Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 Sjálfstæðis- menn funda um flokksstarf Fjölmenni var á ráðstefnu sjálfstæðismanna í Val- höll í gær um flokkstarf þeirra á árinu 1985. Þar voru kynntar hugmyndir um breyttar prófkjörs- reglur flokksins en höfuð- viðfangsefni ráðstefn- unnar var að ræða fræðslu- og útbreiðslumál flokksins. Stjórnir flokks- samtaka og félaga Sjálf- stæðisflokksins um land allt sendu fulltrúa til ráð- stefnunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Sfldarverksmiðjur ríkisins í Siglufirði: Brennsla lýsis gengur mjög vel RÚMUR sólarhringur er nú síðan síðan byrjað var að brenna lýsi í þurrkara verksmiðju SR í Siglufirði. Hefur lýsisbrennslan gefið mjög góða raun og fyrirhugað var að byrja að brenna lýsi á katli verksmiðjunnar í gærkvöldi. Með þessu eru slegnar tvær flugur í einu höggi; Ódýrara eldsneyti er notað við bræðsluna og grynnt á talsverðum lýsisbirgðum. Gísli Elíasson, verksmiðjustjóri reynslan af þvi mjög góð, en lýsið SR í Siglufirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að tilrauna- brennslan við þurrkarann hefði gengið mjög vel og verksmiðjan væri í fullum afköstum, um 1.200 til 1.400 lestum á sólarhring og ætlunin væri að prufa lýsið á ket- ilinn um kvöldið. Það væri reiknað með því, að um 8% meira þyrfti af lýsi en olíu við brennsluna, en það kæmi ekki nákvæmlega í ljós fyrr en reynsla væri komin á ketilinn líka. Afram yrði haldið að brenna lýsi á þurrkarann enda væri þyrfti að kæla niður fyrir 30 gráð- ur til að það brynni sem bezt. Gísli sagðist þó vona, að lýsisbrennslan yrði ekki til framtíðarinnar. Lýs- inu væri bara brennt núna vegna lágs verðs á því á móti háu verði á olíu, sem væri nú um 800 krónum dýrari en lýsislestin og svo væri beðið um 2.200 króna hækkun á olíunni. Um 60 kíló af lýsi þarf til að bræða loðnulestina, en úr henni fást um 150 lítrar af lýsi. Framkyæmdastofnun ríkisins: 25 milljónir til breyt- inga á Sigurbjörgu ÓF l'ORSTJÓRAR Framkvæmdastofn- unar ríkisins hafa nú gert þad að tillögu sinni til ríkisstjórnarinnar, að stofnunin láni fyrirtækinu Magnúsi Gamalíelssyni hf. Ólafsfirði allt að 25 milljónum króna til að breyta tog- aranum Sigurbjörgu ÓF 1 í frystitog- ara. Tillögunni fylgir að sérstök lánsheimild verði veitt Fram- kvæmdasjóði í því skyni. Enn- fremur, að fullnægjandi veð verði sett fjrir láninu og eins að því staðið og þeim 150 milljónum króna, sem Byggðasjóður endur- lánaði til skipasmíðaverkefna á síðastliðnu ári. Áætlaður kostnaður við breyt- inguna er nálægt 30 milljónum króna, en fyrirhugað er að skipinu verði breytt á Akranesi, ef af verð- ur. Sigurbjörg ÓF 1 er skuttogari af minni gerðinni, byggður í Slippstöðinni 1979. Loðnuveiðin: 10.500 lestir á föstudag DÁLÍTILL kippur kom í loðnuveiðina síðastliðinn föstudag, en þá fengu 16 skip samtals 10.500 lestir. Fyrir há- degi í gær, laugardag, höfðu tvö skip tilkynnt um afla, en á milli 10 og 15 skip voru á miðunum út af Þistilfirði. Skipin, sem tilkynntu um afla á föstudag, eru: Albert GK, 550, Helga II RE, 510, Þórður Jónasson EA, 480, Húnaröst ÁR, 600, Höfr- ungur AK, 890, Harpa RE, 620, Kap II VE, 700, Bergur VE, 510, Huginn VE, 540, tsleifur VE, 720, Þórsham- ar GK, 600, Sighvatur Bjarnason VE, 600, Dagfari ÞH, 520, Jöfur KE 440, Guðmundur RE, 800, Heimaey VE, 350, Keflvíkingur KE, 480 og Gigja RE 590 lestir. Fyrir hádegið í gær höfðu Gullberg VE og Erling KE fengið 600 og 420 lestir. Jón Páll gefur Víkingum kraft „ÉG GEF Víkingum kraft og trú á