Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 fclk í fréttum Glens og gaman ... ríkti mikil kátína í loftinu á Hótel Esju fyrir nokkru þar sem hópur fólks á Dale Carnegie-námskeiði kom saman og skemmti sér við ýmiss konar uppátæki. Meðal annars áttu nokkrar eiginkonur að þekkja bera fstur manna sinna, herrar áttu að komast í nælonsokka með lopavettlinga á höndum o.s.frv. En látum bara myndirnar tala... Þetta er 151. námskeiðið af þessu tagi og varaði í 14 vikur. Sigríður Vilhjálms- dóttir óbóleikari, sem undanfarin 3 ár hefur ver- ið fastráðinn óbóleikari í Rínarfílharmoniunni í Koblenz í Þýskalandi, vakti mikla athygli er hún var einleikari með hljóm- sveitinni á tónleikum 10. janúar sl. Lék Sigríður þar einleik í óbókonsert Mozarts í C-dúr. Og segir í einu blaðinu að hún hafi fengið dynjandi lófaklapp og þakkað fyrir sig með því að leika kafla úr Meta- morfósum eftir Benjamin Britten. Til gamans má geta þess að Ásta Alberts- dóttir, móðir Sigríðar, sem var úti hjá henni um jólin og var á tónleikun- um, segir að lófaklappinu hafi aldrei ætlað að linna eftir seinna lagið, en hvort sem það hafi nú ver- ið raunhæft eða ekki, þá hefði Sigríður ekki getað orðið við því að halda áfram því blaðið í óbóinu hennar var alveg búið að vera eftir þessi átök. Wolfgang Eschmann, gagnrýnandi blaðsins Rhein Zeitung, skrifar um tónleikana og segir m.a. að þessi ungi óbóleikari, Sigríður Vilhjálmsdóttir, hafi á þessum tónleikum sannað að hún sé stór- glæsilegur túlkandi verka Mozarts. í óbókonsert Mozarts í C-dúr (KV 314) hafi leikur hennar verið fullkomlega hreinn og tær í hröðu kaprióle-köflunum og gæddur virðulegri fág- un í rondó-köflunum. Ein- leikarinn hafi gætt ad- agio-kaflann kvenlegri viðkvæmni og tónnæmi. Alltaf er gaman að fá fréttir af íslendingum sem slá í gegn á erlendri grund. Því fengum við nánari og persónulegri frásögn af atburðinum hjá Ástu móður Sigríðar. Hún sagði að Rínarfíl- harmónian efndi til tón- leika einu sinni í viku og hefði vikuna áður leikið sem gestur gríski píanó- leikarinn Dimitri Sgour- as, sem mun vera nú tal- inn í hópi bestu píanóleik- araheims þótt ekki sé hann nema 16 ára gamall. Eftir að hafa heyrt i hon- um kvaðst hún því hafa haft mikiar áhyggjur af því hvernig tekið yrði næstu tónleikum viku seinna. En alveg uppselt reyndist á tónleikana þar sem Sigríður var einleik- ari og ekki var henni síður fagnað. Lófaklappi ætlaði aldrei að linna. Stjórn- andi hljómsveitarinnar var Herbert Gietzen. Á eftir streymdu áheyrend- ur á bak við til að þakka Sigríði og biðja hana um eiginhandaráritun, fyllt- ist allt. í tilefni tónleik- anna var svo á eftir stór veisla til heiðurs Sigríði og hljómsveitarstjóranum í veitingasölum í sömu byggingu. Þegar hún gekk í gegn um fremri veit- ingasalinn til að komast inn í veislusalinn stóðu allir gestir þar upp, klöpp- uðu og hrópuðu. Á palli í innri veislusalnum voru fjórum ætluð sæti, hljóm- sveitarstjóranum og konu hans og Sigríði og móður hennar. Ásta sagði að þetta hefði verið fyrir sig hið ótrúlegasta ævintýri. Svo glæsileg var veislan. Tók það hana nokkra stund að átta sig á því að allir þessir glitrandi geisl- ar undir Ijóskösturunum í salnum voru glamparnir af demöntum skartbúinna kvenna. Þegar orð var á því haft að íslensku mæðgurnar hafi líklega ekki getað keppt við þessa fínu gesti í demöntum sagði Ásta hlæjandi að hún hefði nú gefið Sigríði eina