Alþýðublaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Síldareinkasalan. ALls munu hafa veiðst í stumar á islandsmiðum 540—560 pús. tn. af síld, sem saltaðar hafa verið (sumpart sérverkaðar). Er þetta langtum meiri veiði en hægt er að selja. Hefði veiðin hins vegar verið 100—150 þús. tufinum minni, mundi síldin öll hafa seist fyrir gott verð. Hefir aldrei verið veitt jafnmikið af síld af útlend- ingum utan landhelginnar sem nú. Voru útlendingar hér á óvenju mörgum skipum og veðrið alveg fram úr skarandi gott og þar með aflasælt. Hins vegar var eftir- litið með því að útlendingar at- höfnuðu sig í landhelgi afarslæ- legt, því Þ(jr“ var látinn stunda síldveiðar, og varð afli útlending- anna af öllum þessum ástæðum því mikill. Síldareinkasalan lét satta 210 þús. tn„ sem var alt of mikið, þar, sem í fyrra voru ekki salt- aðar nema 185 þús. tn., sem þó ekki seldust allar. En háværar en heimskulegar kröfur til síld- areinkasöilunnar um meiri söltun- arleyfi ollu því, að svona mikið var saltað, en það er að eins til þess að lækka verðið á síldinni fyrir sjómönnum. Mikið heyrist nú um að það sé alt síldareinkasölunni að kenna, hve illa hefir gengið með síld- ina. En þegar athugað er að Dan- ir hafa tapað um 200 000 krón- um á síldarútgerð sinni (11 skip- um), og flest norsk skip hafa tapað, mörg þeirra selt svo lítið, að skipverjar geti ekki borgað fyrir sig fæðið, er bersýmlegt, að þó margt megi að síldareinika- sölunni finna, þá hefði ástandið þó verið enn verra, hefði hún ekki verið. — Síldareinkasöilu- fundurinn stendur nú yfir, og verður mál þetta rætt hér í bliað- inu næstu daga. SíIdareiDkasolafundorlnn. Allir aðalfuilltrúarnir voru mætlir á Síldareinkasölufundin- um í gær. Auk þeirra, sem tald- ir voru upp hér í blaðinu í gær eru þessir: Ingvar Guðjónsson og Steindór Hjaltalín, útgerðarmenn af Akureyri, Friðrik Steinsson skipstjóri, Eskifirðdi, Sveinn Bene- diktsson og Hafsteinn Bergþörs- son skipstjóri, Reykjavík. Fundarstjóri var kosinn Erling- ur Friðjónsson, varafundarstjóri Finnur Jónsson, ritari Sigurjón Á. ÓJIafsson og vararitari Þoriákur Guðmundsson. Sveinn Benediktsson vildi láta fundinn gera ályktun um, að til- nefning Sigurjóns Á. Ólafssonar og Björns Jóhannessonar væri ó- gild, af því að þeir væru ekki sjómenn — þótt þeir hafi báðir verið sjómenn yfir 20 ár o^ stjórnarráðið hefði því tekið til- nefningu þeirra gilda, svo sem Atvinnubætnr íhaldsins. 60 bælarvinnumönnum sagt upp. líka sjálfsagt var að gera. Fékk tillaga Sveins að eins tvö at- kvæði. Næsti fundur byrjar kl. 4 síð- degis á morgun í Kaupþingssaln- um. ÖUum er heimilt að hlusta á það, sem gerist á fundunum, og vera þar eftir því, sem húsrúrn leyfir. „Raaða planið “ Undir stjóm Einars Olgeirsison- ar varð 10—11 þús. kr. tap á söltun á „Rauða planiniu" í fyrra sumar. í ár hefir orðið álíka mik- ill hagnaður á söltun á planinu undir stjórn Guðmundar Skarp- héðinssonar, Hefir söltunargjald, sem útgerðarmenn hafa borgað, þó verið 50 auram lægra á tunnu en í fyrra, og n-emur það 7500 kr. minni tekjum fyrir planið, en kvenfólkið og' verkamenn fen.gið sömu laun og í fyrra. Bifreiðarslysið á Akur- eyri. Klukkan var 2 í 'fyrri nótt þeg- ar bifreiðarslysið varð á Akur- eyri. Bifreiðin með líkunum náð- ist upp úr sjónum í gær. Stúikan, sem drukknaði, hét Sigríður Jó- hannesdóttir frá Húsavík, Árekstur vegna þoku. Lundúnum, 30. nóv. U. P. FB. Svartaþoka er yfir öllum suður- hluta Engiánds, og hafa flutning- ar tepst á þjóðvegum, járnbraut- um og fljótum. Frakkneska póst_ og flutninga-skipið „Flamand“ rakst á brezka eimskipið „Fore- land“, sem lá fyrir akkeri við Gravesend. Kom gatá „Foreland“, en svo ofarlega, að skipinu er ekki hætt. Amerískt línuskip, „American trader“, kendi grunns á sandrifi undan Dung'eness, en komst á flot aftur með háflæði. Ætla menn, að skipið hafi ekki laskast. Bretar oo Frakkar. Lundúnum, 30. nóv. U. P. FB. Fjármálaráðherra Frakka hefir átt tal við brezka ráðherra, og er talað um, að haldin verði ráð- stefna um tollamál, ófriðarskaða- bætur, ófriðarskuldir, lánstraust Þjóðverja og gengisfestingu sterl- ingspundsins. Er búist við, að Rollin, verzlunarmálaráðherra Frakka, muni bjóða frakkneska aðstoð til þess að verðfesta sterl- ingspund með lánveitingum, gegn því, að Bretar slaki til í tolilafyr- irætlunum. Til tSmndarkirkju. Gamalt á- heit 2 kr. Sextíu bæjarvinnumönnum