Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 23
kveikt við þá götu sem ég gekk — 6, gef hinum ljós, er ég þráði, en ei fékk“ kvað hún til komandi kyn- slóða. Ljóð hennar birtust í Eim- reiðinni. Thora Friðriksson (1866—1895) „fslendingur og alheimsborgari", var lukkunnar pamfíll. Einskis var látið ófreistað til þess að upp- eldi hennar og uppfræðsla yrði sem best varð á kosið og Thora hafði gáfur og atgjörvi til þess að hafa af því full not. Thora fékk þannig gott forskot á lífinu, en hún gróf svo sannarlega ekki pund sitt. Thora var vel ritfær og viljug að grípa til pennans. Þekktust var hún sem boðberi franskrar menn- ingar, en í Frakklandi hafði hún dvalist í eitt ár sér til heilsubótar. Atvikin að því lýsa henni á ógleymanlegan hátt. Thora hafði stofnað verslunina París ásamt Kristínu og hélt utan í innkaupa- ferð árið 1916, en skipið varð fyrir tundurskeyti og þurfti hún að hýr- ast í tvo daga á björgunarbáti úti á rúmsjó. Var það í minnum haft hve æðrulaus hún var í lífshásk- anum, en hún var ævinlega forsjál og hafði aldrei skilið við sig skjöl sín eða yfirhöfn og kom hið síðara vel í hrakningunum. Guðrún Borgfjörð (1856—1930) „Reit þátt í R^ykjavíkursögu", var mikilhæf kona og rithöfundur. Henni var svo lýst að hún væri tápkona, óvenjulegum gáfum gædd og þreki, og kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún var mikill lestrarhestur, mikilvirk í skrifum og fylgdi því eftir sem hún ætlaði sér. í minningum sín- um bregður hún birtu á hlutskipti kvenna: „Móðir mín hélt, að mér væri nær að sauma eitt spor en liggja alltaf í bókum." Sjálf segir hún á öðrum stað: „Hvernig mér var innanbrjósts geta þeir skilið sem hafa heita lærdómsþrá ... ég er viss að ef ég hefði verið drengur og lært hefði ég helst viljað vera læknir." Hún var einörð og ákveð- in og lét ekki hlut sinn, en kímin og stórskemmtileg í lifandi lýsing- um sínum á samtímanum. Stefanía Guðmundsdóttir (1876— 1926) „Leiklistin var landnám hennar", og sannarlega gerði Stef- anía garðinn frægan og sjálfsagt er hún þekktust meðal Islendinga af þeim konum sem greint er frá í ritinu, svo elskuð var hún og eftir- minnileg fyrstu kynslóð íslenskra leikhúsgesta. Ljósmyndirnar í bókinni, sem eru í brúnum lit, opna manni ævintýraheim leik- hússins, þar sem Stefanía var miðpunktur. Og dramatísk er sag- an af því, hver mikil tilviljun réð því að hún varð eftir á íslandi og fór ekki með föður sínum til Vest- urheims á barnsaldri, en dvaldi þess í stað á heimili ættmenna við takmörkuð efni uns hún kynntist leikhúsinu. Perlan og fánaberi íslenskra kvenna Það er sagt að skáld velji ljóðum sínum vini. Menn eignast eftirlæti á mörgum sviðum og tvær konur urðu mér einkar kærar við lestur bókarinnar. Það voru Ásthildur Thorsteinsson (1857—1938), en hennar kafli nefnist „Með gleði, festu og ljúflyndi" og Dr. Björg C. Þorláksson (1874—1934) „Fánaberi íslenskra kvenna". Þessar konur voru sannar aðalskonur andans og báðar máttu muna tímana tvenna. Þær nutu báðar mikils í lífinu og komust langt, hvor á sínu sviði. Mótlætinu tóku þær þannig að enginn gat efast um að þær voru miklar af sjálfum sér. Það stafaði birtu frá þeim. Þær voru stór- menni. Ramminn um líf Ásthildar er velþekktur úr íslandssögunni. Hún var gift Pétri Thorsteinssyni kaupmanni í Bíldudal, sem komst með umsvifum sínum í mikil efni. Á velgengnisárum þeirra var heimili þeirra svo mannmargt að jafnaðist á við meðalstórt fyrir- tæki að standa fyrir því. En hin milda húsmóðir, Ásthildur, stjórnaði