Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Bætt staða ríkissjóðs Fjármálaráðherra hefur sætt gagnrýni frá ýmsum, meðal annars úr eigin flokki, sem aðal- lega hefur byggst á tveimur at- riðum. í fyrsta lagi hafa gagn- rýnendur talið niðurskurð ríkis- útgjalda ónógan á undangengn- um samdráttartímum í þjóðar- framleiðslu. f annan stað telja þeir vafasamt að byggja ríkis- sjóðstekjur í jafn ríkum mæli á innflutningi við núverandi viðskipta- og skuldastöðu við umheiminn. Fjármálaráðherra boðaði ný- lega til blaðamannafundar þar sem hann greindi frá stórbættri stöðu og greiðsluafkomu ríkis- sjóðs í árslok 1984, miðað við fyrra ár, sem og viðhorfum sín- um varðandi stefnu og stjórnun ríkisfjármála á liðnu ári. Meðal þess sem fram kom hjá ráðherra má nefna: • Greiðsluafkoma A-hluta rík- issjóðs í árslok 1984 var jákvæð um 639 m.kr., en var í árslok 1983 neikvæð um 747 m.kr. Greiðsluafkoman er því betri 1984 sem nemur 1.386 m.kr. • Tekjur umfram gjöld á greiðslugrunni námu 783 m.kr. Árið áður vóru gjöld umfram tekjur hinsvegar 1.163 m.kr. Rekstrarafkoma A-hluta ríkis- sjóðs á greiðslugrunni hefur því batnað um 1.946 m.kr. • Hækkun innheimtra ríkis- sjóðstekna, umfram áætlun í maimánuði 1984, kom að þriðj- ungi í gjöldum af innflutningi, að fjórðungi í veltusköttum, að fjórðungi frá Áfengis- og tób- aksverzlun ríkisins og að fimmt- ungi í ýmsum tekjum, þ.e. arðgreiðslum, vöxtum o.fl. • Ríkissjóður bætti stöðu sína á lána- og viðskiptareikningi um 560 m.kr. 1984. • Greiðsluafgangur A-hluta ríkissjóðs var nýttur til að bæta sjóðsstöðu hjá Seðlabanka um 446 m.kr. og um 193 m.kr. gagn- vart innheimtumönnum. • Heildarskuldir A-hluta ríkis- sjóðs hjá Seðlabanka íslands námu í ársbyrjun 1984 1.435 m.kr. en í árslok 1.182 m.kr. Skuldirnar hafa því lækkað um 253 m.kr. á árinu. • Rekstrarafkoma A-hluta rík- issjóðs sem hlutfal! af gjöldum í árslok 1984 var jákvæð um 3,9% og hefur ekki verið hagstæðari frá árinu 1977. Á þessu árabili reyndist rekstrarafkoma aðeins tvisvar jákvæð, þ.e. 1981, þá um 1,5%, og 1982 um 2,6%. • Nettólántökur A-hluta ríkis- sjóðs lækkuðu um 117 m.kr. frá árinu áður. • Nýjar erlendar lántökur námu 1.460 m.kr., sem er 160 m.kr. lægra en maíáætlun gerði ráð fyrir. Á líðandi ári er áform- að að lækka erlenda fjárþörf A-hluta ríkissjóðs um 450 m.kr. af greiðsluafgangi í árslok 1984. • Lántökur opinberra aðila og atvinnuvega á árinu 1984 námu alls 7.960 m.kr., sem er 20% hækkun frá fyrra ári en 1100 m.kr. lægri heildarfjárhæð en lántökuheimildir stóðu til. Lán- tökuheimildir A-hluta ríkissjóð að fjárhæð 900 m.kr. vóru ekki nýttar. Af framangreindum upplýs- ingum, sem fram komu á blaða- mannafundi fjármálaráðherra, má sjá, að tekizt hefur að rétta af margt, sem miður fór í ríkis- búskapnum, og að staða ríkis- sjóðs í lok liðins árs var á alla grein verulega betri en 1983. Innlend fjár- öflun brást að kom fram á fundi fjár- málaráðherra, sem að fram- an greinir, að innlend fjáröflun nam netto 725 m.kr., sem er 671 m.kr. lægri fjárhæð en á árinu 1983 — þ.e. lækkun um 48%. í endurskoðaðri áætlun um inn- lenda fjáröflun ríkissjóðs 1984 var áformað að afla innanlands 2.033 m.kr., en sú áætlun brást sem nemur 1.300 m.kr. Allir þættir innlendrar fjáröflunar gáfu minna en áætlanir stóðu