Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 Gjafir í orgel- sjóð Hall- grímskirkju „STÖÐUGT berast góðar gjafir í Orgelsjóð Hallgrímskirkju," segir í rréttatilkynningu, sem MorgunblaA- inu hefur borist frá sjóónum. Fyrir- sjáanlega veróur Hallgrímskirkja nothaef innan tveggja ára og veróur því stefnt aó orgelkaupum fyrir kirkjuna sem allra fyrst. Því er söfn- unartími takmarkaður. „Áhuga- menn um söfnunina þurfa ekki aó bíóa eftir áskorun, en geta tilkynnt stuóning sinn og fengió sendan gíró- reikning strax,“ segir í tilkynning- unni, en nöfn gefenda og framlög veróa færö í skrautritaóa bók, sem varðveitt veröur í kirkjunni um ókomna tíð. Hér á eftir fara nöfn þeirra, sem tekið hafa áskorun um fjár- framlög í orgelsjóðinn og þakkar sjóðurinn öllum þeim, sem veitt hafa honum stuðning: Loftur MagnÚHHon, llamragerfti 25, Akureyri. Árni Geirason, Glóbus hf., Lágmúla 5, Rvík. Víglundur l*onrteiiu«on, Sævargörðum 3, Seltj. Árni Sigurjónmon, Lmugarásvegi 1, Rvfk. (Wn Kvrnented. Langnbakkm, Varmá. Bjarni Bjarnaaon, llálaaneli 47, Rrík. VálgerAur Bjarnadáuir, HaAaratig 2. Kvfk. Vahir VateHon, UnaAarhanka fnlandn. Bragi Hannenson. lAnaAarbanka fslandn. Bjarni Magnúanon, HeiArangi 8, H.fnarnrAi Ragnar S. Halldórmon, Laugaráavegi 12, Rvfk. Helga Ejjólfadóttir, Bragagötu 32, Rvík. Gíali Magaúason, Bergstaóastreti 55. Rvfk. Þorgeréur Ingólfadóttir, Norrena hÚHÍnu. Þóra Þorleifsdóttir, Aðallandi 5, Rvfk. Sigurlaug Jóhannsdóttir, Máaagötu 22, Rvfk. Anna Hallmundsdóttir. Bollagötu 6, Rvfk. Einar Halldórmon, Noróurbrún 18, Rvfk. FJín Goómundsdóttir, Holtsgötu 33, Rvfk. Inga Jóhannsdóttir, Gunnarsbraut 42, Rvík. Jóœfíaa Jóhannsdóttir, Bergstaóantr. lOc, Rvík. Fríósteinn Fríósteinsson, Bergstaóastr. lOc, Rvfk. 6löf Steinsdóttir, Stigahlfó 32, Rvfk. Þóra Þorsteinsdóttir, Lokastíg 18, Rvík. Magnea Siguróardóttir, Hvassaleiti 14, Rvfk. Sigríóur Árnadóttir, Þórsgötu 19, Rvík. Guórún Þorkelsdóttir, Leifsgötu 7, Rvfk. Krístín Markúsdóttir, Selbraut 8, Seltjarnanesi. Eggert Theodórsson, Selbraut 8, Seltjarnarnesi. Sigurborg Eyjólfsdóttir, Sörlaskjóli 44. Rvík. Rannveig Hjaltadóttir. Einibergi 5. Hafnarfírói. Ingunn Hjaltadóttir, ÞrasUhmdi 14, Garóabc. Snæbjorn Kristjánsson. Giljalandi 25, Rvfk. Hildur Vigfúsdóttir, Suóurgötu 55, Hafnarfírói. Skákþing Reykjavíkur: Dan Hans- son efstur Dan Hansson er efstur aó loknum 7. umferóum á Skákþingi Reykjavík- ur. Hann befur hlotið 6V2 vinning, sigraöi Þröst Þórhallsson eftir aó skák þeirra fór í bið. f 2.—3. sæti eru Andri Áss Grétarsson og Róbert Haröarson meó 6 vinninga. Meðal úrslita í 7. umferð má nefna að Andri Áss sigraði Hilm- ar Karlsson, Róbert sigraði Lárus Jóhannesson, Davið ólafsson sigr- aði Arnald Loftsson, Árni Ár- mann Árnason sigraði Harald Baldursson og Sveinn Kristinsson sigraði Erling Þorsteinsson. Með 5'Æ vinning eru Þröstur Þórhalls- son, Hilmar Karlsson, Haukur Angantýsson, Árni Ármann Árna- son, Davíð ólafsson og Sveinn Kristinsson. Áttunda umferð verður tefld í kvöld, þá tefla meðal annars Ró- bert Harðarsson og Dan Hansson, Haukur Angantýsson