Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 24. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. JANUAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretland: Vonbrigði með kolanámufundinn Lundúnum, 29. janúar. AP. DEILUAÐILAR í breska kolanámuverkfallinu ræddust vio í brjár klukku- stundir í dag og var þad hald manna að útkoma fundarins gæti orðið skjótir samningar og lausn deilunnar. Ekki var hljóðið þó gott í mönnum í fundarlok og ekki að vænta þess að lausn deilunnar sé á næstu grösum. Michael Eaton, talsmaður Kola- námusambandsins, sagði í fundar- lok, að hann hefði vænst þess að fundurinn leiddi af sér grundvöll til markvissra samningafunda. „Svo fór þó ekki og vonbrigðin eru mikil," sagði Eaton. Hann sagði jafnframt, að talsmenn kolanámu- manna hefðu klifað á máli sem vaeri ekki til umræðu, þ.e.a.s. lokun óarðbærra kolanáma. Arthur Scargill, leiðtogi kolanámumanna, sagðist einnig vera vonsvikinn, sér hefði skilist á kolanámusamband- inu að það væri reiðubúið til til- slakana og til að sýna vilja í verki hefðu kolanámumenn komið sjálfir með nýjar tilslakandi hugmyndir. En þeim hefði ekki verið sinnt. Vildi Scargill ekki gera nánari grein fyrir hugmyndum og kröfum. Dauðadóms og langra fangelsisdóma krafist: Sakborningarnir brustu í Tonin, Póllandi, 29. janúar. AP. PÓUSKI saksóknarinn krafðist í dag dauðarefsingar yfir Grzegorz Piotr- owski höfuðsmanni í pólsku leyni- lögreglunni og 25 ára fangelsisdóma fyrir lautinantana Waldemar ("hmiel- ewski og Leszek Pekala, auk ofurst- ans Adams Pietruszka, fyrir aðild að ráni og morði prest.sin.s Jerszys Popi- eluszko. Þá sagði saksóknarinn, Leszek Pietrazinski, að ósannað væri að æðri embættismenn en ofurstinn umræddi hefðu verið með í ráöum; Pietruszka hefði íað að slíku til að hylma yfir eigið frumkvæði í málinu. Saksóknarinn sagði að þyrma bæri lífi lautinantanna vegna þess að þeir hefðu verið „notaðir" og „afvegaleiddir", ofurstans vegna þess að hann hefði ekki sjálfur ver- ið í slagtogi með þremenningunum þó sök hans sem skipuleggjanda væri stór. Sakborningarnir hrukku við er saksóknarinn bar fram refsi- kröfurnar, tveir þeirra kjökruðu og hinir földu andlit í lófum. Allir hafa þeir játað sök sína að ofurst- anum undanskildum. Enginn getur búist við vægari dómi en 8 ára fangageymsluvist. Jerzy Urban, talsmaður pólsku herstjórnarinnar, sagði í dag, að stjórnvöld væru með dómsmálin í Itrosmildír í fundarhléi: Francisco Labastica Ocnoa og Yamani olíuriðherrar Mexíkó og Saudi -Arabíu. Simamynd/AP Opec-fundurinn: Sfmamynd/AP Einn sakborninganna brestur í grát er saksóknarinn ber fram refs- ingarkröfuna. endurskoðun til „verndar trúleys- ingjum og herskáum prestum til varnaðar", eins og hann komst að orði. Hann fordæmdi ræðu þá sem séra Teofil Bogucki flutti í kirkju Popieluszkos heitins á sunnudag, en presturinn fór þar hörðum orð- um um stjórnskipulag Póllands. Sagði Urban að „gengist yrði í því að stöðva flutning pólitisks áróðurs úr St. Stanislav Kostka-kirkju í framtíðinni". Talið að þokist í samkomulagsátt tíenf, 29. janúar. AP. Olíumálaráðherrar olíuframleiðslu- ríkjanna sem kenna sig við Opec funduðu í Genf í dag. Fundurinn stóð alllengi og var gert hlé til kvölds. Síðari hluti hans stóð enn yfir