til, sagði ráðherrann. Helzta frávikið til lækkunar vóru spari- skírteinin, en innlausn þeirra var 700 m.kr. hærri en reiknað var með — og sala nýrra spari- skírteina 213 m.kr. minni en ráðgert var. Á sama tíma og innlend fjár- öflun bregzt ríkissjóði og ýms- um öðrum, sem leituðu eftir lánsfjármagni á liðnu ári, tóku opinberir aðilar og atvinnuvegir samtals 7.960 m.kr. að láni er- lendis, eða 1.322 m.kr. og 20% hærri fjáræð en 1983. Leiga eftir erlent lánsfjármagn er í raun millifærsla fjármuna — út úr landinu. Það er tvímælalaust eitt brýn- asta verkefni þessarar þjóðar að skapa skilyrði fyrir innlendum, almennum sparnaði, sem og eðlilega eiginfjármyndun í at- vinnurekstri. Það er í senn nauðsynlegt til að tryggja tilurð og framboð á innlendu lánsfjár- magni, sem atvinnulífið og upp- bygging samfélagsins þarfnast, og styrkja efnahagslegt sjálf- stæði þjóðar og þegna. Beínn hagnaður fyrir atvinnulífíð að rekstur Hafskips haldi áfram — segir Ragnar Kjartansson í samtali við Morgunblað- ið um rekstrarerfiðleika fyrirtækisins og hlutafjárútboð ryrir nokkru skyrðu forráðamenn Hafskips hf. frá því, að félagið hygðist bjóða út nýtt hlutafé að upphæð um 80 milljónir króna. Tilgang- urinn með hlutafjárútboðinu er að greiða úr rekstrarerfiðleikum fyrir- tækisins, sem urðu talsverðir síðari hluta árs 1984. Þessi yfirlýsing hefur vafalaust komið mörgum á óvart. Umsvif Hafskips hafa stöðugt aukizt undanfarin sjö til átta ár. Félagið hefur margfaldað flutninga sína, opnað skrifstofur víða erlendis, keypt bandarískt flutningamiðlunarfyr- irtæki og hafið beinar siglingar yfir Átlantshafið milli Evrópu og Banda- ríkjanna. Stendur öll þessi mikla uppbygging á brauðfótum? llm síðustu áramót voru sjö ár liðin frá því að Björgólfur Guðmunds- son var ráðinn forstjóri Hafskips hf. og nokkrum mánuðum síðar kom Ragnar Kjartansson til starfa hjá fyrirtækinu samhliða Björgólfi. Morg- unblaðið hefur átt samtal við Ragnar Kjartansson, sem nú er stjórnar- formaður félagsins, og var hann í upphafi spurður, hver hefði orðið árangur af starfi þeirra félaga hjá fyrirtækinu, hver staðan hefði verið, þegar þeir komu að því, og hver hún væri nú. — I árslok 1977 var Hafskip hf. gjaldþrota, segir Raenar Kjart- ansson. Útvegsbanki íslands stóð frammi fyrir ákvörðun um að gera fyrirtækið upp, eða fá nýja hlut- hafa inn í félagið og nýja stjórn- endur. Björgólfur Guðmundsson tók þá til starfa sem forstjóri Haf- skips fyrir milligöngu Útvegs- bankans og ég kom til samstarfs við hann þá um vorið. Þá blasti við: gjaldþrot — stórfelldur er- lendur skuldabaggi — gamall og óhagkvæmur skipafloti — dreifð- ar og lélegar vörugeymslur — ófullnægjandi viðskiptasamsetn- ing — annars vegar stórflutningar og hins vegar tilraun til áætlana- siglinga. Þá voru starfandi hjá fyrirtækinu um 150 manns. — Hver voru viðbrögð ykkar Björgólfs? — Á árunum á eftir gerðist þetta, segir Ragnar: Við fengum til samstarfs við okkur nokkuð stóran hóp nýrra hluthafa. Þeim fjölgaði úr 60—70 í um 500. Ástæðan fyrir því, að þessir aðilar voru tilbúnir til þess að leggja fé í gjaldþrota fyrirtæki, var sú, að markaðurinn hafði mikla þörf fyrir valkost í siglingum. Eim- skipafélagið var ráðandi í skipa- flutningum og menn vildu auka samkeppni og bætta þjónustu og þess vegna