og Andri Áss, Hilmar Karlsson og Þröstur Þórhallsson og Davíð Ólafsson og Árni Ármann Árnason. Lítil loönuveiði LÍTIL loónuveiði var síðastlióinn sólarhring enda fá skip á miðunum. Síðdegis í gær höfðu eftirtalin fjógur skip tilkynnt um afla, sam- tals 2.460 lestir: Húnaröst ÁR, 620, Pétur Jónsson RE, 720, Gull- berg VE, 600 og Bergur VE 520 lestir. MorKunblaðið/RAX FRA OMARI VALDIMARSSYNII ADDIS ABABA Pallettum meó hjálpargögnum ýtt inn I flugvél Arnarflugs, sem kom til Eþíópíu í gær. Héóan fór flugvélin sneisafull af hjálpargögnum á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Skrifræðið tefur íslend- ingana í Addis Ababa Munu starfa skammt frá átakasvæði norðan við höfuðborgina ÍSLENZKA flugvélin, meó um 36 tonn af matvælum, teppum, veiöaríær- um o.f1„ þar á meóal einum bfl og fjórum hjúkrunarfræðingum, lenti hér laust eftir klukkan sjö í morgun. Var þegar hafist handa viö aö afferma vélina og gekk það allt að óskum, nema hvaó eþíópísku hlaðmennirnir höföu aldrei fyrr reynt að taka bfl út úr flugvél án þess aó hann væri á bretti. Bíllinn kom sér reyndar vel á leiðinni hingað. Hjúkrunarfræð- ingarnir fjórir og Erling Aspe- lund, stjórnarformaður Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, blunduðu þar af og til, enda engin auka- sæti í flugvélinni. Hjúkrunar- fræðingarnir hvíldust fram að hádegi en hafa síöan setið á fundum og reynt að átta sig á ástandinu með Gunnlaugi Stef- ánssyni starfsmanni Hjálpar- stofnunar og tveimur björgun- arsveitarmönnum frá Vest- mannaeyjum, sem hingað komu með flugvélinni. Gert er ráð fyrir að íslend- ingarnir geti haldið til búða sinna innan viku, en erfiðlega hefur gengið að útvega Eyja- peyjunum fararleyfi út úr borg- inni vegna umfangsmikils skrifræðis marxistastjórnarinn- ar hér. Flugvélin fór svo héðan um klukkan 16 að staðartíma, 13 að íslenzkum tíma, áleiðis til Mass- awa í Eritreu, þar sem veiðar- færabúnaðurinn verður losaður undir stjórn Georgs Stanleys Aðalsteinssonar skipstjóra úr Vestmannaeyjum. íslendingarnir munu starfa við einar þrjár matvæladreif- ingarstöðvar og flóttamanna- búðir 400—450 kílómetra norður af höfuðborginni. Reiknað er með að þær stöðvar geti brau- fætt 25—30 þúsund fjölskyldur, eða a.m.k. 150 þúsund manns. Alls hyggst lúterska heims- sambandiö fæða um 800 þúsund manns á þessu ári. Skammt frá nyrstu stöðinni, í bæ sem heitir Worgesa, hafa skæruliðar aðskilnaðarsinna í Wollo- og Tígre-héruðum, látið nokkuð á sér kræla að undan- förnu. „En þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af íslendingun- um, þeir eru friðaðir," sagði framkvæmdastjóri lúterska heimssambandsins hér í dag. Augun halda fyrir manni vöku ÞAÐ eru augu barnanna, sem koma mest vió mann. Þau horfa á okkur biðjandi og þakklát í senn og ef brosaö er til þeirra verða fallegu andlitin að glitrandi stjörn- um. Sum börnin geta ekki brosað og þá skín vonleysið úr augum mæóra þeirra þegar hjálparfólkió reynir að koma mat í börnin. „Hann er svo svangur að hann kemur engu niður," sagði dönsk hjúkrunarkona í búðunum í Senbete, um 350 kílómetra