væru á þessum árum orkulitlir og vegir vondir. Guðjón vann svo þetta sumar í stopulum frístundum af miklum áhuga og dugnaði við að koma húsinu sínu upp, enda þótt vinnu- dagur mjólkurbílstjóra væri þá langur og erfiður, en þá var ekið alla leið til Reykjavíkur annan hvern dag. Guðjón Jónsson er þekktur að því að láta öll verk, sem hann tekur sér fyrir hendur ganga vel. Að húsasmíðinni í Hvolsvelli lagði ísleifur Sveins- son, smiður frá Miðkoti, hagar hjálparhendur. Á haustdögum fluttu svo ungu hjónin inn í nýja húsið sitt, sem þau nefndu Hlíð, sjálfsagt eftir Fljótshlíðinni, en átthagatryggð þeirra hjóna var einlæg og svo sterk, að alla tíð sóttu þau sér upplyftingu og unað á æskustöðv- arnar, og sumargræn er Hlíðin sannarlega fögur. Hér í Hvolsvelli hefur heimili þeirra staðið traust og gott í meira en fjóra áratugi. Húsfreyj- an mild og móðurleg, hjónin sam- heldin og vart hægt að hugsa sér þau án hvors annars, alltaf að prýða heimili sitt úti og inni af miklum myndarskap. En nú þegar nýárssólin er sem óðast að hækka á lofti og boðar okkur bjartari daga er allt í einu á örskotsstundu einum færra í þeim hópi sem einna fyrst tók sér bólstað í Hvols- vallarkauptúni. Lilja Árnadóttir varð bráðkvödd síðla dags þann 17. þessa mánaðar. Hún gekk til starfa í saumastofunni Sunnu árla þess dags og lauk sínu verki, svo snögglega kom kallið mikla. Hin afmarkaða stund var á enda runn- in. Erfitt er að sætta sig við þegar vinir eru burtkallaðir fyrirvara- laust, sem okkur finnst að enn eigi leið framundan hérna megin móð- unnar. Skáldið frá Fagraskógi segir: „Menn halda stundum skammt á leikinn liðið, er lífið dregur tjaldið fyrir sviðið og skilur milli skars og kveiks. En stór og fögur stjörnuaugu skína, er stormsins svanir hvíla vængi sína til hærra flugs, til fegra leiks." Kristbjörg Lilja Árnadóttir eins og hún hét fullu nafni fæddist 21. mars 1914, foreldrar hennar voru Árni Sigfússon þekktur kaupmað- ur og útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum og Ingbjörg Krist- jánsdóttir frá Auraseli, sem síðar giftist ísleifi Sveinssyni, bónda og smið. í Miðkoti í Fljótshlíðarhreppi ólst Lilja upp frá 9 ára aldri í hópi sex hálfsystkina. Hafði Lilja oft orð á því, hvað fósturfaðir hennar hefði reynst sér einstaklega vel og raunar fór það ekki framhjá þeim sem til þekktu, kærleikurinn var gagnkvæmur. Eins og algengast var á unglingsárum Lilju Árna- dóttur fór hún ung að fara í vistir, en að vera í vistum á góðum og myndarlegum heimilum jafngilti þá, að vera í góðum hússtjórn- arskóla. Oft minntist Lilja hjónanna á Gilsbakka í Vestmannaeyjum, þeirra Dagmar Erlendsdóttur og ólafs ólafssonar. Um veru sína hjá þeim heiðurshjónum átti hún kærar og bjartar minningar og bast þeim ævilöngum vináttu- böndum, enda var Lilja tryggur vinur vina sinna. Hún var félags- lynd kona og bjó yfir góðum leik- rænum hæfileikum og átti þennan glaða og bjarta hlátur á góðum stundum. í kvenfélagi sveitar sinnar var hún traustur félagi í full fjörutíu ár. Séra Sveinbjörn Högnason, pró- fastur á Breiðabólsstað gifti þau Guðjón og Lilju 12. janúar 1940, þá var góður mannfagnaður í gömlu virðulegu stofunum á Staðnum en hjá þeim sæmdar- hjónum Sveinbirni og Þórhildi hafði hin unga brúður verið áður við heimilisstörf. Jafnræði var með ungu hjónun- um og áhugamálin féllu saman. Gestrisin og bókelsk bæði tvö, unnendur söngs, ljóða og tóna. Lilja hafði bjarta og fagra söng- rödd. Samhent og samtaka voru þau hjónin við að rækta garðinn sinn. Þau fögnuðu miklu barnaláni, en börn þeirra eru: Rúnar, sýslu- maður í Borgarnesi, Ingi ísfeld, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Rangæinga, Hvolsvelli, Erla Hanna, bankagjaldkeri í Reykja- vík, Margrét, skrifstofustúlka í Reykjavík, og stúlkubarn sem andaðist fárra mánaða. Barnabörnin eru átta, allt efni- legt og gott ungviði, sem