hefir verið sagt upp vinnu sinni og bætast þeir nú við atvinnulausa hópinn. Eiga þetta víst að heita atvinnubætur hjá íhaldinu, og verður það þahnig við áskorunum verklýðsfélaganna og kirkjusafn- aðanna um að auka atvinnu í bænum, svo að hægt sé að bægja Skrípaleiknr. Sjómannafundurinn, sem boð- aður var af kommúnistum 1 giær með fregnmiðumi, var haldinn í 'Aðalstræti 9 í litlu herbergi, Þar voru mættir útgerðarmenn, skip- stjórar, stýrimenn og utanbæjar- menn, en fáir úr Sjómannafélagi Rvíkur, enda var annað varla von, þar sem engrar samvinnu hafði verið leitað við stjórn fé- lagsins um neitt fundarhald í þessu skyni. Rætt var um Síldareinkasöiluna, að krefjast þess af henni að húni borgaði það eingöngu til sjó- manna, sem hún fengi fyrir sífd hér eftir. Skiftar skoðanir virtust veria á því, hvort ráðlegt væri að leggja hana niður. Einar 01- geirsson virtist ekki hafa gert sér glöggá. grein fyrir því, hvort hún ætti að lifa eða deyja, því auð- sjáanlega hafði hann ekki boðað til fundarins í því skyni að koma með neina úriausn í því máli, heldur að eins til að geta gefið fleiri mönnum prentaðan miða með áskorun til sjómanna um að velja algerlega nýja stjórn fyrír Sjómannafélagið, því þeim, sem nú vætri i stjórn, væri ekki treyst- andl til að fara með mál sjó- manna. Að lokum var kosin 7 manna nefnd til að kalla saman nýjan fund, þar sem þessi hafði í raun og veru ekki verið ætlað- ur til þess að gera neina endan- lega ályktun. Fundarmaöur. Öreiginn Guðjön Benedikisson og fylgifiskur hans« Meðal sprengingamanna þeirra, er jafnan láta hæst á Dagsbrún- arfundum, eru þeir Guðjón Bene- diktsson og Þorsteinn Pétursison. Þessir tveir menn linna aldrei að tala um „svikarana", og eru það þtjórnin í Dagsbrún og allir aðr- ir, sem verkalýðurinn hefir kosið sér sem forgöngumenn, svo sem stjórnendur Sjómannafélagsins og Alþýðusambandsins. í atvinnuleysismáiumum hafa þesisir tveir menn alt af verið að tönlast á því, að v-erkamenn hér væru að deyj-a úr hungri, og hafa með skrafi sínu í t/erklýðs- skortiinum að einhvérju leyti frá dyrum alþýðuheimilanna. — Sagt er, að taka eigi aðra menn i vinnuna í staðinn, en auðvitað er slíkt engar atvinnubætur. Það- er að eins tilraun hjá íhaldinu til að setja verkamenn hvem upp á móti öðrum. blaðinu styrkt atvinnurekendur l þeirri trú, að nú sé tækifæri tii þes:s að pína niður kauþið. Þráfaldlega hafa þeir Guðjón og Þorsteinn talað um að þeir yrðu bráðum hungurmorða, en um öreigann Guðjón Benediktsson er það að segja, að fáir munu hafa haft betri vinnu en hann. Hann vinnur fyrir múrarakaupi og hafði í tekjur síðast liðið ár liðugar 5000 krónur. Er Guðjón vel að því kaupi kominn, því hann mun vera dugandi verkmaður, en ekki hlýðir að hann þykist vera að» jsvelta í /hel, einkum þiar sem hann er húseigandi (Freyjugötu 25 A). Er hús hans að fasteignamati 8900 kr., en þar sem söluverð húsa er fram undir þriðjungi' hærra en fasteignamatið, má sjá,. að hús Guðjóns er 13—14 þús. króna virði. Á húsinu hvíla ekki skuldir nema nokkuð liðug fimm þúsund króna, svo Guðjón á þá ii því 7—8 þús. krónur. Er það sízt meiri eign en búast mætti við um niann, er hefir haft jafngóða at- vinnu og Guðjón, en á þessu má sjá’, að þegar Guðjón þykist vera að deyja úr hungri, þá er ekki beint alveg komið að því að hann geri það, því .venjulegur verka- maður gæti lifað á eignum Guð- jóns í þrjú ár, og hefir margur orðið að láta sér nægja minna. Hvað Þorsteini Péturssyni við- víkur, þá hefir hann vinnu í olí'u- stöðinni á Klöpp alt af þegar þar er vinn-a. Mun vinna hans þar' í fyrra hafa numið yfir hálft þriðja þúsund króna og í ár 22 til 24 hundruð. Þar sem Þorsteinn er maður einhleypur, virðist ó- trúl-egt að hann sé að d-eyja úr hungri. En á það lagði Þorst-einn áherzlu á atvinnuleysisfundinum: hafði hann búið sig sérstakl-ega á fundinn, því hann kom á hann í bláum vinnubuxum, en var fljötur að skifta um föt á eftir, og var um kvöldið kominn í vönduð chevíotsföt og sat við kaffi- drykkju á Hótel Island, enda munu fá kvöld aÖ Þorsteinn ekki taki þátt í danzinum þar, því Steini minn er fjörmaður og kvennagull, Er ekkert við því að s-egja, að þú skemtir þér, Kubbur minn, fyrir það, sem þú vinnur þér inn, og þú hefir áður varið fé þínu heimskulegar en fyrir danz og kaffi, en þú og þið Guð-i jón báðir verðið að hætta hræsn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.