Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 Einingahús, verð og gæði — eftir Lárus L. Blöndal Nú undanfarnar vikur hefur töluvert verið rætt og ritað um „einingahús" og þá einkum um verð þeirra og gæði. Hefur í allri þeirri umræðu verið rætt um „ein- ingahús" sem eitthvert eitt af- markað fyrirbrigði sem engin af- brigði væru af. Reynt hefur verið að finna verðmun á „einingahús- um“ annarsvegar og húsum byggðum með gamla laginu hins- vegar. Þá hefur komið fram að „einingahús" eigi við þéttivanda- mál að stríða. I þessari umræðu hefur ekki verið komið inn á það að mörg þessara svokölluðu „ein- ingahúsa" eiga fátt annað sameig- inlegt en nafnið. Það hlýtur þó t.d. að liggja í augum uppi að „ein- ingahús“ byggð úr steinsteypu annarsvegar og timbri hinsvegar eru ekki sami hluturinn. Þá benda gjörólíkar framleiðslu- og sam- setningaraðferðir til þess sama. Og eru öll „einingahús" sambæri- leg? Eru hús ekki misfalleg, mis- hagkvæm í rekstri, misþægileg að búa í, misendingargóð o.s.frv.? Á þetta ekki við um hús úr einingum jafnt sem hús byggð með gamla laginu? Er nokkur ástæða til að ætla að „einingahús" eigi eitthvað meira sameiginlegt að þessu leyti en hús almennt? Eg tel alveg ljóst að það séu engin rök til þess að flokka hús eftir því hvort þau eru framleidd í verksmiðju eða stað- byggð, þegar verð og gæði eru rædd. Mun gáfulegra væri að skipta húsunum niður eftir því efni sem þau eru byggð úr ef menn endilega vilja flokka þau niður í þessa veru. Verdkönnun f nóvember sl. skilaði húsnæð- isstofnun af sér greinargerð vegna einingahúsa og var hún unnin að beiðni félagsmálaráðherra. í þess- ari greinargerð er fjallað um lána- reglur til einingahúsa, hvaða verksmiðjur séu samþykktar af húsnæðisstofnun til að framleiða hús, staðsetningar þeirra, starfsmannafjölda, framleiðslu, framleiðslugetu og verð eininga- húsa samanborið við staðbyggð hús. Var greinargerðin eins og áð- ur segir unnin fyrir ráðherra en ekki ætluð til birtingar í fjölmiðl- um. Hún ber það raunar með sér að vera vinnuplagg fremur en vís- indalega unnin könnun, enda Lárus L Blöndal koma víða fram í henni fyrirvarar í þá átt. T.d. má nefna að upplýs- ingar um framleiðslumagn á síð- asta ári og framleiðslugetu eru gefnar í „húsum" (ekki einu sinni af ákv. stærð) og eru þær upplýs- ingar fengnar með einu símtali við einhvern forráðamann hvers fyrirtækis. Vakin er athygli á þessum ónákvæmu vinnubrögðum í greinargerðinni enda sjálfsagt þegar um svo mikilvægt atriði er að ræða. Finnst mér rétt af þess- um ástæðum að vara þá sem lesa þessa greinargerð húsnæðisstofn- unar mjög við að álykta af henni um að offjárfesting sé mikil í þessum iðnaði, þótt svo gæti virst af tölum í greinargerðinni. Tel ég að svo sé alls ekki, nema þá e.t.v. hjá einstaka fyrirtæki, en alls ekki hjá þessari iðngrein í heild. Ætla ég annars ekki að fara nánar út í þær hugleiðingar hér. Sá kafli í greinargerð húsnæðis- stofnunnar sem vakti áhuga fjöl- miðia var kaflinn um verð ein- ingahúsa. Sá kafli fjallar í raun og veru ekki um annað en verð þeirra húsa sem þar eru nefnd og gefur ekkert tilefni til að út frá honum sé ályktað á breiðari grundvelli. Enda eru húsin sem um ræðir byggð fyrir verkamannabústaði eftir útboði