Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 ÉG HEFÐIEKKI VIUAÐ MISSA AF ÞESSUM ÁRUM - segir Ásgrímur Björnsson prindreki Slysavama- félags íslands sem lét af störfum um áramótin , ^ ( Morgunblaðid/Emília Asgrímur Björnsson við gamlan björgunarbát. Þennan bát notar hann til siglinga út í Viðey á sumrin. Fyrst með börnunum og nú með barnabörnunum. Asgrímur Björnsson erindreki Slysvarnafélags íslands lét af störf- um nú um áramótin. Ásgrímur var erindreki félagsins á árunum 1956- 1960 og 1980-1984. Hann er og hef- ur verið virkur félagi og sjálfboða- liði í starfi Björgunarsveitarinnar Ingólfs í Reykjavík og formaður á björgunarbátnum Gísla J. Johnsen. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Ásgrím á dögunum um störf hans í Slysavarnafélaginu og fleira. Ásgrímur var fyrst spurður um hvernig hann kynntist fyrst starfi Slysavarnafélagsins. „Ég gekk í Slysavarnafélagið þegar ég var átta ára gamall drengur úti í Viðey ásamt fleirum fyrir tilstilli frænku minnar Jó- hönnu Bjarnadóttur." Ert þú fæddur í Viðey? „Nei ég er fæddur Vestur- bæingur en ólst upp í Viðey frá tveggja ára aldri. Þar var ég þangað til ég byrjaði á sjónum 16 ára gamall. Þá var öldin önnur því það var erfitt að komast að á góðum bát. Þá þurftu ungir menn að standa á bryggjunni og bíða þess að einhver forfallaðist svo þeir fengju tækifæri. Þá var úr- val íslenskra karlmanna á sjón- um. Nú virðast fáir ætla sér að gera sjómennskuna að ævistarfi. Enda er ekki litið upp til sjó- manna í dag eins og áður var. í rauninni býður þetta hættunni heim, þar sem þessum ungu mönnum, sem ætla sér aðeins að vera á sjó i stuttan tíma, finnst ekki taka því að eyða tíma í að fara á námskeið um meðferð ör- yggistækja og þess háttar." Hefur þú alltaf verið sjómað- ur? „Já ég hef mikið verið á sjón- um. Enn þann dag í dag reyni ég alltaf að komast af og til á sjóinn. I fyrra fór ég t.d. sem stýrimaður á Suðurlandinu og notaði þá tækifærið þegar ég kom í höfn erlendis og hélt æfingu fyrir sjó- menn á nokkrum íslenskum skip- um sem þar voru. Ég nota hvert tækifæri sem gefst til þess að prédika “fagnaðarerindi Slysa- varnafélagsins“,“ sagði Ásgrímur og brosti við. Hefur starfið hjá Slysvarnafé- laginu breyst mikið frá því að þú byrjaðir þar 1956? „Já, það hefur mikið breyst. Þetta er orðið mikið fjölbreyttara starf en áður. Á árunum 1956- 1960 voru gúmmíbjörgunarbátar að ryðja sér til rúms og tók félag- ið að sér að kynna notkun þeirra. Þetta var mikið starf. Nú hefur margs konar útbúnaður bæst við svo sem björgunargallar, neyð- arsendar og net svo eitthvað sé nefnt. Starf erindreka félagsins er fólgið í því að fara út á land og kynna þessi tæki og notkun þeirra. Ánnars er enginn vafi á að sjálfboðastarf fólks út um allt land er viðamesta starf félagsins. Þarna á ég ekki einungis við fé- lagsbundið fólk því margir taka þátt í björgunarstörfum, ekki síst sjómenn bæði á innlendum og erlendum skipum. Sjómennirnir eru þaulæfðir og vita nákvæm- lega hvernig á að bregðast við ef eitthvað bjátar á. Þá tekur for- ystu best failni foringinn og er það yfirleitt þegjandi samkomu- lag meðal skipverja á þeim skip- um sem eiga I hlut, hver það er hverju sinni. Þegar varðskip kemur á vettvang tekur það síðan við forystunni." Þarf ekki gífurlega skipulagn- ingu við björgunarstörf? „Sannleikurinn er sá að þetta gengur mikið sjálfkrafa. Það vita allir, sem taka þátt í sjálfboða- starfi sem þessu, hvað ber að gera. Skipulagningin fellst í að virkja þessa menn og gera þá sjálfstæða, þannig að þeir geti og þori að taka ákvarðanir þegar þörf er á.“ Byggist félagið mikið upp á sjálfþoðastarfi? „Þetta fólk leggur á sig ómælda vinnu við fjáröflun og hjálpar- starf. Ég hef kynnst þessu fólki á ferðum mínum um landið og tel mig ekki sama mann eftir það. Oft eru það fyrirvinnur í heilu sveitarfélagi sem eru í björgun- arsveitinni og þessir menn eru boðnir og búnir til þátttöku í björgunarstörfum hvenær sem kallið kemur. Ég hef alltaf verið talinn talsmaður landsbyggðar- innar, en ég hef þá trú að þaðan komi ábendingar um það sem bet- ur má fara í þessari starfsemi. Ég tel nauðsynlegt að treysta á fólk- ið á hverjum stað. Annað er röng stefna. Hugmyndirnar koma frá þessu fólki og mitt verk er að reyna að koma þeim til skila og sjá um að þær séu framkvæmdar. Ég hef oft verið gagnrýndur fyrir það að reyna að troða mínum skoðunum upp á fólk. En sann- leikurinn er sá að ég heyri straumana frá fólkinu og þaðan koma mínar skoðanir. Það getur enginn verið í þessu starfi og ætl- að að þröngva skoðunum sínum upp á fólkið sem vinnur sjálf- boðastarfið. Það veit hvað betur má fara.“ Hvernig leggst það í þig að hætta að starfa sem erindreki? „Það leggst vel í mig. Sérstak- lega þar sem tveir valinkunnir sjómenn á besta aldri eru teknir við. f gegnum árin hefur þetta starf mitt komið í veg fyrir að ég gæti sinnt heimili og fjölskyldu sem skyldi og ætla ég nú að bæta úr því. Annars líður mér hvergi betur en á sjó og ætla ég að skreppa á sjóinn af og til.“ Hefur þú fórnað miklu fyrir starfið? „Það er oft talað um að maður sé að fórna hinu og þessu. Ég hef þá trú að þegar allt kemur til alls þá er það sem maður hefur gefið það eina sem fylgir manni úr þessu jarðlífi. Það er það eina sem hefur gildi. Fólkið sem ég hef kynnst í gegnum starfið hefur haft geysileg áhrif á mig. Ég hefði ekki viljað missa af þessum árum,“ sagði Ásgrímur að lokum. STAÐREYNDIR UM INNLANSREK OFULLIR VEXTIR STRAX FRÁ FYRSEÁ MÁNUÐI EFTIRINNLEGG. FULLVEF ÁTÍMUM ME VEXTIR JAFN HÁIR OG ÁVERETRYGGÐUM INNLANSREIKNINGUM MEÐ 3JA MANAÐA BINDINGU. ENGIN SKERÐING ÁUNNINNAVAXTA BINDING FJÁR-A EINN EÐAANNAN HÁIT, GETUR REYNST SKAÐLE ©
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.