Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 59 þjóðar hvar sem hann var staddur erlendis. Þessu fengum við barna- börnin hans að kynnast því að við fórum ötl okkar fyrstu ferðir utan- lands með honum. Svo margt væri hægt að minnast á og af svo mörgu er hægt að taka, en minn- ingarnar lifa áfram með okkur og nú á kveðjustund biðjum við góð- an guð að varðveita afa okkar. .Far þú f friði, friður (?uð8 þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allk“ (V.Br.) Barnabörnin Þegar komið er að leiðarlokum á ævi frænda míns, Andrésar Bjarnasonar, finnst mér við hæfi að skrifa um hann nokkur kveðju- orð, þó ekki væri nema til að þakka honum allan drengskap og hugulsemi við móður mína og mig og aðra fjölskyldumeðlimi okkar. Ég minnist þeirra daga þegar ég dvaldi hjá þeim Laufeyju og Andr- ési í Hlégerðinu fyrir mörgum ár- um. Þetta myndarlega og gest- risna heimili beinlínis ljómaði af lífskrafti og gleði og bæði hjónin ákaflega gestrisin og skemmtileg. Það var helsti ókosturinn hvað Andrés var lítið heima. Hann vann öllum stundum við fyrirtæki sitt og var ekki óvanalegt að hann væri ókominn þegar við fórum að sofa á kvöldin og farinn í vinnuna þegar við vöknuðum næsta morg- un. Til marks um höfðingsskap þeirra og tryggð sagði móðir mín, Guðmundína Bjarnadóttir, mér frá því, að á meðan hún bjó enn vestur á ísafirði, buðu þau henni i ökuferð frá Reykjavík til Seyðis- fjarðar að heimsækja fósturbróð- ur þeirra, Hörð Hjartarson og fjölskyldu hans, og þar sem efni hennar voru takmörkuð þótti sjálfsagt að þau byðu henni flug- far til Reykjavíkur til að taka þátt í ferðinni. Andrés var hógvær og dag- farsprúður maður, þótt hann hefði ákveðnar skoðanir á málum. Hann reyndi jafnan að koma málum þannig fyrir að aðrir gætu fallist á sjónarmið hans og mótaði sam- starfsgrundvöll sem að jafnaði skapaði sterkari niðurstöðu en úlfúð og ósamkomulag gera. Hann var mjög lánsamur með sam- starfsfólk eftir að hann lét af störfum símvirkja og hóf störf hjá heildverslun Ágústar Ármanns sem hann varð síðar meðeigandi í. Vöndun og eljusemi virðist hafa verið aðal þess fyrirtækis enda tókst þeim að byggja traust og gott fyrirtæki upp úr skömmtun- arkerfi eftirstríðsáranna. En þó leyfi ég mér að fullyrða að sú stund þegar hann gekk að eiga Laufeyju Jónsdóttur 31. des- ember 1955, þá á fertugasta ári, hafi verið stærsta stundin í lífi hans. Hjónaband þeirra var með eindæmum farsælt enda bæði mannkosta fólk og held ég að aldr- ei hafi borið skugga á það sam- band. Anna Jóna systir mín hefur beð- ið um að honum séu sendar sér- stakar kveðjur frá henni og fjöl- skyldu hennar. Við systkinin öll og fjölskyldur sendum fósturbörnum Andrésar, mökum þeirra og börn- um innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að geyma fölskvalausa minningu hans. Úlfar Ágústsson Jarðarfarar- skreytingar Blóm, kransar, krossar. Græna höndin Gróörastöð viö Hagkaup, sími 82895. Gerda Sofia Betúels- son — Minning Við sem eigum því láni að fagna að fá að lifa lengi verðum að sætta okkur við að vinir og vandamenn hverfi einn af öðrum. Ein besta vinkona mín, Gerda Sofia Betúels- son, fædd Rassmusen, fæddist í Horsens í Danmörku 27. janúar 1912, lést 14. janúar síðastliðinn, hefði því átt 73 ára afmæli í dag, hefði hún lifað. Hún ólst upp hjá ástríkum for- eldrum og systkinum, en veiktist ung og beið þess aldrei bætur síð- an. Átti hún við mikla örðugleika að stríða en það varð hennar gæfa að hitta góðan dreng frá íslandi, Guðbjart Betúelsson, þann besta í heimi sagði hún oft, hann var þá við nám í Danmörku. Þau bundust tryggðaböndum og má með sanni segja að hann hafi borið hana á höndum sér síðan. Þau fluttu til íslands eftir stríð. Eignuðust þau eina dóttur, Jónu Lísu, tvö eru barnabörnin, Sveinn Haraldsson flugmaður sem Jóna Lísa eignað- ist með fyrri manni sínum Har- aldi Ágústssyni, vélstjóra sem lést af slysförum, og Gerði Björt Pálmarsdóttur. Seinni maður Jónu Lísu er Pálmar Magnússon yfirkennari. Ég vil með þessum línum senda þeim öllum samúðarkveðjur mín- ar. Gerdu mun ég ávallt minnast með þakklæti fyrir samveruna, hjartahlýju hennar, góðvild og hennar græskulausa gaman sem Dönum er svo eiginlegt. Hún sagð- ist stundum vera orðin íslensk, en ræturnar voru í Danmörku, þang- að fór hún á hverju ári meðan heilsan leyfði, en þráði fljótt aftur heim til kalda landsins þar sem Bjartur átti