þar sem í raun gildir hver hefur mesta þörf og getu til að undirbjóða. Höfundar greinar- gerðarinnar taka líka fram að engin „fullnægjandi opinber könn- un“ hafi farið fram og ítreka seinna að þarna sé ekki um algild- an sannleik að ræða um verðsam- anburð staðbyggðra húsa og ein- ingahúsa. Eftir að fjölmiðlar höfðu fjallað um þessa greinar- gerð varð maður hinsvegar var við að fólk taldi að húsnæðisstofnun ríkisins hefði komist að þeirri niðurstöðu að einingahús væru dýrari en staðbyggð hús. Þetta var auðvitað óviðunandi ástand og vildi ég fá afdráttarlaust fram, frá þar til hæfum aðila, hvað þessi greinargerð gæfi tilefni til að álykta um verð einingahúsa. Til þess að kanna þetta fékk ég Kaup- þing hf. sem óvilhallan og hlut- lausan aðila til að fara í gegnum greinargerðina og skoða forsendur hennar og vinnslu með þetta í huga. Niðurstaða Kaupþings hf. var á þá leið að ekkert væri hægt að styðjast við greinargerðina við mat á verðmun einingahúsa og annarskonar húsa. Eða eins og segir í síðustu setningu álitsins: „Það er því niðurstaða okkar að sá verðsamanburður sem gerður hef- ur verið á grundvelli umræddrar greinargerðar á byggingarkostn- aði einingahúsa og hefðbundinna húsa á almennum markaði sé marklaus og villandi." Hér hefur sérhæfður aðili á sviði slíkra kannana kveðið upp úr um það að þessi greinargerð segir nákvæm- lega ekki neitt um verðmun ein- ingahúsa og staðbyggðra á al- mennum markaði. Það er því ljóst að eina raunhæfa könnunin sem gerð hefur verið á verði nýbygg- inga er sú könnun sem húsbyggj- endur hafa gert hver í sínu lagi nú undanfarin ár. Það er engin til- viljun að sú byggð sem nú rís í Grafarvogi í Reykjavík saman- stendur að mestu leyti af eininga- húsum. Það er heldur engin tilvilj- un að sala einingahúsa jókst um 70% á síðasta ári. Húsbyggjand- inn velur að sjálfsögðu hag- kvæmasta kostinn fyrir sig; á síð- asta ári völdu mörg hundruð hús- byggjenda einingahús af einhverri gerð. Gæöi húsa í sjónvarpinu nú á dögunum var rætt við verkfræðing rannsókn- arstofnunar byggingariðnaðarins. Taldi hann að einingahús ættu við þéttivandamál að stríða og byggði þá niðurstöðu sina á þéttiprófun- um sem hann eða sú stofnun sem hann starfar hjá, hafði fram- kvæmt. 1 þessari yfirlýsingu felst sú meinloka sem ég ræddi um hér í upphafi greinarinnar. Það er að sjálfsögðu útilokað að setja öll einingahús undir sama hatt að þessu leyti. Nú veit ég, eftir að hafa talað við verkfræðinginn, að það var alls ekki ætlun hans að halda því fram að þetta ætti við um allar gerðir einingahúsa, þó svo varla væri unnt að skilja um- mæli hans á annan veg, eins og þau hljómuðu í sjónvarpinu. Eins og ég hef áður bent á er það mjög mismunandi hvernig einingahús eru byggð upp. Eining- arnar eru úr mismunandi efnum, þær eru settar saman á mjög mis- munandi hátt, framleiðsluaðferðir eru mismunandi og allur frágang- ur. Þetta segir að þótt hús frá ein- hverjum einingahúsaframleiðand- anum sé óþétt, eða misvel þétt, þarf það ekki að þýða að hús frá öðrum einingahúsaframleiðanda séu það líka. Þegar framangreint viðtal var sýnt í sjónvarpinu hafði ekkert hús frá framleiðendum Nýhúsa verið þéttiprófað. Töldum við okkur vita að þessi óþéttleiki væri ekki til staðar í okkar