Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 37 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM: HALLDÓRSSON Breyttar aðferðir hersins í Salvador HERINN í El Salvador hefur tekið upp baráttuaðferðir andstæðinga sinna í borgarastríðinu til að ná aftur yfirráðum yfir afskekktu fjalla- svæði í norðurhluta landsins, Chalatenango. Herinn hefur breytzt nokkuð vegna þrýstings frá Bandaríkjamonnum og vegna þess að honum er nauðsyn að tryggja stuðning óbreyttra borg- ara. Breytingarnar ganga hægt fyrir sig. Herinn á sér langa og blóði drifna sögu. Mannréttinda- brot ýmissa liðsforingja hafa ekki verið rannsökuð, þeir hafa ekki verið lögsóttir og mannrétt- indabrot eiga sér enn stað. Lítt hæfir menn gegna enn foringja- stöðum. Mikilvægt er að Jose Napoleon Duarte forseti hefur glatað stuðningi Adolfo Blandon hers- höfðingja, forseta herráðsins, Jose Bustillo hershöfðingja, yfir- manns flughersins, og annarra herforingja, sem munu hafa reynt að grafa undan tilraunum forsetans til að semja við skæru- liða með viðræðum við hægri- leiðtoga. En Sigifredo Ochoa ofursti, sem stjórnar aðgerðum hersins í Chalatenango, segir að mönnum hafi smám saman lærzt hvernig heyja eigi stríðið og nú ríki skilningur á því að vandinn, sem við sé að fást, sé ekki aðeins hernaðarlegur, heldur líka þjóð- félagslegur, efnahagslegur og pólitískur. Samkvæmt áætlun, sem Ochoa hefur gert og yfirstjórn hersins samþykkt, er gert ráð fyrir að nærvera hersins í Chal- atenango verði varanleg, yfir- völd í héraðinu verði treyst í sessi, herlið heimamanna eflt og óbreyttir borgarar taki þátt í varnaraðgerðum. Ochoa hefur ferðazt um Chal- atenango og reynt að tryggja stuðning íbúanna. Hermenn hafa komið fyrir spjöldum, þar sem segir að herinn verji trú- frelsi og mannréttindi, og málað yfir byltingarslagorð. Þessi til- raun virðist hafa gefið nokkuð góða raun. Ochoa er einn umdeildasti herforingi landsins. Hann er vinur og gamall bekkjarbróðir Roberto d’Aubuissons, hægri- öfgamannsins sem tapaði fyrir Duarte í kosningunum í fyrra. Hann var flæmdur úr hernum 1979 og ráðinn í utanríkisþjón- ustuna, eins og oft hendir yfir- menn sem eru sakaðir um gróf mannréttindabrot. Hann hafði verið viðriðinn morð í verka- mannahverfi í San Salvador. Þá var hann yfirmaður lögreglu fjármálaráðuneytisins, sem mun hafa verið viðriðin starfsemi dauðasveita. Ochoa gerði uppreisn gegn Jose Guillermo Garcia land- varnaráðherra 1983 til að mót- mæla því að hann yrði skipaður hermálafulltrúi í Uruguay. Garcia varð að segja af sér og Ochoa var skipaður stjórnarfull- trúi í Bandaríkjunum. Síðan ferðaðist hann stöðugt milli San Salvador og Miami, þar sem hann mun eiga miklar eignir, unz hann fékk að snúa aftur 18 mánuðum síðar vegna áhrifa Bandaríkjamanna. Ochoa er talinn sérfræðingur í baráttu gegn skæruliðum og nýt- ur álits bandarískra hernaðar- ráðunauta. Hann hratt mörgum árásum í Cabanas fyrir nokkrum mánuðum og síðan var honum falin yfirstjórn aðgerðanna í Chalatenango. Chalatenango og eitt annað svæði hafa verið talin helztu vígi skæruliða síðan borgarastríðið hófst. Héraðið er fátækt og stjórnin hefur lagt meiri áherzlu á varnir mikilvægari svæða. Skæruliðar áttu auðvelt með að ná fótfestu í Chalatenango og stofnuðu