norð- ur af Addis Ababa og benti mér á 10 ára dreng sem var, bókstaf- lega talað, ekkert nema skinn og bein. Hann stundi og grét og mjólkin rann viðstöðulaust út úr honum aftur. Á næsta fleti sátu tvær konur og kveinuðu hástöfum yfir líki af karlmanni. Það er kannski ekki hægt að tala um lík, beinagrind með húð væri nærri lagi. Hann hafði komið í búðirnar hálfum mánuði áður, skriðið síöasta spölinn, og var þá þegar lifandi dauður. Þannig eru margir en fleirum tekst að bjarga. Það voru þúsundir í Senbete á mánudaginn úr sveitunum í kring. Sumt gengur í allt að sex klukkustundir og fær viku- skammt af mat til að fara með heim. Börnin eru vigtuð og mæld og fylgst með líðan þeirra vikulega. Danska hjúkrunarkonan sagði talsverð brögð að því að börnin þyngdust ekki. „Þau eru orðin of máttfarin til að borða heima í strákofunum og þá eru kannski fimm til sex önnur börn um bit- ann,“ sagði hún. Ég efa að fallegra fólk sé til, einkum börnin og konurnar. Börnin, sem farin eru að hjarna við og hafa náð sem næst eðli- legri þyngd, leika sér berfætt og tötraklædd á skrælnaðri mörk- inni. Þau hópast um hvíta menn sem koma, og biðja um penna eða peninga. Innlendir karlar hlaupa um með prik sín og reyna , að banda hópunum frá. Um leið er kominn annar hópur og vill láta taka af sér myndir, taka í hendur manns og kyssa þær í auðmýkt. Foreldrarnir horfa á, stundum brosandi, oftar alvar- leg og sorgmædd. Sumir liggja úti á mörkinni og eiga ekki langt eftir, jafnvel þótt þeir séu komn- ir þangað sem hægt er að fá mat. En þegar maður fer mettur og öruggur að sofa á kvöldin eru það andlit og augu barnanna, einkum þess 10 ára sem fyrr var nefnt, sem halda fyrir manni vöku. Pólitískir nauðungarflutn- ingar af hungursvæðunum Þjóóflutningarnir frá norðurhér- uðum Eþíópíu eru gríóarlega um- fangsmiklir. Stjórnvöld áætla að fiytja a.m.k. hálfa aöra milljón manna frá heimkynnum sínum f Tigre og Eritreu til búsældarlegri staða í suóvesturhluta landsins. Þessir flutningar hafa mælst afar misjafnlega fyrir, m.a. er talaó um að hér sé um nauðungarflutninga að ræóa og er talið aó ein ástæóa þeirra sé pólitísk og hernaðarleg, enda eru þjóófrelsisfylkingarnar í landinu hvað sterkastar í þessum fylkjum. Dreifing matvæla til norður- hluta landsins hefur gengið brösuglega vegna styrjaldar- ástandsins sem þar ríkir. John Eriksson yfirmaður hjálpar- starfsins í norðurhluta Shoa- fylkis, þar sem íslenzku sjálfboðaliðarnir munu vinna, sagði í dag að dreifing matvæla og hjúkrun fólks gengi best með þjóðveginum frá Addis um 500 kílómetra norður i land. Ástand- ið versnar, sagði hann, eftir því sem lengra dregur út frá þjóð- veginum. Og vegna hernaðar- ástandsins gengur mjög erfið- lega að fá að byggja nýjar mat- væladreifingarstöðvar eða skemmur undir birgðir. Sér- fræðingar alþjóðastofnana hér telja að nægur matur muni ber- ast i ár til að brauðfæða fólk á hörmungasvæðunum, alls lík- lega milli 5 og 6 milljónir manna, vandinn sé hins vegar skortur á farartækjum til flutn- inganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.