húsum og báðum því um að nokkur húsa okkar yrðu þéttiprófuð svo ganga mætti úr skugga um það. ÖIl ein- ingahús frá framleiðendum Ný- húsa eru úr steinsteypu og eru einingarnar í húsunum steyptar saman eftir kerfi sem margir verkfræðingar telja það öruggasta sem húsbyggjandi á kost á. Það kom því ekki á óvart að hús byggð eftir þessu kerfi reyndust vera mjög þétt skv. þéttiprófun rann- sóknarstofnunar byggingariðn- aðarins. Það er því brýn þörf á að leiðrétta þann misskilning sem upp hefur komið, að yfirlýsing verkfræðingsins eigi við um allar gerðir einingahúsa. Hún á alla- vega ekki við um hús frá framleið- endum Nýhúsa svo sem fram kem- ur í bréfi rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins sem birt er með þessari grein. Lánakjör í september sl. samþykkti hús- næðismálastjórn að breyta reglum um lánveitingar til verksmiðju- framleiddra húseininga. Sam- kvæmt þessari samþykkt skyldu kaupendur einingahúsa fá lán sín greidd út með sama hætti og sá er byggði með gamla laginu en sam- kvæmt eldri reglum, sem gilda raunar enn, fengu þeir sem byggðu einingahús sín lán nokkru hraðar greidd út. Ástæðurnar fyrir hraðari útborgun til eininga- húsakaupenda eru í sjálfu sér sáraeinfaldar — einingahús þurfa að vera mun lengra komin í bygg- ingu til þess að vera lánshæf en staðbyggð hús (sjá töflu). Auk þess þurfa húsin að falla undir ákv. gæðastuðla og verksmiðjurn- ar þurfa að vera viðurkenndar af húsnæðisstofnun. Samkvæmt samþykktinni í september þarf þessa nú ekki með en hitt virðist hafa gleymst að einingahús frá sumum verksmiðjum, þar á meðal frá framleiðendum Nýhúsa, er ekki hægt að gera fokheld með hefðbundnum hætti vegna þess að framleiðsluaðferðin er þannig að húsin verða alltaf komin töluvert mikið lengra en fokheldisstigið gerir kröfu til. Einingarnar frá Nýhúsum eru t.d. með innsteyptri einangrun og raflögnum og tilbún- ar til málningar að utan og innan þegar þær koma úr verksmiðju. Og þar sem allir innveggir í okkar húsum eru steyptir í heilu lagi í verksmiðju, verðum við að setja þá upp áður en húsunum er lokað, en þeir eru einnig tilbúnir undir spörslun og málningu með innsteyptum raflögnum. Sumir byggingameistarar hafa talið samþykktina frá því í sept- ember vera til að auka jafnrétti í byggingariðnaði. Ég tel að með henni sé gengið í þveröfuga átt. Ef menn efast um að núverandi fyrir- komulag í lánamálum sé réttlátt fyrir alla aðila er innihald sept- embersamþykktarinnar fáránleg lausn. Eina lausnin sem ótvírætt getur komið hér að gagni og eng- inn getur efast um að tryggi fullt jafnrétti með byggingaraðferðum er sú að allir húsbyggjendur njóti sömu kjara og einingahúsbyggj- endur njóta í dag. Þetta þýðir að þeir sem byggja með gamla laginu fá engin lán frekar en einingahús- abyggjendur, fyrr en húsin eru fullfrágengin að utan og fullein- angruð (sjá töflu) en fái þau síðan á sa. 9—10 mánuðum frá þeim tíma eins og byggjendur eininga- húsa. Aðeins sumir eininga- húsaframleiðendur geta fært frágang sinna húsa niður á hið hefðbundna fokheldisstig, en hins vegar er ljóst að öll staðbyggð hús lenda fyrr eða síðar á því frá- gangsstigi sem einingahús eru lánshæf á. Því er eina leiðin til að tryKKja jöfnuð milli byggingarað- ferðanna að breyta