samvinnufélög til að auka atvinnu, komu á laggirnar heilbrigðisþjónustu, skipulögðu endurreisnarstarf og stofnuðu sjálfsvarnarlið. stuðningi við þá. Fólk er orðið þreytt á röskun, sem þeir valda, t.d. þegar þeir sprengja upp orkuver. Áætlun Ochoa er frábrugðin fyrri áætlunum að því leyti að í stað einnar mikillar hreinsunar- aðgerðar gerir hann ráð fyrir varanlegri nærveru hersins og aðgerðum fámennra flokka eins og bandarískir ráðunautar hafa lengi hvatt til. Hingað til hefur herinn ekki getað beitt fámennum flokkum. I staðinn hefur hánn reynt að berja skæruliða til hlýðni með fjölmennum sveitum, sem hafa verið þungar í vöfum. Því hafa skæruliðar vitað með nægum fyrirvara hvenær hersins er von. Nokkur rígur hefur verið milli bandarísku ráðunautanna og Tvö helztu bardagasvæðin: Chalatenango og Moarazan. Ochoa hefur 4.500 menn undir sinni stjórn í Chalatenango og stendur fyrir stöðugum aðgerð- um gegn skæruliðum. Næsta skref verður að efla borgaraleg og hernaðarleg yfirvöld í hérað- inu og skipuleggja varnir íbú- anna með því að kenna þeim vopnaburð. Ochoa segir að þessar sjálfs- varnarsveitir verði ekki nýtt þjóðvarðlið, en það hefur illt orð á sér, og verði einnig á verði gegn valdníðslu embættismanna og hermanna. Hann segir að íbúum þorpa verði gert kleift að leysa vandamál sín af eigin rammleik og atvinnutækifæri verði aukin. Svipaðar áætlanir hafa áður verið reyndar í San Vicente og Usulutan, án þess að það hafi haft veruleg áhrif á styrk skæru- Iiða. Áður en þeim var hrundið í framkvæmd hafði herinn „hreinsað" héruðin af skærulið- um. Raunar fóru skæruliðarnir burtu áður en aðgerðirnar hóf- ust og komu aftur þegar þeim lauk. Umsvif þeirra eru nú álíka mikil og áður. Þó náðist nokkur árangur. I skjali, sem náðist af skærulið- um, sagði að áætlunin „hefði i grundvallaratriðum haft áhrif á stjórnmálastarf og þjóðfélags- lega undirstöðu FMNL (skæru- liðahreyfingarinnar), og komið henni í háskalega aðstöðu vegna hungurs og jafnvægisleysis“. Jafnframt virðast skemmdar- verk skæruliða hafi dregið úr Salvadorhers, sem er skipaður 40.000 mönnum. Þegar Paul F. Gorman hershöfðingi, yfirmaður suðurherstjórnar Bandaríkj- anna, lagði til að ráðunautunum yrði fjölgað úr 55 í 125 hvatti Blandon herráðsforseti til þess að þeim yrði fækkað. Hann sagði að yfirmenn hersins fengju lít- inn stuðning frá ráðunautunum og margir þeirra gerðu ekkert. Samkvæmt vestrænum .heim- ildum hefur aðeins helmingur ráðunautanna tekið þátt í þjálf- un hermanna. Hinir munu fást við óljós stjórnunarstörf. Oft þurfa þeir að semja álitsgerðir fyrir bandaríska sendiráðið um yfirmenn Salvadorhers. Ef áætlun Ochoa ber árangur verður hún e.t.v. reynd í öðrum héruðum. Hins vegar eru ýmsir íbúar Chalatenango lítt hrifnir af áætluninni, því að þeir hafa lært að umgangast skæruliða síðan borgarastriðið hófst og telja að óformlegt samkomulag þeirra við þá geti komizt í hættu. Sumir íbúar einangraðra þorpa óttast að nærvera al- mannavarnasveita geti vakið reiði skæruliða án þess að hún veiti raunverulega vernd. En eitt af markmiðum Ochoa er að koma í veg fyrir að skæruliðar eigi auðveldan aðgang að þorp- unum, svo að þeir verði að berj- ast án þess að skýla sér á bak við óbreytta borgara. Hann segir að án stuðnings fólksins verði ekki hægt að sigra skæruliða. Brídge Arnór Ragnarsson Mót á vegum bridge- sambands íslands til vors 15—17. febrúar: Minningar- mót á Akureyri, opið mót í tvímenningi og barom. 