Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 Kína: Engin tengsl við sovézka kommúnista PekinK. 29. jan. AP. I‘KÁTT fyrir mikla aukningu á verzlunarviðskiptum milli Kína og Sovétríkjanna og ýms önnur vins- amleg samskipti ríkjanna að undan- förnu, tóku Kínverjar af skarið í dag með því að skýra frá því, að kínv- erski kommúnistaflokkurinn myndi Smgapore, 29. jaaúar. AP. Utanríkisráðberra Kína, Wu Xue- qian, sagði á fréttamannafundi í Kingapore í dag, að Kínverjar áskildu sér rétt til að „kenna Víetnömum aðra lexíu“ ef þeir béldu áfram upp- teknum hætti í Kambódíu, en þar hafa Víetnamar haldið uppi hernaði gegn andspyrnuöflum allar götur síð- an að þeir réðust inn í landið árið 1978. „Fyrri lexían“ er landamæra- stríð þjóðanna í kjölfarið á innrás Ví- etnama í Kambódíu. Wu sagði m.a.: „Sambúðin milli Kína og Víetnams fer versnandi og að sinni ekki taka upp bein tengsl við kommúnistaflokk Kovétrikjanna. „Könnun á tengslum milli flokka okkar er ek ki til athugunar nú,“ sagði Wu Xingtang, talsmað- ur kínverska kommúnistaflokks- ins á fundi með fréttamönnum í er það miður. Eftir síðari heims- styrjöldina var sambúðin góð og Kínverjar studdu við bakið á Ví- etnömum í sjálfstæðisbaráttu þeirra. En eftir að víetnömsku rík- in sameinuðust með Hanoi sem höfuðborg hefur útþenslustefna verið á athafnaskrá ráðamanna í Hanoi. Þeir verða að vara sig og allt tal þeirra um að þeir vilji leysa málin með samningum er út í loft- ið, það sést best á því að á sama tíma heyja þeir stríð gegn and- spyrnuöflunum." morgun. Er hann var spurður að því, hvort ráðamenn í Peking teldu sovézka kommúnista enn vera „endurskoðunarsinna", en sú ásökun var fyrst borin fram af Mao Tse-Tung fyrir 25 árum, svar- aði talsmaðurinn með því að skírskota til þeirra „deilna", sem ollu klofningi milli kommúnistar- íkja heims á sjötta og sjöunda áratugnum. Er Wu Xingtang var spurður að því, hvort það væri vilji kínversku stjórnarinnar að koma aftur á samvinnu við ráðamenn í Moskvu, svaraði hann þannig: „Við höfum vilja til þess að koma á að nýju og efla flokkasamskipti við hvaða kommúnistaflokk í heiminum, sem er, ef slíkt byggist á grundv- allarreglunum fjórum." Með þess- um reglum væri átt við „sjálfst- æði, algert jafnræði, gagnkvæma virðingu og afskiptaleysi um innri málefni hvers annars.“ Kínverski kommúnistaflokkur- inn heldur fram því sjónarmiði Mao Tse-Tungs, að sovézki komm- únistaflokkurinn sækist eftir heimsyfirráðum. Mikill ágrein- ingur er enn milli Kína og Sovétr- íkjanna og þá fyrst og fremst vegna Kambódíu, Afganistans og þess mikla liðssafnaðar, sem So- vétmenn hafa enn við kínversku landamærin. Finnland: Blaðamannaverkfallið á Grænlandi: Grænlandspósturinn kemur aftur út Kínverjar hóta að kenna „aðra lexíuu Vortízkan í París Vortízkan i París mótast öðru fremur af sterkum litum að þessu sinni. Þessi sýningarstúlka sýnir hér nýjan samkvæmiskjól hann- aðan af Emmanuel Ungaro, einum kunnasta tízkufrömuði París- arborgar. K.upm.nnahorn, 29. jaaúar. Fri NiIh-Jorgrn Bruun, (ircnlaudarréttaritara Mbl. BLAÐAMENN á dagblaóinu Atuagagdliutit (Grænlandspóstinum) á Græn- landi komu til starfa á ný í dag eftir að hafa verið í verkfalli í eina viku. Verkfall lamar hins vegar enn starfsemi útvarps og sjónvarps í landinu. Deilan snýst um þá kröfu stétt- ar greiðslur muni aðrir launþegar arfélags blaðamanna, Dansk journalistforbund, að vinnuveit- andinn, landstjórnin á Grænlandi, greiði ákveðna upphæð á móti blaðamönnum í orlofssjóð þeirra. Hugmynd blaðamanna er að þetta framlag landstjórnarinnar greiði fyrir ferðalögum blaðamanna um Grænland, sem eru mjög kostnað- arsöm. Landstjórnin hefur hins vegar sagt að ef hún fallist á slík- fylgja á eftir með sams konar kröfugerð. Samkomulagið við blaðamenn- ina á Atuagagdliutit felur í sér að landstjórnin greiðir á þessu ári 2.000 kr. upphæð í orlofssjóð þeirra, en blaðamennirnir höfðu