því að skörungsskap, svo að ávallt ríkti þar stundvísi og regla. Að þeim hjónum var mikill harmur kveðinn, er þau urðu fyrir MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 23 Bjoro-Caritas thorlakson DOCTBUR DE I. L'NIVERSITÉ DB PABIS le Fondement Pbysiologit DES INSTINCTS Systémes Nutritif, Neuromusculaire et Génital Titilsíða á doktorsrit- gerð dr. Bjargar C. Þorláksson. Ritgerðin er á sviði lífeðlisfræði. Liðu 34 ár þar til önn- ur íslensk kona lauk doktorsprófi. Dr. Björg var sívinnandi að fræðistörfum alla ævi, bæði á sviði raunvísinda og hugvís- inda. MÁ PARIS PRESSES VNIVERSITAIRES DE FRANCE 49, Boulevard Saint-Michel, 49 1 92fi miklu eignatjóni í fyrri heims- styrjöldinni og um svipað leyti fyrir ástvinamissi. Viðbrögð Ást- hildar við örlögum sem hún gat í engu breytt, voru með þeim hætti að það minnir helst á helgisögu, enda var ávallt sagt að þar færi fulltrúi vorsins sem hún kom, að hún væri sólskinið sjálft og fágæt perla. Hafi Ásthildur komist lengst af konum sem húsfreyja, þá komst Dr. Björg þeirra lengst á mennta- brautinni með því að verja fyrst kvenna á Norðurlöndum doktors- ritgerð við Sorbonne-háskóla árið 1926. Það liðu 34 ár þar til önnur kona tók doktorspróf á íslandi. Henni er svo lýst að hugur hennar var síleitandi, en hún var jafn- framt hagsýn og djörf til fram- kvæmda. Þó að hún væri svo langt á undan sinni samtíð sem dokt- orsritgerðin ber vitni, þá var það afrek í eðlilegu samhengi við líf hennar allt. Hún var sískrifandi og sívinnandi að fræðistörfum, þýðingum og skáldskap og ritgerð- in sem er á sviði lífeðlisfræði var aðeins hluti þessara starfa. Dr. Björg átti mikinn þátt í gerð orða- bókar Sigfúsar Blöndal, en þau voru gift í rúm tuttugu ár. „Það var hæfni hennar og óþreytandi starfi að þakka að tókst að vinna Alþingi og rikisstjórn íslands til fylgist við áætlanir okkar," sagði Sigfús í formála orðabókarinnar. Það kann að þykja langsótt að fjalla um Dr. Björgu og Asthildi saman, og vissulega var æviferill þeirra mismunandi. Dr. Björg var sú kvennanna sem minnsta hafði búsýslu, m.a. vegna barnleysis og heilsubrests, en Ásthildur var jafnframt sú þeirra, sem minnst lét að sér kveða í þjóðmálum, greinaskrifum og félagslífi. Þó voru þær báðar mjög þekktar og afar dáðar af samtíð sinni, og að meinalausu hefðu þær vel getað skipt um hlutskipti, svo gáfaðar, vel gerðar og farsælar voru þær. Báðar hefðu getað helgað sig skáldskap og er frásögn Ásthildar um rjúpnahreiðrið og ljóð Dr. Bjargar um orðabókina miklu, því til sönnunar. Þá er það einnig um- hugsunarvert fyrir nútímakonur að báðar gengu heilar til starfa, önnur var drottning í ríki heimil- isins, hin drottning í ríki fræð- anna. Dætur nítjándu aldarinnar Það er freistandi þegar fjallað er um samtímamenn að velta fyrir sér hvað þeir eiga sammerkt. Björg Einarsdóttir segir í inn- gangi, að tilviljun hafi oftast ráðið hverjar urðu fyrir valinu. Engu að síður má margt finna sameigin- legt ef grannt er skoðað. Meðal- aldur þeirra nítján kvenna sem komust á efri ár er t.d. 84 ár. Fimm komust yfir nírætt (þ.