23.-24. feb.:íslandsmót kvenna/yngri spilara í sveitakeppni. Undanrásir. 2.-3. mars: Úrslit í íslands- móti kvenna/yngri spilara Spilastaður enn ekki ákveð- inn í þessum mótum. Verður auglýst síðar. 15./16./17./18. mars: Stórmót Flugleiða/BSl/BR. Bero- meter 44 para og Opin sveitakeppni. Erlendir þátttakendur. Spilað á Loft- leiðum. 29./30./31. mars: Undankeppni Islandsmóts í sveitakeppni. 4 riðlar, 1 á Akureyri. ío 4./5./6./7. apríl: Úrslit í íslandsmótinu í sveita- keppni 1985. Spilað á Loft- leiðum. 20./21. apríl: Undankeppni ts- landsmótsins í tvímenn- ingskeppni. Öllum opið. Spilað í Tónabæ. 24 efstu pörin komast í úrslita- keppnina, sem spiluð verður á Loftleiðum. 4./5. maí: Úrslit í íslandsmót- inu í tvímenningi. 24 pör keppa. 10./11./12. maí: Landsliðskeppni í Opnum flokki, kvenna- flokki og flokki yngri spil- ara, vegna þátttöku íslands í Evrópumóti í Opnum flokki og kvennaflokki 1985 og Norðurlandamóti í yngri flokki. Tvö efstu pörin í hverjum flokki fá að velja sér par úr hópi þátttakenda og þessar tvær sveitir munu síðan heyja einvígi um landsliðssætin. 18./19. maí: Landsliðseinvígi Bridgesambands Islands. Spilastaður óákveðinn í báð- um mótunum. Gert er ráð fyrir 12—16 pörum í alla flokka. Berist fleiri umsókn- ir en það, mun Bridgesam- band Islands velja tilskyld- an fjölda til þátttöku skv. reglugerð fyrir landsliðsval 1985. Bridgesamband tslands mun auglýsa hvert mót með þeim fyrirvara er nauðsynlegur þykir hverju sinni. Allar skráningar í Opin mót skulu berast skrifstofu Bridgesambands fslands með nægjanlegum fyrirvara, símleið- is sé ekki annars getið. Öll úrslit í keppnistengdum mótum (und- anrásum fyrir íslandsmót í sveitakeppni) skulu og berast BSÍ, með nöfnum þeirra sem koma til með að keppa fyrir hönd svæðasambanda (félaga). Einnig úrslit þessara svæðamóta með nafnnúmerum, fjölda stiga o.s.frv. Reykjanesmót í sveitakeppni Dagana 16. og 17. febrúar nk. verður haldið Reykjanesmót í sveitakeppni, en keppni þessi er jafnframt undankeppni fyrir Is- landsmót. Spilað verður í Iþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og hefst mótið stundvislega kl. 13. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast til Gísla í síma 92—3345, Sig- urðar í sima 40245 eða Einars í síma 52941 í síðasta lagi 10. febrúar nk. Sveitir sem ekki láta skrá sig fyrir þann tima er ekki tryggð þátttaka. Reykjanes á nú 3 sveitir í ís- landsmóti og 1 varasveit. Lcsefni ístórum skönvntum! Góð kaup Medisterpylsa nýlöguð kr. kg. 130,00 Paprikupylsa aðeins kr. kg. 130.90 Óðalspylsa kr. kg. 130,00 Kjötbúðingur kr. kg. 130,00 Kindakæfa kr. kg. 155,00 Kindabjúgu kr. kg. 153,00 Kindahakk kr. kg. 127,00 10 kg. nautahakk kr. kg. 175,00 Hangiálegg kr. kg. 498,00 Malakoff álegg kr. kg. 250,00 Spægipylsa i sneiðum kr. kg. 320,00 Spægipylsa i bitum kr. kg. 290,00 Skinka álegg kr. kg. 590,00 London lamb álegg kr. kg. 550,00 Bacon sneiðar kr. kg. 135.00 Bacon stykki kr. kg. 125,00 Þessi verö eru langt undir heildsöluveröi. Gerrð gód kaup,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.