farið fram á a.m.k. 10.000 kr. greiðslu. Sjálfir greiða þeir 5% af mánaðarlaunum sínum í sjóðinn. Fimmti fundur Öryggisráðstefnunnar hófst í Stokkhólmi í gær, en komið er á annað ár síðan fundahöldin hófust þar í borg. Voru einu sinni bundnar nokkrar vonir við þessa ráðstefnu, en heldur hefur dofnað yfir þeim með árunum. Það er þó bót í máli, að ekki væsir um fundargesti, hvorki í fundarsal né annars staðar. Stokkhólmur: • • OryggismálaráÖstefn- an kemur saman á ný Stokkhólmi, 28. janúar. AP. FUNDIK öryggismálaráöstefnunnar í Ktokkhólmi, sem fulltrúar 35 ríkja sitja, hefjast á ný á morgun, þriðju- dag. Markmið ráðstefnunnar er að finna leiðir til að draga úr líkum á styrjaldarátökum í Evrópu. Öryggismálaráðstefnan kom fyrst saman til fundar i Stokk- hólmi 17. janúar í fyrra og fram að þessu hefur lítill árangur orðið af störfum hennar. Fyrirhugaðar afvopnunarviðræður Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna í Genf hafa hins vegar orðið til að auka bjartsýni manna á að samkomulag geti tekist á Stokkhólmsráðstefn- unni. Hafa formenn sendinefnda Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Stokkhólmi báðir látið orð falla í þessa veru. Páfinn væntanlegur til Ekvador Ayarurho, Perf, 29. juúar. AP. Á FEKÐALAGI sínu um Venesúela hefur Jóhannes Páll páfi II lagt áherzlu á að láta ekki kenningar fjandsamlegar kenningum kirkjunn- ar hafa áhrif á sig. Jafnframt hefur hann hvatt presta landsins til þess að taka upp rörn fyrir hina fátæku og Ijá þeim stuðning sinn í verki. Páfinn heldur til Ekvador í kvöld, mánudagskvöld, og dvelst þar fram á föstudag, en þaðan heldur hann til Perú og Trinidad- Tobago. Páfans verður gætt af mörg hundruð hermönnum og lögreglu- mönnum, er hann heimsækir þau landsvæði í Perú, þar sem skæru- liðar hafa haft sig í frammi. Skæruliðar þessir tilheyra hreyf- ingu maoista, sem kallar sig „Skínandi stíg“, og eru áhrif þeirra mikil í fjórum af tíu fylkj- um landsins. Brak úr stýri- flauginni fundið? tlelninki, 29. jsnúar. AP. FINNSKUR hreindýrabóndi einn fann í dag torkennilegan hlut sem talinn er geta verið brak úr sov- ésku stýriflauginni sem tapaði átt- um á dögunum og rauf lofthelgi Noregs og Finnlands þar sem hún var talin hafa hrapað. Ekki fannst tangur eða tetur þá, þrátt fyrir ýt- arlega leit. Talið er nú, að leit muni hefjast á ný. Bóndinn fann hlutinn úti á ís Iniari-vatns. Er hann úr plasti, 20 sentimetra langur og vissi enginn í fyrstu hvaðan hann væri kominn eða hvað hann væri. Landamæra- verðir girtu svæðið strax af og hermálayfirvöldum var gert við- vart. Á morgun mun hefjast leit að leifum stýriflaugarinnar á ný, að mestu úr lofti. Landamæra- vörður sem lét ekki nafns getið sagði: „Hluturinn er þess eðlis .ið það þarf að rannsaka hann gaum- gæfilega." GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn lækkar enn Lumtúnum, 29. janúar. AP. DOLLAK lækkaöi nokkuð í dag og var það talið eiga rætur að rekja til góðs hljóðs í olíuráðherr- um OPEC-landanna sem sátu á fundum og ræddu hugsanlega verðlækkun á vöru sinni. Einnig kom til ótti við innígrip banka til að stemma stigu við hækkun dollars. Breska pundið náði sér því á strik gagnvart dollar og feng- ust 1,1150 dollarar fyrir pund- ið. Á mánudaginn var pundið á sínu neðsta þrepi, aðeins 1,1110 dollarar námu einu pundi. Staða dollarsins gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims var sem hér segir og er miðað við einn dollar: 3,1645 vestur-þýsk mörk - (3,1675), 2,6579 svissneskir frankar (2,6640), 9,6715 franskir frank- ar (9,6855), 3,5782 hollensk gyllini (3,5805), 1.952,25 ítalsk- ar lírur (1.951,95) og 1,3265 kanadiskir dollarar (1,3267). Tölurnar í svigunum eru sam- svarandi tölur frá mánudegi. Gullið hækkaði þar sem doll- ar lækkaði, únsan kostaði í dag 303 dollara, en í gær, mánudag, var samsvarandi tala 297,80 dollarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.