gekk þetta dæmi upp. Nýju hluthafarnir komu inn og fé- lagið hefur þrefaldað flutninga sína á þessum sjö árum. Við beittum okkur fyrir marg- víslegri endurskipulagningu í rekstri fyrirtækisins. Við endur- nýjuðum skipaflotann með hag- kvæmari skipum og keyptum þrjú fjölhæfnisskip frá Fred Olsen, auk þess sem gámaskip voru tekin í notkun og tilraunir gerðar með brettaskip. Á þessum árum verður mikil tæknibylting í skipaflutn- ingum. Einingaflutningar verða allsráðandi og gámavæðing og brettavæðing koma til sögunnar af miklum þunga. Dreifð og ófullnægjandi aðstaða til geymslu á vörum takmarkaði mjög möguieika til áætlanasigl- inga og þjónustu við viðskipta- menn. Áralöng barátta leiddi til viðunandi aðstöðu í gömlu höfn- inni. Okkur tókst að þrefalda rými í vörugeymslum og sameina þær að mestu á einum stað. Þá beittum við okkur fyrir breytingum í áætlanakerfi fyrir- tækisins. Við fjölguðum viðkomu- stöðum erlendis, jukum ferðatíðni til hafna á meginlandi Evrópu og tókum upp Ameríkusiglingar, sem voru síðasta skrefið í þessari endurskipulagningu. Nú er svo komið, að starfsmannafjöldi fyrir- tækisins er um 350—380 manns, þar af um 80 starfandi á 12 stöð- um erlendis. — Hvað um fjárhagslega endur- skipulagningu hins gjaldþrota fyrir- tækis? — í þeim efnum skipti tvennt mestu. í fyrsta lagi hlutafjárút- boðið í árslok 1979 og ársbyrjun 1980, þegar þessir 500 hluthafar komu til sögunnar og í öðru lagi tókst að snúa samfelldum og löng- um taprekstri í þann rekstrar- hagnað, sem við höfum búið við nokkur undanfarin ár. Einhverj- um af skuldum fyrirtækisins á þessum tíma var einnig breytt í lengri lán til þess að létta afborg- anir. — Hvað var hlutafjáraukningin mikil á þessum tíma? — Hún jafngildir um 40—45 milljónum á gengi krónunnar i dag. Eignamyndun hvarf út um gluggann — Hver er fjárhagsstaða fyrir- tækisins nú? — Sú eignamyndun, sem varð framan af þessum árum vegna töluverðs hagnaðar, hvarf út um gluggann á skömmum tíma og við stöndum eiginlega í sömu sporum og við gerðum fyrir sjö árum. Ein helzta ástæðan er sú, að skipaverð hefur hríðfallið á síðustu misser- um. Skip, sem kostuðu t.d. 8 millj- ónir dollara fyrir þremur árum, seljast í dag á 5 milljónir dollara. Þetta er auðvitað sama staðreynd og önnur íslenzk skipafélög standa frammi fyrir, þótt þau hafi á traustari grunni að byggja. En þrátt fyrir þetta má ekki gleyma því, að Hafskip er allt annað félag í dag en það var fyrir sjö árum. Hér er til staðar rekstr- areining, sem byggir á verulegri þekkingu starfsmanna og nýtur umtalsverðrar viðskiptavildar. Skuldir félagsins hafa náttúrlega aukizt í krónum talið með auknum rekstrarumsvifum. Hagnaðurinn var settur í fjárfestingu, en eins og ég sagði áðan minnkuðu þessi verðmæti, vegna þróunar verðlags á kaupskipum á heimsmarkaði. Þegar við Björgólfur tókum við fyrirtækinu voru heildarskuldir þess um 115% af rekstrartekjum, en nú er skuldastaðan um 75% af rekstrartekjum. — Hvaða líkur eru á því, að verð- mæti skipanna aukizt á ný? — Skipaverð hefur farið hækk- andi að undanförnu, sem sést einnig á hækkandi leiguskipa- verði. t þessum efnum er þó litlu hægt að spá þegar til lengri tíma er litið. Verðmæt rekstrar- og fagþekking — Hver er þá orðinn árangurinn af ykkar starfi, ef fyrirtækið stendur