seint í gærkvöldi og hafði lítið kvisast út. f fundarhléi í dag var þó að heyra, að vel miðaði i samkomulagsátt um lækkun olíuverðs. Verðlækkunin er hugsuð til að styrkja samheldni Opec-ríkjanna og koma reglu i olíu- markaðinn. Opec-löndin hafa harð- tega g*gnrýnt Bretland og Noreg fyrir verðlækkanir á hráolíu að und- anförnu. Subroto, olíuráðherra Indónesíu, sagði að enn bæri mikið á milli, til dæmis hefði enn ekki náðst sam- komulag um hversu mikil lækkun yrði og hvort breytingar yrðu á kvótaskiptingum vegna lækkunar- innar. Það fór þó ekki að ganga vel hjá Opec-ráðherrunum fyrr en olíuráðherra Egyptalands, sem boðið hafði verið að fylgjast með gangi mála, gafst upp og tilkynnti að Egyptar myndu fara sínar eigin leiðir. Þá fyrst fóru ráðherrarnir að ná saman, því Egyptanum hafði einmitt verið boðið með það fyrir augum að auka á traust og virðingu Opec út á við. Eþfópía: Vilja sjálfir ráða matvæladreifingunni New York, 29. januar AP. SENDIHERRA Eþíópíu hjá Samein- uðu þjóðunum hefur hafnað tillögu Bandaríkjamanna sem er á þá loio, Eþíópía: Kólerufaraldur hefur drepið á þriðja þúsund Addis Ababa, 29. janúar. Krá Omari Valdimanwyni lilanamanni Morgunblaoains. AÐ MI \ NSTA kosti 2.500 manns hafa látist úr kéleru í Harbe norður af Addis Ababa síðan í nóvember, að því er sænskir forystumenn í hjálpar- starfi Lúterska heimssambandsins sögðu hér í dag. Veikin hefur breiðst út til fleiri héraða að því er talio er, með fólki, sem flutt hefur af hungursvæðunum í norðurhluta landsins. Búðirnar í Harbe eru reknar af írsku hjálparstofnuninni Con- cern. Nils Nicolaisen fram- kvæmdastjóri Lúterska heims- sambandsins í Eþíópíu sagði Í3- lenzkum fréttamönnum hér í dag að hinir umfangsmiklu fólks- flutningar stjórnvalda frá hung- ursvæðunum virkuðu eins og sprenging á útbreiðslu veikinnar. Ilann sagði að skortur væri á lyfjum til varnar kóleru, og nú, þegar tími rigninga færi í hönd, væri cnn mikilvægara en áður að fólkið héldi heim en byggi ekki í búðunum, þar sem öll hreinlætis- aðstaða er af mjög skornum skammti. Sjá nánar „Skrifræðið tefur ís- lendingana í Addis", „Augun halda fyrir manni vöku" og „Pólitískir nauðungarflutningar af hungursvæðunum" á bls. 4. að tryggt verði öryggi vista og fiutn- ingsaðila sem dreifa matvælum til héraða í Eþíópíu sem eru á valdi skæruliða stjórnarandstæðinga, en víða í lendum þeirra er hungurvofan ægileg og lítil sem engin aðstoð hef- ur borist. Sendiherrann, Berhano Dinka, sagði að tillaga Bandaríkja- manna hefði falið í sér ihluiun í inn- anríkismál Eþíópíu og slfkt yrði aldr- ei látið líðast. Dinka sagði að Eþíópiumenn hefðu til þessa verið fullfærir um að dreifa aðsendum matvælum og vistum til þeirra sem þyrftu og engin breyting yrði á því. Dinka neitaði því að hjálpargögn hefðu ekki borist fólki í Tigre og Eritreu vegna þess að skæruliðar réðu ríkjum á þeim slóðum. Peter McPherson er maðurinn sem átti hugmyndina, en hann sagði um viðbrögð Eþíópíumanna, að þau væru illskiljanleg. „Þeir segja allt- af að þeir vilji að allir fái mat, samt er fólk í heilu héruðunum hlunnfarið. Það eina sem vakir fyrir okkur er að allir fái eitthvað, en þeir virðast reyna að standa í veginum," sagði McPherson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.