sigur. Trúin flytur fjöll og ef strák- arnir hafa trú á sjálfa sig og ef áhorfendur hafa trú á sigur Vík- inga, þá leggja þeir Júgóslavana að velli,“ sagði Jón Páll Sigmarsson, nýkrýndur „sterkasti maður heims“, en hann kemur fram í leikhléi á síðari leik Víkings og Crvenka, sem hefst klukkan 20.30 í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri leik- ur liðanna fór fram á fostudags- kvöldið og sigruðu Víkingar 20—15. „Vinir mínir og félagar höfðu trú á mér þegar ég fór til Sví- þjóðar og það var ómetanlegur stuðningur í keppni við sterk- ustu menn heims. Hið sama gild- ir um Víkinga — mér líst mjög vel á síðari leikinn. Ef áhorfend- ur standa við bakið á strákun- um, þá sigra þeir. Stuðningur áhorfenda var stórkostlegur í fyrri leiknum þegar Víkingur vann 20—15 — afgerandi," sagði Jón Páll Sigmarsson. Var synjað um skelyinnsluleyfi en fékk að veiða fyrir Hraðfrystihúsið: Vinnslunni verður hætt um mánaðamótin Morgunblaðið/Árni Sæberg. Jón Páll Sigmarsson á herðum Víkinganna Þorbergs Aðalsteinssonar og Viggós Sigurðssonar með sigurmerki á lofti. Jeppinn, sem Hafþór Már fór á að heiman frá sér síðastliðinn sunnudag. Pilturinn ófundinn ENN hefur ekkert spurst til Hafþórs Más Haukssonar, sem fór að heiman frá sér í Reykjavík um há- degisbilið síðastliðinn sunnudag. Víðtæk leit hefur staðið yfir, fjöl- mennir leitarflokkar farið með fjör- um. Hafnir á suð-vesturhorni lands- ins hafa verið kannaðar. Leitað hef- ur verið úr lofti. Hafþór Már fór að heiman frá sér á bifreiðinni X-5571, sem er Willys-jeepster jeppi, árgerð 1967, blágrá að lit með svörtum toppi. Þeir sem kunnað að hafa orðið Hafþórs varir eru vinsamlega beðnir að láta lögregluna í Reykjavík vita. „ÉG ER einn af þeim, sem hef fengið synjun á leyfi til skelfiskvinnslu. Ég er með hús tilbúið til vinnslu, þar sem ég hef annars unnið saltfisk og ætlaði að brúa bilið með skelinni. Hins vegar fékkst skelveiðileyfi fyrir bátinn, sem ég er með, með því skilyrði að hann landi hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar. Hann byrjaði þar núna í vikunni, en svo ætla þeir vist að hætta vinnslunni núna um mánaðamótin, þeir telja vist ekki rekstrargnindvöll fyrir vinnslunni,“ sagði Lárus Guðmundsson, framkvæmdastjóri Stöðvar hf. í Grundarfirði, í samtali við Morgunblaðið. Ég er líklega ekki með réttan stjórnmálastimpil svo það virðist sama hvað ég reyni til að tryggja atvinnu og rekstur hjá mér, mér hefur líka verið neitað um rækju- vinnsluleyfi. Það þýðir ekkert fyrir aðra en framsóknarstimplaða menn að tala við þá háu herra i sjávarútvegsráðuneytinu. Ég hélt, að það væri nær að veita þessi leyfi til húss, sem væri tilbúið til vinnsl- unnar og hefur ekki getað verið í rekstri nema 4 mánuði á ári, en húsa, sem hafa verið i rekstri allt árið um kring eins og Hrað- frystihús Grundarfjarðar. Ráðuneytið beitti svo bát minn síðastliðið haust algjörri vald- níðslu. Hann var að veiða skel fyrir Brjánslæk á vertíðinni veturinn 1983 til 1984 og var þar með flokk- aður sem skelfiskbátur og fékk skerðingu á bolfiski samkvæmt þvf. Síðan þurfti að koma öðrum bát I löndunarplássið á Brjánslæk og þar með var ég sviptur veiðileyfi á bátinn. Ég sótti um leiðréttingu 19. september, en fékk hana ekki fyrr en 23. nóvember, en þá var útilokað orðið að ná kvótanum. Þannig hef- ur stjórnunin verið gagnvart mér. Sjávarútvegsráðuneytið er ekkert orðið annað en allsherjar skömmt- unarskrifstofa og hún mistæk," sagði Lárus Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.