nú, sjö árum síðar, jafn eignalaust og þegar þið tókuð við því og þið þurfið á ný að leita til hluthafa um aukin hlutafjárframlög? — Hér hefur á þessum árum verið byggð upp rekstrar- og fag- þekking, sem er mikils virði og hefur leitt okkur út í það starf, sem við höfum hafið á erlendum vettvangi og þegar náð þar tölu- verðum árangri. Þegar við komum að fyrirtækinu var kostnaður, sem erlendir aðilar tóku af okkur vegna margvíslegrar milliliða- þjónustu, í beinu samhengi við þekkingarleysi á því sviði. Það er enginn vafi á því, að ef við hefðum ekki aukið starfsemi okkar erlend- is verulega, væru útgjöld af þess- um sökum 80—100 milljónum króna hærri en þau eru nú á árs- grundvelli. Sem dæmi má nefna að Ragnar Kjartansson, stjórnarfor- maður Hafskips hf. lestunar- og losunarkostnaður skipa erlendis var um 25% af tekj- um, en hefur komist niður fyrir 10% vegna aukinnar þekkingar á aðstæðum og eftirfylgni í samn- ingum. — En úr því að þið hafið náð svona miklum árangri í að byggja upp hóp fagmanna á þessu sviði, hvers vegna er fyrirtækið þá svo illa statt sem raun ber vitni? — Það er ekkert að okkar rekstri í grundvallaratriðum, seg- ir Ragnar Kjartansson. Hér ráða fyrst og fremst ytri aðstæður, sem við höfum ekki vald yfir. Sú stað- reynd að fyrirtækið stendur enn á veikum eignagrunni, þrátt fyrir þann árangur, sem náðst hefur á undanförnum árum, veldur því, að við erum viðkvæmari fyrir þessum neikvæðu breytingum en aðrir, sem hafa byggt upp sterka eigna- stöðu á mörgum áratugum, lengst af í skjóli sérstöðu. Ég nefni í fyrsta lagi þróun í verðlagi skipa á heimsmarkaði, sem ég hef áður getið um. í öðru lagi almennt efnahagsástand á íslandi, verð- bólgu- og gengisrýrnun. Við höf- um reiknað það út, að hvert pró- sentustig, sem gengi íslenzku krónunnar lækkar um, þýðir 2 milljónir á ársgrundvelli í aukn- um nettókostnaði á okkar rekstr- arreikningi. Ef gengið er t.d. fellt um 20% þýðir það 40 milljónir í aukinn rekstrarkostnað. Það getur haft úrslitaþýðingu fyrir rekstur eins og okkar, þar sem stærstur hluti rekstrarkostnaðar er í er- lendri mynt og sæta verður fjár- magnsfyrirgreiðslu til fjárfest- inga í gjaldéyri. í þriðja lagi urðum við af flutn- ingum milli Islands og Bandaríkj- anna vegna siglinga Rainbow, sem hófust á síðasta ári í skjóli úreltra bandarískra einokunarlaga. Við höfðum hagnað af Ameríkusigl- ingunum á árunum 1982 og 1983, en nú standa þær í járnum. Við björguðum því sem bjargað varð með því að hefja flutninga milli Evrópu og Bandaríkjanna, fyrst í stað með umhleðslu í Reykjavík, en frá því í október með beinum siglingum milli Evrópu og Banda- ríkjanna. I fjórða lagi skall hér á verkfall á haustmánuðum, sem leiddi til u.þ.b. 20 milljóna króna taps. í fimmta lagi vií ég nefna efnahags- þróun hér heima fyrir, sem hefur Íeitt til vaxandi vanskila og greiðslutregðu margra viðskipta- vina okkar og nema nú 30—40 milljónum króna umfram það, sem þau voru fyrir rúmu ári. I sjötta lagi hefur samkeppni skipa- félaganna hér harðnað mjög og aukin útboð á flutningum hafa valdið lækkun taxta. Aðallega í útflutningi og í útboðsvörum, en einnig í innflutningi og við teljum, að þessi lækkun nemi um að með- altali 30% af heildarflutningstekj- um miðað við árið 1983. Samkeppnin hörð — Má ekki segja, að