reglum um lánveitingu til staðbyggðra húsa í sama horf og nú gildir um ein- ingahúsaframleiðslu. Einingahúsaframleiðsla í verk- smiðjum er nú komin á góðan rekspöl. Það verður að teljast af hinu góða í landi þar sem árferði hamlar byggingarvinnu utanhúss stóran hluta ársins. Með verk- smiðjuframleiðslu húsa gefst kostur á að vinna allt árið um kring af fullum krafti í byggingar- iðnaði í stað ládeyðu að vetri og vinnubrjálæðis að sumri. Með verksmiðjuframleiðslu húsa stytt- ist byggingartíminn, þeir tímar þegar hús stóðu jafnvel árum saman hálfkláruð, tilheyra brátt fortíðinni. Innan skamms verður jafn einfalt að kaupa sér nýtt verksmiðjuframleitt hús og nú er að kaupa notað. Brátt verður hræðslan við að flytja inn í ný- byggingarhverfi ástæðulaus því með tilkomu verksmiðjufram- leiddra húsa rísa hverfin hratt og öll hús fullfrágengin að utan strax eftir reisingu. Það er vafalaust að hús framtíð- arinnar verða almennt framleidd í verksmiðjum. Þeir menn sem reyna að bregða fæti fyrir þá þróun eru í skammsýni sinni að vinna óþarft verk. Lírus L Blöndal er framkvæmda- stjóri Nýhúsa hf. Hr. framkvæmdastjóri Lárus Blöndal Nýhús h.f. VARÐAR: Fyrirspurn varóandi þéttleika einingahúsa sem byggö eru meó aöferó Nýhúsa h.f. Byggingaraóferó Nýhhúsa h.f. byggir á notkun steyptra vegg- og loft- eininga sera sióan eru læstar saman meó steypu í uppsetningu. Þessi aóferó og þó einkum notkun steyptra eininga undir timburþak ætti alla jafna aó tryggja mjög góóan þéttleika húsanna. Aóferóin gerir^aó verkum aó möguleiki á óþéttleika er eingöngu raeó gluggum og huróum og því um be\na hlióstöóu vió hefóbundin steypt hús meó steyptri loftplðtu aó rióa. Nióurstöóur þeirra mælinga á þéttleika húsa frá Nýhús h.f. sem Rann- sóknastofnun byggingariónaóarins hcfur gert styóur þessa fullyróingu onn frekar. Viróingarfyllst, Vinne&lvtaslgtnuB Bygglnqarlörijöarln. íWörn Marteinsson, verkfræóingur Bréf Björns Marteinssonar verkfræöings hjá Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaóarins til Nýhúsa hf. um þéttleika húsanna. Aðildarfyrirtæki Nýhúsa hf., sem framleiða hús með tilgreindri aðferð, eru Loftorka sf., Borgarnesi, Húsa- og strengjasteypan, Kópavogi, Brúnás hf., Egilsstöðum, Húsiðn hf., Húsavík og Strengjasteypan hf., Akureyri. Samanburður á frágangi einingahúsa og staðbyggðra húsa, er þau teljast lánshæf hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins: Frágangur staðbyggðs húss: ■ Útveggir og aðrir burðarveggir steyptir ■ Þaki lokað ■ Þakpappi ásettur ■ Plast sett í glugga Á þessu byggingarstigi eru hús sem byggð eru á hefðbundinn hátt talin lánshæf. Til þess að vera jafnlangt komin í byggingu og einingahús frá framleiðanda Nýhúsa eru, þegar þau teljast lánshæf, þarf eftirfarandi að gera til viðbótar: ■ Setja járn á þak ■ Ganga frá þakköntum ■ Pússa húsið að utan ■ Ganga frá opnanlegum fögum ■ Setja gler í allt húsið ■ Setja útihurðir í ■ Einangra húsið, bæði veggi og loft ■ Leggja fyrir rafmagni ■ Pússa húsið að innan ■ Hlaða innveggi / ■ Pússa innveggi Auk þessa þurfa einingahúsaverksmiðjur að vera samþykktar af Húsnæðisstofnun og húsin að uppfylla ákveðna gæðastaðla til að fá lán eftir reglum um einingahús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.