heima. Hann á nú af- mæli í dag. Þó að sorgin fylli hjarta hans, þá veit ég að hann á þá trú sem mun hugga hann i sorginni, hans einlæga barnatrú, því get ég sagt til hamingju með daginn, Bjartur minn. Arndís Jónsdóttir Sr. Marteinn Jakobs- son Vroomen - Minning Séra Marteinn Jakobsson Vroomen andaðist í Hollandi 21. janúar sl. Hann var fæddur í Beek, Limburg í Hollandi, 13. ág- úst 1906. Hann stundaði prestnám þar í landi og var vígður til prests 21. maí 1932. Eftir prestvígsluna var hann kennari við prestaskóla á Ítalíu í rúm tvö ár. Hann fluttist til íslands 1935 og var prestur í Reykjavík, Hafnar- firði og Garðabæ (hjá St. Jósefs- systrum) og um tíma í Stykkis- hólmi. Auk þess stundaði hann um hríð kennslu, einkum í tungumál- um. Hann tók miklu ástfóstri við ísland og sögu þess, einkum mið- aldasöguna sem var hans eftirlæt- isgrein, auk tungumálanna, sem hann kunni mörg. Hann gerðist ís- lenskur ríkisborgri og tók sér þá nafnið Marteinn Jakobsson, en að öllum jafnaði var hann engu að síður kallaður „séra Vroomen". Þekking hans á íslenskri kirkju- sögu var frábær og einkum heill- aðist hann af sögu heilags Þorláks Skálholtsbiskups, sem hann lagði mikla stund á að kanna. Þekking hans á íslensku fólki, tengslum þess og ættum var einstök og kom- ust vinir hans oft í vanda þegar hann leitaði frétta hjá þeim um menn og málefni sem hann kunni betri skil á en viðmælendur. Nokkrar greinar eftir hann birt- ust í íslenskum blöðum, einkum Hafnarfjarðarblöðum meðan hann var prestur þar í bæ. Séra Marteinn var afburða fág- aður maður í hvívetna, fús að ræða við fólk og miðla því af þekk- ingu sinni, brosmildur og oft gam- ansamur en aldrei var hann sú persóna sem sökkvir sér niður i hópinn og sameinast honum, enda þéraði hann ævinlega alla menn. Hann átti marga vini hér á landi sem nú sakna þessa prúða og há- menntaða manns. Messa til minningar um hann verður sungin í Kristskirkju, Landakoti, nk. sunnudag kl. 10.30. Friður sé með sál hans. TÓ Lokað mánudaginn 28. janúar vegna jaröarfarar ANDRÉSAR JAKOBS BJARNASONAR framkvæmda- sfjóra. Agúst Armann h.f. Sundaborg 24. t Aluöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför fööur mins, tengdafööur og afa, ÁGÚSTAR ELÍSSONAR, Njólsgötu 49. Þórdis Ágústsdóttir, Kolbeinn Kolbeinsson og barnabörn. t Þökkum af alhug samúö og vinsemd viö andlát og útför GERDU S. BETÚELSSON, Markarflöt 23, GaröabsB. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 1B. Landakotsspitala. Guöbjartur Betúelsson, Lfsa Guöbjartsdóttír, Pólmar Magnússon, Sveinn Haraldsson, Gerður Björt Pólmarsdóttir. t Viö þökkum af alhug öllum þeim, sem heiöruöu minningu eigin- manns mins og föður okkar, OLE P. PEDERSEN, garöyrkjustjóra, og sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát hans og útför. Kristfn Halldórsdóttir, Halldór Kristinn Pedersen, Bendt Pedersen, Kolbrún Guöjónsdóttir, Einar Ole Pedersen, Helga Hannesdóttir, Auöur Anna Pederaen. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og vinar, HALLDÓRU JAKOBSDÓTTUR kaupkonu, Marargötu 7. Ólöf Helga Benónýsdóttir, Hjördfs Halldóra Benónýsdóttir, Ásgrfmur Ásgeirsson, Höróur Lorange, Magnús Guójónsson, börn og barnabörn. t Þökkum alla þá samúö og vinsemd sém okkur var sýnd viö andlát og jaröarför HULDU VICTORSDÓTTUR, Birkihlfð 9. Einnig viljum viö þakka starfsfólki og hjúkrunarliöi Landspitalans og sérstaklega Siguröi Björnssyni lækni fyrir alla hjálp og umönnun i veikindum hennar. Anton Sigurösson, Anna Eygló Antonsdóttir, Hallsteinn Sverrisson, Erna Björk Antonsdóttir, Siguröur Sveinsson, barnabörn og systkini hinnar látnu. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinsemd viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur, stjúpfööur, afa og langafa okkar, KARLS GUDMUNDSSONAR, aöstoóarverkstjóra, Hjaröarhaga 44, Reykjavfk. Markúsfna S. Markúsdóttir, Guömundur R. Karlsson, Guöbjörg M. Hannesdóttir, Ólafur R. Karlsson, Frföa V. Magnúsdóttir, Sigrföur Guömundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Legsteinar granít — marmari Opéö alla daga, ^^•UVYlÍt J./. einníg kvöfd Unnarbraut 19, Saltjarnarnesi, ofl helgar.. 8|mar 620809 Og 72818. Legstelnar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fuslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina KS.HELGASONHF 81 STEINSMHUA ■■ SKEMMUÆGI 48 SiMI 76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.