Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 Svavar Gests sat innan um 35 þúsund gleraugu í kössum á skrifstofu Lions- hreyfingarinnar á íslandi. Hann er umdæmisstjóri Lions á íslandi og ver gjarnan morgn- um sínum til starfa og stúss fyrir hreyf- inguna. Eftir há- degi, á kvöldin og á nóttunni sinnir hann öðrum störf- um: hann er fyrr- verandi hljómsveit- arstjóri einhverrar vinsælustu dans- hljómsveitar íslend- inga fyrr og síðar, nú hljómplötuútgef- andi og einhver af- kastamesti laus- ráðni dagskrárgerð- armaðurinn hjá út- varpinu; í dag, sunnudag, verður Svavar Gests með 500. útvarpsþátt sinn. Við ætluðum að tala um það og kannski dálítið fleira. HáAfuglinn Svavar Gests meA Ragnari Bjarnasyni í miðnæturskemmtun í Austurbæjarbíói 1963. „Það eru að verða 35 ár síðan ég gerði fyrsta útvarpsþáttinn," sagði Svavar. „10. nóvember 1950 var þáttur eitt. Þann vetur og næsta gerði ég 25 jazzþætti í út- varpið, tiltölulega nýkominn frá námi okkar KK í New York, og átti mikið af jazzplötum. Síðan ur- ðu gloppur en ég hélt áfram að gera ýmsa tónlistarþætti í útvarp- ið fram til 1960 að ég fór að vera með spurninga- og skemmtiþætti. Það byrjaði þannig, að Olafur Stephensen hafði samband við mig og stakk upp á að við gerðum útvarpsþætti af þessu tagi. Ég var svo sem alveg til í það en þegar til kom hafði útvarpið að svo komnu máli ekki sérstakan áhuga. ólafur fór svo burtu en um jólin hringdu þeir hjá útvarpinu og vildu fá þátt. Eg sagðist ætla að hugsa málið, kannski í janúar, sagði ég. Út úr því varð til „Nefndu lagið“. Það var tíu þátta tónlistarget- raun, bein útsending úr útvarps- sal. Atvinnubrandarakarl Árið eftir gerði ég tíu þætti, „Gettu betur“, og þá fór ég að leita eftir skemmtikröftum til að koma fram með hljómsveitinni á milli atriða í spurningakeppninni. Hljómsveitin lék strax mikið hlut- verk í þessum þáttum og varð feikn vinsæl fyrir. Þættirnir nutu mikilla vinsælda og vinna hjá hljómsveitinni jókst heilmikið. Um vorið ætluðum við að halda nokkur böll úti á landi, svona venjulega dansleiki, en áður en við vissum af var búið að setja upp dansleik með skemmtun á undan, þannig að selt var tvisvar inn. Þannig er þetta gert ennþá — Sumargleðin og allar þessar ferða- sýningar." — Þú varst alltaf skrambi fynd- Svavar Gests: Mitt í þessum hugleiðingum ók ég ýmist upp i gangstétt eða i aðra bfla ... inn. Var erfitt að vera prófessjónal brandarakarl? „Ja, ég rak mig fljótt á það, að það var ekki til skemmtiefni, svo ég fór að semja grínþætti. Það gerði ég lengi og samdi fyrir marga, Bessa, Jörund, Gunnar Eyjólfsson, Karl heitinn Einars- son og fleiri. „Hjá mér er það yfirleitt þann- ig, að ég byrja að hlæja og hugsa svo aftur á bak! Maður reynir að tengja saman atburði og finna það skoplega í þeim. Hvort það var erfitt? Ja, það reyndist mér ekki sérstaklega erfitt. Ég hef alltaf verið trúður í mér og get staðið uppá sviði og sagt brandara í tvo tíma samfleytt — en leikarahæfi- leika hef ég enga. Það sannaðist í sjónvarpinu ’68. Þar brást formið, það kom ekki eins vel út og það hafði gert í útvarpi. Síðan hef ég meira og minna látið sjónvarpið eiga sig.“ Þú talaðir helmingi of hratt, góði — Hlustarðu mikið ó útvarpið ■jálfur? „Ég fékk mér útvarp í bílinn fyrir 20 árum en varð fljótlega að losa mig við það. Ég stóð mig að því að rifja upp hvort þetta eða hitt lagið var eftir Cole Porter eða Gerswhin. Nú, eða þá hvort þetta var Gene Krupa á trommur hjá Goodman eða Dave Tough. Mitt í þessum hugleiðingum ók ég ýmist upp á gangstétt eða á aðra bíla. Heimahlustun er allnokkur." — Hvernig var allra fyrsti út- varpsþátturinn? Manstu hvað var fyrsta lagið, sem þú spilaðir? „Nei, ég man það ekki, en ég var að spila Charlie Parker og Dizzy Gillespie í fyrsta sinn á Islandi. Ég kom með mikið af jazzi frá Bandaríkjunum og hafði reyndar farið að kaupa jazzplötur 13—14 þáttur Svavars Gests í útvarpi í dag kl. 15:10: „Þetta var en þú talaðir hehníngí of hratt4 í sunnudagsspjall við útvarpsmeistarann, háðfuglinn og Lionsfélagann Svavar Gests ágætt hjá þér, góði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.