Morgunblaðið - 31.01.1985, Side 1

Morgunblaðið - 31.01.1985, Side 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 25. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólland: Stóð er- lent ríki að baki morðinu? Torun, Póllandi, 30. janúar. AP. LÖGFRÆÐINGUR fjölskyldu pólska prestsins, sem fjórir foringjar í örygg- islögreglunni myrtu, gaf í skyn í dag, að morðingjarnir „hefðu framið glæp- inn í þágu erlends ríkis“. „Engin öfl í Póllandi gætu hafa staðið fyrir þessari ögrun og sví- virðu," sagði lögfræðingurinn Jan Olszewski í lokaræðu sinni í réttin- um í dag. „Einhverjir aðrir vildu koma illu til leiðar í Póllandi og beittu í því skyni fyrir sig Pólverj- um.“ Olszewski nefndi ekki við hverja hann ætti. Leszek Pietrasinski, saksóknari ríkisins, krafðist í gær dauðadóms yfir einum sakborninganna og að hinir yrðu dæmdir í 25 ára fangelsi en máli sínu lauk hann með því að draga æru Popieluszkos niður i svaðið og gera hann líkan morð- ingjunum. Olszewski sagði í dag, að orð saksóknarans væru refsiverð samkvæmt pólsku refsilöggjöfinni en í henni væri bannað að ófrægja fórnarlambið fyrir rétti. Símamynd/AP Gjafir gefnar páfa Jóhannes Páll páfi II er nú á ferð um nokkur Suður-Ameríkuríki og var í fyrradag staddur í Venezuela. Eftir messu í Alta Vista gengu fulltrúar Amazon-indíána á fund hans og færðu honum gjafir. — Sjá frétt á bls. 24. Afganskir skæruliðar, illa búnir vopnum og vistum, i ferð um fjöllin. Skæruliðar fá meiri stuöning London, 30. janúar. AP. . ÍSRAELAR, Saudi-Arabar og Kín- Jane’s Defense Weekly er talið verjar hafa á prjónunum að stórauka áreiðanlegasta tímarit sinnar teg- aðstoð sína við skæruliða í Afganist- I undar. an þannig að samanlögð aðstoð þeirra og vestrænna þjóða muni nema um 500 milljónum dollara á þessu ári. Var skýrt frá þessu í gær í breska herfræðitímaritinu Jane’s Defense Weekly. Tímaritið, sem hefur fyrir frétt- inni ónefnda heimildamenn í Washington, segir, að þjóðirnar þrjár muni á árinu útvega skæru- liðum vopn og vistir fyrir um 200 milljónir dollara en Bandaríkja- stjórn hefur að sögn ákveðið að styðja þá með 250 milljónum doll- ara. Auk þess er búist við, að þeim berist aðstoð fyrir 30 milljónir dollara eftir öðrum leiðum. Egypt- ar eru einnig taldir hafa veitt skæruliðum nokkurn stuðning en ekki er vitað hve mikill hann er. Skæruliðar í Afganistan hafa í fimm ár barist gegn ofurefli sov- éska innrásarliðsins og virðast staðráðnir í að gefast ekki upp. Kasparov sigraði Moskvu, 30. janúar. AP. KASPAROV sigraði heimsmeist- arann Karpov í 47. skákinni í ein- víginu um heimsmeistaratitilinn. Var Kasparov með svart og hefur nú tvo vinninga á móti fimm Karp- ovs. Áhorfendur að einvlginu í dag fögnuðu ákaflega þegar Karpov gaf skákina eftir 32. leik. Skák- fræðingum þótti 12. leikur Karpovs slakur og eftir 29. leik sagði Josef Dorfman, einn af þjálfurum Kasparovs: „Garri er að vinna.“ Sjá „Sannfærandi sigur ...“ á bls. 30. OPEC-ríki lækka olíuverd lítillega — en sundrungin innan samtakanna þykir boða frekari lækkanir Genf, 30. janúar. AP. SAMÞYKKT var á fundi olíumálaráðherra OPEC-rfkjanna í dag að lækka verðið á verðmestu olíutegundunum um allt að 1,60 dollara fyrir fatið en verðið á ódýrustu olíunni verður óbreytt. Til jafnaðar verður um 29 senta lækkun að ræða á olíufati og gildir nýja verðið frá og með róstudegi. Fjögur OPEC-ríkjanna, sem eru 13 talsins, voru andvíg ákvörðuninni og ætla að fara sínar eigin leiðir. Fundur olíumálaráðherra dollarar fyrir fatið. Sagði Shaksh- OPEC-ríkjanna í Genf var mjög uki, að líbýska olían yrði áfram stormasamur og virðist nú meiri seld á 30,50 dollara fatið. í fréttatilkynningu frá OPEC segir, að Nígeríumenn hafi sam- þykkt að hækka verðið á sinni olíu ágreiningur vera með þeim en áð- ur. Staða samtakanna hefur því veikst gagnvart öðrum olíufram- leiðsluríkjum. Sérfræðingar í olíu- málum segja, að olíuverðslækkun- in sé að vísu ekki mikil en sund- urlyndið innan OPEC sé hins veg- ar fyrirboði frekari lækkana á næstu árum. Forseti samtakanna, Indónesíu- maðurinn Subroto, sagði, að Alsír, íran, Líbýa og Gabon hefðu verið andvíg niðurstöðu fundarins og því væri í raun of snemmt að segja um hver raunveruleg meðallækk- un olíuverðsins yrði. Það færi eftir ákvörðunum þessara þjóða. Mest lækkar dýrasta olían eða úr 30,50 dollurum í 28,90 en Shakshuki, olíumálaráðherra Líb- ýu, sagði, að hann hefði ekki getað fallist á þessar verðbreytingar vegna þess, að Saudi-Arabar hefðu neitað að lækka verðið á ódýrustu olíunni frá sér en ákveð- ið var, að það yrði áfram 26,50 upp í 28,65 dollara en þeir lækk- uðu það einhliða í október um tvo dollara í kjölfar líkrar lækkunar á breskri olíu. Auk þess verður sú olíutegund saudi-arabísk, sem OPEC hefur haft til viðmiðunar við verðákvarðanir, lækkuð um einn dollara, í 28 dollara fatið, og sagði Subroto, að nú væri í raun ekki lengur um neitt viðmiðunar- verð að ræða. Verðmunur á ódýr- ustu og dýrustu olíu er nú 2,40 dollarar en var áður 4 dollarar. Finnland: Fljúgandi skotmark en ekki stýriflaug _ Hctsinki, 30. janúar. AP. ÁLETRUN á hluta úr sovésku eldflauginni, sem fannst á ísi lögðu vatni í Finnlandi, leiðir í Ijós, að um hefur verið að ræða eldflaug sem var skotmark en ekki stýriflaug, að því er embættismenn sögðu í dag, miðvikudag. „Við fundum trjónu eldflaugar- innar á ísnum, ásamt málmbút. Og áletranir á hvoru tveggja sýna, að um var að ræða fljúgandi skotmark," sagði Lars Olof Fred- riksson, majór i finnska flug- hernum, á blaðamannafundi. Kafarar úr hernum voru að búa sig undir að kafa undir ísinn á Inari-vatni til þess að ná í megin- hluta flaugarinnar, sem talið er að sé að finna á u.þ.b. 14 metra dýpi. „Eftir stærð trjónunnar að dæma mætti ætla að flaugin hafi verið um 10 metrar á lengd,“ sagði majórinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.