veittu afa og ömmu ómældar ánægjustundir. Kærar minningar leita á hug- ann um leið og löng samfylgd er þökkuð. Á saknaðarstund sendum við Margrét og börnin okkar, ást- vinum öllum blessunaróskir. Lilja Arnadóttir hefur skilað dagsverki sínu með sæmd. Hún lifði og starfaði í sátt við sam- ferðafólk sitt og Guð sem hún treysti. Pálmi Eyjólfsson Minning: Eggert Ó. Guðmunds- son — trésmiður Fæddur 6. september 1926 Dáinn 19. janúar 1985 í dag er kvaddur Eggert ó. Guð- mundsson, Laufási 4a í Garðabæ. Með þessum fáu orðum skal ekki rakinn æviferill Eggerts, en minnst þess í fari góðs drengs og vinar, sem efst er í huga á kveðju- stund. Kynni okkar hófust fyrir um tuttugu og fimm árum er heim- kynni Eggerts og Heiðrúnar voru annað heimili konu minnar. Hún, systurdóttir Heiðrúnar, var þá komin til náms í höfuðborginni og átti þar fáa að. Á þeim árum bjuggu þau heiðurshjónin suður i Garði og ófáar voru farnar ferð- imar þangað í hlýjuna, sem ríkti á - því heimili, undirstrikuð af óblíðri veðráttu og staðháttum umhverf- isins. Frá fyrstu stundu var mér tekið sem tengdasyni og hafa mjög náin tengsl haldist með fjöl- skyldum okkar æ síðan. Fyrir um tuttugu árum settust þau Heiðrún og Eggert að í Garða- bæ við þjóðbraut. Mjög gestkvæmt varð fljótlega þar hjá þeim hjón- um sem fyrr og ávallt fagnað jafn- innilega hvernig sem á stóð. Margra góðra samverustunda er að minnast, ekki síst síðastliðin sex ár, eftir að fjölskylda mín .settist að í Garðabæ. Helst koma mér þó í hug ánægjulegir dagar á síðastliðnu sumri, er við hittumst óvænt í þjóðgarðinum í Jökuls- árgljúfri. Náttúran skartaði sínu fegursta og laufvindar léku. í hitamollu norður við heimskauts- baug áttum við saman yndislega daga ásamt förunautum þeirra hjóna, Arngrími, bróður Heiðrún- ar, og Elsu, konu hans. Þarna kom berlega fram hve mikið Eggert naut útiverunnar i náttúrunni og hefði hann eflaust viljað verja fleiri stundum ævinnar þannig. Vegna fótameins átti Eggert þá þegar erfitt um gang og gat þess vegna ekki sjálfur skoðað undur gljúfursins að þessu sinni. Hann gladdist samt mjög vegna okkar hinna, sem gátum farið í göngu- ferðir og notið hins stórbrotna umhverfis. Þannig var Eggert, naut þess ávallt mest að sjá aðra gleðjast. Slík óeigingirni telst til fágætra mannkosta núorðið. Hann bjó yfir þeim eiginleikum, að koma ætíð fyrst auga á hið jákvæða í orði og athöfn og heyrð- ist sjaldan halla á nokkurn mann. Með þessum kostum, spaugsemi og léttri lund, laðaði Eggert að sér jafnt börn og fullorðna. Ekki er því að furða, þótt gestkvæmt væri hjá þeim hjónum, sem svo nota- legt var að hafa nálægt sér. Af sömu natni og Eggert um- gekkst mannfólkið ræktaði hann garðinn sinn. Þrátt fyrir langan vinnudag tókst honum að koma til gróðri við erfiðar aðstæður norðan í Lyngásnum og allt ber heimilið og nánasta umhverfi vitni um gott verklag og snyrtimennsku. Sífellt var verið að bæta um betur og stefnt að betra mannlífi. Glöggt vitni um sókn Eggerts til hins æðra ber það átak hans að setjast á skólabekk á sextugsaldri og ljúka sveinsprófi i trésmíði, þótt hann hafi allan sinn aldur unnið við þau störf. Segja má að síðustu krafta sinna hafi hann neytt til umbóta og smíða við hús sitt. Lát Eggerts kom sem reiðar- slag. Ljóst var, að heilsu hans hafði hrakað síðastliðið ár. Ein- stakt lundarfar og gott geð hefur eflaust villt okkur sýn, þannig að erfitt var að gera sér fyllilega grein fyrir heilsutjóni hans. Egg- ert lést í sjúkrahúsi og hafði þá gengist undir mikla aðgerð við æðasjúkdómi. Minningin um hann mun lifa og fyrir hana er þakkað af heilum hug. Heiðrúnu, börnum og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð og bið þeim Guðs blessun- ar. Finnur Jónsson í dag verður borinn til hinztu hvílu Eggert Ólafsson Guð- mundsson trésmiður, Laufási 4a í Garðabæ. Eggert fæddist þann 6. septem- ber 1926, sonur