Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 Útboð á flutningum fyrir SH Góð málalok fyrir hrað fr y stiiðnaðinn — segir Þórður Sverrisson aðstoðar- framkvæmdastjóri Eimskipafélagsins um samning SH og Eimskips „EIMSKIP var þarna með mjög hagstætt tilboð í verði og mjög víðUeka og góða þjónustu, sem felst bæði í rekstri frystiskipa, frystigáma og frystigeymslu, tíðum ferðum og fleiru. Það var þetta, sem við vorum að bjóða SH. Þeir hafa skoðað þessi tilboð mjög ítarlega og reiknað kostn- aðinn af þessum flutningum til enda og komizt að þeirri niðurstöðu, sem við vorum búnir að reikna út þegar tilboðin voru opnuð, að tilboð okkar var Isgst í heildarkostnaði auk þess sem þjónustan var mun víðtækari og betri en hjá öðrum,“ sagði Þórður Sverrisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Eimskipafélagsins, í samtali við Morgunblaðið. „Ég held að það sé sama hverj- ir fara í gegnum þessi tilboð, þeir muni komast að sömu nið- urstöðu og SH og því er það mjög eðlilegt að þeir taki tilboði okkar. Ég er líka sannfærður um það, að fyrir hraðfrystiiðnaðinn í landinu, eru þetta góð málalok. Hann fær góða þjónustu og lægsta flutningskostnaðinn, sem í boði var á markaðnum. Það gildir það sama um þetta útboð og öll önnur, að með þeim eru menn fyrst og fremst að fá upplýsingar um það hvaða þjón- ustu boðið er upp á á markaðn- um og í þessu tilfelli fékk SH þær upplýsingar. I öðru lagi er verið að bjóða út til að finna út hvað hver aðili fyrir sig verð- leggur þjónustu sína á. Öll til- boðin sem bárust voru mjög ólík varðandi þjónustu og verð. Það gildir það sama við mat á þess- um tilboðum og öllum öðrum, að reyna að ná sem lægstum kostn- aði við þjónustuna og fá sem mest út úr henni. Ég tel að með þessu tilboði séum við bæði að veita beztu þjónustuna og SH að ná lægsta heildarkostnaði við flutninga sína,“ sagði Þórður Sverrisson. Niðurstaðan er áfall fyrir frjálsa samkeppni í landinu — segir Finnbogi Kjeld forstjóri Skipafélags- ins Víkur um samning SH og Eimskipafélagsins „ÞESSI niðurstaða SH er áfall fyrir útboðsmarkaðinn í heild og frjálsa samkeppni í landinu. Það læðist sá grunur að mönnum, að það hafi verið ákveðið fyrirfram að semja við Eimskip. Eins og staðið hefur veríð að málinu er þetta nærrí því vissa,“ sagði Finnbogi Kjeld, forstjóri Skipafé- lagsins Víkur, er Morgunblaðið innti hann álits á því, að SH hefði ekki gengið að tilboði félagsins í Ameríkuflutninga sína. „Við bjóðum í þessa flutninga samkvæmt fyrirliggjandi út- boðsgögnum, sem fjalla um það að flytja 18.000 lestir af frystum fiski frá 21 höfn á íslandi til Cambridge í Bandaríkjunum og lesta á 8 til 12 höfnum í hverri ferð. Útboðið er því nokkuð ljóst og við gátum ekki boðið í annað en það, sem talað er um í út- boðsgögnum. Þar er ekki minnzt á tfðni ferða eða neitt f þá áttina, heldur aðeins sagt, að þessir flutningar eigi að vera nokkuð jafnir yfir allt árið. Að hafna lægsta tilboðinu er gert á for- sendum, sem okkur voru ekki gerð grein fyrir í útboðinu eða á nokkurn annan hátt. Þær eru búnar til eftir á. Ef ætlunin var að krefjast tíðra ferða hefði það átt að koma fram strax, þannig að menn vissu hvað þeir væru að bjóða í. Það er ekki forsvaran- legt að leikreglurnar séu búnar til eftir á. Þær verða að vera skýrar áður en leikurinn hefst,“ sagði Finnbogi Kjeld. Morgunblaðið/Sigurgeir Hvað boðarþorratungl? Raufarhöfn: Lýsi brennt til að halda verksmiðjunni gangandi Kaufarhöfn. 