þið fallið þar á eigin bragði? Var það ekki einmitt sú aðferð, sem þiö sjálfir notuðuð til þess að ná aukinni hlut- deild í skipafiutningum hér að lækka farmgjöld og bjóða betri kjör? — Það er vissulega rétt að hluta til. Við tókum upp breyttar vinnuaðferðir og gerðum breyt- ingar á töxtum, einfölduðum þá og höfðum frumkvæði í nýrri og hag- kvæmari tækni, sem leiddi til lækkunar flutningsgjalda. — En þegar keppinautar ykkar bregðast við þessari samkeppni af sinni hálfu, þá standist þið hana ekki, eða hvað? — Það er heldur ekki sam- keppni af því tagi, sem við viljum stunda, þegar útsendarar SÍS gengu á milli viðskiptavina okkar og hvetja þá til að hætta viðskipt- um við okkur á þeirri forsendu að við séum að fara á hausinn. Raun- ar er afstaða SÍS fáránleg. Þeir krefjast útboða hjá öðrum en sjálfum dettur þeim ekki í hug að bjóða út sína eigin flutninga eins og m.a. frysta fiskinn, en það gerir SH t.d. nú. Röng hugsun? — Var þetta kannski rangt hugs- að í upphafi? Var ekki Ijóst, að þið gætuð ekki til lengdar staðizt sam- keppni við Eimskipafélagið og Sam- band íslenzkra samvinnufélaga og var þá ekki skynsamlegra að reyna að hazla fyrirtækinu starfsvettvang á einhverju takmörkuðu sviði skipa- fiutninga? — Þetta er alrangt að mínu mati, segir Ragnar Kjartansson. Hafskip starfaði einmitt á af- mörkuðu sviði, þegar við komum að fyrirtækinu, sinnti stórum viðskiptavinum, flutti bygginga- vörur, flutti út mjöl og stærri farma og á þessu tímabili var samfelldur taprekstur á fyrirtæk- inu. Við gerðum okkur grein fyrir því, að stærstur hluti flutninga er almennar stykkjavörur. Til þess að við gætum fengið eitthvað af þeim flutningum, þurftum við að höfða til stórs hóps flytjenda með fjölþættri þjónustu, mörgum viðkomustöðum og tíðum áætlun- arferðum, sem meðal annars leiddi til þess að við hófum Ameríkusiglingar vegna hvatn- inga frá viðskiptamönnum okkar. Ef samkeppnisaðilar okkar sætu t.d. einir að Ameríkusiglingum væru taxtar á þeirri siglingaleið óeðlilega háir og notaðir til þess að greiða niður farmgjöld á öðrum leiðum og þar með útiloka sam- keppni á þeim. — Hefði ekki verið eðlilegt að hætta Ameríkusiglingum, þegar Rainbow kom til sögunnar? Var nokkurt vit í því að halda þeim sigl- ingum áfram eftir að varnarliðs- fiutningum var ekki lengur til að dreifa? Er þetta ekki dæmi um röng viðbrögð af ykkar hálfu? — Á þessum tíma er félagið byrjað að gera tilraunir með Atl- antshafssiglingar með viðkomu í Reykjavík og umhleðslu hér. Þekking á þessu sviði hafði verið að aukast vegna starfsemi skrif- stofa okkar erlendis. Við töldum einnig, að íslenzk stjórnvöld mundu bregðast við af einurð og að fljótlega yrði breyting á þessar í aðstöðu í Ameríkusiglingum og erum þeirrar skoðunar enn. Með Atlantshafsflutningunum komum við í veg fyrir, að tap yrði á Amer- íkusiglingum. Þessir flutningar með umhleðslu í Reykjavík urðu undanfari siglinganna beint yfir hafið milli Evrópu og Ameríku. Atlantshafssiglingar — Er það hyggilegt fyrir félag í þeirri stöðu, sem Hafskip hefur ver- ið að komast í á síðasta ári að ráðast í svo viðamiklar framkvæmdir, sem Atlantshafssiglingar eru? Þessar siglingar hljóta að binda verulega fjármuni, sem fyrirtækið á ekki til. — Við mörkuðum þessa stefnu fyrir tveimur til þremur