á m. sú elsta) og ein varð tíræð. Flestar eru þær fæddar um miðja síðustu öld, en þá voru íbúar landsins um 60 þúsund að tölu. Þær voru flest- ar í blóma lífsins þegar 15 þúsund landsmenn þeirra hurfu af landi brott og fluttust til Vesturheims. íslendingar bjuggu almennt I dreifbýli við þungar búsifjar og mikinn barnamissi. En jafnframt voru ýmsar þjóð- félagshugmyndir nítjándu aldar að skjóta rótum, borgarmenning að verða til og grundvöllur lagður að mörgu því sem við nú teljum sjálfsagt en aðrir þurftu að berj- ast fyrir. Flestir eiga nóg með sig og sína, og skiptir í því efni engu úr hvaða jarðveg þeir eru sprottn- ir. Hvaða afl er það sem knýr ein- staka menn til að beita kröftum sínum út fyrir sinn eigin garð, og að málefnum samfélagsins alls? I hverju felast leiðtogahæfileikar? Lengi var talið að ýmis yfirborðs- einkenni eins og aldur, hæð, útlit, skap og framfærni réðu þar mestu, en menn hallast æ meira að því að greind, þekking, hæfni til ákvarðanatöku, þrautseigja og hugrekki, vilji til að axla ábyrgð og æðruleysi á erfiðleikastundum, skipti öllu máli. Merkiskonurnar i bók Bjargar voru hver annarri ólíkar að ytra borði, en hverri ein- ustu þeirra er lýst með einhverj- um þeim lýsingarorðum, sem eiga við hinn innri mann. Varasamt er að alhæfa í þessum efnum. Marg- ar drifu sig áfram þegar þær misstu fyrirvinnuna, eða vegna annarra ytri aðstæðna. En með hvaða móti komu þessir einstaklingar hugmyndum sínum á framfæri, fyrir daga nútíma fjölmiðla, almennrar símaþjón- ustu, jafnvel áður en þær öðluðust kosningarétt? Þær dóu sannarlega ekki ráðalausar. Ævinlega fundu þær hugmyndum sínum einhvern farveg: Stofnaður var háskóla- sjóður til styrktar um menntun kvenna, safnað var fé til kaupa á brjóstmynd til minningar um látna konu, stofnaðir voru skólar, boðað var til funda, safnað undir- skriftum, konum haldið samsæti, en fyrst var þó oftast gripið til pennans. Þær helguðu sig mikið til sömu málefnum og karlar gerðu á þeim tímum og tóku þátt í þjóð- málaumræðum sem fram fóru á heimilunum af fullum krafti. Frelsisunnendur og mannvinir Yfirbragð bókar Bjargar er hvort tveggja í senn látlaust og vandað. Heildarsvipurinn er sterkur og útlit bókarinnar í sam- ræmi við yfirbragð efnistaka og stíls, en látleysi og hnitmiðuð og lifandi frásögn á kjarnmikilli ís- lensku er aðall bókarinnar. Sér- staka athygli vekja inngangsorð höfundar. Hún skýrir tilurð verks- ins, þakkar þeim sem hvöttu til útgáfunnar og hinum sem störf- uðu með henni að verkinu og boð- ar framhald. Tilgangur bókarinn- ar er augljós; sú þjóð er lítils virði sem á enga sögu, engar þjóðlífs- myndir. Það gildir um sögu dætra landsins og sona. Niðurlag Þessar konur voru fyrst og fremst mannvinir, framfarasinn- ar og frelsisunnendur. Æviminn- ingabókin „Úr ævi og starfi ís- lenskra kvenna" er hluti af þjóð- lífslýsingu nítjándu aldarinnar, ekki saga réttindabaráttu kvenna nema óbeint. Konurnar létu verkin tala og léðu með þeim hætti afkomendum sínum, konum og körlum, þau dýrmætu réttindi sem felast í sjálfstæði landsins og jafnrétti karla og kvenna. Líf þeirra var fyrst og fremst yndislegur óður til frelsisins og Björg kann vel að gera því skil með því látleysi sem hæfir. Frelsið þarf ekki að skrifa með stórum staf. Það er í eðli sínu látlaust. Kvæði Nordahls Grieg gæti verið yfirskrift bókarinnar. Sú fullvissa er fædd í oss öllum að frelsið sé líf hvers manns jafneinfalt og eðlisbundið og andardráttur manns. Sigríður Snævarr er sendiráðunaut- ur í utanríkisþjónustunni. Hún starfar nú í Reykjavík sem blaða- ful/trúi utanríkisráðuneytisins. RYKSUGUR LÉTTAR - HANDHÆGAR SJÚGA EINNIG VATN HAGSTÆTT VERÐ Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Einhell vandaöar vörur Léttar handhægar steypu hrærivélar Á MJÖG GÓÐU VERÐI Skeljungsbúðin SíÖumula33 símar 81722 og 38125 SíÖumúla33 símar81722 og 38125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.