Guðmundar Helga Jakobssonar og konu hans Guð- laugar Helgu Klemenzdóttur. Eggert var yngstur átta systk- ina, en af þeim eru fjögur á lífi: Hólmfríður, Sigurlína, Svava og Kristín. Tvö systkini hans, Sigurð- ur og Sigríður, dóu á unga aldri en bróðir hans Arelíus Engilbert fórst 1941 með Reykjaborginni, þá 27 ára að aldri. Eggert ólst upp að mestu á Bergþórugötu 20 í Reykjavík, en faðir hans, Guðmundur, starfaði lengi sem bílstjóri hjá Smjörlíkis- gerðinni Smára. Á góðum stund- um minntist Eggert oft bernsku- daga sinna, og mátti þá merkja það á glaðværum frásögnum hans, að æskan hafði verið honum gleði- rík. Einkum voru honum hug- leiknar ferðirnar upp í Hveradali á sumrin, eða þá upp á Kjalarnes með fjölskyldu sinni. Þar var reist upp tjald og dvalið sumarlangt. Snemma beygðist krókurinn til handmenntar, því það sem snáð- inn Eggert stytti sér aðallega stundir við í Hveradölum var að meitla út kynjamyndir í stóran móbergsstein þar nærri. Þann 6. september, á 21. afmæl- isdegi sínum, tók Eggert sitt mesta gæfuspor er hann gekk að eiga Heiðrúnu S. Magnúsdóttur, Arngrímssonar bónda í Eyjaseli í Jökulsárhlíð. Þau hófu búskap sinn í Keflavík en fluttust þaðan eftir stutta veru út í Garð, þar sem þau bjuggu næstu 15 árin. í litlu sjávarplássi er atvinnulífið í nánu sambandi við það sem sjór- inn gefur, og voru störf Eggerts í takti við það, hann vann ýmist í aðgerð eða sótti sjóinn á trillum, og fyrir kom að í byggingarvinnu væri hann kallaður. Haustið 1%3 fluttu þau sig enn um set, í það skipti að Laufási 4a í Garðabæ. Er þangað kom hóf hann störf við trésmíðar á verk- stæðinu Nökkva þar í grenndinni, og þar vann hann síðan sleitu- laust, að undanskildum nokkrum árum er hann starfaði í Tollvöru- geymslunni og sem húsvörður i Gagnfræðaskóla Garðabæjar. Trésmíðin átti einkar vel við Eggert, því þar fylgdi hugur hönd. Mér varð bezt ljóst hverjar kröfur hann gerði til sinna verka, þegar hann lagði sig allan fram við að ljúka ísetningu nýrra glugga á heimili sínu núna fyrir jólin. Þrátt fyrir þungbær veikindi sín var ekki slegið af vandvirkninni. Þeim Eggerti og Heiðrúnu varð fjögurra barna auðið. Það elzta er Guðlaug Helga, gift Völundi Þor- gilssyni matreiðslumanni, Fríður, gift Hjalta Franzsyni, Helgi Már, kvæntur Gunnhildi Ásgeirsdóttur, en þau eru bæði handavinnukenn- arar. Sá yngsti, Björgvin Örn, vermir enn heimareitinn. Barna- bðrnin, sem sjá nú á bak ástkær- um afa sínum, eru nú orðin níu að tölu. Utan trésmíðinnar átti Eggert sér tvö áhugamál. Annað þeirra var söngurinn, en flest árin eftir- að hann flutti í Garðabæinn var hann ætíð á sínum stað í kórnum á loftinu í Garðakirkju. Hitt áhugamálið hans var garð- urinn í Laufási 4a. Þegar fjöl- skyldan flutti þangað var þar lítið annað en óhirtur grasblettur, en á þeim nítján árum sem liðin eru, hefur þeim bletti með atorku og metnaði Eggerts verið breytt í hinn fegursta skrúðgarð. Kynni okkar Eggerts hófust fyrir um sautján árum, er ég hálf- feiminn piltstauli tók að venja komur mínar til ungrar stúlku, dóttur hans. Þau fyrstu kynni mín af heimili þeirra Eggerts og Heið- rúnar eru mér afar minnisstæð fyrir þá hlýju, vinsemd og gest- risni sem þar réð ríkjum. Eggert var allra manna ljúfast- ur í umgengni, enda honum eðlis- lægt að ná fram því bezta í fari þeirra sem hann umgekkst. Þrátt fyrir að tengdafaðir minn hafi haft fremur hljótt um sinn innri mann, tala verkin hans þar skýrt, þar voru einkunnarorðin vand- virkni og alúð í huga og hendi. í veikindum sínum alla tið kom fram æðruleysi hans og stilling. Tengdafaðir minn og vinur er horfinn til betri heima, og söknuð- ur okkar sem eftir lifum er mikill. 1 okkar kynnum lagði hann sína vandvirkni og alúð til að ná fram því góða í fari mínu. Ég þakka Eggerti kynnin, af þeim varð ég betri maður. Hjalti Franzson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.