árum. Okkur var ljóst, að í samkeppni við Eimskipafélagið og Samband ísl. samvinnufélaga áttum við ekki mikla framtíð nema stofna til tekjuöflunar óháð markaðnum hér og íslenzkum efnahagssveiflum. Þessari stefnu hefur verið fylgt eftir, fyrst með stofnun eigin skrifstofa erlendis, síðan með kaupum á flutningamiðlunarfyr- irtækinu Cosmos. — Hvað er mikið fé bundið í þessum siglingum? — Það er ekki mikið. Greiðslu- hættir erlendis eru öðruvísi en hér, þannig að peningarnir koma fljótt inn og í dag eru Atlantshafs- siglingarnar reknar með hagnaði og munu brátt styrkja félagið í daglegum rekstri. — Siglingar • yfir Atlantshafið hafa aukizt mikið síðustu misseri vegna styrkrar stöðu dollarans. Þið hafið verið miklir spámenn hjá Haf- skip, ef þið hafið séð þennan styrk- leika dollarans fyrir, þegar þið gerð- uð þessar áætlanir fyrir tveimur til þremur árum. — Þegar við byrjuðum að opna skrifstofur erlendis, sáum við þessa þróun að sjálfsögðu ekki fyrir. Þar hefur hins vegar hvað leitt af öðru. Við sáum, að við gát- um ekki alfarið treyst erlendum milliliðum og síðar meir fórum við að átta okkur á mikilvægi flutn- ingamiðlunar. Með þetta tvennt að bakhjarli jókst þekking okkar á erlendum flutningum, eitt leiddi af öðru eins og gerist og gengur. Hvers vegna meira hlutafé? — Af hverju lendið þið í meiri vanda en önnur fyrirtæki hér? — Ég veit ekki, hvort rétt er, að okkar vandi sé meiri en margra annarra. Ræddu við einhverja 20 starfsfélaga mína í viðskiptalífinu hér. Það er víða sama sagan, ef litið er til ytri áhrifa eins og verð- bólguþróunar, gengis, greiðslu- tregðu o.s.frv. Það sem gerir okkur erfitt fyrir er, að við erum í sam- anburði við samkeppnisaðila okkar fjárhagslega veikburða. — Hver eru þín rök fyrir því, að menn eigi að leggja meira hlutafé í Hafskip? — Markaðurinn verður að svara því. Viðskiptafyrirtæki okkar voru reiðubúin til þess 1978 vegna þess, að þau töldu sig hafa hag af því, að flutningar væru ekki á einni hendi. Ef við lítum á þann hagnað í lægri farmgjöldum og betri þjónustu, sem samkeppn- in hefur leitt af sér, tel ég að ís- lenzkt viðskiptalíf hafi beinan hag af því að rekstri Hafskips verði haldið áfram. — Þú átt sem sagt við, að menn leggi hlutafé í Hafskip ekki til þess að hafa arð af hlutafénu heldur til þess að fá lægri farmgjöld? — Að sjálfsögðu er það von okkar að það takist þannig til í rekstri félagsins, að það geti greitt arð af hlutafé og gætu fljótt skip- ast veður í lofti í þeim efnum, þeg- ar erlenda starfsemin fer að skila sér. Þjóðhagsleg þýðing samgangna fyrir eyþjóð skyldi ekki vanmetin. í smæð okkar skiptir miklu máli fyrir lifsafkomu í landinu, að sjó- samgöngur séu ekki reknar í værukærð, samkeppnisleysi eða ríkisforsjá, enda yrði þá lítið talað um hagkvæmni og lág farmgjöld. Verður Hafskip flutt til útlanda — Viljið þið flytja rekstur Haf- skips til útlanda? — Nei, við viljum tvískipta fé- laginu, ekki með aðskilnaði, held- ur með tveimur samstiga rekstr- areiningum, þar sem önnur er rek- in erlendis óháð íslenzkri efna- hagsþróun. Við sjáum fyrir okkur dótturfyrirtæki erlendis, sem yrði gert upp í samstæðureikningi Hafskips. Björgólfur Guðmunds- son, forstjóri fyrirtækisins, hefur undanfarna mánuði haft forystu um þessa erlendu uppbyggingu. Hann hefur