Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 56
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Kjaradeilan á kaupskipaflotanum á miðnætti: Allar líkur á verkfalli Skipafélögín bjóöa 15% hækkun, undirmenn vilja 23% MIKLAR líkur veru taldar á því er Morgunblaðið fór í prentun í nótt, að boðað verkfall undirmanna á kaupskipum ka mi til framkvæmda klukkan 11 í dag. Að sögn talsmanna samningsaðilja bar mikið á milli en í nótt var meðal annars verið að reða ýmsar breytingar á launakerfi, en umreður um beinar launa- hækkanir voru settar til hliðar. I*ar skilja nú 8%á milli. Jón Magnússon, formaður samn- inganefndar skipafélaganna, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði ekki góðar vonir um, að samkomulag tækist áður en af verkfalli yrði. Töluvert bæri á milli samningsaðila. Farmönnum hefði * verið boðin sama launahækkun og félagar í ASl hefðu fengið í siðustu samningum, en þeir færu fram á töluvert meira. Nú væri hins vegar aðallega verið að ræða um einföld- un á launakerfi undirmanna á svip- aðan hátt og orðið hefði hjá yfir- mönnum árið 1979. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Reykjavík- ur, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að staða samningamála væri nánast óbreytt og sér sýndist því allar líkur á því, að verkfall hæfist á áður boðuðum tíma, klukkan 11 árdegis. Farmenn færu fram á um 8% meira en samizt hefði um í ASl-VSÍ-samkomulaginu í haust. Auk þess vildu þeir ræða við skipa- félögin um frídaga og sérstakar bónusgreiðslur fyrir losun og lest- un. Fyrstu skipin stöðvast væntan- /ega í dag og á morgun er þau koma til Reykjavíkur og síðan hvert af öðru við komuna til landsins. í gær var unnið af kappi við að koma öll- um skipum, sem hér voru stödd, utan fyrir verkfall og var reiknað með því, að það tækist. Strand- ferðaskipin stöðvast við komuna til Reykjavíkur og millilandaskipin munu Ijúka losun í áður ákveðnum höfnum áður en þau stöðvast. Benzínverð hækkar um allt að 70 aurum BENZÍNVERÐ mun hækka á næstu dögum vegna nýrra útreikninga á byggingarvísitölu, en samkvæmt lög- um fylgir hluti benzíngjalds bygg- ingarvísitölunni. I'essi hækkun er því ekki í tengslum við beiðni olíufélag- anna um verðhækkanir, því benzín- gjaldið rennur í ríkissjóð. Samkvæmt heimildum Mbl. mun einn lítri af benzíni hækka um allt að 70 aurum. Er þá miðað við að benzíngjaldið sjálft hækki um allt að 57 aurum, en að viðbættum sölu- skatti nemi hún allt að 70 aurum. Lítri af benzíni kostar í dag 25,90 kr. og myndi því kosta 26.60 kr., ef hækkunin næmi 70 aurum. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, sagði í viðtali við Mbl. í gærkvöldi það rétt vera, að benzínverð hækkaði á næstu dögum af framangreindum ástæðum, en þar væri gert ráð fyrir að fylgt yrði forsendum laga og fjárlaga. Hann kvaðst ekki geta tilgreint hversu hækkunin yrði mikil, en hún væri reiknuð út frá hinni nýju bygg- ingarvísitölu. •< - - ^ ,.v ~ ísnjónum á Egilsstöðum Undanfarna viku hefur hið fegursta vetrarveður ríkt á Egilsstöðum og segir Olafur Guðmundsson, fréttaritari Mbl. þar, að skíðamenn hafi ekki þurft að leita iangt, því snjórinn sé hvað mestur innan þorpsmarka eða í næsta nágrenni. En það má nota snjóinn til fleiri hluta en skíðaiðkana og þessir ungu Egilsstaðabúar voru önnum kafnir við hleðslu snjóhúss, þegar Ólafur átti leið framhjá þeim. ÍSTAK og Vegagerð ríkisins: Kanna verkmögu- leika á V-Indíum VERKTAKAFYRIRT/EKIÐ ÍSTAK hefur kannað möguleika á því að taka að sér framkvæmdir við vegalagningu og hafnagerð á eyjum í Karabíska hafinu. Fóru Ólafur Gíslason, byggingaverkfræðingur hjá ÍSTAKI, og Jón Birgir Jónsson, verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, þangað fyrir skömmu í verkefnaleit en Vegagerðin er hugsanlegur samstarfsaðili ÍSTAKS. Ólafur sagði í samtali við blaða- mann Mbl. að þeir hefðu séð nokk- ur álitleg verkefni á þessum slóð- um sem í