Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 39 DVERGRÍKI í DEIGLUNNI/Jón Óttar Ragnarsson ''v-í jt&' Hugmyndir: Forsendur alira framfara! Réttlátara þjóðfélag Það kraumar í deiglunni jafnt í austri sem vestri, enda sósíalism- inn brátt allur og óvissa framund- an. Höfuðverkefni íslendinga á komandi árum er að átta sig á því hvaða tengsl eru á milli hug- myndafræði og framfara og kjósa sér síðan þá þjóðfélagsgerð sem þeim hentar best. • • Ofgarnar 1 hámarksríki Marx gamla sem þorri jarðarbúa hefur nú hafnað á ríkið öll atvinnutæki. Einstakl- ingarnir verða að læðast um á tánum til þess að styggja ekki Stóra bróður. í slíku þjóðfélagi er öllu eytt í undirstöóur. Yfirbyggingin verður því eitt allsherjar hrófatildur á ótrú- lega skömmum tíma. Hagvöxtur og framfarir stöðvast skjótt. í lágmarksrfki Friedmans er þessu öfugt farið. Þar hefur ríkið nánast engu öðru hlutverki að gegna öðru en því að halda uppi lögreglunni og hernum. I slfku samfélagi fer allt í yfir- bygginguna. Undirstöðurnar eru vanræktar. Meðan sjóðir fortíðar eru að tæmast verður hagvöxtur ör. Síðan algjört hrun. Hið frjálslynda ríki Alla þjóðhöfðingja dreymir um að geta fundið hið „rétta" jafn- vægi milli rfkisreksturs og einka- framtaks þar sem hvor aðilinn fær aðhald af hinum. Það er einmitt þessi gagn- kvæma samkeppni sem er for- senda allra framfara, en um leið það grundvallaratriði sem bæði frjálshyggjumenn og marxistar hafa misskilið. Bestur árangur næst þegar rík- ið gerir það sem það er hæfast til: Annast undirstöðurnar, þ.e. örygg- isnetið og hugmyndirnar, á meðan einkaframtakið annast yfirbygg- inguna, þ.e. vörurnar og þjónust- una. Akkilesarhællinn Undirstaða allra framfara eru hugmyndir hvort sem um er að ræða uppfinningar, rannsóknir eða listsköpun. Án hugmynda enginn hagvöxtur. Án hagvaxtar engar framfarir. Það er ótrúlegt en satt að jafnt í þúsundáraríki Marx sem Friedmans verður það hugmyndaskorturinn sem smám saman ríður þjóðfélaginu að fullu. í marxísku ríki deyja allar hugmyndir með tímanum vegna þess að það hentar ekki Stóra bróður að leyfa útsjónarsömum einstaklingum að hugsa sjálf- stætt. f ríki frjálshyggjunnar deyja þær sömuleiðis smátt og smátt vegna þess að markaðurinn hafnar öll- um hugmyndum nema þeim sem gefa af sér fljótfenginn arð. Fjármögnun hugmynda í frjálslyndu ríki er fjármögnun hugmynda fyrst og fremst flókið hagfræðilegt vandamál sem ein- ungis verður leyst með samspili ríkis og einkaframtaks. Það er ótrúlegt en satt að þó allar framfarir nútímans byggist á nýjum hugmyndum er engin haldbær hag- fræðikenning ennþá til um fjár- mögnun þeirra. Sérhver vestræn þjóð hefur leyst þennan vanda eftir bestu getu, en engri tekist það fullkom- lega. Ættu fslendingar að leggja sérstaka rækt við þetta svið. f fyrsta lagi er ljóst að ríkið hef- ur lykilhlutverki að gegna við að aðstoða við þróun hugmynda fram til þess tíma sem hægt er að ýta þeim út á markaðinn. En jafnframt þarf að laða fjár- magn einstaklinga út á þetta svið. Til þess að það takist þarf að gera umfangsmiklar breytingar á skattakerfinu og víðar. Lokaorð Marxisminn er allur. Bylgja frels- is og bræðralags streymir á ný um löndin. Við erum frjáls. Frjáls á nýj- an leik. Frjáls til að hugsa. Frjáls til að skana. Ef Islendingar nota þetta tæki- færi til þess að undirbúa nýtt framfaraskeið á grundvelli frjáls- lyndis og samkeppni mun íslensk menning lifa framtíðina af. Ef það tekst munum við sem enn- þá erum ung lifa þann dag þegar dvergríkið í Atlantsálum verður orð- ið að því menningarstórveldi sem því ber að vera. En þetta krefst vinnu. Og raunsæ- is. Því miður eru þeir ótrúlega marg- ir sem vilja hjakka áfram í forsjár- hyggjufarinu eða ánetjast nýrri kenningu ... og hætta að hugsa. Laura Biagiotti Tískusýning frá ítalska tískuhönn- uöinum Lauru Biagiotti á mynd- bandi á morgun. Einnig snyrti- vöru- og ilmvatnskynning. Make up á staðnum. CLARA, LAUGAVEGI 15. f HURÐAPUMPUR Margar stæröir Áöur Yale nú Viögerö og varahlutir fyrir Yale og BKS huröapumpur. Góðar vörur — Gott verö — Góö þjónusta Umboð fyrir ísland -MFA-------------------------------- NÁM í ERLENDUM VERKALÝÐSSKÓLUM Genfarskólinn Arlegt námskeið norræna verkalýösskólans í Genf verö- ur næsta sumar á tímabilinu 25. maí—6. júli. Þátttak- endur eru frá Norðurlöndunum. Skólinn starfar í tengsl- um viö þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), sem haldiö er á sama tíma. Nemendur dvelja fyrstu viku skólatímans í Svíþjóö, þá í Genf í Sviss og síöustu vikuna í Frakklandi. Þátttökugjald er 7.600.00 sænskar kr. MFA á rétt á tveim námsplássum og greiöir feröa- styrk. Nauösynlegt er aö þátttakendur hafi gott vald á sænsku, dönsku eöa norsku. Enskukunnátta æskileg. Manchesterskólinn Árlegt námskeiö Manchesterskólans fyrir félagsmenn verkalýössamtakanna á Noröurlöndum veröur haldiö 28. aþríl—19. júlí nk. Námskeiði Manchesterskólans er ætlaö aö kynna félagsmönnum verkalýössamtakanna í Danmörku, Finnlandi, Noregi, fslandi og Svíþjóö breska verkalýðshreyfingu, breskt samfélag, félagsmál og stjórnmál, auk þess sem þátttakendum gefst kostur á enskunámi. Þátttökugjald er 2.500.00£. MFA á kost á einu til tveim námsplássum. Umsóknum um skólavist á Genfarskólann og Manchest- erskólann ber aö skila til skrifstofu MFA, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík á þar til gerö eyöublöö, sem þar fást FYRIR 17. FEBRÚAR nk. Nánari upplýsingar um þessa skóla eru veittar á skrifstofu MFA, sími 84233. Menningar- og fræðslusamband alþýöu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.