haft með sér harð- snúið lið samstarfsmanna og að okkar mati, sem heima sitjum, hefur þarna verið unnið þrekvirki á skömmum tíma. — Hafið þiö Hafskipsmenn trú á því, að hlutafjárútboðið takist? — Við hefðum ekki hafið leik- inn nema að undangenginni nokk- urri athugun og í kjölfar hennar er ég ekki í nokkrum vafa um, að dæmið gengur upp. Við höfum fundið þá svörun hjá markaðnum en án hennar mundi rekstur svona fyrirtækis ekki ganga né þetta hlutafjárútboð. — llafa sömu fyrirtæki og standa að baki vanskilum hjá Hafskip pen- inga til þess að leggja nýtt hlutafé í fyrirtækið? — Þau viðskiptafyrirtæki, sem hér er um að ræða, eru að öðru jöfnu ekki sömu fyrirtæki og standa að baki vanskilunum. Við erum að tala um útboð, sem bygg- ist á fimm ára skuldabréfum, ekki beinar greiðslur strax í upphafi. — Hver telur þú, að verði þróun og þýðing Atlantshafsflutninganna fyrir Hafskip? — Þessar siglingar hafa verið í gangi í nokkra mánuði og þegar er ljóst, að af þeim verður talsverður hagnaður strax á síðasta ári. Árið 1985 mun heildarvelta fyrirtækis- ins varlega áætlað þrefaldast vegna þessara auknu erlendu um- svifa sem skv. áætlunum munu skila góðum arði. — Hvaða áhrif hefur það á þessa flutninga, ef gengi dollarans lækk- ar? — f dag er mikið af vörum á ferðinni frá Evrópu til Bandaríkj- anna. Ef gengi dollarans lækkar mundi það þýða einhverja minnk- un á flutningum frá Evrópu, en það mundi á hinn bóginn þýða aukningu á flutningum frá Banda- ríkjunum til Evrópu, sem út af fyrir sig gæti verið mjög heppilegt fyrir þessar siglingar. — Hvernig getur íslenzkt félag eins og Hafskip hf. staðizt hina hörðu samkeppni á N-Atlantshaf- inu? — Við hjá Hafskip erum engir nýliðar í kaupskipaútgerð. Við höfum orðið grundvallarþekkingu á rekstri skipa og flutninga og með þessa þekkingu að bakhjarli tel ég, að við stöndum nú á kross- götum og að við getum enn numið ný lönd i skipasiglingum íslend- inga erlendis, starfseminni á heimavelli til styrktar og eflingar. Það er löngu orðið tímabært, að íslendingum skiljist að aðeins með stórfelldri eflingu erlendrar þekk- ingar og starfsreynslu, á sem flestum sviðum, er von til sam- bærilegra lífskjara í landinu og þekkist í kringum okkur. StG. „Erum með riffla til varnar sjðræningjum" — segir Ásta Þorleifsdóttir sem er lögð af stað í hnattsiglingu Hnattsigling á seglskútu er draumur margra en það eru ekki allir svo lánsamir að geta látið drauminn rætast. Ásta Þorleifsdóttir er ein af þeim lánsömu og í gær hélt hún af stað til Pireus í Grikklandi þar sem hún fer um borð í 51 feta skútu, sem búin er öllum þægindum. Líklega verður skútan hcimili hennar næstu 10 mánuðina. „Ég ætla í hnattsiglingu á skút- unni ásamt 5 öðrum og í raun er siglingin þegar hafin, því við sigldum þó nokkuð saman fyrir síðustu jól,“ sagði Ásta. „Eigandi skútunnar er fullorðinn Banda- ríkjamaður, sem er eins konar persónugervingur „ameríska draumsins". Hann ólst upp við sárustu fátækt en vann sig upp og er nú mjög vel stæður. Hann hefur hins vegar verið önnum kafinn og gefur sér núna fyrst tíma til að sinna áhugamálum sínum, sem eru sigiingar. Ég kynntist tveimur úr áhöfninni af tilviljun í matar- boði og þeir spurðu mig hvort það væri rétt að í æðum íslendinga rynni saltur sjór. Ég kvað það ekki