29. janúar. TIL RAUFARHAFNAR hafa borist 49.720 tonn af lodnu á þessari vertíð. Vinnsla hefur gengió vel að undanskildu því, ad hér hefur orðið skortur á svartolíu. í tvö skipti hefur olíu verið ekið frá Húsavík á bílum til að forðast stöðvun á verksmiðjunni. Nú er að koma að þriðja stoppinu vegna olíuleysis. Nýi „Kyndill" kom hér 24. janúar þurrka mjöl. Fréttir hermdu, að sl. með tæp 200 tonn af svartoliu. Hér eru notuð í kringum 30 tonn á sólarhring svo menn geta séð hvaða birgðir þetta eru af olíu. Héðan er líka gerður út togari, sem brennir svartolíu. Til þess að forðsat stöðv- un nú er verið að ganga frá lögnum og tengingum til þess að geta brennt lýsi til að framleiða gufu og Kyndill ætti að dreifa olíu á hafnir landsins og hann væri einnig hent- ugur til lýsisflutninga, en hætt er við að lýsisflutningar dragist sam- an ef lýsinu verður brennt vegna þess, að skipið kemur ekki með olíu, sem svarar þörfum verksmiðjanna. Helgi Samband bankamanna fimmtíu ára SAMBAND íslenskra bankamanna var stofnað hinn 30. janúar árið 1935 og varð því 50 ára í gær. Fyrsti for- maður félagsins var kosinn Harald- ur lóhannessen úr Landsbanka ís- lands. Félaginu voru sett lög, þar sem m.a. kom fram að tilgangur SÍB væri að vinna að skipulagðri fé- lagsstarfsemi íslenskra banka- manna, svo og að gæta hagsmuna þeirra í hvívetna. Meginverkefni félagsins hafa ætíð verið fræðslu- og kjaramál. Sambandið átti þátt i stofnun Bankamannaskólans, sem varð 40 ára á síðasta ári. Þar fer fram kennsla fyrir flesta nýliða í starf- inu, en einnig framhaldsnám. Á vegum SÍB fer fram trúnaðar- mannafræðsla en trúnaðarmenn SÍB eru kosnir árlega á vinnustöð- unum í bönkunum. Árið 1938 tók sambandið fyrst þátt í samvinnu norrænna banka- manna og hefur siðan leitast við að vera i nánu samstarfi um ýmis mál við hliðstæð félög á Norður- löndunum. Núverandi formaður SÍB er Sveinn Sveinsson. Sambandið hef- ur aðsetur sitt á Tjarnargötu 14, i húsnæði sem keypt var árið 1981. Aðildarfélög SÍB eru nú 17 talsins og að meðtöldum einstaklingum sem aðild eiga að sambandinu, eru félagsmenn 3.100. Á skrifstofu sambandsins starfa 3 starfsmenn. Næstkomandi laugardag býður SÍB félagsmönnum í hóf á Tjarn- argötu 14 milli klukkan 16 og 18. Framlag til kvikmyndasjóðs skorið niður um 30 milljónir „Búið að leggja allt of mikið í sölurnar til að svo megi verða,“ segir Indriði G. Þorsteinsson NÝ LÖG um kvikmyndamál voru samþykkt af Alþingi með öllum greidd- um atkvæðum hinn 30. maf 1984. Lögin miðuðu að þvf að einfalda aðild stjórnvalda að þessum málaflokki, m.a. með því að sameina kvikmynda- sjóð og kvikmyndasafn, en annað höfuðatriðið var að efla kvikmyndasjóð til nokkurra muna og skyldi framlag í fjárlögum til sjóðsins miðað við jafnvirði áætlaðs söluskatts af kvikmyndasýningum, en áður höfðu fram- lög verið áætluð án nokkurrar slíkrar viðmiðunar. Arið 1984 var upphæð þessi áætluð 32 milljónir króna og áæthin fyrir þetta ár hljóðar upp á 36—38 milljónir króna. í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1985 er hins vegar reiknað með 8 milljóna króna framlagi til kvikmyndasjóðs. Treysti