Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.01.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANtJAR 1985 47 „Þeir geta meira en þeir sýndu“ „EINS og komið var unnum við þetta með þeim mesta mun sem mögulegur var. Viö náðum frá- bærum kafla í upphafi síöari hálf- leiks. Þeir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn en viö gáfum ekkert eftir,“ sagði Guðmundur Guömundsson, Vt'kingsfyrirliði í gærkvöldi. „En við verðum aö koma okkur fljótt niöur á jöröina aftur. Síöari leikurinn veröur gífurlega erfiöur. Ég hef trú á aö leikmenn Crvenka geti meira en þeir sýndu í kvöld. Áhorfendur geröu þeim lífið leitt meö stanslausum hrópum, en ég verö þó aö segja aö ég varö fyrir vonbrigöum hve fáir áhorfendur voru hér í kvöld. Fólk er sennilega aö biöa eftir seinni leiknum," sagöi Guömundur. Kristján Sigmundsson, mark- vörður Víkings, sagöi eftir leik- inn: Þetta júgóslavneska liö Crvenka er gott liö, sterkir handknatt- leiksmenn og spila hraöan hand- knattleik. Ég komst strax mjög vel inn í leikinn og náöi aö verja vel fyrstu mínútur leiksins. Vörnin hef- ur aldrei veriö betri i vetur og voru leikmenn mjög grimmir og létu Júkkana ekki komast upp meö neitt línuspil. Svo má ekki gleyma áhorfendum sem eiga mjög mikinn og góöan þátt i þessum sigri. Hverníg leggst seinni leikurinn á sunnudag í þig? Þetta veröur mjög erfitt á sunnudag, þaö er jú bara hálfleikur núna og sá seinni er eftir. Auövitaö er gott aö byrja meö fimm mörk í plús, en viö erum hóflega bjartsýn- ir. Morgunblaölö/Július • Þjálfari Júgóslavanna vakti mikla athygli í Höllinni í gær- kvöldi. Sá ar mað afbrigðum kjaftfor og lætur leikmenn sína heyra þaö geri þeir mistök. Hér bendir hann einum þeirra á að sá hafi ekki allt of mikiö vit i kollin- uml Njarðvík sigraði KR EINN LEIKUR fór fram í úrvals- deíldinni í körfuknattleik í gær- kvöldi. Það var leikur Njarðvík- inga og KR-inga og var leikiö í Njarðvík. Leiknum lauk með sigri Njarðvíkinga, 83:80. Staðan í hálf- leik var 41:39 fyrir Njarðvík. Leikurinn var mjög jafn til að byrja meö. Þegar 3 mín. voru af leiknum var staöan 11:11. Þá áttu Njarövíkingar mjög slakan kafla, hittu illa og slappir í fráköstum. Þegar 6 mín. voru búnar af leikn- um höföu KR-ingar náð 12 stiga forskoti og staöan 11:23 fyrir KR. Þá söxuöu Njarövíkingar á for- skotiö og pegar tæpar 5 mín. voru eftir voru Njarövíkingar komnir yf- ir, 35:34. Eftir þetta var leikurinn í jafnvægi og staöan í hálfleik 41:39 fyrir Njarövík. í upphafi seinni hálfleiks náöu KR-ingar forustu og var ávallt jafnt á tlestum tölum, eöa KR-ingar leiddu meö 2—4 stigum. Þegar 2 mín. voru eftir af leiknum var staö- an 80:80. En Njarðvíkingar voru sterkari á endasprettinum og sigr- uðu, 83:80, sem fyrr segir. Flest stig Njarövíkinga skoruöu Hreiðar Hreiöarsson, 20, Gunnar Þorvaröarson, 16, og Teitur ör- lygsson, 16. Stigahæstu menn KR-inga: Guöni Guönason, 19, Birgir Mika- elsson, 17, og Ólafur Guömunds- son, 14. O.T./V.J. Leikurinn í tölum Skot i if st í > il -| *» i! = ° 5« it h u. Kristjén Sigmundtson 19 Ellsrt Msgnússon 1 1 Viggó Sigurótson 13 6 46% 7 3 1 Þorborgur Aóalst.ss. 17 e 35% 9 1 1 Guómundur Guóm.ss. 7 5 72% 2 Steinar Birgiston • 5 1 2 Kart Þrélnsson 3 3 100% 1 Hilmar Sigurgíalason 2 1 1 Einar Jóhannosson Knattspyrnuþjalfari óskast UMF Snæfell í Stykkishólmi óskar aö ráða knattspyrnuþjálfara næsta sumar. Umsóknir sendist Eyþóri Lárentínussyni, Lágholti 8, fyrir 10. febr. Nánari uppl. í síma 93-8323 á kvöldin. Stjórn UMF Snæfells. |Þróttarar| mörðu KA ÞRÓTTUR sigraði KA í bikar- keppni handknattleikssambands íslands á Akureyri í gærkvöldi með 21:20. Staðan í hálfleik var 11:10 fyrir Þrótt. Fyrri hálfleikur var frekar jafn, en þó komst Þróttur mest í þriggja marka mun, 10:7, og KA tókst aö saxa á forskotiö og staöan í hálf- leik 11:10 fyrir Þrótt. i síðari hálfleik tókst KA- mönnum aö jafna 15:15 og 17:17 og þegar 5. mín. voru til leiksloka var staöan 19:19. Þrótturum tókst svo aö knýja fram sigur á síöustu minútu seinni hálfleiks og unnu 20:19. Bestur í liði Þróttar var Guö- mundur Jónsson markmaöur, einnig var Sverrir Sverrisson góð- ur. I liöi KA sem var annars mjög jafnt, var Jón Kristjánsson bestur. MÖRK Þróttar: Sverrir Sverrisson 9, Páll Ólafsson 3, Bergur Bergs- son 3, Birkir Sigurösson 3, Gisli Óskarsson 2 og Nikulás Jónsson 1. MÖRK KA: Jón Kristjánsson 5, Pétur Bjarnason 4, Friöjón Jóns- son 3, Erlingur Kristjánsson 2, Er- lendur Hermannsson 2, Logi Ein- arsson 2 og Þorleifur Ananíusson 1. Starfsfólk Eimskips í Rotterdam óskar ■ingum góðs gengis í Hollandi á morgun! Eimskip og nýstofnuð skrifstofa Eimskips í Rotterdam í Hollandi óska FH-ingum velgengni í leiknum á morgun gegn hollensku meist- urunum Herschi í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í handknattleik. Með hagstæðum úrslitum ná strákarnir þeim framúrskarandi árangri að komast í 4 liða úrslit í keppni bestu liða Evrópu - og vinna um leið mikilvægt landkynningarstarf fyrir ísland! EIMSKIP Rotterdam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.