ólíklegt, enda ætti ég erfitt með að vera fjarri sjó í langan tíma. Það varð úr að þeir sögðú mér frá hnattsiglingunni og nú er gamall draumur minn loksins að rætast." Frá Pireus í Grikklandi ætla sexmenningarnir að sigla á milli grísku eyjanna og fyrsta „stóra stoppið" verður í Port Said í Eg- yptalandi. „Við höfum enga fasta áætlun heldur ætlum við að dvelj- ast á hverjum stað eftir því hversu áhugaverður okkur þykir hann,“ sagði Ásta. „Við siglum frá Port Said niður Rauða hafið og ætlum að gæta okkar vel á að halda Morgunblaðið/Árni Sæberg Asta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur, sem á föstudag siglir frá Pireus í Grikklandi og verður í siglingum næstu 10 mánuðina. okkur við strendur Afríku, því Saudi-Arabar eiga það víst til að skjóta á báta og spyrja síðan á hvaða leið þeir eru. Við viljum helst fá að svara fyrir okkur áður en skotið er,“ sagði Ásta og brosti. „Síðan verður siglt á Indlandshafi og m.a. komið við í Burma og Mal- asíu. Á þessum slóðum stafar mik- il hætta af sjóræningjum, en von- andi sjáum við ekkert til þeirra. Ef svo illa vill til þá erum við vel vopnum búin, erum t.d. með M-16 herriffla. Ég get nú ekki sagt að ég sé fróð um notkun slíkra vopna en ég reyni auðvitað að verja mig ef á mig er ráðist. Þriðji heimurinn er mér ekki alveg ókunnur, því ég hef dvalist í Suðaustur-Asíu, t.d. á Filippseyjum, svo þjóðskipulag þessara ríkja kemur mér ekki á óvart. Auðvitað á ég samt eftir að kynnast mörgu nýju í ferðinni og einmitt þess vegna vil ég fara.“ Ásta er 24 ára og jarðfræðingur að mennt. „Ég tók mjög skemmti- legan áfanga í jarðfræðinni sem heitir haffræði," sagði hún. „Þar var allt mögulegt er tengdist haf- inu tekið með og t.d. var mikið fjallað um auðlindir hafsins og þá á ég ekki bara við fiskimiðin. Haf- ið á eftir að hafa mikil áhrif á efnahagslífið í heiminum þegar efnavinnsla úr sjó verður algeng- ari. Við erum sífellt að taka meira af auðlindum á þurru landi og fyrr eða síðar hlýtur þær að þrjóta." Það er greinilegt að Ásta er hrifin af hafinu, enda segist hún ekki óttast það. „Náttúran er hrein og bein og engin ástæða til að óttast hana. Það eru mennirnir sem mesta ógnin stendur af,“ sagði hún. „Það verður spennandi að sjá hvernig sex manneskjum sem lítið þekkjast innbyrðis reiðir af þegar þær verða að vera saman allan sólarhringinn á jafn litlu svæði og skútan er,“ segir Ásta hugsi þegar talið berst að samferðamönnum hennar. „Frá Honolulu til Galap- agos verðum við á hafi úti í 35 daga samfleytt og ég held að það hljóti að vera þroskandi að kynn- ast hinum skipverjunum, en þó hlýtur óhjákvæmilega að byggjast upp ákveðin spenna. En við erum á skútunni og getum ekkert farið, svo að vandamálin verður að leysa jafnóðum.“ Ásta vildi koma á framfæri innilegu þakklæti til forráða- manna Sjóklæðagerðarinnar sem hún sagði að hefðu reynst sér mjög vel. „Mér var fenginn í hend- ur sjóklæðnaður, sem á að setja á markað hér ef reynslan af honum verður góð og ég er spennt að sjá hvernig íslenska framleiðslan stendur sig miðað við fatnað sam- ferðamanna minna, sem eru allir þrautreyndir siglingakappar.“ Hnattsiglingunni verður að öll- um líkindum lokið eftir 10 mánuði og Ásta kemur því væntanlega heim um næstu jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.