demantshringinn sem hún sjálf hefði eign- ast, þegar hún á sínum tíma lék hjá Karajan með Berlínarsinfóníunni. Þá hefði Sigríður sent hana með hringinn heim, sagst ekki hafa nein not fyrir slíkt, en nú hefði hún haft hann á hendinni. Svo skartað var því sem til var. Hentu þær gaman að þessu. Sigríður Vilhjálmsdótt- ir býr í Koblenz með litl- um syni sínum og hefur mikið að gera. Auk þess sem hún er fastráðin í Rínarfilharmoniunni leik- ur hún í tveimur kvint- ettum, blásarakvintett hljómsveitarinnar og öðr- um kvintett í Bonn. Auk þess leikur hún mikið ein- leik án hljómsveitar við ýmis tækifæri. Nú á næst- unni fer Rínarfílharmón- ían í tónleikaferð í Ham- borgar, Cuxhaven, Lune- borgar, og víðar. Hvort Sigríður sé nokkuð á heimleið.? Ekki í bráð, sagði móðir hennar. Hún byggi við svo góð kjör í Þýskalandi, væri orðin þekkt á þessum slóðum og virtist mjög vinsæl. — E.Fá. Það gekk dálítið brösuglega að komast í nælonsokkana með ullarvettlinga á Stórglæsilegur Mozartleikari —-.................................. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1985 37 Gúmmígallar að komast í tísku? J. ískan er alltaf afstæð og marg- ir hönnuðir gera t því að annað hvort skelfa fólk með bugmyndum sínum eða ganga fram af þvt, nema hvort tveggja sé. Tískuhönn- uður einn í Vestur-Þýskalandi er nýbúinn að tefla fram þessum hug- arórum stnum og gerir sér vonir um góðar viðtökur, en þó líklega til einkaafnota fremur en til að klæðast á almanna færi En hver veit svo sent? „Föt“ þessi eru að öllu leyti úr gúmmíi og eru í djarf- ara lagi þó velsæmis sé gætt að mestu. Hvort sem fólkl þykir fötin falieg eður eigi, þá er þó alltént bókað mál að hver sú sem myndi troða upp í þessum búningi myndi vekja hvað mestu athyglina. Varla er vafi á því... Farrah leikur eina blóðheita Sw» lirtur nii því aö l.ikk.n- an Farrah Fawcett verði léttari, benni og sambýlismanninum Ryan O’Neil tíl sannrar gleði. En Farrah hefur hugsað svo grannt um útlitið meðan á með- göngunni befur staðið, að mán- uðum saman var engin leið að sjá að hún gengi með barn. Myndin hér með er splunkuný og svo sem sjá má, fer lítið fyrir bumbunni. Svo grönn og spcngi- leg hefur Farrah verið á með- göngunni, að hún lék nýlega í kvikmynd, „The burning bed“, og þar leikur hún undirokaða eiginkonu sem er alls ekki ófrisk. í hápunkti myndarinnar ber konan eld að eiginmanni sínum og launar honum þannig lambið gráa fyrir illu meðferð- ina... COSPER Sjáðu um að krakkarnir séu ekki á götunni, ég er að leggja af stað heim í bílnum. STAÐUR MEÐ NYJU ANDRÚMSLOFTI Hljómsveitin Töfraflautan sér um fjöriö í kvöld. Kráarhóll opnar kl. 18.00. Mætiö í betri fötunum. ^AIdurstakmark 20 ár. Boöid verður upp á „ 'II Skiphóls-kokteilinn milli uvmw w. 10-11.30. Shjph^ll S a f a r i ★ Diskótek ★ Opið í kvöld laugardag 26. jan. kl. 10—03 Ég get svaríö þaö. U2 • New Order • Malcolm Mclaren • Sade • Frankie Goes • Simple Minds • Eurythmics • Spandau Ballet • Talk Talk • Orange Juice • Scritti Politi • Human League • Ultravox • Blancemance • Cocteu Twins • Limal • Japan • Matt Bianco • Gary Numan • Thompson Twins • Duran Duran • Howard Jones • UB40 • Blurt • Tina Turner • Kirk Brandon • Wham • Culture Ciub • Killing Joke • The Fugitives • Pax Vobis • Cabaret Voltaire • Siouxsi and the Banshess • Nick Kershaw • David Bowie • The Fall • Stranglers • The Smiths

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.