Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANtJAR 1985 3 „íslendingur besti Svíinn“ — sagði í fyrirsögn í Dagens Nyheter Stokkólmi, 29. jinúar. Frá frétUriUra Mbl., Olle Ekstróm. Hrafn Gunnlaugsson vakti mestu athyglina af þeim vinningshöfum, sem sa>nska kvikmyndastofnunin verðlaunaði í ár. Um það voru sænsku dag- blöðin sammála í ummælum sínum, daginn eftir þennan stóra dag, sem Hrafn Gunnlaugsson átti. Ennfremur voru þau sammála um að þetta væri mjög góð niðurstaða sem kvikmyndastofnunin hefði komist að, þegar hún valdi besta leikstjórann. Nils-Petter Sundgren, þekkt- um kvikmyndagagnrýnanda sænska sjónvarpsins, fannst þó, að niðurstaðan væri bölvanleg. Hann benti á nokkra Svia sem honum fannst að hefðu átt heið- urinn skilið, auk þess fannst hon- um undarlegt að íslensk kvik- mynd fengi verðlaun fyrir kvik- myndastjórnun. Hann neitaði því þó ekki að mynd Hrafns væri góð kvikmynd. Aftonbladet segir hins vegar í frétt sinni að ekki megi varpa skugga á Hrafn Gunnlaugsson. Hann hefur sýnt að hægt er að gera spennandi kvikmynd í klassískum vestrastíl einnig hér á norðurslóðum. Það væri a.m.k. þess virði að verðlauna. Hrifning Dagens Nyheter, stærsta morgunblaðs í Svíþjóð, var langmest: „ísland getur glaðst yfir syni sínum, Hrafni Gunnlaugssyni. Hin meistara- lega ævintýrakvikmynd hans, „Hrafninn flýgur", hefur nú sannarlega komið íslandi á blað með eftirtektarverðum kvik- myndagerðarþjóðum. Dagens Nyheter rifjar einnig upp að Hrafn Gunnlaugsson fékk gæðaverðlaun fyrir fyrstu löngu kvikmynd sína, þegar Guldbagg- verðlaunin voru afhent 1981. Blaðið segir líka í langri grein frá störfum Hrafns Gunnlaugs- sonar, sem rithöfundi og skáldi, og getur þess að verk hans hafi verið þýdd á 20 tungumál. Aftonbladet kaus Hrafn Símamynd/AP Hrafn Gunnlaugsson í hópi annarra verðlaunhada eftir afhendingu „Guldbaggen“ í fyrrakvöld. Þau eru Rune Ericson, sem var valinn besti kvikmyndatökumaðurinn, Gunilla Nyroos, leikkona, Sven Wollter, leikari, Agneta Elers-Jarlmen, fyrir bestu kvikmyndina, og Hrafn Gunnlaugsson, besti leikstjórinn. Gunnlaugsson glaðasta vinn- ingshafann. Eftir honum hefur blaðið að hann sé mjög þakklátur Svíum fyrir að sýna útlendingi það örlæti að sæma hann Gulld- bagge. „Án sænskrar fjárveit- ingar hefði kvikmyndin ekki orð- ið að veruleika," sagði Hrafn Gunnlaugsson. Svenska dagbladet segir í grein sinni að Hrafn Gunn- laugsson hafi áorkað miklu fyrir sænska og íslenska kvikmynda- gerð með kvikmynd sinni „Hrafninn flýgur". Blaðið segir að kvikmyndina skorti hvorki sjænnu, stríð né blóðsúthellingar — sannkölluð íslensk víkinga- mynd undir áhrifum frá kvik- myndagerðarmönnum á borð við Kurosawa, John Ford og Sergio t Leone. í fréttaskeyti frá AP í Stokk- hólmi kemur fram að „Islending- urinn Hrafn Gunnlaugsson hafi fengið mikið rúm i sænskum fjöl- miðlum, þegar hann — sem eini útlendingurinn — vann til „sænska Óskarsins", Guldbagg- en, sem leikstjóri að sænsk- íslensku kvikmyndinni „Hrafn- inn flýgur““. Hrafn Gunnlaugsson keppti um verðlaunin við meðal annarra Bo Widerberg, með kvikmyndina „Mannen frán Mallorca”, og All- an Edwall o með sína rómuðu kvikmynd „Áke och hans várld“. Einnig segir í fréttaskeytinu að staðið hefði í fyrirsögn á for- síðu stærsta dagblaðsins, Dagens Nyheter, að „íslendingur var besti Svíinn“. MUÁR VIKURÁ FRÚXSKV RMERUMI Franska Rivieran. Nafniö tengj- um viö ósjálfrátt viö iúxus, fX'ninga og frægt fólk, og sannariega ekki aö ástæðulausu. Filmstjörnur, frægir listamenn og auðkýfingar hafa ára- tugum saman eytt ófáum frístundum sínum á þessari frægustu strönd við Miöjaröarhafið og margir hafa þar fast aðsetur yfir sumariö. Þar tilheyrir að eyða 4 klst. á kvöldi á veitingahúsi, rápa í húöir, sitja á kaffihúsum, skoða söfn mcð heims- frægum listaverkum og „gambla " / spilavfti. Þar eru líka glæsilegar sól- arstrendur og allt sem þeim tilheyrir. I rvalsstaðirnir á Rivierunni eru tvcir: St. Laurant du Var, smábær 4 km frá Nice. Þar er íbúöahótelið Héliotel Marine, frábært hótel á besta stað. Sundlaug og tennis í l KR.31.300.- garöinum, 50 m niöur á strönd, þar sem matsöluhús, ísbarir og pönnu- kökustaöir standa í tugatali á hafnarbakkanum. Juan-les-Pins, yst á Antibes- skaganum. Þar eru einhverjar bestu baðstrendur Rivierunnar og bærinn sjálfur, sem er samvaxinn hinum fræga bæ Antibes, er ein iöandi mannlífsbrekka. Og allt er þetta í göngufæri frá hótelinu, Mas du Tanit, sem er mjög gott íbúöahótel með sérlega rúmgóöum íbúöum. Brottför í beinu leiguflugi: 25/5, 12/6, 3/7, 24/7, 14/8 og 4/9. Dvalartími: 3 vikur, nema 25/5 18 nætur. Innifalið. Flug akstur milli flugvallar og gististaða, gisting, rafmagn og rúmföt, íslensk fararsljórn. Barna- og unglingaafsláttur: 0— I árs greiða 10%, 2—11 ára greiða 50%, I2—I6áragreiða 70%. Feröaskrifstofan Úrval við Austur- völl. sími 26900. Ertu samferða á Rivieruna? FERÐfíSKRIFSTOFAN ÚRVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.