athugun væri að gera tilboð í. Sagði hann að verkefnin fælust í vegalagningu og hafna- gerð, einkum á Jamaica, en þeir fóru til fjögurra eyja í ferð sinni, m.a. Barbados og Grenada. Sagði hann að aðstæður á þessum eyjum væru ekki ósvipaðar því sem við þekktum, eyjarnar væru fjöllóttar og fremur fámennar, en íbúarnir væru að vísu lausir við frost- vandamálin sem hér þekktust. Sagði hann að hlutverk Vega- gerðar ríkisins yrði að endur- skipuleggja vegakerfi viðkomandi eyja og þær stofnanir þjóðanna sem eiga að fara með vegamál, því þessi lönd væru öll í frumbernsku hvað vegamál snerti. Verkin sem ÍSTAK hefur hug á að bjóða í verða boðin út í vor og sumar og bjóst Ólafur við að samkeppni yrði um þau við bandarísk fyrirtæki sem þarna hafa boðið í fram- kvæmdir. Ef ÍSTAKI tekst að fá verkefni á þessum slóðum sagði hann að héðan færi hópur verk- fræðinga og verkstjóra en verkin unnin sem mest með innfæddum verkamönnum. Tilboði Eim- skipafélags- ins tekið STJÓRN Sölumiðstöóvar hraðfrysti- húsanna hefur ákveðið að ganga að tilboði Eimskipafélagsins í freðfisk- flutninga sína til ('ambridge í Banda- „Miðuðu á okkur og heimtuöu peninga“ — segir Guðjón Árnason, handknattleiks- maður í FH, sem var ógnað í Amsterdam „I*Að ER heldur óhugnanlegt að standa frammi fyrir svona náungum," sagði Guðjón Árnason, handknattlciksmaður úr FH, sem varð fyrir þeirri óskemmtiíegu reynslu að vera ógnað af þremur vopnuðum mönnum í Amsterdam, er hann var þar á keppnisferðalagi með liði sínu um síðustu helgi. Atvikið átti sér stað á götu úti að kvöldlagi, þar sem Guðjón var á gangi ásamt Braga Kort Guðmundssyni, sem var í Amsterdam með ferða- hópi á vegum Samvinnuferða. „I'eir höfðu nú lítið upp úr krafsinu, náðu eitthvað um 700 krónum íslenskum af Braga,“ sagði Guðjón ennfremur. „Við vorum á gangi þarna um ákváðum við að hætta við að fara, kvöldið og hittum þá þrjá unga menn, sem ætluðu að vísa okkur á ákveðið diskótek, sem var þarna skammt frá hótelinu. Þegar við höfðum gengið nokkurn spöl enda leist okkur ekki nema meira en svo á þessa náunga. Þá skipti engum togum að þeir stoppuðu okkur og einn þeirra miðaði á okkur byssu og þeir skipuðu okk- ur að láta alla peninga af hendi. Ég var ekki með neina peninga í veskinu, en hins vegar var ég með eitthvað i brjóstvasanum, en ég var bara svo hræddur að ég gleymdi þeim, þannig að ég missti ekkert af minum pening- um. Eftir á fórum við að velta því fyrir okkur hvort þetta hefði í rauninni verið alvörubyssa sem þeir voru með. Þeir voru nú hálf- álkulegir greyin og voru greini- lega skíthræddir sjálfir. þeir hlupu svo í burtu eins og andskot- inn væri á eftir þeim eftir að hafa tekið þetta litla sem þeir fundu. Guðjón Árnason En þú getur rétt ímyndað þér hvernig tilfinning þetta er, ég var með hjartað í buxunum, alveg skíthræddur, enda vissi maður ekkert við hverju mátti búast," sagði Guðjón. ríkjunum á þessu ári, samtals um 18.000 lestir. Telur SH að öllu athug- uðu, tilboð Eimaskipafélagsins vera 2,5 til 4,5 milljónum króna lægra en næstlægsta tilboðiö, sem var frá Skipafélaginu Víkur. Með útboðum SH á freðfiskflutningum sínum á þessu ári er talió að lækkun flutn- ingskostnaðar frá síðasta ári nemi rúmum 100 milljónum króna. í frétt frá SH segir, að lægstu tilboðin hafi verið mjög svipuð, en það, sem réði úrslitum sé eftirfar- andi: • Tíðni ferða. Eimskip afskipar fiski á 10 til 14 daga fresti. Víkur hf. afskipar fiski á 30 til 35 daga fresti. • Eimskip hefur mun meiri skipa- kost, eða 2 gámaskip og eitt frysti- skip. Víkur hf. gerir ráð fyrir að leigja eitt erlent frystiskip í ár. • Eimskip er þegar með söfnun á freðfiski í gáma fyrir Evrópumark- að. Það er veruleg hagkvæmni fólg- in í því að samræma þessa söfnun. • Veruleg hagkvæmni er fólgin í því, að fá smærri farma til Cam- bridge í Bandaríkjunum vegna geymslu- og vaxtakostnaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.