því að þetta nái ekki fram að ganga Indriði G. Þorsteinsson var formaður nefndar þeirrar er samdi frumvarpið um kvik- myndamál. Hann kvaðst hissa á því hvað gengi óbjörgulega með þennnan sjóð. „Það gengur af- skaplega treglega að fá menn til að átta sig á þvi að þessi grein listar, kvikmyndalistin, er af- skaplega fjárfrek varðandi alla framkvæmd,” sagði Indriði. „Greinin er ný á íslandi og hefur tekist sérstaklega vel. Það nægir þar að benda á kvikmyndina „Hrafninn flýgur“ eftir Hrafn Gunnlaugsson. Ég veit einnig til þess að kvikmyndirnar „Land og synir“ og „Útlaginn" fóru báðar hátt í að ná helftinni af lands- mönnum í kvikmyndahús. Þrátt fyrir að íslendingar hafi sýnt ís- lenskri kvimyndagerð mikinn áhuga, þá er enginn vinnandi vegur að stunda þessa listgrein nema til komi einhver lág- markstrygging í fjármunum til að hrinda málunum af stað. Bankakerfið hefur verið afskap- lega liðlegt við þessa listgrein og teygt sig oft miklu lengra en maður gæti búist við af slíkum stofnunum. Það ber auðvitað að þakka, en sú hjálp væri einnig nauðsynleg þó að fjárveiting til kvikmyndasjóðs væri samkvæmt lðgum um kvikmyndamál. Það er alltaf hægt að hafa uppi með rökum orðræðu um það að við getum ekki eitt og annað, enda mætti spara miklu meira {land- inu en nú er gert. Þeir sem byrj- uðu að fást við íslenskar kvik- myndir gerðu það eingöngu af þjóðerniskennd. í samfélögum nútímans getum við ekki alltaf tekið við erlendu efni. Það verða að vera til íslenskar kvikmyndir með íslenskum leikurum, á is- lenskri tungu. Það kostar pen- inga og Alþingi hefur fallist á það með samþykki frumvarpsins á sínum tíma að það gangi ekki lengur að bláeygðir einstakl- ingar veðsetji húsin sín til þess að geta gert íslenskar kvikmynd- ir. Ég treysti því að framlag til kvikmyndasjóðs verði ekki skor- ið jafn hrikalega niður og gert er ráð fyrir. Það er búið að leggja allt of mikið í sölurnar fyrir ís- lenska kvikmyndagerð til þess.“ Alþingi getur alltaf breytt lögum Höskuldur Jónsson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði, að þó kveðið væri á um það í lögum að söluskattur af kvikmyndasýningum í landinu skyldi renna til kvikmyndasjóðs, þá gæti Alþingi auðvitað breytt fyrri ákvörðun sinni með nýrri lagasetningu. „Ákvæði fjárlaga geta ekki breytt sérlögunum, en venjan er sú, að svokölluðum mörkuðum tekjustofnum, þ.e. tekjustofnum sem eru merktir til sérstakra nota samkvæmt sérlögum, hafa verið sett viss takmörk í lánsfjárlögum hverju sinni. Þekkt dæmi um þetta eru takmarkanir á framlögum í framkvæmdasjóð fatlaðra. Það er umræðuefni á hverju ári að ákvæði laga þess sjóðs sæti allt- af takmörkunum í lánsfjárlög- um. Ef ákvæði í lánsfjárlögum um kvikmyndasjóðinn ná fram að ganga, þá eru þessar 8 millj- ónir sem eru ætlaðar í sjóðinn í fullu samræmi við lög. Ákvæð- um sérlaganna yrði þá breytt tímabundið með ákvæðum lánsfjárlaganna. Ef lánsfjárlög yrðu hins vegar ekki samþykkt þá er ekki vafi á því að greiða yrði samkvæmt sérlögunum, í þessu tilfelli lögum um kvik- myndamál. Þær fullyrðingar sem heyrst hafa um að ekki sé greitt samkvæmt lögum eru út í hött, því menn verða að athuga það að Alþingi breytir stundum ákvörðunum sínum,“ sagði Höskuldur Jónsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.