Morgunblaðið - 27.01.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.01.1985, Qupperneq 1
104 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 22. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar hætta við kornkaup WjLshington. 25. janúar. AP. SOVÉTTMENN hafa hætt við að kaupa 200.000 tonn af kornvöru af Bandaríkjamönnum og gefið engar skýringar. Er þetta i annað skiptið á níu dögum sem þeir hætta við slík kaup án þess að reifa hví þeir hætti við, síðast var það 100.000 tonna farmur sem afboðaður var. Bandaríkjamenn framleiddu til muna meiri kornvöru á síðasta ári heldur en árið á undan, en náðu þó ekki metuppskeru ársins 1982. Uppskeran nam 7,65 milljörðum bagga, sem var 83 prósent meiri uppskera heldur en árið 1983, en 7 prósentum minna en metuppsker- an 1982. Njósnatunglið komið á stjá ( ape (luuveril. 25. janúar. AP. EMBÆTTISMENN sem vildu ekki láta nafna getið staðfestu í dag, að áhöfn geimskutlunar Discovery hefði skotið njósnagervihnetti á braut síðla föstudags. Mikil leynd hefur hvflt yfir aðgerðum Discovery, enda í fyrsta skipti sem hún er í þeira erindagjörðum að ferja njósna- tungl út í geiminn. Hinir ónafngreindu sögðu allt hafa gengið að óskum, talsmenn geimferðastofnunarinnar á Cana- veral-höfða vildu hins vegar ekk- ert láta hafa eftir sér og sögðust ekki einu sinni vita hvort að Dis- covery hefði ferjað njósnatungl eða ekki. íflugtaksstööu Fárviðri í Banda- ríkjunum New York, 26. janúar. AP. ÓVEÐUR geisar að nýju í miðvestur- hluta Bandaríkjanna og í Ohio- dalnum. Mældist vindhraði allt að 80 km/klst og dró snjó í stóra skafla, sem lokuðu vegum og ollu öngþveiti. Óveðrið kemur á hæla mikils kulda- kafia, sem kostaði 176 manns, í 23 ríkjum Bandaríkjanna, lífið. Mikil snjókoma fylgdi óveðrinu og er vegir tóku að lokast kom til vandræða og varð m.a. að kalla út hermenn til að bjarga strandaglóp- um á vegum úti í norðurhluta Minnesota. f norðurhluta Ohio og í Indiana urðu hópárekstrar vegna skafrennings og lítils skyggnis. Lét einn maður lífið. Þrumur og eldingar fylgdu einn- ig óveðrinu og í Preston-sýslu í Vestur-Virginíu vænkaðist ekki hagur þúsunda íbúa í sveitum, sem verið hafa einangraðir á heimilum sínum í vikutíma vegna fannfergis þar um slóðir. Eru skaflar og snjóbunkar allt að 6 metra djúpir og 30 sentimetrar bættust við í gær. Meðfram bökkum Superior-vatns í efrihluta Michigan féll allt að hálfsmetra djúpur snjór og varð að aflýsa skólahaldi í stórum hluta ríkisins. Morgunblaöiö/Friöþjófur. Vinnst senn fullnaðar- sigur á holdsveikinni? Wxshington. 26. janúar. AP. VÍSINDAMENN í Louisiana telja sig vera komnir á sporið í baráttunni gegn holdsveiki og eru tíðindin byggð á því, að loks hefur fundist tilraunadýr nægilega skylt manninum til þess að hægt sé að gera allar þær tilraunir sem þörf krefur. Hér er um mangabey-apa að ræða, til þessa hefur eina dýrið sem tekið hefur sýkina á rannsóknastofum verið beltadýr, sem er óskylt mönnum og öpum. Talsmaður vísindamannanna sagði í dag, að einhverra hluta vegna, þýddi ekki að sprauta holdsveikibakteríunni í aðrar apategundir, þeir hefðu reynt það á þremur tegundum, en mangab- ey-apinn hefði reynst þeirra mót- tækilegastur. Þessi niðurstaða merkir, að hægt verður að setja umfangsmikla leit að bóluefni í gang, einnig leit að fyrirbyggj- andi efnum og þó vísindamenn- irnir telji enn langt í land, þá sé samt sem áður brotið blað í bar- áttunni gegn holdsveiki. Það er hægt að halda holdsveiki í skefjum með daglegum lyfja- gjöfum, en ekki lækna hana á þann hátt, og verið er að gera til- raunir með tvö bóluefni. En vísindamennirnir segja að slíkar tilraunir geti staðið yfir í mörg ár áður en niðurstaða fæst. Segja þeir að hvort heldur umrædd tvö bóluefni reynast hin réttu efni eða einhver áður ófundin, þá muni það flýta verulega fyrir þróuninni að geta gert tilraunir á dýri jafn náskyldu manninum og manga- bey-apinn er. Alls eru 15 milljón manns í heiminum í dag haldnir holdsveiki. Fjárlög Reagans: Meiri halli en á sama thna í fyrra Washinfton, 26. ianúar. AP. Waahington, 26. janúar. AP. ÚTGJÖLD stjórnar Ronalds Reagan í desember námu 15,2 milljörðum meira en tekjur ríkissjóðs og þar af leiðandi er halli á ríkissjóði fyrstu þrjá mánuði fjárlagaársins 1985 14,4%meiri en sömu mánuði fjárlagaárið 1984. Samtals eru útgjöld umfram tekjur fyrstu þrjá mánuðina 72,4 milljarðar dollara, en voru 63,3 milljarðar dollara í fyrra. Fjárlaga- árið hefst 1. október. Vaxtagreiðslur af skuldum ríkis- sjóðs, sem eru þriðji hæsti gjalda- liður fjárlaganna, hækkuðu hlut- fallslega meira. Námu vaxtagreiðsl- urnar 49,4 milljörðum dollara fyrstu þrjá mánuði fjárlagaársins, eða 23,3% hærri upphæð en í fyrra. Stjórn Reagans, sem spáði því í ágúst í fyrra, að halli á fjárlögum ársins 1985 yrði minni en 1984, stendur nú frammi fyrir allt að 210 milljarða halla á fjárlagaárinu 1985. Yrði þar um að ræða nýtt met í stjórnartíð Reagans, eldra halla- metið er 195,4 milljarðar dollara frá árinu 1983, en á síðasta fjár- lagaári nam hallinn 175,3 milljörð- um dollara. Þar sem nú horfir í methalla, sem stafar m.a. af minni hagvexti en áætlað hafði verið, leitar stjórnin og þingleiðtogar nú leiða til að stemma stigu við þróuninni með því að skera niður útgjöld hins opin- bera.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.