Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 31 N autakjötsbirgðir nar tvöfaldast á 2 árum — þrátt fyrir að neyslan aukist stöðugt Á SÍÐASTLIÐNU ári nam sala nautakjöts 2.249 tonnum, sem er 159 tonnum meira en á árinu 1983. Samsvarar það því að hvert manns- barn hafi neytt 9,4 kg. af nautakjöti á árinu og er það 600 grömmum meira en á árinu á undan. Framleiðsla nautakjöts á árinu var 2.483 tonn sem er svipað magn og árið á undan. Fjöldi slátraðra nautgripa var 22.593.1 árslok voru til í birgðum í landinu 1.159 tonn af nautakjöti, sem er um 23% aukning frá ársbyrjun. Hafa birgðirnar aukist um 100% á tveimur árum. Birgðirnar sam- svara um 6 mánaða sölu á nauta- kjöti. Hrossakjötsbirgðir í landinu minnkuðu f fyrra, en nema þó tæplega sjö mánaða sölu. Birgð- irnar voru 509 tonn um áramótin á móti 761 tonni í ársbyrjun. Á ár- inu var slátrað 6.494 hrossum og nam framleiðslan 686 tonnum sem er 284 tonnum minni framleiðsla en á árinu 1983. Salan innanlands nam 897 tonnum sem samsvarar 3,7 kg. neyslu á hvert mannsbarn, en það er svipað og árið áður. Flutt voru út 19 tonn af hrossa- kjöti á móti 14 tonnum árið á und- an. Höfundur „Gertrude Stein“ kemur í heimsókn FRUMSÝNING á einleiknum Gertrude Stein Gertrude Stein Gertrude Stein verður á Litla sviði Þjóðleikhússins annað kvöld. f tilefni sýn- ingarinnar er höfundurinn, Marty Martin, væntanlegur til landsins og mun hann verða viðstaddur aðra sýningu leikritsins næstkomandi sunnudagskvöld. Aðstandendur sýningarinnar tónskáld. Fremri röð frá vinstri: voru myndaðir á aefingu nýlega Sveinn Benediktsson, ljósamað- og eru þeir frá vinstri, aftari röð: ur, Andrés Sigurvinsson, leik- Þorlákur Þórðarson, leiksviðs- stjóri, Guðrún Erla Geirsdóttir, stjóri, Gunnlaugur Eiðsson, sem sér um búninga og leikmuni sviðsmaður, Helga Bachmann, og Guðmundur Finnsson, hljóð- leikkona og Guðni Franzson, maður. Erindi um Guðbrand Þorláks- son biskup og bókaútgáfu hans EINAR G. Pétursson deildarstjóri í Landsbókasafni íslands flytur erindi í Þjóðminjasafni Islands í kvöld klukkan 20.30 um Guðbrand biskup Þorláksson og bókaútgáfu hans, í sambandi við sýningu þá um sama efni sem staðið hefur í Bogasalnum og lýkur nú um mán- aðamótin. Erindi Einars G. Pét- urssonar verður í forsal Þjóð- minjasafnsins, en síðan gefst áheyrendum kostur á að skoða sýninguna í Bogasalnum. Nýr framkvæmda- stjóri Nútímans GUÐMUNDUR Karlsson vélaverk- fræðingur hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Nútímans hf„ sem gefur út dagblaðið NT. Mun Guð- mundur taka við starfinu hinn 1. mars næstkomandi. Guðmundur Karlsson er 32 ára að aldri. Hann útskrifaðist frá verkfræðideild Háskóla íslands árið 1982 og hefur síðan starfað sem rekstrarráðgjafi hjá Hann- arri sf. í Reykjavík. Guðmundur er kvæntur Sigrúnu K. Sigurjóns- dóttur viðskiptafræðingi og eiga þau einn son. Regnbogmn: „Cannonball Run 11“ REGNBOGINN hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina „Cannonball Run II“, sem er framhald samnefndrar kvikmyndar, sem sýnd hefur verið við metaðsókn og notið mikilla vin- sælda víða um heim á undanförnum árum. Er hér um að ræða frumsýn- ingu myndarinnar hér á landi. f hinni nýju kvikmynd eru marg- ir sömu leikarar og í fyrri mynd- inni og má þar nefna Burt Reyn- olds, Dean Martin og Sammy Dav- is, Jr„ en að auki bætast hér við stórstjörnur á borð við Frank Sin- atra, Telly Savalas, Shirley MacLa- ine, Tim Conway og Marilu Henn- er. Fyrri myndin fjallaði um ævin- týralegan kappakstur yfir Banda- ríkin og í hinni nýju mynd er þar fylgt sömu formúlu. f þetta skipti er það konungur einn í Mið-Aust- urlöndum, sem vill gjarnan að son- ur hans megi hljóta frægð nokkra og í þeim tilgangi sendir kóngsi son sinn til Ameríku þar sem hann á að efna til „Cannonball Run-kapp- aksturs" á ný. Há verðlaun eru í boði sem hann, prinsinn, á að vinna sjálfur. Segir ekki meira af viður- eign þessari, en ef að líkum lætur má búast við að þátttakendur lendi í ýmsum ævintýrum áður en lýkur. Forráðamenn Flugleiða í Luxemborg og forráðamenn Holiday Inn. íslandskynning í Luxemburg HÓTEL Holiday Inn í Lúxemborg í samvinnu við Fluglciðir standa fyrir íslandskynningu á Hótel Holiday Inn frá 6.-24. febrúar nk. með þátttöku ýmsra íslenskra stofnana og fyrirtækja. íslenskur matur verður á boð- stólum í veitingasölum hótelsins. fslenskar sýningarstúlkur sýna ís- lenskar ullarvörur. Haukur Morthens og hljómsveit sjá um að skemmta gestum í danssal hótels- ins alia kynningardagana. Mikið undirbúningsstarf hefur verið innt af hendi fyrir kynning- una, sem nefnist A Taste Of Ice- land, og hún verður kynnt bæði í Lúxemborg, Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi. Utgáfa og hönnun hefur séð um undirbúning kynn- ingarinnar á íslandi fyrir hönd Hótel Holiday Inn. REQNIISOGIim frumsýnir nNNONBfíLL BhnfOl ■ JmSBtSmmmmmmmtKtmm^^^^^^^^^^m mmmmmmmmmammammmmmtmmmmmmrnmM Burt Reynolds Dom De Luise • Dean Martin • Sammy Davis, Jr. Jamie Farr • Marilu Henner • Telly Savalas and Shirley MacLaine Nú veröa allir aö spenna beltin því aö Cannonball-gengið er mætt aftur í fullu fjöri. Skemmtilegir skúrkar og skvísur, brandarar og brjálaöur bílaakstur á öllum helstu sportbílategundum sem framleiddar eru í heiminum í dag. Leikstjóri: Hal Needham. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Dom DeLuise, Shirley MacLaine, Frank Sinatra, Telly Savalas. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Myndin er í Dolby stereo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.