Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 ViA undirritun samningsins á Biskupsstofu. Frá vinstri: Dr. Tómas Á. Jónasson og Hjörtur Hjartarson frá Krabba- meinsfélagi íslands, Jón Helgason kirkjumálaráðherra og Pétur Sigurgeirsson biskup. Kirkjuhús í Suðurgötu Kreditkortaþjónusta í verslunum: Óhjákvæmilegt er að breyta fyrirkomulaginu — segir framkvæmdastjóri kaupmannasamtakanna „ÉG HELD að öllum sé Ijóst, bæði kaupmönnum og þeim sem vinna að þessu hjá kreditkortafyrirtækjunum, að það fyrirkomulag sem verið hefur á þessari þjónustu er ekki nógu gott,“ sagði Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna, er Morgunblaðið spurði hann um gang viðræðna milli þessara aðila um áframhaldandandi kreditkortaþjón- ustu í verslunum, en fyrri samningur rann út hinn 15. janúar síðastliðinn. Kaupmannasamtökin hafa skipað sérstaka viðræðunefnd og hefur einn fund- ur verið haldinn með fulltrúum Visa-ísland og fyrirhugaður er fundur með fulltrúum Eurocard innan tíðar, þar sem reynt er að finna viðunandi lausn á viðskiptum þessara aðila. KAUPSAMNINGUR milli þjóð- kirkjunnar og dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins annars vegar og Krabbameinsfélags íslands hins vegar um kaup á húseigninni nr. 22 við Suðurgötu í Reykjavík var undir- ritaður síðastliðinn þriðjudag. Verð- ur þar starfsstöð fyrir biskupsemb- ættið og fleiri stofnanir á vegum kirkjunnar, sem þar rúmast. Hugmyndin að slíkri starfsstöð kom fyrst fram fyrir réttum 40 árum í Kirkjublaðinu, þar sem Sigurgeir Sigurðsson, biskup, rit- aði grein í blaðið 12. febrúar 1945, með fyrirsögninni „Kirkjuhús í Reykjavík". Á prestastefnu sama ár var samþykkt að hefja undir- búning að byggingu Kirkjuhúss í Reykjavík. — Borgarstjórn Reykjavíkur lét í té lóð undir hús- ið á horni Eiríksgötu og Mímis- vegar. Sú lóð bíður framtíðarinn- ar, þegar hið endanlega Kirkjuhús verður reist á Skólavörðuhæð. í frétt frá Biskupsstofu segir að snemma árs 1982 hafi biskup skip- að kirkjuhússnefnd og í samráði við hana hefur verið ráðist í kaup á húsinu við Suðurgötu. Að kaup- unum standa Kirkjuráð f.h. kristnisjóðs með styrk ríkissjóðs, sem séð hefir biskupsembættinu fyrir húsnæði þann tíma sem embættið hefir haft aðsetur f Reykjavík. Margir hafa lagt hönd á plóginn á Iiðnum árum og áratugum til þess að embættið fengi eigið hús- næði. Þakkir eru nú færðar kirkjuhússnefnd svo og Þorsteini Steingrímssyni, Fasteignaþjón- ustunni, en hann hefir annast alla samninga endurgjaldslaust. Á þessu ári eru liðin 200 ár frá því að biskupsembættið flutti frá Skálholti til Reykjavíkur, sam- kvæmt konungsbréfi í apríl 1785. Að sögn herra Péturs Sigurgeirs- sonar biskups er því mjög fagnað meðal starfsfólks kirkjunnar að þessum merka áfanga hefur verið náð í framkvæmd hugsjónarinnar um Kirkjuhús í Reykjavík. Hins vegar verður áfram stefnt Loðnuveiðin: 8 skip með 6.450 lestir LOÐNUVEIÐIN gengur fremur hægt um þessar mundir enda fá skip á miðunum. í gær tilkynntu þó 9 skip um afla, samtals 6.450 lestir. Eftirfarandi skip fengu afla í gær: Sighvatur Bjarnason VE, 670, Börkur NK, 1.150, Beitir NK, 1.330, Jón Kjartansson SU, 1.100, Heimaey VE, 500, Dagfari ÞH, 520, Helga II RE, 530 og Pétur Jónsson RE 650 lestir. að því að Kirkjuhúsið rísi á lóð sinni á Skólavörðuhæð þar sem starfsstofnanir kirkjunnar geta sem flestar verið undir sama þaki. Hjálparstofnun kirkjunnar er þegar flutt í Kirkjuhúsið í Suður- götu og Biskupsstofa flytur þang- að innan tíðar. „Frá sjónarhóli kaupmannsins er þetta fyrirkomulag sem verið hefur of dýrt, hvort sem um er að ræða matvörukaupmenn, sem að vísu eru með sérsamninga, eða aðra kaupmenn," sagði Magnús ennfremur. „Þetta er ekkert annað en hrein viðbót. Þarna kemur einn milliliðurinn til viðbótar og það hlýtur að leiða til hækkunar vöru- verðs. Ég er því þeirrar skoðunar að það sé óhjákvæmilegt að breyta því fyrirkomulagi sem verið hefur. Þetta fyrirkomulag er hvergi þekkt í nágrannalöndum okkar, það er að segja, að menn geti tekið að láni matvöru í allt að fimm til sex vikur án þess að borga vexti. Einnig virðist liggja fyrir að van- skil færast sífellt í vöxt hjá kort- höfum og er sú þróun út af fyrir sig ákaflega alvarleg," sagði Magnús E. Finnsson. Hefur þú undanfarið tekið eftir þessum glæsilega bíl á götunum? Það bættust 346 nýir Ford Escort bílar við bílaflota íslendinga á síðastliðnu ári. Þetta er ekki óeðlileg þróun, því landsmenn hafa ávallt verið fljótir að finna út hvar mest fæst fyrir peningana. Nú bjóðum við 1985 árgerðina af Ford Escort og sem fyrr er verð og búnaður í sérfíokki. Verð frá kr. 328.000L» Ford Escort mest seldi bíll heims undanfarin 3 ár. Söludeildin er opin: mánud. - föstud. 9-18 laugard. 13-17 SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.